Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 27 Kaupmannahö fn í fjárhagsvanda frétUritara Mbl. SVEITARFÉLAGIÐ Kaupmanna- höfn á nú í miklum fjárhagserfiö- lcikum. Sl. þriðjudag lagði Egon Weidekamp, borgarstjóri, fram frumvarp að fjárlögum og er það merkilegast fyrir það, að í fyrsta sinn er ekki gert ráð fyrir, að tekjur og gjöld standist á. og þar afleiðandi þyngri baggi í Kaupmannahöfn en annars staðar en til að fá það, sem á vantar, með útsvarinu yrði að hækka það um allt að 30%. Það er hins vegar stefna ríkisstjórnarinnar, að sveitarfélögin dragi úr þjónustu- starfseminni og skattarnir mega ekki hækka. Hallinn á ríkissjóði er um 50 milljarðar dkr. og er hann fjármagnaður með lánum bæði innanlands og utan. Sveitarfélögin mega hins vegar ekki taka lán til að jafna hallann. Kaupmannahöfn er sem sagt í miklum vandræðum og hefur neyðst til þess að hækka gjöld á barnaheimilum og fækka starfs- fólki jafnframt. Þegar þing kemur saman aftur eftir sumarfrí mun þetta mál verða tekið þar upp og reynt að finna leiðir til úrbóta. Halli á fjárlögunum í fyrsta sinn í sögunni Kaupmannahöfn, 8. ágúsl. Frá Ib Björnbak, Samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu verða gjöldin á næsta fjár- hagsári 27,774 milljarðar danskra króna en tekjurnar aðeins 27,404 milljarðar. Það vantar sem sagt 370 milljónir dkr. upp á að endar nái saman. Að undanförnu hefur borgarstjórinn nauðað í ríkis- stjórninni og beðið hana um meira fé og þegar innanríkisráðherrann sagði þvert nei reyndi hann að sannfæra Poul Schluter, forsæt- isráðherra, um að vandamál borg- arinnar stöfuðu af því, að hún hefði sérstökum skyldum að gegna sem höfuðborg. Hann hefur einnig bent á það, að ríkisstjórnin hefur dregið úr föstum framlögum til sveitarfélaganna og bitnar það ekki síst á Kaupmannahöfn, sem hefur meira af öldruðu fólki innan sinna endimarka en önnur sveit- arfélög. Þjónusta við borgarana er meiri ■ ■■ ERLENT Elísabct Bretadrottning Elísabet II til Kína? Hong Kong, 8. ágúst. AP. ELÍSABETU II Bretadrottningu hefur verið boðið I opinbera heimsókn til Kína, að því er blaðið Far Eastern Economic Review skýrði frá í nýjasta hefti sínu, sem kemur út í dag. Blaðið sagði að boðinu hefði verið komið áleiðis fyrir milligöngu Sir Geoffrey Howe, utanríkis- ráðherra, þegar hann var í Kína á dögunum. í frétt blaðsins sagði einnig, að Bretar og Kínverjar séu sannfærðir um að hagstæð og viðunandi lausn fáist á Hong Kong-málinu, og að samning- um þar að lútandi verði lokið í ár. Átök hafa sett svip sinn á verkfall kolanámumanna í Bretlandi, sem nú hefur staðið í rúmar 22 vikur. Skemmdarverk samfara verk- falli námumanna Lundúnum, 8. áfúst AP. ENN VAR slegist fyrir utan kola- námur sem lokaðar vegna verkfalla víða á Bretlandseyjum. Er það dag- legur viðburður í hinu langa og tor- leysta verkfalli. Lögreglan leitar nú öfgasinnaðra verkfallsmanna sem frömdu mikil skemmdarverk á tveimur námum í Nottinghamskíri og Doncaster. Alls voru 70 verkfallsmenn handteknir í ryskingum í gær, 40 þeirra í Hawsworth í Notting- hamskíri eftir að verkfallsmenn höfðu hafið grjótkast á rútur sem fluttu námumenn sem ekki eru í verkfalli til vinnu sinnar. Réðist lögreglan á verkfallsverðina og upphófust þá mikil áflog sem end- uðu með 40 handtökum. All marg- ir hlutu skrámur og höfuðleður sumra þeirra þurfti að sauma saman. 25 til viðbótar voru hand- teknir eftir slagsmál við lögreglu nærri Liverpool, hinir hér og þar. Mikið hefur verið um rúðubrot og skemmdarverk, sum virðast fram- in af skipulögðum hópum. Ekki hefur þokast í samkomulagsátt. Sovétmenn sjá ÓL í finnska sjónvarpinu ÞÚSUNDIR Sovétmanna eyða sumarleyfinu í höfuðborg Eistlands, Tallin, í því skyni að sjá Ólympíu- leikana í finnska sjónvarpinu, hefur Donald Fields, fréttamaður Politik- en f Helsinki, eftir áreiðanlegum heimildum. Á norðurströnd Eistlands næst skýr mynd frá báðum finnsku sjónvarpsrásunum sem flytja samtals u.þ.b. 160 tíma af ólympíuefni, aðallega að nætur- lagi. 1 gagnrýni Moskvu-leiðtoganna á finnskt sjónvarp, sem lesa mátti í Prövdu um helgina, beindist reiðilesturinn þó aðallega að út- varpssendingum á eistnesku, bæði frá Bandartkjamönnum og „aft- urhaldssömum" útflytjendahóp- um. Mínar innilegustu þakkirfæri ég öllum þeim er glöddu mig meö heillaóskum, heimsóknum og gjöfum á 80 ára afmæli mínu þann 26. júlí síðastliöinn. Guö blessi ykkur öll Sveinn Erlendsson, Garðshorni. FLEX-O-LET Tréklossar Vinsælu tréklossarnir meö beygjanlegu sól- unum komnir aftur. Margar nýjar geröir. GEÍSIB Veriö velkomin. opavogsbúár athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, lástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opið frá kl. 9—18 á virkum dögum. Lokaö á laugardögum í sumar. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. VISA kynnir vöru Qg pjónustustaöi FATAVERSLANIR — KARLA: Blazer, Klapparstíg 26 Bonaparte, Austurstræti 22 Geysir, Vesturgötu 1 Herradeild P Ó, Austurstræti 4 Herragaröurinn, Aðalstræti 9 Herrahúsiö, Aöalstræti 4 Bankastræti 7A Herraríki, Glæsibæ, Álfheimum 74 Snorrabraut 56 Kaupfélag Suöurnesja, vinnufatabúö, Hafnargötu 61, Keflavík Klæöaverslun Sigurðar Guömundss., Hafnarstræti 96, Akureyri Ragnar, herrafataverslun, Barónsstíg 27 Sportver, Skúlagötu 26 Últíma, Kjörgarði, Laugavegi 59 Vinnan, Síöumúia 29 Versliö meó V/SA 91-14519 91-19470 91-22210 91-34411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.