Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 Brautryðjandinn Finnur Jónsson Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson FINNUR JÓNSSON íslenskur brautryðjandi. Höfundar: Frank Ponzi og Indriði G. Þorsteinsson. Hönnun og útlit, val mynda, saman- tekt æviferils, blaðagreina 1921—1929 og heimildaskrár: Frank Ponzi. íslensk þýðing ritgerðarinnar. Listamaður á undan sinni samtíð: Sigrún Ástríður Eiríksdóttir og Bernard Scudder Meiri hluti textans er baeði á ís- lensku og ensku. Almenna bókafélagið 1983. Saga Finns Jónssonar er mjög sérkennileg, einstök í íslenskri list. Ungur var hann staddur í höf- uðstöðvum nútímalistar í Þýska- landi og fór að sýna með Sturm 1925 þar sem málarar eins og Kandinsky, Schwitter, Duchamp og Archipenko voru í forystu. Um sýningu Finns Jónssonar í Reykja- vík sama ár farast Frank Ponzi svo orð að þar hafi verið „brotið blað í sögu íslenskrar myndlistar. Vissulega hefur mikilvægi þessar- ar sýningar þar sem innlendur listamaður kynnti í fyrsta sinn heima fyrir hinn nýja tjáningar- máta afstraktlistar nú verið við- urkennt þótt það gleymist um skeið. Þýðing hennar fór fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, en fáeinir, aðallega listamenn, skrif- uðu greinar hinum umdeildu mál- verkum til varnar." Meðan íslendingar sýndu Finni Jónssyni tómlæti var kveðinn upp annar dómur yfir myndum sem listamaðurinn hafði skilið eftir í Þýskalandi. Þar voru á ferð menn eins og Herwarth Walden, einn helsti gagnrýnandi þessara tíma og forstöðumaður Der Sturm. Hann sá í verkum Finns óvenju- legan og sérstæðan persónuleika. Hinn kunni bandaríski listsafnari Katherine S. Dreier keypti tvö verk eftir Finn Jónsson: Marglitan heim og Konu við spilaborð. Hugs- anlegt er að Marcel Duchamp hafi verið með í ráðum þegar hún keypti þessi verk. Eins og Frank Ponzi bendir á var safn framúr- stefnuverka Katherine S. Dreier í Bandaríkjunum „fyrsta nútíma- listasafnið í myndlistarsögunni". Reynt var síðar að hafa upp á Finni Jónssyni á íslandi, en án árangurs. Hann hafði orðið við- skila við þann hóp brautryðjenda sem hann starfaði með forðum. Stríðið átti sinn stóra þátt í því. En frægð Finns Jónssonar kom að utan eftir að hann sýndi verk sín í Strassborg 1970 á Evrópu 25-sýn- ingunni. Þá fóru virtir gagnrýn- endur að tala um Finn í sömu and- rá og Kandinsky, Klee og Léger. Frank Ponzi skýrir sjálfur hvers vegna Finnur Jónsson gat ekki fallið inn í hugmyndaheim ís- lenskra listvina sem jafnan hafa tekið mið af epík, frásögn í list. Og satt að segja er ekki torvelt að skilja hvers vegna Finnur var ekki settur á stall strax og viðurkennd- ur brautryðjandi. Annað eins hef- ur vafist fyrir mönnum hér heima. Hann mætti þrátt fyrir allt viss- um skilningi, ekki síst hjá Valtý Stefánssyni, ritstjóra Morgun- blaðsins, þótt ágreiningur væri á milli þeirra um leiðir og úr yrði ritdeila. Valtýr gerði til að mynda Finnur Jónsson grein fyrir því sem hann meinti með gildum rökstuðningi. Ýmsir góðir menn fögnuðu sýn- ingunni. Emil Thoroddsen og Björn Björnsson til dæmis. En mótlætið olli því að Finnur Jóns- son pakkaði brautryðjendaverkum sínum niður og hóf að mála í skilj- anlegri stíl en áður. Þar náði hann eins og allir vita góðum árangri. En ferskleiki afstraktverkanna