Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 + Jaröarför ÁSU STEINUNNAR SVERRISDÓTTUR, Mjóuhlíö 12, fer fram í dag, fimmtudaginn 9. ágúst, frá Dómkirkjunni og hefst kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Ómar Skúlason, Þóröur Sverrisson, Ásgsir Svsrrisson, Patra G. Ásgeirsdóttir, Sverrir Þóröarson. + KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR Irá Öndveröarnesi til heimilis aö Hólsvegi 11, Reykjavík, andaöist þriöjudaginn 7. þ.m. Börnin. + Eiginmaöur minn, EINAR SIGURÐSSON, fyrrum skipstjóri, Álfheimum 23, Reykjavík, lést aöfaranótt þriöjudagsins 7. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Pétursdóttir. + Maöurinn minn, GARDAR HÓLM PÁLSSON, Sogavegi 218, lést 31. júlí sl. í Landakotsspítalanum. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Guöríöur Pálmadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Móöir mín, SVAVA THORARENSEN, andaöist i Landspítalanum 3. ágúst. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskapellu, föstudaginn 10. ágúst kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd vandamanna, Páimi Thorarensen. + Móöir okkar, ELÍSABET STEFÁNSDÓTTIR KEMP, sem andaöist í Vífilsstaöaspitala 1. ágúst sl. veröur jarösett frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn 11. ágúst nk. kl. 11 f.h. Böm hinnar látnu. + Systir mín, ÞURÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 10. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, Arndís Þorvaldsdóttir. t Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐLAUGARJÓNSDÓTTUR fré Duötakaholti, sem lést á Elliheimilinu Grund 5. ágúst, fer fram frá Fossvogskap- ellu föstudaglnn 10. ágúst kl. 15.00. Jónína Báröardóttir, Steinunn J. Báröardóttir, Níels Marteinsson, Margrét Báröardóttir, Bergur Bárðarson, Einar Báröarson, Rannveig Eiriksdóttir, Sumarliöi Báröarson, Svana Jóhannsdóttir, Ingólfur Báröarson, Lúlla Ólafsdóttir og barnabörn. Matthías Sigfússon listmálari — Minning Fæddur 2. maí 1904 Dáinn 2. ágúst 1984 í dag 9. ágúst verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni minn ást- kæri tengdafaðir, Matthías Sig- fússon listmálari, en hann lést í Borgarspítalanum 2. ágúst sl. Matthías fæddist 1 Egilsstað- arkoti í Villingaholtshreppi 2. maí 1904. Foreldrar hans voru Gróa Gestsdóttir frá Húsatóftum á Skeiðum og Sigfús Vigfússon bóndi ættaður úr Skaftafellssýslu. Þau hjón eignuðust 11 bðrn, en eitt dó í frumbernsku, og var Matthías næstelstur. Baðstofan i Egilsstaðarkoti var lítil, aðeins 4 rúm. Mun mörgum nú á tímum finnast furðulegt hvað fólk varð að láta sér nægja hér áður fyrr, í þeirri fátækt og umkomuleysi sem lá i landinu. Matthías var 6 ára gamall er hann fór í fóstur til föðurömmu sinnar, Sesselju Sigmundsdóttir, og manns hennar, Einars Matthí- assonar, er bjuggu að Nýlendu i Garði. Líkaði honum dvölin vel. En enginn vafi er að hann hefur saknað foreldra sinna og systkina. 12 ára fór hann aftur heim í Egilsstaðarkot og var þar til 16 ára aldurs. Eftir það fór hann að vinna fyrir sér bæði til sjós og lands. Matthías var listamaður af guðs náð, hann fékk listagáfuna i vöggugjöf og naut hennar til hinstu stundar. Veturna 1934 og ’35 stundaði hann nám hjá Tryggva Magnús- syni og Jóhanni Briem en að öðru leyti var hann sjálfmenntaður. Eftir það helgaði hann sig listinni. Mörg verka hans gleðja lands- menn og þó viðar væri leitað. Hann hélt margar málverkasýn- ingar, bæði hér í Reykjavik og úti á landi. Hann tók þátt i samsýn- ingum erlendis og fékk viðurkenn- ingu fyrir litameðferð. Ég man hér fyrr á árum er menn sátu fyrir hjá honum. Hann var snillingur í andlitsmyndum. Enginn íslendingur hefur gert eins mikið af eftirmyndum af frægum listaverkum og hann gerði. Altaristöflur hefur hann málað sem m.a. prýða Laugar- neskirkju, Raufarhafnarkirkju og kirkjuna í Holti undir Eyjafjöll- um. Og ekki voru þeir ófáir, sem dáðust að myndum Matthíasar í Tryggvaskála við Ölfusárbrú yfir kaffibolla. Matthías giftist 1936 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sigurborgu