Morgunblaðið - 19.01.1984, Page 23

Morgunblaðið - 19.01.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1984 23 Nauðlending þotu Air France: Sprakk edik- flaska um borð? Islamahad, Pakistan. 18. janúar. AI*. TALIÐ er að Iftil flaska af eldfimu ediki hafi sprungið með þeim af- leiðingum aö júmbóþota franska flugfélagsins Air France varð að nauðlcnda í Karachi skömmu eftir brottför þaðan í morgun. Um borð í þotunni voru 261 farþegi og 15 manna áhöfn. Einn farþeganna meiddist lítiisháttar í lendingunni. Sprengingin var sögð „smá- vægileg" en nóg til þess að göt komu á skrokk vélarinnar og lendingarbúnaður laskaðist lítil- lega. Við það fór jafnþrýstingur af farþegaklefa. Nær útilokað er talið að um skemmdarverk hafi verið að ræða og beinist grunur að ediksflösku sem var í tösku eins Pakistana, sem kom um borð í Karachi, en þotan var i áætlun- arflugi frá Maníla á Filippseyjum til Parísar. Óljóst er með hvaða hætti ediksflaskan sprakk. Þegar sprengingin átti sér stað var þotan í 18 þúsund feta hæð í brottflugi frá Karachi áleiðis til Dhahran í Saudi-Arabíu þar sem millilenda átti á leiðinni til Par- ísar. Flugmennirnir gerðu flug- turninum í Karachi viðvart þegar í stað, sneru til baka og óskuðu eftir heimild til nauðlendingar þar. Lent var í Karachi hálftíma eftir flugtak þaðan. Veður víða um heim Akureyri +11 heióskírt Amsterdam 6 skýjaó Aþena 15 heióskírt Barcelona 9 alskýjaö Berlín 5 skýjaó Brdssel 5 heíöskírt Buenos Aires 34 heióskirt Chtcago +11 skýjaö Dublin 4 rigning Frankturt 8 skýjað Genf 9 skýjað Havana 30 skýjaó Helsinkí 1 skýjaó Hong Kong 18 skýjaó Jerúsalem 5 skýjaó Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn Lissabon London Los Angetes Malaga Mallorca Mexíkóborg Miami Montreal Moskva New York París Peking Reykjavík Ríó de Janeiró Róm San Francisco Seoul Stokkhólmur Sydney Tókýó Vancouver Vínarborg Varsjá 29 heióskirt 16 skýjaó 5 snjókoma 14 skýjaó 6 heiðskírt 19 heióskfrt 16 heióskírt 15 hálfskýjað 23 heióskírt 25 skýjaó +10 snjókoma +3 skýjaó 0 skýjaó 7 heióskírt +3 heiðskírt +11 léttskýjað 41 heióskirt 13 skýjað 14 heióskfrt +5 skýjaó 1 skýjaó 24 heióskírt 7 heiöskírt 4 heióskírt 4 skýjað 3 skýjaó Segjast bera ábyrgð á morðinu á Kerr Beirút, 18. janúar. AP. MALCOLM H. Kerr, rektor bandaríska háskólans í Beirút, var skotinn til bana fyrir utan skrif- stofu hans í Beirút í dag. Um fjór- um klukkustundum eftir morðið hringdi maður nokkur í skrifstofu frönsku fréttastofunnar AFP í borginni og sagði, að „Jihad Islami" eða „Hið heilaga stríð lslams“ bæri ábyrgð á morðinu. Þá sagði maðurinn, sem ekki vildi segja á sér deili, aö þessi sama hreyfing bæri ábyrgð á mannrán- inu í Beirút á þriöjudag, er ræð- ismanni Saudi-Arabíu þar var rænt. Jihad Islami lýsti á sínum tíma ábyrgð á hendur sér vegna hryðjuverka þeirra, sem framin voru 23. október sl„ er 241 Banda- ríkjamaður og 58 Frakkar fórust í sprengingum í Beirút. Kerr var 52 ára að aldri og hafði lagt sig fram við að halda frið innan veggja háskóla síns Malcolm Kerr, rektor bandaríska háskólans í Beirút. Hann var skot- inn til bana í gær á háskólalóöinni og hafa samtökin „Jihad Islami" eða „Hið heilaga stríð íslams" lýst yfir ábyrgð sinni á morðinu. milli stúdenta þar, en margir þeirra tilheyra hinum stríðandi fylkingum í Líbanon. Hafði Kerr tekizt það vel, svo að lengi var litið á bandariska háskólasvæðið sem eitt af fáum öruggum svæð- um í Beirút. Til þess að koma eftir mætti í veg fyrir ofbeldisaðgerðir hafði Kerr látið alla stúdenta, sem. innrituðust í háskólann, undir- rita loforð um, að þeir skyldu ekki taka þátt í stjörnmála- starfsemi í háskólanum. