Morgunblaðið - 15.05.1982, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982
25
fWnrgmi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakið.
Framsóknarflokkurinn
og hláturtaugarnar
Hvað svo sem segja má um frammistöðu frambóðenda Framsóknar-
flokksins til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík, verður hitt ekki
af þeim skafið, að þeir hafa kitlað hláturtaugar háttvirtra kjósenda
öðrum fremur!
Þeir hafa ár hvert, allt líðandi kjörtímabil, samþykkt hærri útsvör,
hærri fasteignaskatta og hærri aðstöðugjöld í Reykjavík en í nágranna-
byggðum — og varið þessa skattheimtu í borgarstjórn baki brotnu í
hvert sinn sem fjárhagsáætlun borgarinnar hefur verið til umfjöllunar.
Síðan koma þeir fram fyrir kjósendur, fáum dögum fyrir kosningar, og
segjast talsmenn lækkunar fasteignagjalda og aðstöðugjaida í borginni!
Pólitískur húsbóndi þeirra í vinstra samstarfinu, Sigurjón Pétursson,
gerir góðlátlegt grín að þessu sjónarspili samstarfsaðilans og kallar
lýðskrum, en merkingu þess orðs skilja Alþýðubandalagsmenn öðrum
betur.
Ritstjóri Tímans forðast það eins og heitan eldinn að tíunda ágæti og
afrek frambjóðenda Framsóknarflokksins. Hann lítillækkar þá þvert á
móti með því að skáskjóta einstaklingi, sem hvorki er í flokknum né í
framboði fyrir hann, Agli Skúla Ingibergssyni, fram fyrir þá, sem helztu
tálbeitu framboðsins! Það skiptir Tímaritstjórann ekki máli að Egill
Skúli er ekki í kjöri við þessar kosningar. Fram hjá því er og litið, að
hann hafði engin pólitísk völd á líðandi kjörtímabili, gegndi aðeins
starfi embættismanns í skugga hins pólitíska „yfirborgarstjóra", Sigur-
jóns Péturssonar.
Þriðja kosningatromp Framsóknarflokksins er að færa ríkisvaldinu
Borgarspítalann að gjöf — á silfurfati — og glata þann veg forræði
Reykvíkinga á þessum vettvangi. Hvað hefur „Grimsby-lýðurinn" líka
að gera með eigið sjúkrahús (?), en svo kölluðu Framsóknarmenn Reyk-
víkinga á sokkabandsárum sínum.
Það er sumsé ekki að ástæðulausu sem Davíð Oddsson segir frambjóð-
endur Framsóknarflokksins hafa gert sjálfa sig að almennu athlægi í
kosningabaráttunni.
Kjarabarátta — kosn-
ingar — og uppsagnir
í heilbrigöiskerfinu
Hjúkrunarfræðingar gengu út af ríkisspítölum á miðnætti sl. Þar
verður aðeins um neyðarþjónustu að ræða. Sjúklingar, sem þarfn-
ast sjúkrahússvistar, eru hópum saman sendir heim. Það ástand er að
skapazt, sem ekkert fordæmi er fyrir í sögu íslenzkrar heilbrigðisþjón-
ustu. Skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins sagði í viðtali við Mbl. í
gær, að engin ákvörðun hafi verið tekin af hálfu ráðuneytisins vegna
þessa mikla vanda.
Hvar eru fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, Ragnar Arnalds
og Svavar Gestsson, þessir stefnuvitar Alþýðubandalagsins og „fram-
verðir kjarabaráttupnar" að eigin sögn? Ekki leysti fjármálaráðherrann
þennan vanda meðan hann var utan landsteina, en ráðherrar virðast
kunna með afbrigðum illa við sig á ættjörðinni, ef marka má tíðan
„landflótta" þeirra — á kostnað skattborgara. Enda var hann að taka
eitt stórlánið enn hjá útlendum, sem skattborgarar verða að axla inn í
óráðna framtíð. Og heilbrigðisráðherrann virðist hafa nóg að gera við
áróðursskrif í Þjóðviljann, þar sem hann heldur því að launafólki, m.a.
heilbrigðisstéttum, að „kosningar séu kjarabarátta" — og að Alþýðu-
bandalagið fari síður en svo óhófshendi fjármálaráðherrans og skatt-
heimtunnar um launaumslög almennings!
