Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984
Vinnueftirlitið gerir mengunarúttekt í Járnblendiverksmiðjuimi á Grundartanga:
Rykmengun almennt
undir hættumörkum
DAGANA 5.—16. september 1983 fór fram mengunarúttekt í járnblendiverk-
smiðjunni að Grundartanga á vegum Vinnueftirlits ríkisins í samvinnu við
íslenska járnblendifélagið hf. Niðurstöður liggja nú fyrir í skýrslu Vinnueft-
irlitsins og eru aðilar sammála í meginatriðum því sem þar kemur fram, en
hún er nú til athugunar hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess. Hér á eftir
verða dregnir saman nokkrir punktar úr henni.
Heildarryk »Kj/m'
1 2
p— Markgikii lynr ovirkl bleinelnaryk
10 20 30 40
STARFSHÖPUR
Flutningadeild
Útskipun á járnblendi
Allir hopar saman
Við áfyllmgu troga
á vörubil
Akstur troga (i stjórn-
húsi vörubifreiða)
Hjolaskófla (i skemmu)
Viktarskur*
Unnið á bryggju
Kranastjórn
Eftirlit i lest
Framleiðsludeild
Reykhreinsivirki
1 2 3 4 &
Heildarryk mij.m' Mark(jildr lynr -l
myndlausa kisil-
syrti (SiO,)
* Sleppl er emu syiu i ulioikningi 0 mt Ailltih
20 30 40
-Maikgildi lynr oviikt flnu .ulnaryk
Taflan sýnir styrk heildarryks í andrúmslofti starfsmanna og eru það meðal-
töl eftir starfshópum. (Úr skýrslu Vinnueftirlitsins).
Rykmengun mg/m'
1 2 3 4 5
Niðurstoöur lykmooHnga 1979
„Niöurstoðui rykmælmga 1983
* NiöurstOður mælmga 1903 a „respuabel" ryki
marylaldaðar meö 2.
** I meöalialmu er sleppl Oiihi sym nr 223 lia i>9 I9H3
•" Mælt var heildarryk 1983 og móurstoöur þvi leknar bmnt
Tolur mnan sviga segia til urn l|okla syna sem Ikj«j|ú
aö baki rneöaltalinii
tamanburður á niðurstöðum mengunarmælinga 1979 og 1983. (Úr skýrslu
í starfsleyfi Heilbrigðis- og
tryggingamáiaráðuneytisins fyrir
járnblendiverksmiðju íslenska
járnblendifélagsins hf. að Grund-
artanga árið 1977 eru gerðar kröf-
ur um mengunarvarnir á vinnu-
stöðum og sett fram hættumörk
mengunar. Árið 1979 varð það að
samkomulagi milli heilbrigðisyfir-
valda og forráðamanna verksmiðj-
unnar að fram færu mengunar-
rannsóknir í verksmiðjunni fyrir
árslok 1979. Rannsóknir þessar
annaðist Nils Enger, sérfræðingur
hjá Elkem, öðrum eiganda verk-
smiðjunnar, sama haust og skilaði
að því loknu skýrslu um niðurstöð-
urnar. Samkvæmt gildistöku laga
nr.46/1980 falla öll mál er varða
aðbúnað, hollustuhætti og öryggi
á vinnustöðum undir Vinnueftirlit
ríkisins.
Við þá starfsemi sem fram fer í
járnblendiverksmiðjunni að
Grundartanga geta starfsmenn
orðið fyrir margs konar mengun
svo sem rykmengun af ýmsu tagi,
hitageislun og hávaða. Nokkur
reynsla hefur fengist af rekstri
verksmiðjunnar frá þvi mæl-
ingarnar 1979 voru gerðar. M.a.
hefur verið tekinn í notkun annar
ofn og má segja að reksturinn sé
kominn f fastar skorður. Því hafði
Vinnueftirlitið áhuga á að gerðar
væru ýtarlegar rykmælingar í
verksmiðjunni og ýmsar aðrar
jafnframt þeim. Þær voru skipu-
lagðar og gerðar í samvinnu við
öryggisnefnd járnblendiverk-
smiðjunnar og starfsmenn og fór
hún fram með ágætum. Áð lokinni
sýnatöku voru sýnin send til
Arbetarskyddsstyrelsen í Svíþjóð
til greiningar. Áf hálfu Vinnu-
eftirlitsins önnuðust Pétur Reim-
arsson, Pétur Steinþórsson og Víð-
ir Kristjánsson mælingarnar.
