Morgunblaðið - 26.02.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.02.1984, Qupperneq 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Hitler Stalín Maó Við dauöa Júrís Andrópófs fyrir skömmu hafa menn víða um lönd rifjað upp ýmislegt úr sögu Sovétríkjanna, ekki síst dauöa Leníns og Stalíns. Endalok þeirra beggja ollu straumhvörfum í Sovétríkjunum og alþjóða stjórnmálum. í þessari grein er ekki ætlunin að rekja þá sögu, heldur að segja frá því, hvernig íslenskir sósíalistar brugðust við fráfalli Stalíns, en í mars á sl. ári var minnst þrítugustu ártíðar hans. Jósef Stalín er talinn hafa orðið fleiri mönnum að bana en nokkur annar einstaklingur í veraldarsög- unni að frátöldum Maó Tse Tung. Á þeim tuttugu og fimm árum, sem Stalín var einvaldur Sovét- ríkjanna og alþjóðasamtaka kommúnista, er álitið að hann hafi verið valdur að dauða 15—20 milljóna manna. Glæpaferil Stalíns þekkja ef- laust flestir þeirra lesenda, sem honum voru samtíða, en fyrir hina, sem yngri eru, skulu höfuð- atriðin rakin. Ógnarstjórn Stalíns hófst fyrir alvöru með „fimm ára áætluninni" svonefndu 1928—32. Þá sveik ráðstjórnin loforð sín frá dögum byltingarinnar um að gefa bændum jarðnæði og hneppti þá þess í stað í ánauð á samyrkju- búum. í þessari umbyltingu voru þúsundir bænda teknar af lífi eða I sendar í þrælabúðir þaðan sem þeir áttu fæstir afturkvæmt. | Hungursneyð skall yfir og millj- j ónir manna sultu til bana. Hefur sovéskur landbúnaður aldrei borið sitt barr upp frá þessu. Þegar ósköpunum linnti, hófust | hinar illræmdu „hreinsanir" Stal- j íns. Forleikur þeirra voru sýnd- ! arréttarhöld yfir flestum helstu forystumönnum Kommúnista- flokks Sovétríkjanna og Rauða hersins. Með andlegum og líkam- legum pyntingum voru sakborn- ! ingarnir látnir játa á sig ótrúleg- ustu glæpi; 70% af öllum mið- stjórnarmönnum Kommúnista- flokksins voru tekin af lífi og auk þess -fjöldi erlendra kommúnista, sem leitað hafði skjóls í Sovétríkj- unum. Á þennan hátt náði Stalín öllum völdum í Kreml og alþjóða- samtökum kommúnista, Komint- ern, sem höfðu aðalbækistöðvar í Moskvu. „Hreinsanir" á kommúnistum voru sem dropi í hafið. Milljónum saklausra sovétborgara, körlum, konum og börnum, var smalað saman í þræla- og útrýmingarbúð- ir einvaldsins. Eftir að Þjóðverjar réðust á Sovétríkin 1941, varð Stalín að gera nokkurt hlé á þess- um ofsóknum, en eftir stríð byrj- uðu þær á nýjan leik og náðu til allra „alþýðulýðveldanna", sem | Rauði herinn hafði komið á fót í Austur-Evrópu. Þá hófust einnig fjöldamorð og stórfelldir nauð- ungarflutningar á þjóðum og þjóðabrotum, sem nýlega höfðu verið innlimaðar í sovéska heims- veldið eða voru talin hafa brugðið trúnaði við Stalín í styrjöldinni. Enn deila fræðimenn um það, hvaða tilgangi „hreinsanirnar" hafi átt að þjóna. Nikíta Krúsjefl, eftirmaður einvaldsins, færði fram þá skýringu á glæpaverkun- um, að Stalín hafi verið haldinn brjálsemi, sem náði að lokum al- gjörum tökum á sálarlífi hans. Aðrir telja múgmorð og þrælahald óaðskiljanlega þætti alræðissósí- alismans. Benda þeir á, að allar þjóðir, sem hafa lent undir oki kommúnista, hafi orðið fyrir svip- uðum hörmungum. Nýjustu dæm- in eru helfarir þjóðanna í Afgan- istan, Kampútseu, S-Víetnam og Laos. Samfara ógnaræðinu lét Stalín hefja taumlausa dýrkun á sjálfum sér, og var hún upp tekin af kommúnistum um heim allan. Kommúnistar á íslandi voru þar engir eftirbátar annarra. Mál- flutningur þeirra gekk einnig mjög út á það, að lofa og prísa ógnaræði einvaldsins í Sovétríkj- unum