Heilbrigðisstéttir segja upp störfum. Sjúklingar eru settir á guð og
gaddinn. Fjármálaráðherrann heldur sig utan landsteina í vellystingum
praktuglega og slær erlenda peningafursta um lán á lán ofan. Og heil-
brigðisráðherrann hamast við að böggla saman „kjarabaráttu“-hvatn-
ingum í Þjóðviljann. Gegnsærri marglyttu en Alþýðubandalagið getur
ekki líta í gjörvallri heimspólitíkinni!
Fjórfótur í stað þrífótar
Efstu menn á framboðslistum þríflokkanna, sem nú standa undir
borgarstjórnarforystu Alþýðubandalagsins, hafa ekki farið dult með
það að þeir stefni í áframhaldandi vinstri meirihluta. Enginn hefur þó
verið ákafari né stóryrtari um nauðsyn slíkrar vinstri samsuðu en
Sigurður E. Guðmundsson, efsti maður á framboðslista Alþýðuflokks-
ins, sem skákar jafnvel Sigurjóni Péturssyni í vinstra trúboðinu. Sjálfir
segja talsmenn Alþýðubandalagsins frambjóðendur og stefnumið
„kvennaframboðsins" sótt í eigin herbúðir, svo ekki efast þeir um „eign-
arrétt" sinn á útkomunni.
Það er því Iaukrétt sem Davíð Oddsson, oddviti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn, sagði á beinni línu útvarpsins í fyrrakvöld. Kjósendur
hafa tvo valkosti — og aðeins tvo — í komandi borgarstjórnarkosning-
um. Annarsvegar fjögur vinstri framboð, sem stefna að sama marki:
áframhaldandi vinstri meirihluta í borgarstjórn undir forystu Alþýðu-
bandalagsins. Nú er þrífótur vinstri-hyggjunnar orðinn að fjórfóti. Það
er eini munurinn. Hinn valkosturinn er framboð Sjálfstæðisflokksins,
sem stefnir að meirihluta í borgarstjórn, og leitar stuðnings borgarbúa
til þess að ná því marki. Valið er því auðvelt. Hvort vilja Reykvíkingar
borgarstjórnarforystu sjálfstæðismanna eða kommúnista? Það er sú
höfuðspurning, sem hlýtur svar á kjörseðlum Reykvíkinga 22. maí nk.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982
Vinnustaðarfundur
í íbúðum aldraðra við Dalbraut:
Undirtektir gamla
fólksins voru góðar
— segir Hulda Valtýsdóttir
„VIÐ fórum í heimsókn í íbúðir
aldraðra inn við Dalbraut og rædd-
um við gamla fólkið og voru undir-
tektir góðar,“ sagði Hulda Valtýs-
dóttir í samtali við Morgunblaðið, en
auk hennar talaði á fundinum Katr-
ín Fjeldsted.
„Við settumst hjá fólkinu og
spjölluðum við það þar sem það
Hulda Valtýsdóttir og Katrín
Fjeldsted raeða við aldraða.
Ljósm. Mbl. Kmilía.
sat yfir kaffibolla í setustofunni.
Við ræddum við fólkið um málefni
borgarinnar vítt og breitt. Þarna
ríkir skemmtilegur og góður andi,
hjá því fólki sem þarna dvelst, en
við ræddum við fólk sem er þarna
í dagvist, það kemur að morgni og
fer síðdegis," sagði Hulda.
Hulda sagði að borgarmálin
hefðu verið rædd vítt og breitt og
ýmsar spurningar fram bornar og
hefðu undirtektir fundarmanna
verið jákvæðar.
KappræÖufundur á Lækjartorgi:
Styrk stjórn sjálfstæðismanna,
eða stöðnun undir vinstri stjórn
Áheyrendur á kappræðufundinum á Lækjartorgi. Lj*sm. Mbi. ('n.k.m.
— það eru val-
kostirnir, sagði
Davíð Oddsson
„KOSTIRNIR í þessum kosningum
er skýrir, valið stendur annars vegar
um styrka stjórn Sjálfstæðisflokks-
ins, en hins vegar um samstjórn fjög-
urra vinstri flokka. Þetta eru kostirn-
ir sem liggja fyrir og þessar kosn-
ingar munu skipta sköpum fyrir
Reykvíkinga,** sagði Davíð Oddsson,
efsti maður á Iista Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík, á kappræðufundi
sem haldinn var á Lækjartorgi í gær
að tilhlutan framkvæmdastjóra
Pylsuvagnsins, Ásgeirs Hannesar
Eirikssonar. Á fundinum mættu full-
trúar allra þeirra flokka sem bjóða
fram við kosningarnar í Reykjavík.