Sveinsdóttur frá Borgarfirði eystra, og reyndist hann henni tryggur förunautur. Þeim var 2 sona auðið, þeir eru Sveinn f. 1936, verslunarstjóri hjá búvörudeild SÍS og er giftur undirritaðri og eiga þau fjögur börn, og Rúnar f. 1939, strætisvagnastjóri og á hann tvö börn með fyrrverandi eigin- konu sinni Maríu Einarsdóttur. Það er þung raun fyrir tengda- móður mína að sjá á bak elskuðum eiginmanni sínum. Guð styrki hana. Að lokum vil ég þakka mínum kæra fyrir þau 27 ár er ég fékk að njóta vináttu hans. Barnabörnin munu sakna afa á Hjalló, sem allt- af var boðinn og búinn til að að- stoða þau ef þurfti. Far þú í friði. Minningin mun geymast í hjörtum barnanna. Marín Sólveig Sigmunds- dóttir — Fædd 16. október 1888 Dáin 1. ágúst 1984 Þegar ég nú kveð hinztu kveðju kæra vinkonu mína, Sólveigu, hrannast upp ótal ljúfar minn- ingar liðinna ára. Kynni okkar hófust er þau hjónin Sólveig og Þórður Jóhannesson frá Viðey, fluttu frá Viðey í bæinn 1939 og mennirnir okkar urðu sam- starfsmenn. Þau kynni urðu að traustri vináttu, er aldrei bar skugga á. Þórður og Sólveig eign- uðust fimm börn. Sigrúnu, Sig- Minning mund, Kristjönu, Sigríði og Sig- urð, allt var þetta myndar- og dugnaðarfólk. Sólveig bjó fjöl- skyldu sinni yndislegt heimili og bar hún hag fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti. Hún gladdist yfir velgengi barna sinna og bar með þeim byrðar ef þörf krafðist, enda launuðu þau það er hún þurfti á að halda. Margar ánægjustundir áttum við saman, hvort sem var á heimil- um okkar kvöldrabb yfir kaffi- bolla eða í gleðskap meðal kunn- ingja við öll möguleg tækifæri. + Moöir okkar og tengdamóöir, SÓLVEIG SIGMUNDSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 9. ágúst kl. 15.00. Siguröur Þóröarson, Sigrföur Þóröardóttir Smith, Magnús Smith, Kristjana Þóröardóttir, Ásgeröur Kristjánsdóttir. Eiginkona mín og móöir okkar, SÓLVEIG KOLBEINSDÓTTIR, Bollagöröum 9, Seltjarnarnesi, sem lést 5. ágúst verður jarösungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 10. ágúst kl. 10.30. Blóm og kransar afbeðið, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagiö. Hafþór Guömundsson, Anna B. Hafþórsdóttir, Kristfn R. Hafþórsdóttir, Siguröur Hafþórsson. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÞORVARÐUR ARINBJARNARSON, tollvörður, Hlföarvegi 32, Njarövfk, veröur jarösunginn frá Ytri-Njarövíkurkirkju, föstudaginn 10. ágúst kl. 14.00. Rannveig Filippusdóttir, Rannveig Þorvaröardóttir, Þórarinn Arnórsson, Gunnar Þorvaröarson, Hrafnhildur Hilmarsdóttir, barnabörn. Þar naut Sólveig sín sannarlega, því að hún var félagslynd, hafði yndi af söng og að gleðjast með glöðum. En lífið er ekki bara tími gleð- innar, sorgin knýr einnig dyra, það fékk vinkona mín svo sannar- lega að reyna eins og flestir er komast á hennar aldur, en hún tók mótlæti með stillingu. Fyrir um 16 árum missti Sólveig mann sinn, og fannst mér þá sem tómarúm myndaðist í huga hennar, en æðruleysi sýndi hún alla tíð, en svo kom tími er skammt varð stórra högga á milli. Fimm árum eftir að hún missir mann sinn lést sonur hennar Sigmundur og svo nokkru síðar missir hún tengda- dóttur er var henni einkar kær, siðan lést elsta dóttirin og síðast fyrir nokkrum árum deyr tengda- sonur hennar. öll þessi áföll mörkuðu djúp spor á heilsu henn- ar, en þó stóð hún þetta allt af sér og gladdist enn með glöðum, ef svo bar undir. En brátt voru kraftarnir þrotn- ir og síðustu árin voru henni lítt til gleði, hún æðraðist ekki en lífslöngun virtist horfin. Sólveig átti marga kunningja, er litu til hennar og styttu henni stundir, en þó get ég ekki annað en minnst sérstaklega elskulegra hjóna, Guðfinnu og Óskars, er fylgdust alltaf með henni og reyndust henni sannir vinir allt til hins síð- asta. Og nú kveð ég elsku Sólveigu mína eins og ég hef svo oft gert áður og þakka allar samveru- stundirnar. Börnum og venslafólki votta ég mina dýpstu samúð og bið þeim blessunar Guðs. H.E.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.