og Austur-Evrópu. Engin lygasök, hversu furðuleg sem hún vur, fékk misboðið trúgirni ís- lenskra kommúnistaleiðtoga. Því verður ekki haldið fram, að kommúnistar hafi enga aðstöðu haft til að fylgjast með því, sem raunverulega fór fram í Sovétríkj- unum. Flestir viti bornir menn á Vesturlöndum sáu í gegnum mála- tilbúnaðinn í sýndarréttarhöldun- um, og mörg vitni af helförinni sovésku komust vestur yfir tjaldið og sögðu þar sögu sína. Forystu- menn kommúnista hér skelltu skollaeyrum við öllum slíkum frásögnum, svívirtu þá, sem sannleikann sögðu um hryðju- verkin og hertu dýrðaróð sinn um goðið mikla í Kreml. Ný fjöldamorð í undirbúningi Árið 1953 var einvaldurinn far- inn að reskjast, en ekki varð það til að milda skap hans. Sam- starfsmenn hans segja, að grimmdin og tortryggnin yxu eftir því sem máttur hans þvarr. Gam- almennið í Kremlarkastala þyrsti í nýtt blóð og í janúar 1953 flutti Þjóðviljinn þá frétt, að nokkrir best metnu læknar Sovétríkjanna hefðu verið handteknir og játað á sig verstu glæpi. Þeir hefðu gert samsæri um að ráða Stalín og aðra leiðtoga sovétstjórnarinnar af dögum að undirlagi bandarísku leyniþjónustunnar. Eins og Krú- sjeff skýrði síðar frá, hafði Stalín sjálfur gefið rannsóknardómaran- um fyrirmæli um, hvaða aðferðum ætti að beita við læknana. Þær voru einfaldar: „að berja, berja og berja". Nú er ljóst, að „læknasamsærið" svokallaða átti að verða upphafið að nýjum ofsóknum gegn gyðing- um í Sovétríkjunum, enda voru læknarnir ásakaðir um síonisma (þjóðernisstefnu gyðinga). Einnig er talið víst, að Stalín hafi verið að undirbúa enn eina „hreinsunina" meðal nánustu samverkamanna sinna og hafi þeir Krúsjeff flokksritari, Bería innanríkisráð- herra (höfuðböðull Stalíns) og Malénkoff varaforsætisráðherra allir verið í hættu. Hafa ýmsir fræðimenn haldið því fram, að þessi hirð Stalíns hafi ákveðið að verða nú fyrri til og ráða hinn geðsjúka einvald af dögum, áður en hann fengi færi á þeim. Meðan sovésk dagblöð gáfu merki um það, hverjir væru fallnir í ónáð Stalíns meðal Kremlverja, tóku íslenskir sósíalistar að undir- búa sinn þátt í sorgarleiknum eft- ir venju vestrænna kommúnista. Jón Óskar skáld, sem var stuðn- ingsmaður Sósíalistaflokksins (arftaka Kommúnistaflokksins), segir svo frá þessum undirbúningi í endurminningum sínum, Týndir snillingar: Þetta (frétt Þjóðviljans um „læknasamsærið“ innskot Mbl.) kunni dómgreind mín ekki að meta á nógu marxískan hátt... Ég hafði orð á því við Kristin E. Andrésson (for- stjóra Máls og menningar og Itn.j6m.tnl og ílnakMtjórn- i Itmt til tryffjm fullt »»">■ Iwnft I .tjémmrmtftrfiun I Vilt for»»ti«riíh»rrmrmb«U- linu. trm Stmlin frfDdt ttl IfcuAadmft. trkur Oorfi Mml- Imkofr UUnrlWi.r*«hrrr» *rr« I., Vjmtmfmlmv Molotoff a\ limdrri Vlmhin.lti vrr«ur fyrmti ImbtoAmr uUnrlktmr**Orr« of Ifimtur fulltrúl SoWtri.jmnnm ls» Sf> fundvmm«r*»hrrr« I -r«-ir NlWolmj Búlf.nin mmr I MINN Kvikmyndasýning MIR brrytt I mkurlönd. vmr frlld ni«- ur I fmrkvold. »n myitdin v ■ ur mýnd *«ur mjOf Imnft li IJÓSEF STAUN LATIWl I Milljón manna helur streymt fram hjá líkbörum hans i Jó_f VUunonoviUj SUliit, for^túrMhrrrm :Sovitríkj™. ™ I ríl.rí lcommúni»t»flokk.in.. ^.íut . Mo»kv. ■ fyrr.toMJ ktoklmn d 21.50 eftú ,l.5.rtim.. Hno h.f»i )>i roe»v.Woú.rí.u. i f)o,. , hmí» streymt frmm h)á llkböninum er morfnmOI Helztu aeviatriöi I vmrd vmrt m« hjmru« vmi I .6 IIU mlf h»fur * dmftnn l»l« ■ hjmrualðfin hrm«mn Of _ ...rí.n of mndmrdiátturtnn 6- I rrflulrfrt unm yflr l«“W vö böm Sullnm. L__ . VamiU of Svrtlmnm. JWI VlMmil.n.rttm) SUllm Otvmrptð I MomWv* tllWytmti muraum Of HWvmflt flottl IIW SUIlnm I opinhi WUtu yftr torf 18 til húu vrrW«lý«of*l.ff.nnm KluWWutimm .i«.r vmr .