Morgunblaðið - 15.05.1982, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.05.1982, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982 Grein: Árni Johnsen g geri mér þaö fyllilega Ijóst, aö þaö í " eru mikil umskipti í lífi mínu eftir 40 ára sjómennsku aö eiga aö fara aö ■■I veröa oddamaöur í bæjarmálum fyrir svo stórt bæjarfélag sem Vestmannaeyjar eru og á ég þar mikiö ólært, en ég hef meö mér mjög trausta og vel geröa menn, sem þekkja bæjarmálin í heild frá öllum hliöum og þaö er minn mesti styrkur. Einnig mun þaö hjálpa mér mikiö, aö ég hef tekiö mikinn þátt í félagsmálum og þekki vel hjartslátt fólksins í Vestmannaeyjum, þar er ég fæddur og upp- alinn og bæjarfélagiö því stór og mikilsverö- ur hluti af lífi mínu,“ sagöi Sigurgeir Ólafsson sjómaöur og skipstjóri í samtali okkar um bæjarstjórnarkosningarnar í Eyjum þar sem hann skipar efsta sæti á lista Sjálfstæöis- flokksins eftir aö hann hlaut flest atkvæöi í geysifjölmennu prófkjöri sjálfstæöismanna. Sjálfstæöismenn hafa nú 4 bæjarfulltrúa af 9 og markmiö þeirra er aö vinna meirihluta og hnekkja 16 ára samstarfi vinstri flokkanna, þar sem hrossakaup og þrekleysi hafa sífellt aukizt í stjórn bæjarmála. Sigurgeir Ólafsson er í daglegu tali kallaöur Siggi vídó, vegna einstakra hæfileika sem markvöröur í knatt- spyrnu fyrr á árum, en þar var hann frægast- ur fyrir þaö aö verja vítaspyrnur. Siggi á aö baki gifturíkan feril og tilþrifamikinn og hann er þekktur fyrir aö ná settu marki í skjóli samtvinnaös haröfylgis og Ijúfmennsku. „Með bjartsýni og krafti setjum við hrygg í verkefnin“ Rætt við Sigurgeir Olafsson sjómann I Vestmannaeyjum, odda- mann á lista sjálfstæðismanna í bæjarstjórnarkosningunum í upphafi samtals okkar hermdi ég upp á hann sögu, sem Aki Gráns, skólabróftir Sigga úr Eyjum, sagði mér, en Áki skipar nú efsta sæti sjálfstæðismanna í Njarðvíkum. „Jú, þetta er víst rétt,“ sagði Siggi, „það var ferm- ingarárið 1939, síðasta árið í skól- anum, að við fórum frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur með varðskipinu Ægi í skólaferðalag og áttum að taka þátt í heljar- miklu móti í Austurbæjarskólan- um, söng og leikfimi. Eg bjó hjá frænku minni á Hringbrautinni. Fyrsta kvöldið sem við vorum í Reykjavík fór fram kappleikur í knattspyrnu milli Þjóðverja og Islendinga og ég var sendur í leigubíl á vðllinn, en karlinn, sem ég gisti hjá, sagði mér að eftir leikinn væri nóg af bílum fyrir utan völlinn og ég skyldi óhikað biðja bíistjóra að keyra mig heim. Eftir leikinn fór ég og kíkti yfir bílaflotann og valdi úr einn stór- an og svartan, ofsalega fallegan bíl, R-l, en við hann stóðu tveir menn og voru að spjalla saman, annar þrekinn og myndarlegur, hinn minni. Ég vatt mér að jjeim og spurði eftir bílstjóranum. Sá stærri gaf sig fram og ég spurði hann hvort hann gæti keyrt mig heim. Hann sagði mér að bíða að- eins, kvaðst vera að tala við mann. Ég beið, en var farið að leiðast og spurði hvort við færum ekki að fara af stað. Hann sagði mér að bíða, en þegar ég spurði hann í þriðja sinn, sagði hann við viðmælanda sinn: „Heyrðu, komdu bara með, stráknum ligg- ur eitthvað á.“ Ég fór aftur í og sagði honum hvar ég ætti heima. Hann keyrði af stað og í allt aðra átt en ég átti heima. Ég sagði honum annað kastið, að ég ætti alls ekki heima hér, en hann var hinn rólegasti og sýndi mér allar helztu byggingarnar í bænum, höfnina og fleira og var hinn ræðnasti við þennan peyja. Svo spurði hann mig, hvaðan ég væri og ég sagði honum að ég væri frá Vestmannaeyjum og væri í skóla- ferðalagi, þar sem við ættum að sýna leikfimi í Austurbæjarskól- anum. Þá svaraði hann og sagði: „Já, það er alveg rétt, við sendum ykkur Ægi.