Morgunblaðið - 15.05.1982, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982
31
Kommúnistinn, Álver-
ið og Hafnarfjörður
— eftir Kristófer
Magnússon,
tœknifræðing
Kommúnistar í ríkisstjórn virð-
ast nú á góðri leið að sjá óska-
stund sína rætast, en þar á ég við
að ná því takmarki að koma á
þeirri upplausn í þjóðfélaginu er
stuðlað geti að valdatöku þeirra.
Ef stefnir sem horfir, virðist
þeim smám saman vera að takast
að stöðva alla skynsamlega þróun
í þeim málaflokkum er eiga að
tryggja þjóðinni hagsæld og at-
vinnuöryggi í framtíðinni.
Haldið þið, að sú aðferð Hjör-
leifs Guttormssonar, iðnaðarráð-
herra íslands, hafi verið hugsuð
til að auka hag Islendinga og virð-
ingu út á við, að ég tali nú ekki um
afkomu og atvinnuöryggi þeirra er
vinna í álverinu í Straumsvík, er
hann sló fram órökstuddum ásök-
unum á hendur Alusuisse varð-
andi verðlagningu á súráli og sið-
ar á rafskautum til ÍSAL.
Slíkar ásakanir myndu engir
aðrir en kommúnistar bera fram í
hinum lýðfrjálsa heimi, nema að
ítarlegar rannsóknir hefðu farið
fram af óvilhöllum aðilum, sem
hefðu fengið fullt umboð til slíks,
en ekki bundnar hendur af þeim
sem bera fram ásakanirnar, að ég
tali nú ekki um alls engar athug-
anir. Ef við óskum eftir i einlægni
að ná hagkvæmum samningum
við viðskiptaaðila okkar, geri ég
ekki ráð fyrir að það teljist væn-
21 ferst í
námaslysi
Belgnd, 12. mai. AP.
AÐ MINNSTA kosti 31 nimamaður
fórst í gassprengingu í brúnkola-
námu í borginni Zenica í Bosníu-
Herzegóvínu irla dags í dag, að sögn
Tanjug-fréttastofunnar.
Björgunarmenn voru svartsýnir
á að takast mundi að bjarga átta
öðrum námamönnum, sem lokaðir
voru niðri i námunni.
Tanjug sagði, að röð sprenginga
hefði orðið í námunni upp úr mið-
nætti, en ekki væri vitað af hvaða
ástæðu. Tókst að bjarga tug
manna.
legt til árangurs að byrja á að
kalla viðsemjendur þjófa og mis-
indismenn. Við skýrum út fyrir
þeim rökstuddar ástæður fyrir
málaleitan okkar og gefum þeim
síðan tækifæri til að meta aðstæð-
ur.
Þetta er eina viðurkennda að-
ferðin í viðskiptum manna á milli,
en í þessum málum, sem og í
mörgum öðrum, er þessi aðferð
ekki viðurkennd í augum fræði-
manna kommúnista, þar sem öll
mannleg viðskipti, samningar og
samningsrof skulu helga meðalið.
Takmark Hjörleifs Guttorms-
sonar, sem er trúr kommúnisti,
var ekki endilega hagur íslands,
heldur var takmark hans að gera
álsamningana og forustumenn
ÍSALs tortryggilega í augum al-
mennings og um leið þjóna dyggi-
lega stefnu sinni og hugsjónum.
Það hefur komið skýrt fram, að
í þeim viðræðum, sem farið hafa
fram milli ráðherrans og ÍSALs,
að umræðugrundvöllur sé fyrir
hækkun raforkuverðs og annarra
atriða álsamningsins er íslend-
ingar óska endurskoðunar á. Það
eina, sem er því til fyrirstöðu eru
fljótfærnislegar og ótímabærar
ásakanir ráðherra um misferli
forstöðumanna ÍSALs og Alu-
suisse.
Þau misferli sem iðnaðarráð-
herra brigslar Alusuisse um, eru
aðeins smámunir, sé miðað við
þær upphæðir sem um er að ræða
í hækkun rafmagnsverðs.
Ég leyfi mér að halda því stað-
fastlega fram, að Hjörleifur Gutt-
ormsson gerði sér fulla grein fyrir,
að hækkun á raforkuverði til ál-
versins með samningum lá fyrir
áður en hann hóf herferð sína
gegn álverinu. En þjónaði slíkt
hans persónulegu eða flokkslegu
hagsmunum?
Nei, þannig mátti ekki umgang-
ast okkar erlendu viðsemjendur,
það varð að lítillækka þá fyrst, áð-
ur en gengið yrði til samninga, og
sýna þeim í eitt skipti fyrir öll
hver réði nú á íslandi í þessum
málum. Lái síðan hver sem er
þeim í afstöðu þeirra til ráðherra.
