Morgunblaðið - 15.05.1982, Side 48
' Síminn á afgreiöslunni er
83033
jlfarcatittMiifrft
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982
Um 370 hjúkrunarfræðingar létu af störfum á miðnætti:
Reynt að koma sjúkling-
um í sjúkrahús úti á landi
Hjúkrunarfræðingar ganga
út úr Landspítalanum undir
miðnætti í nótt.
Sjá miðopnu: Auðar stofur
og helmingur sjúklinganna
sendur heim.
Ljósm. MbL: RAX.
Á MIÐNÆTTI tóku uppsagnir um 370 hjúkrunarfrsóinga gildi. Hjúkrunar-
fræðingar gengu út af ríkisspítölunum (Landspítalanum, Kleppsspítala og
Vírilsstaðaspítala), Landakotsspítala og á sjúkrahúsunum á Selfossi og í
Vestmannaeyjum og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Eftirvinnubann gekk í
gildi á Borgarspítalanum. Á miðnætti taka uppsagnir hjúkrunarfræðinga á
sjúkrahúsunum á Akranesi og í Keflavík gildi.
„Það horfir auðvitað til stórvandræða með sama áframhaldi. Haft hefur
verið samband við sjúkrahús úti á landi og það gefur okkur einhverja
möguleika á sjúkrarými, en eðlilega takmarkaða,“ sagði Ólafur Ólafsson,
landlæknir, er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi.
Nýjar tillögur um síldveiðar í haust:
helmingur flot-
leyfi til veiða
Hjúkrunarfræðingar hafa sett
neyðarþjónustu á laggirnar. Neyð-
arráð hefur verið myndað á Land-
spítalanum. Hlutverk þess verður að
meta þörf á neyðarhjálp frá þeim
hjúkrunarfræðingum, sem nú hafa
hætt störfum.
Á ríkisspítölunum eru um 900
rúm, en nú eru sjúklingar í 370 rúm-
um. Af 430 hjúkrunarfræðingum
hafa 250 nú látið af störfum. Á
Landakoti eru 57 af 176 rúmum í
notkun. Um 100 hjúkrunarfræð-
ingar starfa að jafnaði á spítalanum
og hafa 89 hætt vinnu. Áhrifa eftir-
Þjónar
boða
verkfall
FÉLAG framreiðslumanna hefur
boðað verkfall annars vegar 22. maí
nk. og hins vegar 28.-29. maí nk.
Ólafur Sveinsson sem sæti á í
samninganefnd félagsins sagði
ennfremur, að um væri að ræða
125 félaga á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu og á Akureyri.
Eins og skýrt hefur verið frá
hefur starfsfólk í veitingahúsum
ennfremur boðað verkfall, fyrst
21.—23. maí nk. og annað 28.-29.
maí nk. hafi samningar ekki
náðst. Sigurður Guðmundsson,
formaður félagsins, sagði í sam-
tali við Mbl., að um 700 félags-
menn væru í Félagi starfsfólks á
veitingastöðum.
Kjarasamningar flestra verka-
lýðsfélaga og vinnuveitenda renna
út á miðnætti nk. og enn hillir
ekki undir nýja samninga. Fundir
voru með samninganefndum ASÍ
og VSÍ í gærdag hjá ríkissátta-
semjara, en árangur varð lítill.
MIKILL samdráttur hefur orðið í gerð
íþróttamannvirkja á kjörtímabili
vinstri meirihlutans í borgarstjórn
Reykjavíkur. Sést það best, ef borin
eru saman fjárframlög til íþrótta-
framkvæmda til dæmis 1977, sem var
síðasta heila árið, er meirihluti sjálf-
stæðismanna fór með stjórn i höfuð-
borginni, og 1980. Miðað við verðlag í
desember 1981 var á árinu 1977 varið
618 milljónum gkr. til íþróttamann-
virkja en aðeins 10,5 milljónum gkr.
1980.
vinnubanns hjúkrunarfræðinga á
Borgarspítalanum fer að gæta í
næstu viku, en þar taka uppsagnir
hjúkrunarfræðinga gildi eftir hálf-
an mánuð.
„Stjórnvöld ætluðu að láta reyna
á það, hvort við gerðum alvöru úr
því að ganga út. Það höfum við nú
gert, hvort sem okkur líkar betur
eða verr. Ég vona, að yfirvöld sýni
vilja til þess að leysa þessa deilu í
þeim viðræöum sem framundan eru,
en svo hefur ekki verið. Það sést
best á orðum Þrastar Ólafssonar,
aðstoðarmanns fjármálaráðherra,
þegar hann sagðist vilja sjá framan
í það þegar við gengjum út, rétt eins
og það væri okkar aðaláhugamál,"
sagði Svanlaug Árnadóttir, formað-
ur Hjúkrunarfélags íslands, í sam-
tali við Mbl.
„Því hefur verið veifað framan í
okkur, að samvisku okkar vegna
gætum við ekki gert annað en
hjúkra fólki, hvort sem við fengjum
mannsæmandi laun eða ekki. Við
unum ekki lengur þeim lélegu kjör-
um, sem okkur eru boðin. Þessir
menn virðast ekki skilja neitt annað
en reglulega andstyggileg vinnu-
brögð. Ég harma það, en vona að
fólk, sem vegna sjúkleika þarf að
dvelja á sjúkrahúsum, fái umönnun
sem fyrst, en það láta þessir herrar
sér i léttu rúmi liggja," sagði Svan-
laug.
