Morgunblaðið - 31.07.1984, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 31.07.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 15 Málefni aldraöra Þórir S. Guðbergsson Að njóta lífsins „Jafnframt yrði öllum gefinn kostur á að fá starfshlé — eitt eða fleiri — fyrr á ævinni til þess að njóta lífsins, fá tíma til þess að hugsa, afla sér nýrrar þekkingar og þjálfunar — þar með talið, ef hugurinn girnist, að búa sig undir að geta notið ellinnar“ GAMLI söngurinn er nú sunginn c oftar í fjölmiðla: „Þjóðin öll á í erfiðleikum. Við verðum öll að axla byrðarnar.“ Stundum missa orð slagkraft þegar of oft er tönnlast á þeim eða þegar þeim fylgir lítil sem engin sannfæring. Hvað er að gerast i velferðarrikinu íslandi? Höfum við gengið til góðs — Hvernig blasir nú vegurinn framundan fyrir þeim sem hafa lagt sig i líma við að leggja brautina fram til þessa? „Þjóðin öll á í erfiðleikum" — aldraðir vita gjörla hvað erfið- leikar eru og e.t.v. betur en flest okkar sem yngri erum. „Við verðum öll að axla byrð- arnar" — aldraðir hafa gert það um áratugi. Þeir sem eru fæddir eru rétt um og eftir aldamótin hafa „greitt keisaranum það sem keisarans er,“ lengur en allir aðrir íslendingar „og Guði það sem Guðs er“. Þeir sem eru aldraðir á okkar dögum þekkja betur en flestir aðrir íslendingar hvað það er að vinna „hörðum höndum". Orðin „sparsemi, nýtni og ráðdeild" þekkir enginn betur en þeir sem hafa lifað heimskrepp- ur og tvær heimsstyrjaldir. Þannig mætti lengi telja og færa rök fyrir því að þeir sem hafa lagt hornstein að lýðræðis- þjóðfélaginu Íslandi eiga ekkert fremur skilið af okkur en allt gott. Löngum hefur verið fjallað um málefni þeirra af misjöfnum skilningi. Lítum aðeins einn ára- tug aftur í tímann og sjáum hvað stóð í 2. hefti Samvinnunn- ar, 1974, skrifað af Þóri Bergs- syni: „Þeir sem náð hafa aldursmark- inu eiga rétt á og hafa unnið til þess að njóta lífsins eftir langa og stranga starfscvi. Þetta eru sennilega þungvæg- ustu rökin ... En er nokkur vissa fyrir því að það sé vilji gamla fólksins að hverfa úr starfi? Hugsanlega starfi sem er orðinn veigamikill hluti af tilveru þess, jafnvel sjálft innihald lífsins? Hefur þetta gamla fólk aðstöðu og löngun til að hætta þátttöku i lifandi starfi og setjast í helgan stein og er það undir það búið?“ Þórir nefnir ennfremur að honum finnist fólk hverfa alltof fljótt úr samfélaginu um leið og það hættir störfum og segir að þjóðin hafi ekki efni á að missa þetta fólk á þennan hátt. „Þjóðin yrði fátækari eftir en áður," seg- ir hann. „Og á ég þá ekki við fátækt mælda í krónutölu. í einni bók sá ég þá hugmynd að hin rökrétta stefna væri að setja ekki fastákveðin aldurs- mörk heldur ætti að halda opinni leið til tryggrar þátttöku i atvinnulífinu og virku lífi sem samfélagsþegn. Jafnframt yrði öllum gefinn kostur á að fá starfshlé — eitt eða fleiri — fyrr á ævinni til þess að njóta lífsins, fá tíma til þess að hugsa, afla sér nýrrar þekkingar og þjálfunar — þar með talið ef hugurinn girnist að búa sig undir að geta notið ellinnar ... Slík stefna rækist ugglaust á erfið fjármögnunarvandamál og að likindum vandleystari en fjármögnun ellilífeyris. Það krefðist fjárhagslegs stuðnings við fólk i fullu fjöri sambærilegs við venjulega tekjuöflun þess. Eg nefni þetta sem athyglisverða hugmynd, en augljóslega er þá þðrf á róttæku endurmati á þvi hvernig við viljum verja ævi okkar og hvaða leiðir geta leitt til aukinnar hamingju og lifs- gleði á öllum aldursskeiðum.“ Hér er einmitt komið inn á hugmyndir sem oft eru nefndar en alltof sjaldan ræddar að gagni. Mörgum íslendingi er vinnan kærari en flest annað i lifinu — og þegar þeir missa vinnuna deyja þeir þvi margir andlegum dauða. Flestir íslend- ingar þurfa einnig að vinna mik- ið — svo mikið, að þeir hafa allt- of sjaldan tima til þess að staldra við, gefa sér tíma til þess að meta og endurskoða líf sitt og sinna — margir hverjir hafa á engan hátt efni á því að gera starfshlé nokkru sinni til þess að njóta lífsins, gefa sér tíma til þess að hugsa og afla sér nýrrar þekkingar og þjálfunar. Margt fer enn miður í þjóðfé- lagi okkar. Þó að margt hafi ver- ið gert vel er enn mikið eftir óunnið. Ennþá eigum við eftir áratugi þar til eftirlaun megi njóta sín almennt jafnt meðal allra landsmanna. Lögin eru enn flókin og ekki i allra færi að skilja rétt sinn til fulls til þess að unnt sé að nýta hann. Enn er því unnt að spyrja: Geta aldraðir notið lífsins? Auð- vitað verður hver og einn að svara þeirri meginspurningu, hvað er að njóta lífsins? Hafa lífsviðhorfin breyst? Er gildis- matið það sama og áður fyrr? Er trúin á Guð okkur jafnmikils virði og hún var fyrr á öldum? Eða er gamalt fólk e.t.v. ekkert trúhneigðara en ungt fólk? Eða er þá e.t.v. réttast að spyrja einfaldlega: Höfum við aldrei gefið okkur tíma til þess að íhuga þessa mikilvægu spurn- ingu nánar? Öllum er nauðsynlegt að staldra við og meta stöðuna á ný. Það er mjög svo athyglisverð hugmynd að allir hafi möguleika á starfshléum á vinnuferli sínum, stuttum og löngum eftir aldri, reynslu og kostnaði — til þess að „njóta lífs- ins, fá tíma til þess að hugsa, afla sér nýrrar þekkingar og þjálfunar — þar með talið, ef hugurinn girn- ist, að búa sig undir að geta notið ollinnar." Þrátt fyrir böl og alheimsstríð verður haldin dagana 3., 4. og 5. ágúst STÆRSTA ÚTIHÁTÍÐ LANDSINS UM VERSLUNARMANNAHELGINA 60 DAGSKRÁRATRIÐI: Herjólfsferð fram og til baka með aðgangseyri á Þjóðhátíð aðeins kr. 1.569,- H.L.H. — Hálft í hvoru — Bobby Harrison — Daríus Stefán P. — Grettir Björnsson — Bjartmar Guðlaugsson Bjargsig — Stærsta flugeldasýning landsins Þjóöhátíö er meiriháttar! DRÍFÐU ÞIG TIL EYJA ÚTSÖLUSTABIR: Reykjavík: Atlantik Hallveigarstíg 1 Ferðaskrifst. B.S.I. Umferöarmiðst. Keflavík: Nesgarður v/Faxabraut Þorlákshöfn: Messinn Hveragerði: Vörumarkaður OLÍS Selfoss: Suðurgarður Hellu: Kaupfélagið Þór t Hvolsvelli: Verslunin Björk FERÐ&SKRIFSTOFA VESTMANNAEYJA ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.