Morgunblaðið - 26.02.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984
55
voru þeir aðeins tveir, en 1910
voru þeir orðnir 166. Það mun
hafa verið þjóðhátíðin 1874, sem
minnt hefur menn á söguhelgi
nafnsins og vakið upp vinsældir
þess.
Enginn Njáll og
enginn Skarphéðinn
Ýmis hinna sögufrsegustu nafna
Á þessari öld hafa nafngiftir á
íslandi tekið verulegum breyting-
um og fjölbreytni aukizt verulega
í nafnavali. Þá taka tvínefni mjög
að tíðkast, þrínefni og jafnvel
fjórnefni. í eftirfarandi töflu sem
tekin er úr bók Þorsteins Þor-
steinssonar, fyrrverandi hagstofu-
stjóra, „íslenzk mannanöfn", kem-
ur fram hvernig menn skiptast
tímabilið 1921—50, eftir þvf hve
mörgum nöfnum hver þeirra heit-
Nafnberar með Sveinar Meyjar
Einnefni 21.119 49,7% 20.028 49,6%
Tvínefni 20.238 47,7% 19.416 48,0%
Þrfnefni 1.078 2,5% 929 2,3%
Fjórnefni 20 0,1% 23 0,1%
Fimmnefni — — 1 0,0%
Samtals
42.455
100,0%
40.397
100,0%
í bók sinni segir Þorsteinn m.a.
um tíðni eiginnafna á tímabilinu
1921—50: „Það, sem vekur athygli
í þessu yfirliti, er það, hve mörg
nöfn eru aðeins borin af einum
manni eða örfáum hvert. Tæplega
þrír fjórðu hlutar meynafnanna
og tveir þriðju hlutar sveinsnafn-
anna eru borin af færri en 10
manns hvert. Og meira en helmin-
gurinn af þessum fátíðu nöfnum
er aðeins borinn af einum manni
hvert. í nafnaskrám þeim, sem áð-
ur hafa verið gefnar út, virðast
þau hafa vakið einna mesta at-
hygli. Þau hafa verið tínd upp
hvað eftir annað og birt víðsvegar,
auðvitað öllum landslýð til viðvör-
unar. Mér virðist þessi ótti við
skrípanöfn vera harla ástæðulítill,
þegar þess er gætt, að flest þeirra
eru borin aðeins af einum manni,
vorra vantar algerlega 1703. Þá
var enginn Njáll í landinu, enginn
Skarphéðinn, enginn Kormákur,
enginn Barði, enginn Úlfljótur.
Bergþórur voru að vísu 12, en eng-
in þeirra var í Rangárþingi. Kjart-
an heita 15 menn, og er enginn
þeirra í Dalasýslu.
Margt fleira mætti til tína, sem
athugavert er um nöfn þessi, m.a.
það að tvö nöfn, Abel og Elís, sem
bæði eru nú karlmannsnöfn, voru
þá kvennanöfn ...“
Ýmislegt
um tíðni
íslenzkra
nafna,
nafnasið
landsmanna
og einstök
nöfn
Jón og Guðrún tróna í efstu
sætum allt tímabilið frá 1921—’50,
og Sigríður skipar alls staðar ann-
að sæti af kvennöfnum. Sigurður
og Guðmundur takast hins vegar á
um annað sæti karlmannsnafna.
Á öðrum hinna 10 vinsælustu
nafna er lítil hreyfing, nema
karlmannsnafnið Þór var ekki gef-
ið 1921-30.