“ Mér þótti maðurinn orðinn heldur mikill með sig og var orðinn hálfreiður út í hann, því fjárhagurinn var heldur bág- ur og ég hafði áhyggjur af því hvað bíltúrinn kostaði. Rétt áður en við komum í hlað á Hring- brautinni spyr lágvaxnari maður- inn, hvort ég viti hver keyri mig. Ég kvað nei við og þá sagði hann mér, að það væri nú forsætisráð- herra, Hermann Jónasson. Það var lítill strákur sem sat í aftur- sætinu eftir þessa athugasemd Eysteins Jónssonar, því sá var lágvaxni maðurinn. Aðalheila- brotin hjá mér voru nú um það hvort ég ætti að bjóða borgun eða þakka aðeins fyrir mig. Ég hafði feiknamiklar áhyggjur af þessu, en herti mig svo upp í að spyrja hvað ég ætti að borga honum fyrir aksturinn, en Hermann svaraði því til að forsætisráð- herra mætti ekki taka fyrir akst- ur og hló við. Þegar ég kvaddi, sagði forsætisráðherra hinn kumpánlegasti: „Við sjáumst á morgun." Hann mætti svo í Austurbæj- arportinu á fimleikasýninguna daginn eftir og það var eldrauður snoðaður ungur maður sem tók kveðju forsætisráðherra þegar við komum inn til að taka fyrstu æfinguna, en ég var fyrstur í röð- inni ásamt Dodda á Hallorms- stað. Hermann heilsaði okkur síðan á eftir með virktum og það var skemmtilegt að kynnast þess- um viðmótsþýða manni í garð peyja á skólaferðalagi." Við vikum nú talinu að sjó- mennsku Sigga vídó. „Jú, ég byrjaði til sjós í júní 1940 á tvílembingi, Skúla fógeta og Freyju, og síðan hef ég verið til sjós þar til í vor, að undan- skildu einu og hálfu ári sem ég vann við höfnina. Ég byrjaði skipsstjórn vorið 1951 með Emmu, en fyrsti vertíðarbátur- inn minn var Týr, 1952, í eigu Einars Sigurðssonar. Ég tók Emmu aftur 1953 og var með hana út árið 1959, en þá keypti ég Lundann ásamt Ólafi Sigurjóns- syni. Við áttum bátinn saman í 3 ár, held ég, en þá keypti ég hlut Óla. Síðan átti ég tvo Lunda, en hætti útgerð 1975 og vann þá við höfnina í eitt og hálft ár, þar til ég fór 1. stýrimaður á togarann Vestmannaey og síðan á Klakk sem skipstjóri, en sl. 2 ár hef ég verið háseti á Herjólfi og afleys- ingastýrimaður.“ — Hvor sjómennskan átti bet- ur við þig? „Ég kunni betur fiskiríinu, það er meira sápubragð af hinni sjó- mennskunni, ég kann betur við ærlegt pus og finnst slorbragðið betra en sápubragðið, en það var gott að vera á Herjólfi, gott skip og góðir félagar." — Þú hefur verið happasæll skipstjóri alla tíð. „Það sem hefur skapað mína velgengni alla mína skipstjóratíð, voru mennirnir sem ég hafði með mér, allt duglegt og skemmtilegt fólk, ég hef verið mjög heppinn um tíðina með mannskap." — Og nú ertu byrjaður að fiska á miðum stjórnmálanna. „Ég hef alltaf verið sjálfstæðis- maður og hef lengi verið viðloð- andi starf flokksins almennt og kosningastarf og í síðustu bæjar- stjórnarkosningum var ég númer 5 á lista flokksins, þannig að ég hef starfað sem 1. varabæjarfull- trúi þetta kjörtímabil. Ég hef haldið því fram og held því fram enn, að sjómaður eigi erindi í bæjarstjórn og ég tel mig sjó- mann, þó ég komi nú til með að skipta um atvinnu vegna þess að ég fór með fullri alvöru í síðasta prófkjör sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum og í því tóku um 1650 manns þátt, en ég fékk 1181 af gildum atkvæðum, eða 75% greiddra atkvæða, sem ég tel vera sönnun fyrir því að fólk vill sjómann i bæjarstjórn. Ég tel, að mér hafi verið falin svo mikil ábyrgð með því að vera valinn fyrsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins og vonandi í væntanleg- um meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins, að ég treysti mér ekki til að vinna þau störf með því mikla starfi sem er að vera á Herjólfi. Ég get til dæmis ekki beðið Jón Eyjólfsson skipstjóra að stoppa fyrir vestan Dranga af því að ég þurfi að skjótast á fund, eða á annað borð sinna nokkru hlið- arstarfi að ráði samhliða