Morgunblaðið - 31.07.1984, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 31.07.1984, Qupperneq 42
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1984 + Móöurbróöir minn SKÆRINGUR ÓLAFSSON, Vík 1 Mýrdal, lést í Hraunbúöum í Vestmannaeyjum Jaröarförin auglýst síöar. laugardaginn 28. júli. Fyrir hönd aöstandenda. Skeeringur Eyjólfsson. + Bróðir okkar FLOSI HALLDÓRSSON andaöist í Borgarspitala þann 28. júli. Bragi Halldórsaon, Jón G. Halldórsson, Njéll Halldórsson, Bargþóra Halldórsdóttir. Móöir okkar og tengdamóöir, ÓLÖF STEINÞÓRSOÓTTIR fré Siglufirði, Álfhólsvegi 68, Kópavogi, andaöist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíö í Kópavogi laugardaginn 28. júlí. Áslaug Gunnstainsdóttir, Ólafur Jens Pétursson, Steinunn G. Grenvaldt, Palle Grenvaldt. + Sambýliskona min, móöir, tengdamóöir, amma og langamma lést 27. júlí á Landspítalanum. GUÐRÚN HÁKONARDÓTTIR, Hringbraut 59, Magnús Guömundsson, Hilma Marinósdóttir, Sumarliði G. Jónsson, Margrót Marinósdóttir, Ásgrímur Högnason, Steinunn Erla Marinósdóttir, Sveinn Filipusson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, HANSÍNA BÆRINGSDÓTTIR, fré Bolungarvfk, Bústaðavegi 53, lést 29. júlí. Börn hinnar látnu. Kveöjuathöfn um + GEIR SIGURDSSON, fré Skerðingsstööum, fer fram frá Fossvogskirkju Jarösett veröur aö Hvammi 14.00. miövikudaginn 1. ágúst kl. 13.30. í Dölum fimmtudaglnn 2. ágúst kl. Helga Geirsdóttir, Finnur Kr. Finnsson. + Móöir mín, MARGRÉT ELÍSDÓTTIR SKAGFJÖRO fré Siglufiröi, andaöist aö kvöldi 28. júlí á Hrafnistu, Reykjavík. Fyrir hönd ættingja. Vílmar Guömundason. + Sambýliskona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma, langamma og systir okkar, HULDA ÁGÚSTSDÓTTIR, Engihjalla 3, Kópavogi, er lóst föstudaginn 20. júlí verður jarösungin frá Áskirkju í dag, þriöjudaginn 31. júlí, kl. 15.00. Jón Meyvantsson, Hilmar Leifsson, Fjóla Pélmarsdóttir, Helgi Leifsson, Hildur Leifsdóttir, Ólafur Andrésson, Sævar Leifsson, Þórdis Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn og systkini hinnar létnu. Steingrímur Þórð- arson bygginga- meistari - Minning Fsddur 10. maí 1912 Dáinn 24. júlí 1984 „Hve glöð er vor æska, hve létt er vor lund, er lífsstríö ei huga vom þjáir. Þar áttum viö fjölmarga indæla stund, er ævi vor saknar og þráir ... “ Þ.E. Þetta fallega ljóð með sínum angurværa trega kom í huga minn er ég las andlátsfregn Steingríms Þórðarsonar. Jafnframt leitaði hugurinn til uppruna sins og æsku. Við ólumst upp á Eyrar- bakka í nágrenni hvor við annan. Vorum á svipuðum aldri. Sátum saman í barnaskólanum á Eyrar- bakka í 4 vetur. Lékum okkur saman, þegar stund gafst, flesta daga að vetrinum. Vorum daglegir gestir á heimili hvors annars. Störfuðum saman að félagsmál- um, sem börn og unglingar. Það var eftirminnilegur söknuð- ur, þegar hann fór í sveit, snemma á hverju voru að Skaftholti í Gnúpverjahreppi, en ég sat heima. Það var mikil gleði á haustin, þeg- ar hann kom úr sveitinni — eld- hress og kátur — vel undan sum- rinu genginn, eins og féð af fjall- inu. Hann hafði frá mörgu að segja. Svipmiklu landslagi, tign- arlegum fjöllum, klettalsorgum, þar sem álfar og huldufólk réði ríkjum, fjárréttunum góðu, slétt- um völlum og skammt frá bænum rann mesta fljót landsins — Þjórsá. Ég öfundaði hann af sumardvöl á slíkum stað hjá góðu fólki. Þjórsárdalurinn var honum að vonum ævíntýraheimur. Að vetrinum