Breytingar á
tíðni nafna
Ef litið er á önnur algeng nöfn
koma hins vegar fram meiri
breytingar yfir sama tímabil, eins
og sést í eftirfarandi töflu:
Af 100 nafnberum
Karlanöfn: 1910 1921-50 1910 1921—50
Þór 9 725 0,0% 1,7%
Ragnar 191 685 0,5% 1,6%
Karl 327 520 0,8% 1,2%
Örn 7 504 0,0% 1,2%
Haukur 24 477 0,1% 1,1%
Óskar 317 477 0,8% 1,1%
Ingi 38 447 0,1% 1,1%
Birgir Kvennanöfn: 3 433 0,0% 1,1%
Sigrún 397 1090 0,9% 2,7%
Jóna 398 954 0,9% 2,4%
Erla — 808 — 2,0%
Hulda 57 648 0,1% 1,6%
Ásta 103 544 0,2% 1,3%
Lilja 258 482 0,6% 1,2%
Unnur 117 467 0,3% 1,2%
Erna 14 416 0,0% 1,0%
og eins og tízka er nú orðin um
fleirnefni, mun meira en % þeirra
ekki vera einnefni, heldur eitt af
tveim eða fleiri nöfnum, og því ef
til vill þegar lögð til hliðar og
aldrei komizt í notkun.
Það sem setur svipinn á nafna-
sið landsmanna eru ekki fátiðu
nöfnin, sem menn rekast á endr-
um og sinnum eða jafnvel aðeins í
nafnaskrám, heldur tíðustu nöfn-
in, sem mest eru notuð ...“
Taflan sem hér fer á eftir sýnir
10 vinsælustu nöfnin af þeim sem
gefin voru á áratugnum 1941—50.
Sveinar Meyjar
Nöfn Köð Nöfn Röð
’21—’30 ’31—’40 ’41—’50 ’21—’30 ’31—’40 ’41—'50
Jón 1 1 1 Guðrún 1 1 1
Sigurður 3 3 2 Sigríður 2 2 2
Guðmundur 2 2 3 Kristín 3 3 3
Gunnar 4 4 4 Margrét 4 4 4
Ólafur 5 5 5 Anna 6 6 5
Magnús 6 7 6 Sigrún 13 10 6
Kristján 7 9 7 Ingibjörg 5 5 7
Þór 12 8 Helga 8 7 8
Jóhann 9 10 9 Jóhanna 7 9 9
Einar 8 6 10 María 11 11 10
Athyglisvert er að eitt þessara
nafna, Erla, sem komið er upp í 13.
sæti vinsælustu kvennafna, kom
jafnvel ekki fyrir hér á landi 1910
og nokkur af karlanöfnunum, sem
orðin eru meðal tíðustu nafna nú,
voru borin af færri en 10 mönnum
árið 1910.
Skringileg nöfn
Mörg sjaldgæf nöfn eða skringi-
leg hafa alltaf vakið kátinu meöal
manna, Lofthæna Algotsdóttir er
t.d. hugsanlegt íslenzkt nafn, og
þó enginn hafi heitið því eru nöfn-
in kunn hvort í sínu lagi. Það
mætti nefna karlmannsnöfn eins
og Athanasíus, Dagstyggur, Fabí-
an, Kleppjárn og Tunis og kvenna-
nöfn s.s. Broteva, Friðsemd, Ker-
dís, Lalía, Opía, Petronella og Við-
bekka. Mörg fleiri slík nöfn mætti
tína til. Flest þessara nafna hafa
aðeins verið borin af einum manni
hvert, svo vitað sé, og setja þannig
ekki svip sinn á íslenzkar nafn-
giftarvenjur í heild, — á þeim
vettvangi hefur þjóðin jafnan far-
ið troðnar slóðir og haldið hug-
myndafluginu innan hæfilegra
marka.
Samantekt: — bó.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
GOODYEAR GERI
KRAFTAVERK
Til kraftaverka sem þessa þarf gott jarðsamband.
Það næst með GOODYEAR hjólbörðum.
Gott samband jarðvegs og hjólbarða auðveldar alla
jarðvinnu.
Hafið samband við næsta umboðsmann okkar.
GOODfYEAR
GEFUfí ^fíÉTTA GRtPtÐ
HEKIAHF
Laugavegi 170-172 Sími 21240