„Samningar hafa tekist við
Verkakvennafélagið Sókn og þar var
um að ræða venjulega kjaradeilu,
sem fylgdi þeim leikreglum, sem
samið hefur verið um og lög gera
ráð fyrir. Deilan við hjúkrunarfræð-
inga er annars eðlis. Þeir hafa þegar
fengið almenna grunnkaupshækkun
og auk þess tveggja launaflokka
hækkun. Ég er ekki að halda því
fram, að hjúkrunarfræðingar séu
ofsælir af launum sínum, en vinnu-
brögð þeirra samrýmast engan veg-
inn því, sem samkomulag um samn-
ingsrétt opinberra starfsmanna ger-
ir ráð fyrir og lög ætlast til,“ sagði
Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra,
í samtali við Mbl.
Vinstri meirihlutinn hófst fyrst á
árinu 1981 handa við framkvæmdir
við smíði nýrra búningsklefa i
sundlaugunum í Laugardal, en í
meirihlutatíð sjálfstæðismanna
hafði sú framkvæmd verið undir-
búin. Ekki eru hafnar framkvæmdir
við nýja skautahöll í Laugardalnum,
en fyrir kosningarnar gáfu vinstri
flokkarnir og ekki síst Alþýðu-
bandalagið loforð um, að smíði
hennar yrði lokið á því kjörtímabili.
sem nú er að ljúka. Teikningar
Aðeins
ans fái
„VIÐ erum að kynna mönnum
þær hugmyndir, sem fram hafa
komið um fyrirkomulag síld-
veiða á komandi hausti. I þeim
tillögum sem nú er rætt um er
gert ráð fyrir að loðnuskipin fái
heimild til síldveiða, þannig að
mikið fjölgar í síldveiði-
flotanum. Gert er ráð fyrir að
aðeins helmingur flotans fái
leyfi til síldveiða árlega og hafa
þessar tillögur fengið misjafnan
hljómgrunn,“ sagði Ingólfur
liggja fyrir að skautahöllinni og í ár
var veitt fé til að vinna að hönnun
hennar, en allt er í óvissu um fram-
haldið. Það eru framsóknarmenn,
sem verið hafa í formennsku fyrir
íþróttaráði Reykjavíkur.
Frá 1979 hefur með löngum hléum
verið unnið að endurnýjun í Sund-
höll Reykjavíkur. Þær framkvæmd-
ir hafa sætt gagnrýni fyrir, hve
kostnaður við þær hefur verið mik-
ill, en nú er talið að um 6 milljónum
Falsson forseti Farmanna- og
fískimannasambands íslands í
samtali við Morgunblaðið. Á
miðvikudag voru hugmyndirnar
um tillhögun síldveiða kynntar á
fundi í Reykjavík og í dag verða
þær kynntar á fundum í Vest-
mannaeyjum og Höfn í Horna-
firði.
Farmanna- og fiskimannasam-
bandið og Sjómannasamband ís-
lands standa meðal annars að þes-
sum hugmyndum, en sjávarút-
króna (600 millj. gkr.) hafi verið
varið til jæirra, mun meira en áætl-
að var. I fyrra var tveimur nýjum
pottum komið fyrir í Sundhöllinni
og er það eina nýjungin, sem í þess-
ari upphæð felst. Endurnýjun á
Sundhöllinni er ekki lokið og ekki er
gert ráð fyrir því, að henni ljúki í ár.
Teikning að skíðaskála í Bláfjöll-
um lá fyrir, er vinstri meirihlutinn
settist að völdum. Að smíði hans
hefur verið unnið í samvinnu við
önnur sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu og var henni lokið nú fyrir
fáeinum dögum.
vegsráðherra skipaði nefnd í vetur
til að gera tillögur um fyrirkomu-
lag síldveiðanna í haust.
„Róttækustu breytingarnar í
tillögunum eru að gert er ráð fyrir
að aðeins helmingur flotans
stundi síldveiðar á ári, þannig að
skipin fái veiðiheimild annaðhvert
ár. Samkvæmt þeim tillögum, sem
fram hafa komið, er gert ráð fyrir
að 75 bátar geti fengið leyfi til
nótaveiða. í fyrra fengu 99 bátar
leyfi, 84 nýttu sér það. Loðnuski-
pin eru 52 talsins og ef gert er ráð
fyrir að 45 þeirra nýti sér síld-
veiðileyfi, þá gætu það orðið 150
skip, sem sæktu um síldveiðileyfi
fyrir hringnót. Ef svo verður að
helmingur þessa flota fengi síld-
veiðileyfi á ári hverju, þá má
reikna með að 65—70 skip stundi
síldveiðar með nót, en hér er þá
reiknað með þeim skipum, sem
nýttu leyfin í fyrra. Miðað við 65
skip, kæmu 570 lestir i hlut hvers
skips.
Hvað varðar reknetin, þá voru
gefin út 66 leyfi á siðastliðnu
hausti, en 51 bátur nýtti leyfin. Ef
við gefum okkur það að 26 bátar
yrðu á síldveiðum með reknet í
haust, þá fengu þeir 520 lestir til
jafnaðar, en þess ber að geta að
aðeins er hámarkskvóti á rekne-
taveiðunum, en ekki kvóti á skip.
Gert er ráð fyrir, að 35 þúsund
tonn verði veidd í nót, 13.500 tonn
í síldarnet 1, það er venjuleg rek-
net, og 1.500 tonn í síldarnet 2, það
er lagnet," sagði Ingólfur Falsson.
Mikill samdráttur í íþrótta-
framkvæmdum í Reykjavík
Kostnaður við viðgerð á Sundhöllinni fer langt fram úr áætlun