í ræðu sinni sagði Davíð m.a. að
borgarbúar myndu í kosningunum
velja um hvort borgin ætti að
styrkjast undir stjórn sjálfstæð-
ismanna eða staðna undir vinstri
stjórn. Sjálfstæðismenn legðu til að
næst yrði byggt á besta byggingar-
landi borgarinnar, en vinstri meiri-
hlutinn vildi byggja á hinu svo til
óbyggilega og gegnumsprungna
Rauðavatnssvæði. „Það er óskiljan-
legt að meirihluti borgarstjórnar
skuli vilja beina Reykvíkingum
framtíðarinnar upp á þessar gegn-
umsprungnu heiðar við Rauðavatn,"
sagði Davíð.
Davíð minnti á að ágreiningur
væri í borgarstjórn um það, með
hvaða hætti tryggja ætti borginni
tekjur, sjálfstæðismenn vildu hag
borgarbúa sem mestan en vinstri
meirihlutinn hefði á kjörtímabilinu
seilst æ dýpra ofan í vasa skatt-
borgaranna. Benti Davíð á að
skattaálögur á Reykvíkinga hefðu
stórhækkað á hverju ári á þessu
kjörtímabili og nefndi hann fast-
eignagjöld, aðstöðugjöld, útsvar og
gatnagerðargjöld í því sambandi.
Hann sagði ennfremur að borgar-
sjóður hefði tekið 40 milljóna króna
lán til að koma síðustu fjárhags-
áætlun saman, en þrátt fyrir það
segðu fulltrúar vinstri meirihlutans
að fjárhagur borgarinnar hefði
aldrei verið betri!
Davíð gagnrýndi þann málflutn-
ing vinstri meirihlutans, að fyrir-
tæki hefðu laðast að borginni undir
þeirra stjórn. Hið rétta væri að
gjöld hefðu verið stórhækkuð á
fyrirtækin og ekki hefði nema ein
lóð til atvinnustarfsemi verið aug-
lýst til úthlutunar á þessu kjörtíma-
bili.
Bragi Jósepsson, frambjóðandi
Alþýðuflokksins, sagði m.a. að hlut-
verk Kvennaframboðsins væri það
að tína upp atkvæði þeirra sem gef-
ist hefðu upp á að kjósa Alþýðu-
bandalagið og hann bætti við að Al-
þýðubandalagið væri íhalds- og
kerfisflokkur af verstu tegund.
Kvennaframboðið væri björgunar-
báturinn af hinu sökkvandi skipi
Alþýðubandalagsins.
Guðrún Helgadóttir, Alþýðu-
bandalagi, sagði að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri „þversprunginn
eins og Rauðavatnssvæðið" og sagði
hún að enginn vildi „búa á virku
sprungusvæði". Þá spáði Guðrún því
að ríkisstjómin myndi falla, ynni
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík á
ný.
Sigurjón Pétursson, efsti maður á
lista Alþýðubandalagsins, sagði að
fólk vildi búa í Reykjavík undir
vinstri stjórn og að fyrirtæki hefðu
flúið úr borginni undir stjórn
Sjálfstæðisflokksins.
Guðrún Þorsteinsdóttir, fram-
bjóðandi Alþýðuflokksins, sagði að
vinstra samstarfið í Reykjavík hefði
gengið vel og fjármálastjórn borg-
arinnar hefði aldrei verið betri.
Rikka Mýrdal á laadakart Magdalena Siguióardóttlr (tk.) og Aua Kyjólfsdóttir í
gamla hluta Landspítalans.
Sveinbjörg Einarsdóttir og Svanhildur Sigurðardóttir á Landspítalanum. Mbi. Cu«jóa.
