Morgunblaðið - 31.07.1984, Síða 18

Morgunblaðið - 31.07.1984, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ1984 Vinkonur eftir Fay Weldon Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Fay Weldon: Female Friends Einnig til í danskri þýðingu: Venind- er Upphafsorð bókarinnar segja nánast allt sem segja þarf um lífsviðhorf aðalsögupersónunnar Chloe, sem oftast segir frá. „Að skilja og að fyrirgefa. Það inn- rætti móðir mín mér ..." Chloe má sannarlega hafa sig alla við að skilja og fyrirgefa, því að hún lifir og hrærist innan um fólk sem virðist hafa yndi af því að hrella hana og hrjá, svo að ekki sé dýpra í árinni tekið. Sögusviðið er heimili hennar og eiginmanns hennar, Oliver. Hann er rithöfundur og heldur við vinnukonuna Francoise. Chloe skilur það og fyrirgefur, senni- lega. Hún á einn son með Oliver, en auk þess eru á heimilinu slang- ur af öðrum börnum, sem vinkon- ur hennar hafa afhent henni eða síðari barnsfaðir, Patrick nokkur, eftir að kona hans dó. Chloe á tvær bernskuvinkonur, Majorie og Grace. Þær eru hvor annarri sjúklegri og æði grimmar á stund- um við Chloe. Hún skilur þær og fyrirgefur og þó. Þær stöllur eru að alast upp i stríðinu og Majorie og Chloe fara frá London vegna sprengjuárása og sú fyrrnefnda býr hjá foreldr- um Grace. Faðir Grace er vondur harðstjóri og andstyggilegur við konuna sína. Þannig liggja leiðir þeirra saman og mér er satt að segja ekki alveg ljóst, hvað tengir Hollefni og heilsurækt NÝLEGA kom út blaðið Hollefni og heilsurækt, 1.-2. tbl. 6. árg. 1984. í blaðinu er m.a. fjallað um kvikasilfur úr tannfyllingum, efn- ið selen, sorgarkapítula úr sögu læknisfræðinnar, tóbak, heilsu- bótarhreyfinguna og margt fleira. Blað þetta er málgagn Heilsu- hringsins sem er félag sem stefnir að því að vinna með náttúrunni gegn sjúkdómum og efla heilbrigði landsmanna. Sigurður Herlufsen er ritstjóri. Fay Weldon þær þegar fram í sækir. Nema ef til vill að þær kynnast á þeim aldri í lífinu, að meira er fyrirgef- ið en síðari tíma vinum. Fay Weldon mun hafa skrifað þessa bók á undan Praxis, sem er líklega frægasta bók hennar. En efnið er skylt: staða konunnar í nútímaþjóðfélagi. Ekki beint ný- meti. Það bjargar þessari bók, sem er að mörgu leyti bæði myrk, neikvæð og óljós, að höfundurinn er ritfær í betra lagi. Ég hef séð umsagnir um þessa bók frá Norðurlöndum. Þar er far- ið lofsamlegum orðum um hana. „Hún er opinberun hverrar konu og ögrun fyrir hvern karlmann." Þeir sem á annað borð eru hrifnir af bókum og „boðskap" Fay Weld- on ættu að geta gluggað í þessa og haft ánægju af. Hins vegar fór húmorinn í henni, sem skandinav- ískir gagnrýnendur hafa gert sér tíðrætt um, framhjá mér. í raun og veru les ég út úr þessum texta Fay Weldons eins konar íhuganir um að konur séu konum verstar, að þær njóti píslarvættis. Þetta má svo aftur leggja út sem hreina kvenfyrirlitningu. VANAR SAUMAKONUR óskast — Vinnutími 6“"10 e.h. Tilvalinn vinnutími fyrir konur sem vilja auka tekjur heimilis- ins, en geta þaö ekki á venjulegum vinnutíma. GÓÐ LAUN — GÓÐ VINNUAÐSTAÐA 4 DAGA VINNUVIKA FRÁ MÁNUDEGI TIL OG MEÐ FIMMTUDEGI. Allar nánari uppl. gefur Herborg Árnadóttir verkstjóri. (típ KARNABÆR Saumastofa simi 45800. BíöjiA um Herborgu Árnadóttur, verkatjóra. Elton sjaldan betri en nú Hljóm- Sigurður Sverrisson Elton John Breaking Hearts Phonogram/Fálkinn Þeir eru ekki margir poppar- arnir, sem geta státað af því að fara batnandi með aldrinum. Það er helst að Rolling Stones geti stært sig af slíku. Elton John getur þó örugglega gert til- kall til titilsins „hressasti gamli p»opparinn“ ef marka má nýjustu plötu hans, Breaking Hearts. Það er hreint engin ellimerki á honum að sjá. Hverju sem má þakka þetta, hvort það er eigin- konan Renata Blauel eða hvað, er víst, að aðdáendur Elton Johns og aðrir unnendur gæða- popps verða ekki fyrir von- brigðum með þessa plötu. A Breaking Hearts er að finna 10 lög, sem eru hvert öðru betra. Það er helst að Burning Build- ings á B-hliðinni sé slakt. Á fyrri hliðinni eru fjögur bráðhress rokklög en á milli þeirra er að finna hið gullfallega lag Break- ing Hearts. Þar syngur Elton eins og honum er einum lagið við góðan texta Bernie Taupins um ástina við píanóundirleik. Síðari hliðin