Verulegur hluti af kostnaðinum
var greiddur af járnblendifélag-
inu, en í skýrslunni er m.a. gerð
grein fyrir framleiðslu járnblend-
is og þeirri heilsufarsáhættu sem
fylgt getur störfum við slíka fram-
leiðslu, þeim hættumörkum sem
miðað er við og aðferðum við
sýnatöku í verksmiðjunni. Niður-
stöður mælinganna eru raktar og
lauslegur samanburður gerður við
fyrri mælingar. Að lokum eru
dregnar ályktanir af niðurstöðum
mælinganna og bent á hugsanleg-
ar leiðir til úrbóta þar sem þess er
talin þörf.
MENGUN AF
MÖRGUM TOGA
Sú mengun og áhætta sem
starfsmenn við járnblendifram-
leiðslu geta orðið fyrir er af mörg-
um toga. Fyrst ber þar að telja
ýmis konar ryk, svo sem stein-
efnaryk og kísilsýruryk sem flokk-
ast m.a. í kvars og kristóbalit.
Brennisteinsdíoxíð (So2), koldíox-
íð (Co2), köfnunarefnisoxíð (Nox),
fosfín (PH3), fjölhringlaga aróma-
tísk kolvetnissambönd eða tjöru-
efni geta einnig mengað andrúms-
loftið svo og hitaálag, hávaði og
titringur frá vélum, farartækjum
og verkfærum. Einnig er vert að
nefna að asbest hefur töluvert
verið notað til skamms tíma i
verksmiðjunni, einkum vegna
hitaþols þess, en heilsufarshætta
af völdum asbestmengunar er vel
þekkt og notkun þess að mestu
bönnuð hér á landi.
Óvirkt steinefnaryk er ryk sem
ekki er talið valda sérstökum
sjúkdómum. Að stærstum hluta
stöðvast ryk sem menn anda að
sér í efri hluta öndunarfæranna
og sjá bifhárin um að fjarlægja
það. Hluti ryksins, einkum fín-
gert, berst ofan í lungun og getur
sest að i lungnablöðrunum. Andi
menn að sér miklu ryki í langan
tíma getur það valdið bólgum í
öndunarfærunum og öndunarerf-
iðleikum. Hættumörkin fyrir
óvirkt steinefnaryk eru sett fyrst
og fremst með tilliti til þeirra
óþæginda sem fylgja þvi að vinna
í mikilli rykmengun. Kvars og
kristóbalít eru tvær algengustu
gerðir kristallaðrar kísilsýru og
því nauðsynlegt að fylgst sé með
styrk þeirra í andrúmslofti á
vinnustöðum. Starfsmenn sem
vinna í lofti, menguðu sýrunni í
langan tima eiga á hættu að fá
lungnasjúkdóminn kísillungu
(silicosis), sem er einn af flokki
sjúkdóma er almennt kallast ryk-
lungu (pneumoconiosis). Þess
vegna eru hættumörk þessara
efna mjög lág. Áhrif kolmónoxfðs
eru vel þekkt og eru sjúklingar
með hjartaveilu, æðakölkun, önd-
unarerfiðleika og blóðskort sér-
lega viðkvæmir fyrir lofttegund-
inni, sem einnig er mjög eldfim.
Koldioxíð hefur svæfandi áhrif og
veldur jafnvel köfnun sé það til
staðar í miklum mæli. Brenni-
steinsdíoxíð myndast m.a. við
bruna á lífrænum efnum og mikil
mengun i skamman tima getur
valdið því að lungnapipurnar
dragist saman og kemur það fram
sem andþrengsli. Fjölhringlaga
arómatísk kolvetni er flokkur
efnasambanda svipuð þeim sem
verða til m.a. í vindlingareyk en
sum þeirra eru talin geta valdið
krabbameini í lungum.
