Morgunblaðið - 30.11.1982, Síða 3

Morgunblaðið - 30.11.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982 3 Með hæstu atkvæða- töluna samanlagt — segir Jóhanna Sigurðardóttir „ÉG GET verið ánægð með þessi úrslit. Ég kom út með hæstu atkvæðatöluna samanlagt og eins hæstu atkvæðatöluna í tvö efstu sæt- in og ég vil einnig segja að það eru ekki persónulegir sigrar eða árangur einstaklinga í prófkjöri sem skiptir máli, heldur framgangur jafnaðar- stefnunnar,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir alþingismaður i samtali við Morgunblaðið, en hún varð önnur í röðinni í prófkjöri Alþýðuflokksins. Varðandi hina dræmu þátttöku í prófkjörinu sagðist Jóhanna vera mjög óánægð, enda hefði hún bú- ist við meiri þátttöku. Kvaðst hún telja að veðrið hefði skipt máli og einnig hefðu prófkjör verið á sama tíma og hefði það væntanlega haft eitthvað að segja. Spurningu um hvort niðurstaða prófkjörsins hafi valdið henni vonbrigðum, þar sem hún hlaut flest atkvæði, en aðeins annað sæti, svaraði Jóhanna þannig: nÞað kemur prófkjör eftir þetta prófkjör og þá mun ég stefna ótrauð á fyrsta sætið.“ Anægður með traustið — segir Jón Baldvin Hannibalsson „ÞAÐ var tvennt sem greinilega dró nokkuð úr þátttöku í prófkjörinu, hið fyrra var vitað fyrir, hinn tak- markaði fjöldi frambjóðenda, en fimm frambjóðendur voru um fjögur sæti. Hiö síðara réðum við ekki við, það var almættið sjálft," sagði Jón Baldvin Hannibalsson alþingismað- ur í samtali við Morgunblaðið, en hann varð efstur i prófkjöri Alþýðu- flokksins sem haldiö var um helg- ina. Niður- staðan góð — segir Bjarni Guðnason „FRÁ persónulegu sjónarmiði þykir mér niðurstaðan góð, ég gerði mér í raun og veru engar vonir með að ná nema þriðja sætinu og þaö tókst þótt með naumindum væri,“ sagði Bjarni Guðnason prófessor, en hann varð í þriðja sæti í prófkjöri Alþýðuflokks- ins. „Aðsókn báða dagana var að fara á skrið síðla dags. Á laugar- daginn kom hret og það varð flug- hálka og stórdró það úr aðsókn síðustu klukkutímana og mann- drápsbylur var hinn daginn og einmitt klukkan 16 þegar aðsóknin var í hámarki," sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin var spurður álits á sinni útkomu í prófkjörinu. „Ég er ánægður með traustið," sagði hann. Spurningu um dræma þátt- töku sagði Jón Baldvin að það yrði hver að túlka fyrir sig, en kvaðst ekki vera svartsýnn vegna þátt- tökunnar. í prófkjöri fyrir borgar- stjórnarkosningarnar hefðu fleiri frambjóðendur verið, og nú eftir þá ákvörðun Vilmundar að taka ekki þátt, þá hefði spennan minnkað. „Ég er búinn að vera víða í tengslum við fólk í kringum þetta prófkjör og ég hef engar áhyggjur af því að takmörkuð þátttaka boði eitthvað illt fyrir flokkinn í kosningunum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Frá prófkjöri Alþýðuflokksins um helgina. Ljósm. Mbl. Kristján Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavlk: Jón Baldvin efstur, en þriðji í röðinni hvað atkvæðamagn varðar ÚRSLIT í prófkjöri Alþýðuflokksins sem var um helgina urðu þau að Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður varð í fyrsta sæti, Jóhanna Sigurðar- dóttir alþingismaður í öðru, Bjarni Guðnason prófessor í þriðja, Ágúst Ein- arsson framkvæmdastjóri í fjórða og Eraanúel Morthens i flmmta sæti. 1.901 tók þátt í prófkjörinu, þar af var 151 atkvæði autt eða ógilt. Þátttaka í prófkjörinu nú var áberandi minni en verið hefur undanfarin ár. Jón Baldvin hlaut 863 atkvæði í fyrsta sætið, 372 í annað, 286 í þriðja og 75 í fjórða sæti, samtals 1.596 atkvæði. Jóhanna hlaut 579 atkvæði í fyrsta sæti, 757 í annað, 297 í þriðja og 72 í fjórða, samtals 1.687 atkvæði. Bjarni hlaut 308 at- kvæði í fyrsta sætið, 290 í annað, 472 í þriðja og 562 í fjórða sæti, samtals 1.632 atkvæði. Ágúst hlaut 331 atkvæði í annað sætið, 713 í þriðja og 449 í fjórða sætið, samtals 1.493 atkvæði. Emanúel hlaut 592 atkvæði í fjórða sætið, en hann bauð sig einungis fram í það sæti. Enginn frambjóðandinn hlaut bindandi kosningu í sæti á fram- boðslistanum, en til þess þurfti 1.739 atkvæði, þar sem samkvæmt reglum Alþýðuflokksins þarf frambjóðandi að fá 20% þeirra at- kvæða sem flokkurinn hlaut í kjördæminu í síðustu kosningum. Þátttaka í prófkjörum Alþýðu- flokksins hefur verið meiri undan- farin ár en var nú. í prófkjörinu fyrir alþingiskosningarnar árið 1978 tóku um 6.000 manns þátt, fyrir alþingiskosningarnar 1979 tóku um 4.600 manns þátt og í prófkjörinu fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar greiddu tæp- lega 2.500 manns atkvæði. „Hins vegar get ég ekki verið ánægður með þetta flokksins vegna, því þátttakan var svo dræm að bersýnilega er mikið áhugaleysi og almenn pólitísk þreyta í landinu. Það er almenn pólitísk þreyta hjá íslendingum, þegar þeir horfa upp á getuleysi flokkanna við að ráða við þann vanda sem hefur. steðjað að þjóð- inni í efnahagsmálum," sagði Bjarni Guðnason. Eldsvoðinn á Stokkseyri: Hæstiréttur staðfesti varðhalds- úrskurð HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæzluvarðhaldsúr- skurð sem kveðinn var upp yfir eigenda verzlunarinn- ar Allabúð á Stokkseyri. Eigandinn var úrskurðaður í gæzluvarðhald til 2. des- ember næstkomandi vegna rannsóknar á eldsvoða en verzlunin brann til kaldra kola í lok október. Eigand- inn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar fyrir helgi. ^\,skriftar- síminn er 830 33 Aðeins okkar í milli segðu það engum Allavega hafðu mig ekki fyrir því Þeir eru vist búnir að opn þar sem Kráin var við Hlemm, eftir velheppnaðar breytingar. Og ekki franskar, ekki hamborgara, sósur né steikur, hvað þá heldur kjúklinga. Hvað þá? Það er fyrir þig að sjá, en hafðu mig allavega ekki fyrir þessu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.