var barnaskólin og leikirnir, hin mikla lífsfylling okkar og þroskavegur. Við vorum afskaplega samrýndir. Gátum vart hvor af öðrum séð. Sögðum hvor öðrum allt, sem okkur datt í hug — hinar leyndustu hugsanir — og urðum aldrei ósáttir. Stein- grímur var ákaflega léttur i lund, glaðsinna, bjartsýnn, hugkvæmur, hafði gott skopskyn og því skemmtilegur. Hann var frábær félagi og öllum velviljaður. Náms- maður var hann ágætur og hafði lítið fyrir því að læra. Hjá honum kom fljótt í ljós mikill hagleiki. Hann skrifaði strax góða rithönd , teiknaði vel og verkefni hans í handavinnu voru betri en hjá flestum öðrum. Ég ætla að þetta hafi verið meðfæddir hæfileikar, því margir frændur hans í móður- ætt hafa verið smiðir góðir og kunnir hagleiksmenn. Steingrímur fór ungur í smíða- nám hjá Eiríki Gíslasyni að Gunnarshólma á Eyrarbakka, sem þá var einn reyndasti og vandvirk- asti smiður og byggingameistari á Eyrarbakka. Síðan í Iðnskóla Reykjavíkur og lauk þar námi við góðan orðstír. Á þessum árum vann hann hjá Kára Sigurðssyni húsameistara frá Eyrarbakka, sem fyrir nokkru var fluttur til Reykjavíkur. Upp frá því átti Steingrímur heima í Reykjavík og stundaði húsasmíðar mest alla ævina. Ungur að árum kvæntist hann Guðrúnu Pétursdóttur frá Lamba- nesreykjum í Fljótum í Skaga- firði. Þau eignuðust 3 börn, 2 dæt- ur og 1 son. Guðrún andaðist 1951 — mjög fyrir aldur fram. Steingr- ímur kvæntist öðru sinni Arnheiði Elíasdóttur frá Oddhól á Rang- árvöllum. Þau eignuðust fjórar dætur, en slitu samvistum. Eftir að námi var lokið og lífs- baráttan tók við, urðu samfundir okkar Steingríms sjaldgæfari. Hvorttveggja var að fjarlægð var á milli búsetu okkar lengst af og áhugamál og lífsviðhorf að ýmsu leyti ólík. Þráðurinn slitnaði þó aldrei okkar á milli og jafnan var mikill fagnaðarfundur, þegar leið- ir lágu saman. Þá voru gefnar gagnkvæmar skýrslur um það, sem á dagana hafði drifið, svo sem góðra vina er siður. Ég varðveitti alltaf æskumyndina af þessum vini mínum, en hafði það á tilfinn- ingunni að á Steingrími hefði það sannast að: „Sitt er hvað, gæfa eða gjörvileiki." Hann var vel undir ævistarfið búinn og bjó yfir mikl- um hæfileikum, gáfum og mann- kostum, umfram margra, sem dansa á rósum í gegnum lífið og tilveruna. Lífsbarátta hans var erfið á köflum og áföllin þung. Hann missti fyrri konu sína um fertugt frá börnunum þremur á viðkvæmum aldri. Einkasonur hans deyr rúmlega þrítugur. Það var honum mikið áfall. Síðari hluta ævi sinnar átti hann við vanheilsu að stríða og dvaldi síð- ustu 9 árin að Ási í Hveragerði. En alla sólskinsbletti kunni hann vel að meta, sem urðu á lífsbraut hans. Glaður og þakklátur sagði hann mér frá því fyrir tveimur ár- + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, JÓNATAN HALLGRÍMSSON, Eiríkagötu 17, sem lést 24. júlí sl. veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 2. ágúst kl. 10.30. Þorbjörg Jónatanadóttir, Sigmar Þorsteinsson, Karl Jónatansson, Sólvaig Björgvinsdóttir, Sigurborg Sigmarsd. Mostrup, Ottó Mostrup, Margrét Sigmarsdóttir, Þorsteinn Sigmarsson, Jónatan Karlsson, Ingi B. Karlsson, Nils Sigmar Mostrup, + Prófessor TRAUSTI EINARSSON, Sundlaugavegi 22, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavík fimmtudaginn 2. ágúst kl. 15.00. Nlna Þóröardóttir Kristín Traustadóttir, Jón Ingimarsson. um, er Steingrímur dóttursonur hans, sem býr í Svíþjóð, bauð hon- um í heimsókn þangað. Það varð honum til mikillar ánægju og gleði, er degi tók að halla. Steingrímur var fæddur á Eyr- arbakka 10. maí 1912. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Jónsson og Valgerður Jónsdóttir, sem bjuggu að Bjarghúsi á Eyrar- bakka. Valgerður var frá Skarði í Gnúpverjahreppi. Hjón þessi voru greind vel og gæðafólk, en heilsu- leysi var mikið í fjölskyldunni. Elsta barn þeirra — Jón — andað- ist á þrítugsaldri og dóttir þeirra — Guðrún — lést innan við tví- tugt. Vel gefið ágætis fólk. Stein- grímur var annar i aldursröðinni. Yngstar voru systurnar Svava og Jóhanna, sem búsettar eru í Reykjavík. Ég á mjög ánægjulegar æskuminningar um fjölskyldu þessa. Vart mun hafa liðið svo dagur í mörg ár að ég kæmi þar ekki, væri Steingrímur heima við. Þótt húsakynni væru ekki vegleg, skipti það ekki máli, því hjarta- hlýjan hafði það aðdráttarafl, sem úrslitum réði. Á skilnaðarstund rifjast allt þetta upp, þótt meir en hálf öld sé að baki. Sannast þar að: „Römm er sú taug, er rekka dregur, föðurtúna til.“ Að lokum kveð ég Steingrím æskuvininn góða — og sendi öllum vandamönnum hans innilegar samúðarkveðjur. Daníel Ágústínusson í dag er til moldar borinn Steingrímur Þórðarson bygg- ingameistari, sem andaðist að Asi, Hveragerði, þann 24. júlí eftir langvarandi veikindi. Hann fæddist að Ásakoti í Sandvíkurhreppi. Foreldrar hans voru hjónin Valgerður Jónsdóttir frá Skarði, Gnúpverjahreppi, dótt- ir Steinunnar Matthíasdóttur frá Miðfelli, Hraunmannahreppi, og Jóns Jónssonar frá Skarði og Þórður Jónsson frá Syðri-Hömr- um, Holtum, Rangárvallasýslu, sonur Jóns Bjarnasonar frá Éfri- Rauðalæk og Guðrúnar Guð- laugsdóttur frá Kirkjulandi, Austur-Landeyjum. Þórður var af Víkingslækjarætt. Árið 1916 flutti Steingrímur til Eyrarbakka með foreldrum sínum og systkinum, Jóni og Guðrúnu, sem bæði létust um tvítugt, þar fæddust systur hans Svava og Jó- hanna, sem báðar eru giftar og búsettar í Reykjavík. Hann minntist ætíð veru sinnar í barnaskólanum á Eyrarbakka með ánægju, þar voru góðir kenn- arar og svo fékk hann tilsögn í orgelleik hjá Guðmundi Nielsen í „Húsinu". Hann hafði mjög gam- an af söng og keypti sér píanó, sem hann lék á í tómstundum. Ungur fór hann að læra smíðar hjá Eiríki Gíslasyni, Eyrarbakka, en eftir lát Valgerðar móður sinn- ar 1929, fluttist hann til Reykja- víkur og lauk trésmíðanámi hjá Kára Sigurðssyni. Síðan var aðal- starfið húsbyggingar. Hann kvæntist 1933 Guðrúnu Péturssdóttur f. 7. mái 1910 d. 22. des. 1951, hún var ættuð úr Fljót- um, Skagafirði. Þau eignuðust fjögur bðrn: Valgerði f. 19.6. 1934, Kolbrúnu f. 13.2.1936, Örn Steinar f. 14.12. 1937 - d. 5.11. 1973 og Jóhann Axel f. 13.6. 1943 - d.31.1. 1977. Árið 1956 kvæntist hann Arn- heiði Elíasdóttur f. 29.6. 1924 frá Oddhóli, Rangárvallasýslu. Þau eignuðust fjórar dætur: Svein- björgu f. 8.12. 1955, Guðrúnu f. 23.2. 1957, Guðmundu f. 27.4. 1958 og Þórlaugu f. 6.5. 1962. Dætur hans eru allar giftar og eru barna- börnin orðin 17 og barnabarna- bömin þrjú. Síðustu árin dvaldi hann í Hveragerði, lengst af í Neðri-Ási, þar sem honum leið vel með ágæt- um félögum, Ólafi og Eggerti. Hvíldin er kærkomin eftir lang- varandi veikindi, en söknuðurinn er sár hjá hans nánustu. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt“. (V.Briem) Sigþór R. Steingrímsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.