MARKGILDI
Markgildi eða hættumörk fyrir
einstök efni i starfsumhverfinu
segja til um hve mikil mengun til-
tekins efnis má mest vera, að með-
altali, yfir 8 stunda vinnudag. Ef
mengunin er undir markgildi á að
vera tryggt að flestir geti unnið
við slikar aðstæður án þess að þeir
bíði tjón af í bráð og lengd. Það
kemur hins vegar ekki f veg fyrir
að ákveðnir einstaklingar, sem
næmari eru en almennt gerist,
finni fyrir óþægindum eða geti
borið skaöa af. Markgildin eru
byggð á þeirri þekkingu og reynslu
sem til eru hverju sinni, um
heilsufarsáhrif einstakra efna-
sambanda og þeim breytt eftir því
sem þekking manna eykst. Þess
vegna er markgildi ekki fasti og
óumbreytanlegur staðall og al-
mennt gildir sú regla að mengun á
vinnustöðum eigi að vera svo lftil
sem kostur er og ekki yfir markg-
ildi. Ef um mörg efnasambönd er
að ræða á sama vinnustað sem
verka á eitt líffæri eða líffæra-
kerfí, er almennt notuð sú regla að
leggja saman mengunarhlutfall
efnanna eftir jöfnunni: (Styrkur
efnis 1 + markgildi efnis 1) +
(Styrkur efnis 2 + Markgildi efnis
2) + ... + (Styrkur efnis n + Mark-
gildi efnis n) = z. Til þess að niður-
staðan teljist vera undir mark-
gildi þarf skilyrðinu z « 1 að vera
fullnægt. Þetta gildir svo framar-
lega sem áhrif eins efnis marg-
faldar ekki áhrif annars og saman
valdi þau meiri skaða, eða minni.
NIÐURSTÖÐUR
MÆLINGA
Niðurstöður mælinga sýna að
almennt er rykmengun undir
markgildi en við einstök störf g:e-
tur hún farið yfir og í sumum til-
fellum langt yfir hættumörk. Tek-
ið var 151 sýni á starfsmönnum af
örfínu ryki sem borist getur djúpt
niður í lungu og 45 sýni af heil-
darryki. 13 eða 8,7% af sýnum ör-
fíns ryks reyndust yfir hættu-
mörkum. Einnig reyndust 13 eða
28,9% af sýnum heildarryks vera
yfir hættumörkum. Þessi sýni
voru tekin annars vegar við út-
skipun á kísiljárni en þar reynd-
ust 9 af 35 sýnum vera yfir mark-
gildi og hins vegar hjá starfs-
mönnum framleiðsludeildar í
reykhreinsivirki en þar voru 4 af
10 sýnum yfir markgildi. Athygli
vekur að flest störfin þar sem
rykmengun er mikil eru unnin á
annan hátt er gert var ráð fyrir í
upphafi. Brýn nauðsyn er að bæta
aðstæður við þessa vinnu. Við flest
störf greindist kvars í ryksýnum
og voru 16,1% yfir hættumörkum
en eins og fyrr greindi getur efnið
valdið ryk- eða steinlungum.
Kvarsmengun var meiri en búist
var við og verður að leggja sér-
staka áherslu á að draga úr meng-
un við þau störf þar sem hún er
um eða yfir hættumörkum. Ryk-
mengun er of mikil við ýmis störf
sem einkum tilheyra flutninga-
deild verksmiðjunnar. Við við-
haldsstörf og í ofnhúsi er mengun
yfirleitt fremur lítil og aðstæður
góðar miðað við það sem til
skamms tíma hefur þekkst við
hliðstæða framleiðslu.
Ef bornar eru saman niður-
stöður þessara mælinga og þeirra
sem gerðar voru 1979 og getið er í
upphafi, þá bendir sterklega til
þess að rykmengun í ofnhúsi hafi
minnkað verulega og þá sérstak-
lega hjá dagvinnumönnum sem
sinna hinum ýmsu þjónustustörf-
um. Þá virðist rykmengun i kvarn-
arhúsi og daggeymum hafa aukist
töluvert og er það í samræmi við
að magn hráefna og járnblendis
hefur aukist mjög milli þessara
mælinga. Ef ekki hafa verið gerð-
ar neinar sérstakar ráðstafanir
þýðir það væntanlega aukna
mengun. Rykmengun hjá öðrum
starfshópum virðist vera svipuð
haustið 1983 og 1979.