sjó- mennsku nema með því að taka mér frí og því þarf ég að finna mér starf sem hentar betur þeim aðstæðum sem ég er nú kominn í. Framundan eru mörg spennandi verkefni sem setja verður hrygg í og það verður nóg að gera að gangast í það með bjartsýni og krafti. Það tala margir um að at- vinnulífið í Vestmannaeyjum sé einhæft, þar sem það sé að stærstum hluta bundið við það sem úr sjónum kemur og það er mikill sannleikur fólginn í því, því að við lifum og hrærumst með okkar sjómönnum og því sem þeir færa að landi, en sá iðnaður sem er í gangi er að mestum hluta tengdur flotanum og þjónustu við hann, svo sem vélsmiðjur, fisk- iðnaður, lýsisbræðsla, niðursuða og netagerð, og eitt stórt fyrir- tæki sem tengist flotanum sterk- um böndum er að fara í gang, Skipalyftan, sem afhent verður rekstraraðilum, Skipalyftunni hf., um mánaðamótin maí-júní og verður hafnarstjórn að leggja í það allan sinn metnað að geta skilað mannvirkjum fullbúnum. Athyglisverðar tilraunir og at- huganir eru í gangi varðandi nýj- ar atvinnugreinar og má þar nefna fiskirækt, refabú og yl- rækt, svo eitthvað sé nefnt, en ef markvisst og ákveðið er stutt við þessar athuganir, er allt útlit fyrir afla úr því trolli. Það liggur fyrir, að í höfninni þarf að framkvæma nauðsynleg verkefni og má þar fyrst til nefna framtíðarskipulag hafnarinnar, svo að hægt verði að fastmóta ákveðnar framtíðarhugmyndir, svo sem breytta innsiglingu, smá- bátahöfn, sem er mjög aðkallandi verkefni, en ekki er hægt að snúa sér að með nokkurri alvöru fyrr en framtíðarskipulag liggur fyrir. Vinna þarf að bryggjubyggingu utan hafnargarða, fjarlægja alla olíutanka úr innri höfninni og síðast en ekki síst þarf að dýpka höfnina og er það mjög brýnt verkefni. Jafnframt þarf að gera nákvæma athugun á gerð vænt- anlegra viðlegukanta, hvort byggja skuli staurabryggjur eða stálþil. Aftur á móti gerum við okkur grein fyrir því, að höfnin verður ef til vill í einhverju fjár- svelti vegna framkvæmda við Skipalyftuna sem á hinn bóginn mun skapa höfninni tekjur. Á næsta kjörtímabili þarf að miða að því að malbika allar göt- ur í byggð Vestmannaeyja og það á að vera framkvæmanlegt sam- kvæmt hugmyndum okkar. Þá þarf að leggja áherzlu á að ríkið sjái sóma sinn í að leggja bundið slitlag á þann stutta kafla sem heitir þjóðvegur í Vestmannaeyj- um. Fleira þarf til fegrunar bæjar- ins en malbikaðar götur, þær þurfa að vera vel hirtar og gangstéttir sem að þeim liggja. Einnig þarf að leggja mikla áherzlu á skipulega fegrun bæj- arins að öðru leyti með upp- græddum svæðum, sérstaklega hönnuðum til fegurðarauka. Hrinda þarf í framkvæmd áfram- haldandi uppgræðslu í nágrenni bæjarins og hefta þann geysilega uppblástur sem við sjáum víða í fjöllum. Þá má ekki dragast leng- ur að klæða ákveðin svæði nýja hraunsins í grænan kjól, en við munum leggja sérstaka áherzlu á að vinda bráðan bug að því að leysa þann vanda sem vind- strengurinn milli Fellanna veld- ur, bæði fyrir gróður og mann- virki. Alla tíð hefur verið mjög öflugt félagslíf í Eyjum og það hefur verið og verður metnaður sjálfst- æðismanna, að gróskumikið starf á þeim vettvangi fái notið sín, því það er órjúfanlegur hluti af mannlífi Vestmannaeyja. Sér- staka áherzlu munum við leggja á framkvæmdir varðandi aðstöðu aldraðs fólks og æskufólks, en þar er vert að bæta. Sjálfstæðisflokkurinn í Vest- mannaeyjum hefur óneitanlega góðan meðbyr og það er mín trú, að hann nái meirihluta í bæjar- stjórn í komandi kosningum, enda siglum við nú undir kjörorð- inu: Verum bjartsýn, breytum til hins betra. Það eru því æðimörg verkefnin sem við sjálfstæðismenn erum tilbúnir til þess að takast á við, fast og ákveðið, og setja hrygg í þau.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.