Morgunblaðið - 21.04.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 21.04.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1983 3 Geir Hallgrímsson í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli: Látum hvorki Alþýðubandalagiö né aðra setia okkur stólinn fyrir dyrnar „ÉG viðurkenni ekki það neitunarvald sem einn ilokkur með aðeins um 18% þjóðarinnar að baki sér getur beitt í eins stóru máli og flugstöðvarmálinu; neitunarvald varðandi ýmsar varnarframkvæmdir á íslandi og neitunarvald varðandi efnahagsráðstafanir. Við sjálfstæðismenn útilokum ekki samvinnu við Alþýðubandalagið, ef málefnaleg samstaða næst, en við látum Alþýðu- bandalagið aldrei setja okkur slíka kosti, eða stólinn fyrir dyrnar," svaraði Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins spurningu á einum af mörgum vinnustaðafundum sem hann sótti á Suðurnesjum í gær. Spurningin var þess efnis, hvort ekki væru viss hættumerki hjá lýðræðisþjóð eins og íslandi, þegar einn flokkur með mikinn minnihluta þjóðarinnar að baki sér gæti beitt neitunarvaldi í svo stóru máli sem flugstöðvarmálinu. Geir Hallgrímsson heimsótti, að fram hjá honum verði ekki ásamt nokkrum frambjóðendum flokksins I Reykjaneskjördæmi, þeim Ellert Eiríkssyni, Salome Þorkelsdóttur og Gunnari G. Schram svo og Halldóri Ibsen, vinnustaði í Keflavík, Ytri-Njarð- vík, á Keflavíkurflugvelli og í Vog- um á Vatnsleysuströnd. Hann lýsti aðalstefnumiðum Sjálfstæð- isflokksins og sagði valið á kjör- dag standa um óbreytta stefnu vinstri flokkanna eða stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Til þess að Sjálfstæðisflokkurinn geti mótað stjórnarframkvæmdir þarf hann ótvírætt að vera forustuflokkur með þjóðinni og öðlast þann styrk gengið. Ella er hætta á því að Framsókn og Alþýðubandalagið, sem ég hefi lýst sem ósamlyndum hjónum, hlaupi saman í ríkis- stjórn á ný,“ sagði hann. Frambjóðendurnir fengu spurn- ingar varðandi atvinnu-, efna- hags-, skatta- og vísitölumál. Þá var verðbólgan og afleiðingar hennar í þeirri þriggja stafa tölu sem hún er komin í tíðrædd. Fundirnir voru allflestir mjög líf- legir, mikið var spurt og skipst var á skoðunum. Spurt var m.a. hvort verðbólgan væri ekki orðin „ólæknandi sjúkdómur", hvort vísitölukerfið væri „séríslensk Geir ræðir við starfsfólk Hraðfrystihússins Vogar hf. í Vogum. Vextir af orlofs- fé ákveðnir 57% FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur tekið ákvörðun um vexti af orlofsfé hjá Fóstgíróstofunni. Verða vextir þessir nú 57% en voru 34% á síðasta ári. Orlofsféð er nú ávaxtað í Seðlabankanum á verðtryggðum reikningi. Gunnar Valdimarsson, for- stöðumaður Póstgíróstofunnar, sagði í samtali við Mbl., að um 320 milljónir króna kæmu til útborg- unar í næsta mánuði. Höfuðstóll- inn væri um 252 milljónir króna og vextir um 68 milljónir króna. Gunnar Valdimarsson var innt- ur eftir því hvað yrði um mismun- inn á ávöxtun orlofsfjárins, en eins og áður sagði er það ávaxtað á verðtryggðum reikningi í Seðla- bankanum, en nú hefur verið ákveðið að greiða út 57% vexti af því. „Það má í raun segja, að mis- munurinn farið í rekstur Póstgíró- stofunnar, sem sér um málið." Gunnar Valdimarsson sagði ennfremur aðspurður, að kostnað- urinn við rekstur Póstgíróstof- unnnar á síðasta orlofsári, þ.e. frá maí til maí vegna orlofsfjármála, væri um 7,7 milljónir króna. Albert Bessí Geir Ragnhildur Qpið hús í Valhöll í dag: Fjölskylduhátíð OPIÐ hús verður í Valhöll í dag, sumardaginn fyrsta, á vegum Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Ávörp flytja frambjóðendurnir Albert Guðmundsson, Bessí Jó- hannsdóttir, Geir Hallgrímsson og Ragnhildur Helgadóttir. Kunnir listamenn flytja tónlist- aratriði, en í upphafi leikur Lúðrasveit Reykjavíkur. Samfelld dagskrá hefst klukkan 15:15 með setningarávarpi Guðmundar H. Garðarssonar, formanns Full- trúaráðsins í Reykjavík. Kynnir er Svavar Gests tónlistarmaður. Veitingabúð Valhallar er opin. Stór-hlutavelta Varðar er í kjallarasalnum. Þar verður margt góðra vinninga og engin núll. Allt sjálfstæðisfólk velkomið á kosningahátíð fjölskyldunnar í Valhöll í dag. Húsið verður opnað kl. 14:30. „Nauðsynlegt að sú ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar komi flugstöðvarbyggingunni upp,“ sagði Geir Hallgrímsson m.a. á vinnustaðafundi í gömlu flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Ljósm. Mbl.: Kristján Einarsson. flækja", eða hvort finna mætti sambærilega í heiminum. Geir var spurður hvort hann vissi hvað nýj- asta skammaryrði Alþýðubanda- lagsins „afturhaldssinni" þýddi í mæltu máli, svo fátt eitt sé rakið. Ein var sú spurning sem kom fram á öllum þeim fundum sem blm. Mbl. sat með frambjóðendun- um, en hún var sú, hvort nokkur leið væri að mynda ríkisstjórn á íslandi án íhlutunar Alþýðu- bandalagsins, þar sem friður á vinnumarkaðinum yrði ekki tryggður ella. Geir Hallgrímsson sagði það rétt vera, sem fram kom í spurningu, að Alþýðubandalagið hefði misnotað vald sitt í laun- þegasamtökunum til að koma í veg fyrir lögmætar ráðstafanir stjórnvalda, sem gengið hefðu í þá átt að vernda hagsmuni launþega. Hann sagði það einnig rétt vera að sumir héldu því fram að þessi litli minnihluti, Alþýðubandalagið, yrði að eiga aðild að ríkisstjórn til að vinnufriður héldist. Hann sagð- ist þó telja að launþegahreyfingin myndi ekki, að fenginni reynslu, leyfa áframhaldandi misnotkun. Alþýðubandalagið hefði hrópað „samningana I gildi“ fyrir síðustu kosningar, en í stjórnartíð þeirra hefðu laun verið skert fjórtán sinnum um samtals 50%, en á sama tíma hefði grunnkaup aðeins hækkað um 30%. Það kom greinilega fram í þess- um heimsóknum, að fólk hefur áhyggjur af þeim glundroða, sem mundi skapast ef fimm flokkar á vinstri væng deildu með sér völd- um. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins bentu á, að engin hætta væri í því fólgin að treysta einum flokki fyrir ábyrgð og fengu þar góðan hljómgrunn. Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir. i ■ —— VINNING HAPPDRÆTTI 83-84 MIÐIER MÖGULHKI Ellefu íbúðavinningar á 400 þús. kr. hver, verða dregnir út á næsta happdrættisári. Aðalvinningur ársins; húseign að eigin vali fyrir 1.5 milljónir króna. Langstærsti vinningur á einn miða hérlendis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.