Morgunblaðið - 31.07.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 31.07.1984, Qupperneq 33
og helgaði sig höggmyndalistinni. Áhrifaríkasta verk hennar frá þessum tima er af nakinni stúlku með hendurnar á lofti í auðmjúkri bæn. „Systir mín krýpur og er nakin að tapa sálinni, snilligáf- unni, vitinu, fegurðinni, lífinu og sínu eigin nafni,“ skrifaði Paul Claudel. I lokaútgáfunni að verkinu, sem Camille lauk löngu síðar og kallaði „Örlög", krýpur ung stúlka fyrir framan stóran karlmann með eldri konu á bak- inu. Nokkrir áhrifaríkir gagnrýn- endur og safnarar í París héldu tryggð við Camille eftir að hún var orðin ein en lífið var erfitt án stuðnings Rodins. Hin fáu gallerí, sem voru til, sýndu bara og seldu málverk; myndhöggvarar urðu að stóla á fjárhagsstuðning annarra til að geta unnið verk sín. Camille „stóð utangarðs í þjóðfélagi þar sem konur áttu annaðhvort að vera eiginkonur og mæður, nunn- ur eða hórur", eftir að hún varð ein, skrifaöi einn af kaflahöfund- unum í bók Rose-Marie Paris. Á sama tíma og Rodin varð frægur um alla Evrópu og Banda- ríkin dró Camille sig æ meira inn í eigin skel. Hún var sannfærð um að Rodin væri að stela og selja sínar hugmyndir og varð sálrænt æ óstöðugri. Sálfræðingar, sem skrifa kafla í ævisögunni eftir Paris, telja að ofsóknarkennd Camilles hafi kannski stafað af því að hún taldi að Rodin hefði stolið bestu árum ævi sinnar. Hún varð algjör sérvitringur og hélt til í vinnustofu sinni á Quai de Bourbon á Saint-Louis-eyjunni. Hún var sannfærð um að Rodin njósnaði um verk sín og byrjaði að eyðileggja höggmyndirnar um leið og hún lauk þeim. Hún fitnaði og atorka hennar breyttist yfir í móðursýkislegt æði. Faðir hennar lést í mars árið 1913 og hún var tekin föst og flutt á geðveikrahæli fyrir utan París viku seinna. Eftir tveggja mánaða dvöl var hún flutt á annað hæli í Montdevergues, nærri Avignon í suðurhluta Never, og var aldrei látin laus eftir það. Camille kenndi ekki fjölskyld- unni um örlög sín þegar árin liðu. Hún ásakaði Rodin um að hafa fengið fjölskylduna til að loka sig inni af því að hann óttaðist að hún myndi skyggja á frægð hans eftir að hann dæi ef hún fengi að halda áfram að vinna. Rodin gerði lítið til að hjálpa henni. Hann sendi henni tvisvar 500 franka í nafnlausu bréfi, það var heldur lítið frá manni sem fékk 30.000 franka fyrir hverja brjóstmynd úr bronsi. Camille óttaðist að hann myndi eitra fyrir sér og neitaði að borða nokkuð annað en egg og óskrældar kart- öflur sem hún sauð sjálf. Fjölskyldan hefði getað hleypt henni út af hælinu. Móðir hennar virðist hafa verið á móti að flytja hana á annað hæli nær heimaslóð- um þrátt fyrir mörg mjög skýr og sorgleg bréf þar sem Camille lýsir þjáningum sínum í einverunni. Fjölskyldan fór ekki eftir ábend- ingum læknis sem mælti með að Camille yrði leyft að búa kyrrlátu lífi í Villeneuve, bænum í Champ- agne, þar sem hún ólst upp. Paul Claudel heimsótti systur sína nokkrum sinnum en reyndi aldrei að fá hana lausa. Hann sýndi aldrei opinberlega neitt samviskubit yfir framkomunni við hana. Hann er þekktur rithöfund- ur og herskár kaþólikki. Hann sýndi viðkvæmni þegar hann skrifaði um verk systur sinnar en dekkri hlið kemur fram í leikrit- um hans sem tengjast henni. Áhugi á forboðinni ást breytist yf- ir í trú um að það verði að eyði- leggja suma svo að aðrir komist áfram í lífinu. Camille snerti aldrei við leir á ný. Hún lést árið 1943. Þegar Claudel-fjölskyldan fór fram á við frönsk yfirvöld 12 árum seinna að leifar hennar yrðu fluttar í fjöl- skyldugrafreitinn var henni sagt að síðustu merkin um hana hefðu týnst. (Þýtt úr Herald Tribune, ab)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.