Landakot og Landspítalinn:
Auðar stofur og helmingur
sjúklinganna sendur heim
ÞAÐ VAR tómlegt um að litast á
Landakots- og Landspítalanum er
blm. Morgunblaðsins var þar á ferð
seint í gærdag. Varla sást nokkur á
ferli á göngum húsanna. Sjúkrastofur
stóðu viða auðar, rúmin umbúin og
stór hluti sjúklinganna a bak og burt
í allan gærdag og undanfarna daga
hefur verið unnið að því að flytja alla
þá sjúklinga, sem hugsanlega geta
dvalið í heimahúsum um skemmri
tíma, af sjúkrahúsunum.
Ástandið á Landakoti var ekki
líkt því sem venjulega gerist á
sjúkrahúsi er við komum þar inn.
Öllum sjúklingum hafði verið kom-
ið fyrir á fyrstu hæð hússins, en
efri hæðirnar tvær voru mannlaus-
ar, utan hvað nokkrir hjúkrunar-
fræðingar gegndu skyldustörfum.
„Það fóru 15—16 sjúklingar af
deildinni hjá okkur í dag,“ sagði
Rikka Mýrdal hjúkrunarfræðingur
er rætt var við hana. „Hér er nú
bara fyrsta hæðin í notkun. Ég
gæti trúað að um 60 manns hefðu
verið fluttir út hjá okkur í dag og
undanfarna daga.
Varla áttum við von á að svona
færi þegar við fórum að þrýsta á
kröfur okkar. Þetta virðist hins
vegar vera eina leiðin. Eftir fund-
inn, sem haldinn var í gær, var
ljóst að ekki yrði samið við okkur.
Eðlilega segir það sig sjálft, að
þetta ástand getur ekki varað lengi.
Margt af því fólki, sem tók við
sjúklingum, er hreint ekki í stakk
búið til að mæta þeim vanda,“
sagði Rikka.
Svipað ástand var á Landspítal-
anum. Við hittum fyrir Svanhildi
Sigurðardóttur og Sveinbjörgu
Einarsdóttur. Töldu þær að um 230
þeirra 420 sjúklinga, sem hefðu
verið á Landspítalanum, hefðu ver-
ið færðir í heimahús. „Við sendum
hins vegar engan heim, sem ekki er
fær um að vera heima.
Vissulega vorum við búnar að
búa okkur undir að svona færi,“
sagði Sveinbjörg. „Við höfum dreg-
ið mjög úr innlögnum og all&r
stærri aðgerðir, sem hugsanlega
hafa getað beðið, hafa beðið undan-
farna viku. Kröfur okkar eru alls
ekki ósanngjarnar. Okkar starf
hefur ekki verið metið sem skyldi.
Okkur er lögð þung ábyrgð á herð-
ar og umfang starfsins hefur auk-
ist með ári hverju. Eldra fólk kem-
ur í aðgerðir og það þarf lengri og
meiri hjúkrun. Þetta ástand getur
ekki varað lengi, tæpast meira en
viku,“ sögðu þær stöllur, Sigríður
og Sveinbjörg.
í gamla hluta sjúkrahússins hitt-
um við fyrir þær Magdalenu Sig-
urðardóttur og Önnu Eyjólfsdótt-
ur. Þær sátu i mestu makindum við
pappírsvinnu. „Það er nú eiginlega
svo rólegt hérna hjá okkur að við
kunnum ekki almennilega við
okkur. Venjulega er hér allt yfir-
fullt þannig að viðbrigðin eru mik-
il. Það er erfitt að segja til um
hversu lengi þetta ástand kann að
vara. Slíkt hefur ekki gerst áður,
en iengi getur þetta aldrei gengið.“
Sólrún Bragadóttir nýtur hér tihagnar Mignmndar Arnar Arngrímssonar
aóstoðarleikstjóra. Ljóxm. kök.
Rætt viö Sólrúnu
Bragadóttur,
hina kornungu
söngkonu, sem fara
mun með hlutverk
Hönnu
í Meyjaskemmunni
næstu þrjár
sýningar
MEYJASKEMMAN hefur nú verið
sýnd um skeið við dágóðar undirtektir
í Þjóðleikhúsinu. í þessari léttu og
skemmtilegu óperu kemur meðal ann-
ars fram fjöldinn allur af ungu fólki,
sem er að heyja frumraun sína á þessu
sviði. Ein þeirra er Sólrún Bragadóttir,
22 ára gömul reykvísk stúlka. f kvöld
mun hún í fyrsta skipti fara með hlut-
verk Hönnu í Meyjaskemmunni, einn-
ig mun hún syngja á tveim næstu sýn-
ingum. Hanna, sem Sólrún syngur, er
yngst af meyjunum þremur, aðeins 18
ára snót, gáskafull og elskuleg en
svolitið barnaleg. Það er Katrín Sig-
urðardóttir, sem farið hefur með þetta
„Ætlum að demba okkur
í söngnám til útlanda“
hlutverk frá upphafi sýninga, en þetta
er annað stærsta hlutverkið í óperunni
og mæðir því mikið á því.