var ekki lengur fyrir hendi. Indriði G. Þorsteinsson segir á greinargóðan hátt frá ævi lista- mannsins og baráttu hans fyrir daglegu brauði sem meðal annars fólst í því að hann starfaði lengi við iðn sína, gullsmíðina. Grein Indriða byggist á samtölum við Finn, en það sem Frank Ponzi skrifar er meira í ætt við listræna úttekt. Það má að vísu alltaf deila um brautryðjendur. Eftir Sturm- tímabil Finns Jónssonar komu fram málarar sem fylgdu af- straktstefnunni markvisst eftir og gerðu hana svo árifaríka að lengi skyggði hún á flest annað í ís- lenskri myndlist. Meðal þessara málara voru Svavar Guðnason og Þorvaldur Skúlason í fararbroddi og á hæla þeirra komu margir yngri menn. Það fer vart á milli mála að málverk Finns Jónssonar á þriðja áratugnum draga dám af þeirri list sem tíðkaðist í Evrópu og náði hámarki hjá Sturm-mönnum. Þessar myndir eru margar hverj- ar ákaflega fallegar, sumar ein- faldar, aðrar skrautlegar. í lit minna þær mig stundum á mál- verk Einars Jónssonar, en Einar var skyldari súrrealistum og tákn- sæismönnum en þeirri list sem spratt upp úr expressjónismanum í Þýskalandi. Málverk eftir Finn frá sjöunda og áttunda áratugnum eru á margan hátt líkar hinum margrómuðu brautryðjendaverk- um. Bókin um Finn Jónsson er hið vandaðasta verk í alla staði. Hún skipar verkum Finns Jónssonar í eðlilegt samhengi heimslistar. En ljóð Finns sem birt eru í bókinni eru fornleg, ekki eins og þau séu ort af nýjungamanni í listum. Þau eru að því leyti skyld ýmsum millibilsmálverkum hans. Menningarlegt framtak Myndlist Bragi Ásgeirsson Undanfarið hefur Búnaðar- banki íslands kynnst list þeirra Finns Jónssonar og Jóhanns Briem í gjaldeyrisdeild aðal- bankans við Austurstræti. Þykir mér rétt að vekja at- hygli á þessari listkynningu vegna þess hve smekklega og menningarlega hér er að verki staðið. Fyrir utan ágæt mál- verk á veggjum gjaldeyrisdeild- arinnar eru nýútkomnar bækur um list þeirra kynntar í glugg- unum ásamt sýnishorni af silf- ursmíði Finns Jónssonar. Báðar bækurnar eru hinar vönduðustu svo sem kunnugt er af umsögnum og öllum til sóma er lögðu þar hönd að, auk þess að þær frægja þessa listamenn að verðleikum. Með þessari listkynningu rækir Búnaðarbankinn menn- ingarlegt hlutverk, sem er mjög í ætt við það sem sumir bankar gera erlendis og þykir sjálfsagt. Eitt af hlutverkum bankastofn- ana þykir vera, að hlúa að menningu og listum og kynna almenningi hið besta og fersk- asta er fram kemur á þeim vettvangi. Um það eru ótal dæmi og víst er að bankastofn- anir tapa aldrei fé á slíkri starfsemi. Bankarnir verða ólíkt vistlegri og meira í tengsl- um við lífsins púls. Sjaldan hefur verið meiri þörf á því og á síðustu tímum, að halda fram hvers konar fróðleik að fólki og það á ein- mitt að gerast með klækjum listar. Fróðleikurinn á að renna fyrirhafnarlaust og ósjálfrátt í fólkið — vera settur þannig fram, að hann verði forvitni- legur og komi úr óvæntustu áttum. Það situr nefnilega lengst í fólki sem það veit ekki að það hafi meðtekið, — eða hugsar ekki út í, frekar en að það andi að sér súrefni og öðr- um lífsnauðsynlegum efnum úr andrúmsloftinu. Fróðleikurinn er einnig lífsnauðsynlegur á tímum myndbanda- og tölvu- væðingar og við það verðum við í æ ríkara mæli áþreifanlega