Eru stjórnendur stórfyrirtækja
einhverjar fégráðugar ófreskjur
eins og komið hefur fram í áróðri
kommúnista, eða menn með ótrú-
lega lík siðgæðissjónarmið og við
um mannleg viðskipti, sem verða
að taka tillit til umbjóðenda sinna
sem oft er almenningur í löndum
þeirra?
í þessu sambandi, þar sem ég
geri mér grein fyrir að mér verður
brigslað um óþjóðhollustu og föð-
urlandssvik með þessari grein
minni, vil ég taka skýrt fram, að
það verður alltaf að gæta festu og
gætni ekki síst í samskiptum við
risafyrirtæki, og við skulum gera
okkur strax grein fyrir að hinir
erlendu aðilar bíða ekki í biðröð-
um til að fá að reisa verksmiðjur á
íslandi og alls ekki í þeim tilgangi
að tapa á þeim.
í því sambandi leyfi ég mér að
benda á þann ævaforna sannleika,
því að ég veit að stór hópur lands-
manna neitar að viðurkenna þá
staðreynd, að hag þjóðarinnar er
best borgið, þegar sem flest fyrir-
tæki skila arði.
Bóndinn flær ekki kindurnar
sínar á vorin, heldur hirðir af
þeim ullina, til að tryggja sér síð-
an arð af þeim að ári.
Versti óvinur hins vinnandi
manns eru fyrirtæki sem ekki
bera sig, er haft eftir frægum
verkalýðsforingja. En slíkan
sannleika þýðir eflaust ekki að
bera á borð fyrir ráðamenn og
verkalýðsleiðtoga þessa lands. Það
hefur, allt frá stofnun kommún-
istaflokksins, verið einkenni
þeirra að gera framkvæmdamenn
og lýðkjörna forystumenn þjóð-
anna, tortryggilega, og kalla þá
alls kyns nöfnum eins og arðræn-
ingja, þjófa og landráðamenn.
Þessi aðferð þeirra kemur skýrt
fram í ummælum þeirra og per-
sónuniði um framkvæmdastjóra
ÍSALs, og þá menn á Alþingi ís-
lendinga er efast um, að aðferð
iðnaðarráðherrans sé rættmæt og
komi til með að skila landsmönn-
um hagkvæmustu samningunum.
Allir þeir sem kynnst hafa og
fylgst með gerðum Ragnars Hall-
dórssonar framkvæmdastjóra
ÍSALs viðurkenna dugnað hans og
atorku, en af því að hann vinnur
hjá erlendu fyrirtæki, og hefur
staðið að því með fullri reisn og
myndarskap og leyst þar aðsteðj-
andi vandamál í rekstri og sam-
skiptum við erlenda og innlenda
aðila, er honum nú borin á brýn
óþjóðhollusta og á að áliti komm-
únista þar af leiðandi að vera
óhæfur til að hafa forystu í ís-
lenskum félagasamtökum.
Stjórnarandstöðunni og þá ekki
sist Geir Hallgrímssyni, er brigsl-
„Það er óhagganleg
staðreynd, að álsamn-
ingarnir leiddu til Búr-
fellsvirkjunarinnar á
sínum tíma, og það raf-
magnsverðs, sem þykir
lágt í dag, er nóg til að
greiða niður alla virkj-
unina, háspennulínur og
hafnargerðina í
Straumsvík.“
að um landráð, óþjóðhollustu og
að vera handbendi hins erlenda
fyrirtækis. Erum við þá ekki ein-
mitt komin að kjarna málsins.
Var og er ekki mikilvægara til
framgangs málstað ráðherra að
níða menn og reyna að gera þá
tortryggilega í augum almenn-
ings? Er þetta ekki einmitt aðferð
öfgasinnaðra stjórnmálamanna til
hægri og vinstri, að reka heiftúð-
lega og óraunsæja þjóðernis-
stefnu?
Eru landsmenn ef til vill búnir
að gleyma áróðri kommúnista í
garð Geirs Hallgrímssonar í síð-
asta þorskastríði, sem var þá
stærsta sjálfstæðismál þjóðarinn-
ar frá stofnun lýðveldisins og lauk
með fullnaðarsigri þeirra manna
sem skildu hvernig staðið skildi að
samningum.
Hafnfírðingar
og Álverið
Á meðan iðnaðarráðherrann
brigslar Alusuisse um misferli og
samningssvik neitar ríkisstjórnin
að eiga viðræður við bæjarstjórn
Hafnarfjarðar um samnings-
bundnar kröfur Hafnfirðinga um
skiptingu framleiðslugjalds frá
ÍSÁL. Væri ekki nær fyrir ráðh-
errana að moka sinn eigin flór áö-
ur en þeir brigsla öðrum um
samningsrof.
Það er óhagganleg staðreynd, að
álsamningarnir leiddu til Búr-
fellsvirkjunarinnar á sínum tíma,
og það rafmagnsverð, sem þykir
lágt í dag, er nóg til að greiða
niður alla virkjunina, háspennu-
línur og hafnargerðina í Straums-
vík.