er kannski ekki alveg eins sterk, en þar er að finna a.m.k. 3 góð lög. Passengers sker sig nokkuð úr heildinni enda samið í samvinnu við tvo utanaðkom- andi menn. In Neon heitir önnur falleg ballaða og Sad Songs er nú orðið þekkt úr útvarpi. Sér til aðstoðar hefur Elton vana menn og reynda, sem allir vita upp á hár hvað þeir eru að gera. 011 vinnsla plötunnar er með miklu ágætum. Eiginkonan, sem er hagvön í hljóðverum, stýrir upptökunni en upptök- ustjóri er Chris Thomas. Það er ekki hægt annað en að taka undir orð Petulu Clark frá því í sjónvarpsþættinum fyrir nokkru er hún sagði Breta mega vera stolta af Elton sínum. Það eru orð að sönnu og Breaking Hearts er sönnum listamanni góður vitnisburður. Breaking Hearts er plata, sem aðdáendur Eltons sem og allir unnendur góðrar dægurtónlistar eiga eftir að kunna vel að meta. Afbragðs af- þreyingargripur Tina Turner Private Dancer Capitol/Fálkinn Þau eru seig mörg gömlu brýnin og Tina Turner er þar engin undantekning. Það er ekki nokkur ellimerki á henni að sjá eða heyra. Þótt tónlistin sé nú öllu heflaðri en áður hjá henni og augljóslega stíluð upp á hylli útvarpsstöðva gerir Tina hlutina á þann máta, sem pottþéttum at- vinnumönnum er aðeins fært. Flest laganna á Private Danc- er eru afar þægileg áheyrnar, skemmtileg blanda rólegra og hraðra laga. Eitt þeirra, Show Some Respect, býður m.a. upp á gamalkunna takta „a la Nutbush City Limits". Þetta er eitt besta lag plötunnar ásamt Steel Claws. Lögin koma héðan og þaðan og þrjú þeirra hafa náð miklum vinsældum i flutningi upphaflegra listamanna. Eru það lögin I Can’t Stand the Rain, sem ég man ekki hver flutti fyrst, og Help Bítlanna og 1984 David Bowie. Tveimur þeirra gerir „sú gamla“ mjög góð skil og útsetningin á Help er lagleg. 1984 eftir Bowie er eKki eins gott. Með sér á plötunni hefur Tina Turner úrvalslið hljóðfæraleik- ara. Suma þekki ég ekki en af þeim kunnari má nefna fjór- menningana úr Dire Straits; Terry Williams/trommur, John Illsley/bassi, Hal Lindes/gítar og Alan Clark/hljómborð auk Mel Collins á saxófón og Jeff Beck á gítar. Hinir tveir síðast- töldu koma þó lítið við sögu, taka hvor sitt sólóið. Þessi plata Tinu Turner á sennilega ekki eftir að valda neinum straumhvörfum á ferli hennar. Hún undirstrikar hins vegar rækilega, að þrátt fyrir að vera komin hátt á fimmtugsald- urinn fer þessi afbragðsgóða söngkona létt með að vera í takt við tímann. Þetta er afþrey- ingargripur eins og þeir gerast bestir. Frjáls sem fuglinn Kukl. Augað. Crass-records. Þessarar fyrstu breiðsklfu Kukls hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu um skeið, a.m.k. á meðal fremur þröngs hóps, sem fyldir sveitinni að málum. Staðreyndin er nefni- lega sú, að Kukl á sér ekki veru- lega stóran aðdáendahóp. Sjálf- ur get ég ekki gert það upp við mig hvort ég telst til hans eða ekki því mér finnst tónlistin 1 senn vera aðlaðandi og fráhrind- andi. Við fyrstu heyrn virðist tón- listin hjá Kuklinu ekki vera mik- ið meira en þéttur og vel spilað- ur trommu- og bassarythmi við seiðandi og um leið framandi söng. Á bak við þennan vegg, sem trommurnar og bassinn mynda, m.a. sökum hljóðblönd- unar (þetta er ekki ósvipað og var hjá Þey hér áður fyrr), má heyra ýmsar laglínur hér og þar. Textana fæ ég hins vegar ekki alveg botn í. Aöalaðandi getur tónlist Kuklsins seint talist, a.m.k. ekki ef miðað er út frá hefðbundinni dægurtónlist, og það tók mig dágóðan tíma að meðtaka þessa plötu. Sennilega er ég ekki enn búinn að ná henni fyllilega en það er gott að fá eina og eina plötu svona inn á milli, sem krefst einhvers umfram venju- lega hlustun. Sumu geðjast mér ekki að, annað kunni ég vel að meta. Á meðal þess, sem féll best í kramið, má nefna lögin Anna, Fuglar og Dismembered (gamli Söngull-inn). Ég held ég geti blygðunarlaust fullyrt, að Kukl á aldrei eftir að komast á vinsældalista á íslandi. Það er heldur ekki takmarkið hjá þeim, sem að sveitinni standa. Þetta er fólk, sem fer sínar eigin leiðir, án þess að skeyta um hvað er vinsælt og hvað ekki. Það eru ekki allir sem geta leyft sér slíkan munað en mikið er gott að einhverjir geta það og þurfi ekki að hafa áhyggj- ur af markaðslögmálinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.