vör. Vísindamenn, er standa að baki örtölvutækninni, eru ein- mitt stöðugt að benda á mikil- vægi almenns fróðleiks og skapandi hugsunar. Þeir vísa sérstaklega til mikilvægi skap- andi lista og vilja álíta skóla- stofnanir er kenna þessi atriði mikilvægustu menntastofnanir framtíðarinnar — til að hamla á móti hvers konar staðlaðri múghugsun. — Það ber að þakka Búnað- arbankanum og jafnframt öll- um öðrum bönkum, sem með fræðandi atriðum í formi gluggaskreytinga, menntandi almanökum og myndverka- kaupum, svo eitthvað sé nefnt, eru með í því að virkja og efla íslenzkt menningarsvið. Sýning frá Málmey Myndlist Valtýr Pétursson Carl Fredrik Reuterswárd er einn af þekktustu listamönnum í Svíaríki og hefur áunnið sér mikið nafn á alþjóðlegum vettvangi. Hann gerði sér lítið fyrir og færði Listasafninu í Málmey mikla gjöf árið 1982. Sú sýning, sem hér er nú á ferð, er partur af þessari miklu gjöf listamannsins, og hefur sýning þessi verið á ferð að undan- förnu í heimalandi listamanns- ins, Svíþjóð, og mun fara héðan til Noregs og Finnlands. Það er Listasafnið í Málmey, sem hef- ur veg og vanda af þessari sýn- ingu og fylgir henni vegleg sýn- ingarskrá þar sem forstöðu- maður Listasafnsins í Málmey skrifar stuttan formála, en einnig eru þar nokkur orð frá hendi listamannsins sjálfs. Að- alsteinn Ingólfsson hefur og sett nokkrar línur saman í þeim tilgangi að kynna hinn fjölhæfa listamann. Hér er á ferð nokkuð veiga- mikil sýning, sem er af því tagi, sem til sjaldgæfra hluta má teljast hér á landi. Það er ekki auðvelt að gera grein fyrir þessum verkum, sem flest hafa orðið til hjá listamanninum á tíu ára bili, 1955 til 1965, en einmitt á því tímabili segir listamaðurinn sjálfur, að eitthvað merkilegt hafi verið að gerast í list hans. Það má vera, að svo sé, en svo margslunginn listamaður er hér á ferð, að vart verður hann dreginn í sér- stakan dilk með jafn stuttu skrifi og hér er á ferð. Til að einfalda málið, má með sanni segja, að list Reuterswárd sé meira og minna í tengslum við síðari tíma Dada, en við hér á íslandi höfum nú fengið vænan skerf af því öllu saman undir ýmsum nöfnum og úr ýmsum áttum. Ekki fæ ég séð að Reut- erswárd sé afar frumlegur í myndgerð sinni, og frekar vil ég setja hann á bekk með ýmsum öðrum, sem gert hafa heims- hreyfingu úr þeirri listgrein, sem um er að ræða. Þessi verk eru samt persónuleg og bera rækilega svip síns skapara, en eins og ég sagði áðan, er hér svo margþættur persónuleiki á ferð, að ógerningur virðist á stundum að henda reiður á eðli hans, ef svo mætti að orði kom- ast. Þessi sýning í Norræna hús- inu er viðburður hér hjá okkur, en ég er ekki viss um, að margir hafi verulega ánægju af þessum verkum. Þau eru ekki auðskilin, þótt gerð séu af mikilli fimi á köflum. Það er áberandi til að mynda, hvernig listamaðurinn leikur sér að því að spenna hlutina í ýmsar áttir, einvörð- ungu með svörtum strikum og formum á hvítum grunni. Þetta er auðvitað galdur, en tákn- rænn skilningur er nokkuð hættulegur og því bezt að láta hvern og einn um að leggja djúpstæðar merkingar í hlut- ina. Ég hafði ánægju af þessari sýningu, en er hvergi viss um að hafa meðtekið þau skilaboð, sem mig grunar, að í þessum verkum finnist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.