Ef álverksmiðjan væri ekki til
núna, væri heldur ekkert ÍSAL til
að semja við um hækkað raforku-
verð, til þess að geta hafist handa
um nýjar virkjanir.
Hafið þið hugsað það mál til
enda, hvernig kommúnistar hefðu
brugðist við, ef orkuverð hefði
lækkað í heiminum og þá að
„sjálfsögðu" hefði ÍSAL óskað eft-
ir lækkun á rafmagnsverðinu. Eða
er slíkt ekki rökrétt ályktun af
kröfu okkar á hækkun raforkunn-
ar?
Álverið hefur séð Hafnfirðing-
um og verkamönnum frá sveitar-
félögunum hér í kring fyrir ör-
uggri og vel borgaðri atvinnu og
mörg þjónustufyrirtæki í Hafnar-
firði, Reykjavík og víðar eiga af-
komu sína undir rekstri álversins.
Rafmagnsverðið, sem stendur
undir öllum þeim útgjöldum, sem
áður eru upp talin, er aðeins hluti
af rekstrarkostnaði Álversins.
Þrátt fyrir að raforkuverðið til
Álversins sé aðeins hluti af
rekstrarkostnaði þess er rennur
til íslenskra aðila, hikar iðnaðar-
ráðherra ekki við að halda því
fram að besta lausn til rafvæð-
ingar landsins sé lokun Álversins
og hann lét ekki þar við sitja.
Undir viðræðum við Alusuisse gaf
hann í skyn, að það gæti komið til
álita að loka fyrir rafmagnið til
Álversins, ef viðsemjendur höguðu
sér ekki að hans geðþótta.
Hafnfirðingar! Sá Hjörleifur
Guttormsson ástæðu til að hafa
samráð við okkur er hann hótaði
lokun Álversins?
Voru hagsmunir hans og ríkis-
ins meiri heldur en Hafnfirðinga?
Hann hefur skriflega lýst því yfir,
að álsamningarnir væru einkamál
hans og ríkisstjórnarinnar og
kæmi okkur ekkert við á núver-
andi stigi málsins, slíkur er hroki
mannsins þegar atvinna og eignir
þúsunda manna eru í veði.
Hvað getum við liðið lengi, að
kommúnistar fari með stjórn
þeirra mála er ráða heill og fram-
tíð þjóðarinnar?
Ert þú, Hafnfirðingur góður og
landsmenn allir, sammála Hjör-
leifi? Ef ekki þá gefum við
kommmúnistum ærlega ráðningu
í komandi kosningum til sveitar-
stjórna, það er einasta ráðið sem
við höfum til að losa okkur við
hann.
Kristófer Magnússon
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
| tilboð — útboó
titkynningar
Viðtalstími minn
veröur framvegis sem hér segir:
Mánud. — þriðjud. — fimmtud. og föstud. kl.
11 — 14. Miðvikud. kl. 15—18.
Símaviötalstími kl. 9—10 í síma 82212. Tíma-
pantanir í síma 12151.
Haukur S. Magnússon læknir,
Klapparstíg 25—27 sími 13151.
Skipabreytingar —
nýsmíði
Önnumst hverskonar breytingar á flutninga-
skipum, fiskiskipum og togurum.
Önnumst einnig fyrirgreiðslu varöandi ný-
smíöar. Hagstæö verö. Lánafyrirgreiösla.
Álesund shipping A/S
O.A. Devoldsgt. 13.
6000 Álesund, Norge,
sími 971-25022, telex 42306.
Frá nýja tónskólanum
í dag, laugardag kl. 14.00, Ijóða- og óperu-
tónleikar nemenda.
Sunnudag kl. 16.00, nemendatónleikar og
skólaslit.
Nýl tónlistaskólinn
Ferðamenn athugið
Aö öllu forfallalausu er heimilt aö tjalda í
þjóögaröinum á Þingvöllum frá 1. júní.
Þjóógarösvöröur.
Til sölu hásinkar
undan Trailer-vögnum 20x900 tommur.
Tvöföld hjól. Loftbremsur. Tengingar. Ljós
og lappir geta fylgt.
Upplýsingar í síma 94-8240 og 94-8235 og á
kvöldin 85231.
Utboð
Sveitasjóöur Bessastaöahrepps óskar eftir
tilboöum í gatnagerö í landi Sveinskots og
Bjarnastaöa, Bessastaöahreppi.
Verkiö er fólgiö í að fullgera götu undir mal-
bik, ásamt vatns- og frárennslislögnum.
Útboösgögn veröa afhent á Verkfræöistofu
Siguröar Thoroddsen hf., Ármúla 4, Rvík
gegn 1000 kr. skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuö á Verkfræöistofu Sig-
urðar Thoroddsen hf„ föstudaginn 21. maí
’82 kl. 11 f.h. aö viðstöddum þeim bjóöend-
um er þess óska.
Siguröur Thoroddsen hf.,
Ármúla 4, Rvík.