Við hringdum í Sólrúnu og spurð-
um hana að því, hvernig kvöldið
legðist í hana?
„Bara vel, annars er ég búin að
vera með magapínu undanfarna
daga. En ég tel mig hafa lært mikið
á að hafa fylgst með tilurð sýn-
ingarinnar frá upphafi. Ég hef líka
verið þjálfuð í sviðsframkomu og
leik og hefur aðstoðarleikstjórinn,
Sigmundur Örn Arngrímsson, ekki
síst reynst mér góður leiðbeinandi."
Hver er aðdragandinn að því að
þú syngur þetta hlutverk nú?
„Hann er sá að hringt var til mín
síðastliöinn nóvember og var ég
beðin að koma niður í Þjóðleikhús
og syngja þar. Fleiri söngkonur
voru einnig prófaðar. Það var ekki
fyrr en í febrúar, sem við fengum að
vita, hver hefði verið valin í hlut-
verk Hönnu, það var Katrín Sigurð-
ardóttir, en ákveðið var að ég syngi
á þremur sýningum."
Hvernig finnst þér svo hlutverk-
ið?
„Það er fyrst og fremst létt og
skemmtilegt og ég hef kunnað að
meta það betur eftir því sem ég hef
kynnst því nánar."
Syngur eiginmaður þinn, Bergþór
Pálsson, ekki líka í Meyjaskemm-
unni?
„Jú hann syngur hlutverk eins
vinar Schuberts, en sá heitir Moritz
Von Schwind. Þetta hlutverk er
frumraun hans á þessu sviði, en
hann er að læra að verða tón-
menntakennari við Tón-
listarskólann í Reykjavík, auk þess
sem hann stundar söngnám hjá
Elísabetu Erlingsdóttur."
Er þá ekki mikið sungið á ykkar
heimili?
„Jú það má segja að þar sé bæði
sungið og spilað, því við leikum
bæði á píanó. Sem betur fer eigum
við skilningsríka nágranna, svo við
þurfum ekki að hafa áhyggjur af að
við séum að angra einhverja með
hljóðunum í okkur.“
Nú ert þú í Tónlistarskólanum í
Reykjavík við söng- og píanónám,
hvort heillar þig meira?
„Ég hef stundað píanóið í um 10
ár og er nú í læri hjá Halldóri
Haraldssyni. En þrátt fyrir að ég
hafi fengist við píanóið nokkuð
lengi, þá er það söngurinn, sem orð-
ið hefur ofan á. Ég hef verið í söng-
tímum hjá Elísabetu Erlingsdóttur,
fyrst í Tónlistarskóla Kópavogs og
síðan í Tónlistarskólanum í Reykja-
vík og nú er svo komið að við Berg-
J)ór ætlum að demba okkur í söng-
nám til útlanda á næstunni og auð-
vitað verður í för með okkur eins
árs gamall sonur okkar."
HE.
Fundur með íbúum í Vesturbæ
BORtíARRÁÐSFULLTRIJARNIR Albert Guðmundsson og Sigurjón
Pétursson mættu í gær á fund með íbúum við Seljaveg og fulltrúum
Ibúasamtaka Vesturbæjar. Vesturbæingarnir ítrekuðu þar mótmæli
sín vegna efnaiðnaðar í íbúðahverfi og lögðu áherzlu á snyrtilegt útlit
á húsnæði og svæðum atvinnufyrirtækja við Seljaveg. íbúarnir vilja
að Efnaverkstniðjunni Eimi verði fundinu annar og heppilegri staður.
Þeir Albert og Sigurjón ræddu þessi mál á fundinum, sem haldinn
var við Seljaveg og kváðust myndu fylgjast með þróun þessa máls
(Íns Og hægt væri. (Ijósm. OUfur K. Mn}>núsNfin.)