úlnmaml- tnn I húwnu opnmftur of f*IW W .8 rtrvymm fr.m hj* llh- IMalenkeff forsœtisró8herra Sovéfríkianna |Mo/ofo(/ utonrikisróðh., Voroshiloff forseti Jöavf Vtmmmrtotwvtt.j Djúf»- «vtU fnddnt l OOrl I Gni.ni 21 drtrmhrr lSfff Fo«lr h«n» rar f*t»Wur »Wómnt«ur Hmnn vmr uttur tll n*m, I prvmta- mWAl. I Tlflt. »n rvWinn |m8.n «flir þrtff J« *r« n*m fyrtr »« raSdluhrtnf i mmnt- Sósíalistaflokkur-1 inn vottar samú6 sína | Forsetinn sendir samúðarkveðir urmtMur þ»««r boremr umdii m« rin. Of l«f .tmnda td Grorft Mm»imUi«u»vrt«| Mmi- Mi8»tJ«m 88mimil.unokW.ii vottmSI I f»r rú««n«aWa »r< hrrrmnum «amú« .Inm l tilífni I «f frtf.lll Sulina fometlmr** | . _ 88«l»llrt*noWWunnn ' rlnnif Mmú«mrWv»«)ur I Móttaka í Sovét- sendiráðinu í dag og i morgun 8ov*Uendir*8i« h» RryWjmvlW trkur I d.f of morfun T of I mmrs. * " þrlm »r votU vtljm amifl .lr* | vpfna frifall* SUlin.. for»tl« r*«h»rra SovétAkjmhnm V»r«ur «»nd.r*«ifl opi« fr* hl. 10 f *■ b*fl» daf.na Forsíöa Þjóðviljans er sagt var frá láti Stalíns. Neðst eru myndir af Malén- koff, Voroshilov, Molotov og Bería. forvígismann Menningar- tengsla íslands og Ráðstjórn- arríkjanna, MÍR, og íslensku friðarnefndarinnar), að Stalín mundi vera orðinn elliær eða hefði bilast á geði. Kristinn varð eitthvað hugs- andi... en svaraði því til, að ekki bentu síðustu dagskipanir Stalíns til þess, þær væru svo skýrar. Ég lét þá talið niður falla, en fann að Kristinn var í vandræðum að skýra þessa at- burði... Skömmu síðar birtist grein í Þjóðviljanum sem hét „Hvað er Zíonismi ?“ Hún var þýdd úr breska kommúnistablaðinu Daily Worker. Aldrei fyrr höfðu þeir sem stjórnuðu Þjóð- viljanum eða skrifuðu í það blað látið sig þetta fyrirbæri neinu skipta og fáir munu hafa heyrt þess getið hérlendis. Hversvegna datt mönnum nú skyndilega í hug að upplýsa fs- lendinga um það? Var það til- viljun ?... Ónei. Svo undarlega vildi til, að læknar þeir, sem handteknir höfðu veríð í Ráð- stjórnarríkjunum sakaðir um skelfilega glæpi, voru flestir gyðingar ... Þarna var grein úr erlendu blaði sem lýsti fyrir okkur hvílíkt voðafyrirbæri samsæri gyðinga væri, Zíon- isminn. Það leyndi sér ekki, að þjóðvilj- inn var tilbúinn að hefja sinn venjulega fagnaðarsöng, jafn- skjótt og læknarnir og önnur væntanleg fórnarlömb Stalíns fengu sína „verðskulduðu refs- ingu“ eins og það var kallað á þeim bæ. Upphaf ógæfunnar En þá dundi reiðarslagið yfir sósíalista og málgagn þeirra: „Stalín liggur þungt haldinn. Fékk heilablóðfall, er meðvitundarlaus og lömuð hægri hliðin. ‘Skarð fyrir skildi ef hans nýtur ekki við’. Svo hljóðuðu forsíðufyrirsagnir Þjóðviljans 5. mars 1953. Undir þeim birti blaðið þessa tilkynn- ingu frá miðstjórn Kommúnista- flokks og ríkisstjórn Sovét- ríkjanna: Flokkur okkar og öll sovét- þjóðin hefur orðið fyrir þeirri miklu ógæfu, að félagi Stalín hefur tekið þungan sjúk- dóm ... Færustu læknar Sovét- ríkjanna stunda Stalín í veik- indum hans... Heilbrigðis- málaráðherra Sovétríkjanna, Tretjakoff, og yfirmaður heil- brigðismála í Kreml, Kúperin, fylgjast með líðan hans, og hann er undir eftirliti mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og ríkisstjórn- arínnar. Miðstjórnin og ríkisstjórnin hafa álitið það nauðsynlegt vegna hins alvarlega sjúkdóms félaga Stalíns að sendar verði út skýrslur um líðan hans frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.