Að mörgu leyti eru aðstæður í
járnblendiverksmiðjunni góðar
enda var strax við hönnun verk-
smiðjunnar gert ráð fyrir ýmsum
ráðstöfunum til að draga úr meng-
un á vinnustaðnum. Oflugt loft-
ræsti- og ryksugukerfi á líklega
ríkan þátt í að halda rýkmengun í
skefjum víðast hvar. Viðhald og
hreinsun skipta sköpum til að
unnt sé að halda aðstæðum í því
horfi sem búnaður verksmiðjunn-
MÖGULEIKAR eru á að flytja inn
til landsins tölvuskerma sem hægt
er meó tengingu við myndsegulbönd
að nota sem sjónvörp. Tölvuskerm-
arnir eni ligt tollaðir og ekki lagður
á þá söluskattur þannig að þeir eru
um helmingi ódýrari en samsvarandi
sjónvörp auk þess sem þeir eru seld-
ir sem tölvubúnaður og því ekki til-
kynntir til Ríkisútvarpsins. Hugsan-
legt er því að fólk geti notið útsend-
inga Ríkisútvarpsins með þessu móti
án þess að greiða afnotagjald.
Halldór Zophaníasson hjá
Hljómbæ staðfesti þetta í samtali
við Morgunblaðið. Sagði hann að
Hljómbær gæti útvegað tölvuskjái
með þessum möguleikum og væru
þeir fluttir inn sem tölvubúnaður.
Fólk sem ætti myndsegulbands-
tæki gæti stungið því í samband
ar býður upp á en í báðum fyrr-
nefndum þáttum virtist ástandið
yfirleitt vera gott og aðstæður á
vélaverkstæði með því þrifa-
legasta sem þekkist. Við úttekt
við tölvuskjáinn og tengt sjón-
varpsloftnet við myndsegul-
bandstækið og búið þannig til
sjónvarp auk þess sem það hefði
þá möguleika sem nútímatölvu-
skjár byði uppá. Sagði hann að 14
tommu skjár af þessari gerð
myndi kosta nálægt 10 þúsund
krónum á sama tíma og samsvar-
andi sjónvarp kostaði 20 til 25
þúsund krónur.
Talið er að myndsegulbands-
tæki séu á um 30% islenskra
heimila og ættu þeir möguleikar
sem hér eru gerðir að umtalsefni
því að geta komið mörgum heimil-
um til góða. Að sleppa við afnota-
gjaldið byggist þó á því að ekkert
sjónvarpstæki sé á heimilinu því
aðeins er borgað afnotagjald af
einu tæki á hverju heimili. Ekki
Vinnueftirlitsins komu fram ein-
stök störf og einstakir staðir þar
sem mengun er of mikil og nauð-
syn ber að vinna að úrbótum á
þeim segir að lokum í skýrlsunni.
náðist í innheimtustjóra Rikisút-
varpsins til að leita álits hans á
þessu en Hörður Vilhjálmsson
fjármálastjóri stofnunarinnar
sagði að hann liti svo á að tæki
sem hægt væri að tengja saman til
að ná útsendingum Rikisútvarps-
ins væri orðið sjónvarpstæki og
þvi afnotagjaldsskylt, hvernig svo
sem hægt væri að koma við eftir-
liti með slíku. Hann vísaði að öðru
leyti á innheimtustjórann.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er mikið um það að
ungt fólk skrái sjónvarpstæki sem
það kaupir á nöfn annarra sem
eiga sjónvarpstæki fyrir, svo sem
pabba eða mömmu, en undirriti
sjálft skuldabréfið og aðra papp-
íra. Talið er að fólk geri þetta til
að losna við að greiða afnotagjald
tækjanna, því eins og áður segir
borgar fólk aðeins afnotagjald af
einu tæki.
Verða tölvuskermar
notaðir sem sjónvörp?
— og ekkert afnotagjald greitt