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir mótmælaaðgerðir sl. haust, sem urðu til þess, að fresta varð haustönn háskólans. Að undan- förnu hafa átt sér stað mót- mælaaðgerðir að minnsta kosti tvisvar í viku á háskólalóðinni og voru herskáustu stúdentarnir þar stuðningsmenn shiita. Norðmenn reiðubúnir að hætta hvalveiðum Osló 18. janúar. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Mbl. MARGT bendir til að Norðmenn séu í þann mund að láta undan utanaðkomandi þrýstingi og hefnd- Rússar hafa farið ófarir — segir Weinberger um stríðið í Afganistan London, 18. ianúar ~ „SOVÉTRIKIN eru að tapa stríðinu gegn skæruliöum múhameðstrúar- manna í Afganistan og hafa því orð- ið fyrir skakkaföllum í þeirri við- leitni sinni að komast yfir olíulind- irnar í Miðausturlöndum," var haft eftir Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, í við- tali við brezka vikuritið Jane’s Defense í dag. Weinberger sagði ennfremur í þessu viðtali, að Sovétríkin hefðu orðið fyrir „mjög miklu mann- tjóni“ í stríðinu og að þetta væri farið að segja til sín „í Sovétríkj- unum sjálfum". Nú væri svo kom- ið, að Rússar réðu yfir „minna landsvæði í Afganistan en þegar þeir sendu her sinn inn í landið". Taldi Weinberger, að Rússar hefðu farið alvarlegar hernaðar- legar ófarir í Afganistan og hefðu nú ekki tiltæka neina hernaðar- áætlun þar, sem skynsemi væri í. araðgerðum Greenpeace-samtak- anna og hætta hvalveiðum frá og með árinu 1987. Yfirvöld munu nú jafnframt reiðubúin að afsala sér rétti sínum til að hafa fyrirvara á hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Þetta kemur fram í vinnu-tel- exi, sem utanríkisráðuneytið í Washington sendi sendiráðum Bandaríkjanna í Osló og „höfuð- borgum annarra hvalveiðiríkja" í desember sl. en innihaldi þess hefur verið lekið til norskra blaða. Telexið er byggt á samtölum bandarískra og norskra embætt- ismanna, og þar kemur fram að Norðmenn hefðu sagst tilbúnir að hætta hvalveiðum í gróðaskyni. Jafnframt hefðu þeir viljað und- anskilja hefðbundnar hvalveiðar sem stundaðar væru til lífsvið- urværis, þar sem þeir einir gætu stundað veiðarnar sem hefðu meira en helming tekna sinna af veiðunum. Bátar sem notaðir yrðu til veiðanna yrðu að vera smáir og lúta formennsku eig- anda. Engar hvalafurðir yrðu fluttar út. Á þennan hátt vonast Norð- menn til að geta haldið áfram takmörkuðum hvalveiðum eftir 1986, því ella má búast við að ýmsar byggðir á strandlengjunni hreinlega fari í eyði, segir í telex- inu. Getum boöiö nokkra Toyota Tercel og Camry á mjög hagstæðu verði, vegna yfirtöku á sendingu. Komið og skoðið sýningarbílana. Hjá Toyota eru: Gæðin meiri — Afföllin minni og endursalan betri. CAMRY TERŒL FRAMHJÓLADRIFNIR TOYOTA BÍLAR TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI8 KÓPAVOGI SÍMI44144

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.