Morgunblaðið - 15.05.1982, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982
33
ar vegna þess að vissulega eru nú
til margir karlar sem hafa áhyggj-
ur af þessari þróun — kannski eru
það þeir sem hafa tekið við breytt-
um félagsmótunaráhrifum sbr.
áðurnefndar rannsóknir Bem. En
lítið fer fyrir þessum sjónarmið-
um hjá valdhöfum.
Á sama hátt og þeldökkir tóku
upp slagorðið „black is beautiful"
eru konur að vakna til vitundar
um hið jákvæða í reynslu sinni,
sem þær vilja fá að njóta áfram og
deila með körlum og nýta m.a. við
stjórnun samfélagsins. Þær eru
orðnar þreyttar á því að þeirra
þekking og reynsla sé vanvirt og
lítils metin í karlstýrðu þjóðfélagi,
sbr. upprisu fjölmargra „kvenna-
stétta" hérlendis að undanförnu
(hjúkrunarfræðingar, fóstrur,
sjúkraliðar og ljósmæður). Við
röðun í launaflokka hefur ábyrgð
viðkomandi starfs verið notuð sem
veigamikil viðmiðun. En allt bend-
ir til að samkvæmt skilgreiningu
karlaveldisins sé það minni
ábyrgð að taka á móti nýfæddum
börnum, ala upp forskólabörn eða
hjúkra sjúkum en að passa einn
peningakassa eða tvo.
Kvennaframboðið í Reykjavík
er tímabundin pólitísk aðgerð sem
verður til vegna þess að leikreglur
og forgangsverkefni stjórnmála-
flokkanna henta ekki og eru frá-
hrindandi fyrir stóran hóp kvenna
og liklega á það sama við um vax-
andi hóp karla. Það hefur samið
stefnuskrá út frá sjónarhóli
kvenna þar sem forgangsröðun
framkvæmda og rekstrar Reykja-
víkurborgar beinist að jafnstöðu
kynjanna, valddreifingu til fólks-
ins og bættu mannlífi ekki síst
fyrir börn og gamalmenni. Þegar
jafnstaða kynjanna er orðin að
veruleika og hið besta úr reynslu-
heimi beggja kynja mótar leik-
reglur flokkanna geta konur og
karlar boðið sig fram til stjórn-
málastarfa á grundvelli manngild-
is og stjórnmálaskoðana. Þá fyrst
verða kvennaframboð tíma-
skekkja.
Þó að við Kvennaframboðskon-
ur teljum sérframboð vera væn-
legri leið nú til að heyja þessa bar-
áttu, eru aðrar konur bjartsýnar á
að hún sé betur háð innan flokk-
anna sjálfra. Vera má að það sé
einhver von svo framarlega sem
þær gleyma ekki að þær eru konur
og hætta að ganga gagnrýnislaust
inn á leikreglur karlaveldisins og
leika þykjustukarla. Fjöldi þeirra
nú ætti að auka líkurnar fyrir því
að þetta geti gerst. En auðvitað
býst ég við jákvæðum viðbrögðum
frá körlunum líka í þessari bar-
áttu kvenna, sem er vonlaus án
þátttöku og skilnings þeirra. Það
hlýtur að vera mannbætandi fyrir
þá flesta að fá að skyggnast inn í
reynsluheim kvenna, sem vonandi
verður kynjunum sameiginlegur
fyrr en seinna. Batnandi mönnum
er best að lifa segir máltækið —
og út úr þessu öllu vonast ég til að
sjá mannlegri borg, mannlegra
þjóðfélag þar sem maðurinn
stjórnar tækninni, en tæknin ekki
manninum, þar sem kynferði
hindrar engan í að sinna þeim
störfum sem hugur stefnir til, þar
sem konur og karlar geta leyft sér
þann munað að vera bæði skyn-
semis- og tilfinningaverur.
Há*er
augtvang
um ^ugiýsingar
AÐ VELJA SÉR
MIÐIL
Markmið auglýs-
inga er að auka sölu á
vöru eða þjónustu. Pví
skiptir meginmáli að ná til
þeirra sem auglýsingunni er
beint að á sem lægstu verði.
Hér vegur rétt val á auglýsinga
miðli þyngst.
VERÐ
Samkvæmt niðurstöðum úr tveimur
könnunum Sambands íslenskra auglýsinga-
stofa er ódýrast að auglýsa í Morgunblað-
inu. Þá er miðað við hvað kostar að ná til
hvers lesanda.
ÚTBREIÐSLA
Morgunblaðið berst inná flest
heimili landsins á
degi hverjum.
Pað hefur haldið
yfirburðastöðu sinniog
jafnvel aukið útbreiðsluna
skv. áðurnefndum tveimur könnunum.
HLUTFALL EFNIS OG AUGLÝSINGA
I Morgunblaðinu er reynt að tryggja
eðlilegt hlutfall milli auglýsinga og efnis sem
er jafnt auglýsendum og lesendum að skapi.
Ef þú vegur ofangreindar staðreyndir,
er ljóst að það er engin tilviljun hve margir
velja Morgunblaðið sem vettvang auglýs-
inga sinna-þar eru þær lesnar af fjöldanum.
•• • ®
Metsölublað á hverjum degi!
Rýmingarsala!
Við rýmum fyrir nýjum húsgögnum
Seljum næstu daga meö miklum afslætti borö og stóla, sem hægt er aö leggja saman.
Hentugt í sumarbústaöinn og reyndar hvar sem er. Auk þess gefum viö 10—30% afslátt af öörum
vörum verslunarinnar, meöan á rýmingarsölunni stendur.
Komið og gerið
góð kaup
Opið mánud—fimmtud.
“ föstudaga
“ laugardaga
frá kl. 9—6.
frá kl. 9—7.
frá kl. 9—4.
lnís«|;i«|ii;il:iml
SIÐUMULA 2 - SIMI 39555