Morgunblaðið - 03.02.1983, Side 48

Morgunblaðið - 03.02.1983, Side 48
^^^skriftar- síminn er 830 33 ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 Fellt að mótmæla hvalveiði- banni með eins atkvæðis mun SAMEINAÐ Alþingi felldi í gærkvöldi þá ákvöröun ríkis- stjórnarinnar að hvalveiðibanni Alþjóða hvalveiðiráðsins verði mótmælt. Atkvæðagreiðsla, að viðhöfðu nafnakalli, fór fram um kl. 21 í gærkvöldi eftir langar og harðorðar umræður og féllu atkvæði þannig að 29 vildu ekki mótmæla hvalveiði- banninu, en 28 voru samþykkir mótmælum. Steingrímur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra sagði í viðtali við Mbl. að afloknum fundinum, að þessi niðurstaða þýddi að hann myndi ekki senda þau mótmæli sem hann hafði ráðgert, Alþingi hefði tekið ákvörðun sem ekki yrði haggað. Við atkvæðagreiðsluna sem fram fór um breytingartillögu meirihluta utanríkismálanefndar var viðhaft nafnakall og kom þar fram að eftirtaldir vildu ekki að hvalveiðibanninu væri mótmælt: Albert Guðmundsson, Árni Gunnarsson, Birgir ísl. Gunn- arsson, Eggert Haukdal, Egill Jónsson, Eyjólfur Konráð Jóns- son, Friðrik Sophusson, Garðar Sigurðsson, Geir Gunnarsson, Guðmundur Bjarnason, Guð- mundur J. Guðmundsson, Guð- mundur Karlsson, Guðrún Helga- dóttir, Halldór Ásgrímsson, Helgi Seljan, Hjörleifur Gutt- ormsson, Jón Baldvin Hannibals- son, Karvel Pálmason, Lárus Jónsson, Sigurlaug Bjarnadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Páll Pétursson, Pétur Sigurðsson, Sal- ome Þorkelsdóttir, Skúli Alex- andersson, Stefán Jónsson, Svav- ar Gestsson, Sverrir Hermanns- son og Vilmundur Gylfason. . Eftirtaldir vildu mótmæla banninu: Jón Helgason, Alexand- er Stefánsson, Davíð Aðalsteins- son, Eiður Guðnason, Friðjón Þórðarson, Geir Hallgrímsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Gunnar Thoroddsen, Halldór Blöndal, Ingólfur Guðnason, Dollaraverð hefur hækkað um 4,62% DOLLARAVERÐ hefur hækkað um 4,62% frá því gengi íslenzku krón- unnar var fellt 5. janúar sl., en í kjölfar gengisfellingarinnar var sölugengi dollarans skráð 18,170 krónur, en var í gærdag skráð 19,010 krónur. Frá áramótum hefur dollarinn síðan hækkað um 14,17%, en í upphafi ársins var sölugengi hans skráð 16,650 krónur. Ef litið er á þróunina til lengri tíma, eða frá valdatöku núverandi ríkisstjórnar í febrúar 1980, þá hefur dollaraverð hækkað um lið- lega 373,24%, en þá var sölugengi dollarans skráð 4,017 krónur. Fjársvikamálið: Yfirheyrslum miðar vel áfram YFIRHEYRSLUM var fram haldið í gær hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins yfir lögfræðingunum tveimur, sem sitja í gæsluvarðhaldi fyrir meint auðgunar- og fjármálabrot. Yfir- heyrslum miðaði vel í gær. Rannsóknin beinist að ætluðum lánveitingum lögfræðinganna gegn okurvöxtum, svo sem til tiltekins bílasala í Reykjavík. Þessu tengj- ast önnur meint auðgunarbrot lögfræðinganna. Ingvar Gíslason, Jóhann Ein- varðsson, Jóhanna Sigurðardótt- ir, Jósef H. Þorgeirsson, Karl Steinar Guðnason, Kjartan Jó- hannsson, Magnús H. Magnús- son, Matthías Á. Mathiesen, ólaf- ur G. Einarsson, Ólafur Jóhann- esson, Ólafur Þ. Þórðarson, Pálmi Jónsson, Sighvatur Björgvinsson, Stefán Valgeirsson, Steingrímur Hermannsson, Steinþór Gests- son, Tómas Árnason og Þórarinn Sigurjónsson. Þrír þingmenn voru fjarver- andi, þeir Ragnar Arnalds, Stef- án Guðmundsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Átta þing- menn gerðu grein fyrir atkvæð- um sínum. Sjá umræður á Alþingi á mið- opnu og umsagnir aðila í Bandaríkjunum á bls. 26. r* I* Z . " V? . Vf Ljósm. Kristján E. Einarsson. „Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður?“ Hvert karlmannavígið á fætur öðru í atvinnulífinu fellur nú á tímum, og meðal hafnarverkamanna eru nú starfandi konur. Þessar tvær hitti blaðamaður Morgunblaðsins í gær við Faxaskála hjá Hafskip, en þær hafa nýlega verið ráðnar á vörulyftara fyrirtækisins, og munu vera einu konurnar sem þann starfa hafa hér á landi, Ágústa Jónsdóttir og Salome Birgisdóttir. Sjá viðtal á blaðsíðu 3 í Mbl. í dag. Christine Stevens, forseti Dýravernd arsambands Bandaríkjanna: Við hvetjum almenning til kaupa á íslenzkum vörum „VIÐ erum að sjálfsögðu í sjöunda himni yfir ákvörðun íslenska þings- ins,“ sagði ('hristinc Stevens, forseti Dýraverndarstofnunarinnar banda- rísku, þegar eftir að atkvæðagreiðsl- unni lauk á Alþingi í gærkveldi, og Gunnar Pálsson fréttaritari Morgun- blaðsins í Bandaríkjunum, hafði sam- band við hana. Hún sagði: „Við teljum að tslend- ingar hafi með þessu sýnt aðdáun- Ber íslenzku lýdræði frábært vitni arvert fordæmi öðrum hvalveiði- þjóðum. Þegar tillit er tekið til þess að ísl. stjórnvöld höfðu áður ákveð- ið að mæla með banninu, hlýtur það að bera íslensku stjórnarfari og lýðræðislegum hugsunarhætti íslensku þjóðarinnar frábært vitni, að ákvörðun þessari var breytt. Einkum var ánægjulegt að ákvörð- unin var tekin án þess að bandarísk stjórnvöld hefðu nokkur afskipti af málinu. Við óskum íslendingum til hamingju. Við munum nú gera allt sem í okkar valdi stendur til að auka viðskipti landanna tveggja, hvetja almenning til að kaupa íslenskar vörur, og jafnvel heimsækja landið. Mér þætti vænt um að fá ráðlegg- ingar frá íslenskum blaðamönnum, stjórnmálamönnum og almenningi, um á hvern hátt við getum best orðið Islendingum að liði," sagði Stevens að lokum. Léttir hjá S.H. en áfall fyrir Hval hf. „EG TEL að niðurstöður þessa máls séu ákaflega alvarlegar fyrir íslenska lýðveldið og sjálfstæði þess,“ sagði Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann í gærkveldi að lokinni atkvæðagreiðslunni á Alþingi. „Þetta er ef til vill fyrsta at- lagan að lýðveldinu af þessu tagi,“ sagði Kristján ennfrem- ur. „Við höfum þarna gefið slæman höggstað á okkur gagnvart hugsanlegum þrýsti- hópum í framtíðinni, sem munu telja sig geta gengið á lagið og kúgað íslensk stjórn- völd. Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda, hvernig þetta getur endað. Við höfum ekki enn hugleitt hver framtíð fyrirtækis okkar verður, ætli það leggi ekki upp laupana? — Ég hygg hins veg- ar að sá dagur kunni að koma, að við verðum að grípa til að- gerða vegna ofvaxtar hvala- stofnsins, líkt og við eigum nú í vanda vegna selsins. Ég hef að minnsta kosti aldrei heyrt að hvalir færu í megrun, þótt hætt verði að veiða þá,“ sagði Kristján að lokum. Guðmundur H. Garðarsson blaðafulltrúi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna sagði í gærkveldi, að þessi málalok væru SH mikill léttir. „Niður- staðan er okkur mikill léttir," sagði Guðmundur, „og okkar menn úti í Bandaríkjunum eru sömu skoðunar, þeir menn sem þar standa í baráttu við að selja íslenskar afurðir." Bráðabirgða- lögin tekin fyr- ir á mánudag BRÁDABIRGÐALÖGIN verða ekki tekin fyrir í neðri deild Alþingis fyrr en á mánudag. Á fundum forscta Alþingis og forsætisráðhcrra í gær lagði forsætisráðherra fast að Sverri Hermannssyni forseta neðri deildar, að bráðabirgðalögin yrðu tekin til umfjöliunar á fundi neðri dcildar að afloknum fundi sameinaðs þings í gærkvöldi. Sverrir tilkynnti forsæt- isráðherra aftur á móti, að hann myndi taka bráðabirgðalögin á dagskrá dcildarinnar nk. mánudag. Á stuttum fundi neðri deildar, sem settur var í lok fundar sam- einaðs þings í gærkvöldi gerði Sverrir Hermannsson grein fyrir því að til funda í deildum væri boðað kl. 14 í dag. Hann sagði að á dagskrá fundar neðri deildar væri olíusjóður fiskiskipa, og eitt annað smærra mál. Þá tilkynnti hann að að loknum fundum í deildum kæmi sameinað þing til fundar. Engir þingfundir verða á morgun, föstudag, að sögn Sverris.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.