Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 43 Sigurður Lárus Eiríksson fisk- verkandi - Minning Látinn er í Hafnarfirði Sigurð- ur Lárus Eiríksson, útvegs- og fiskkaupandi, rösklega 58 ára gamall. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Flókagötu 1, föstu- daginn 27. júlí síðastliðinn. Utför hans fór fram frá kapell- unni í kirkjugarðinum í Hafnar- firði fimmtudaginn 2. ágúst síð- astliðinn. Sigurður Lárus fæddist að Krosseyrarvegi 2 í Hafnarfirði þann 1. marz 1926, sonur heið- urshjónanna Ingibjargar Jónas- dóttur frá Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd og Eiríks Björnssonar frá Norðurkoti í sömu sveit, og síðar sjómaður í mörg ár og iðnverkamaður í Raf- tækjaverksmiðjunni hf., Rafha, í Hafnarfirði. Þau eru látin bæði fyrir alllöngu. Sigurður Lárus var einkabarn þeirra. Móðir Sigurðar hafði áður verið gift Sigurði Lárusi Jónssyni, sjó- manni á Vatnsleysuströnd, en misst hann í sjóslysi í Faxaflóa. Átti hún þrjú börn í fyrra hjóna- bandi, eina dóttur og tvo syni. Eft- ir að hún varð ekkja fluttist hún með börnin þrjú til Hafnarfjarð- ar. Tvö þeirra eru á lífi, Vilborg, búsett í Reykjavík, gift Einari Árnasyni, pípulagningameistara, og Jón, iðnverkamaður, kvæntur Fanneyju Eyjólfsdóttur frá Brúsastöðum í Hafnarfirði. Elstur þeirra systkina var ólafur, fisk- matsmaður, kvæntur Evu Jó- hannsdóttur og voru þau búsett í Hafnarfirði. ólafur er látinn fyrir nokkrum árum. Sigurður Lárus lauk skyldu- námi í barnaskólanum í Hafnar- firði á fermingaraldri og síðar út- skrifaðist hann úr gagnfræðaskól- anum í Fiensborg í Hafnarfirði. Eftir það hóf hann nám í Sam- vinnuskólanum í Reykjavík og tók þaðan lokapróf vorið 1946. Sigurður Lárus minntist oft námsdvalar sinnar í Samvinnu- skólanum af hlýjum huga og átti þaðan margar ljúfar endurminn- ingar að ylja sér við á góðum stundum og þar eignaðist hann trausta vini, sem hann mat mikiis og átti trygga samleið með um áraraðir. Á uppvaxtarárum frá barna- skólaaldri vann Sigurður Lárus á sumrum við fiskverkun hjá móð- urbróður sínum, Guðmundi Jón- assyni verkstjóra á Langeyrar- melum og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Að loknu námi í Samvinnuskól- anum hóf Sigurður Lárus skrif- stofustörf, fyrst hjá vélsmiðjunni Kletti í Hafnarfirði, síðan Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar og loks Hrafna-Flóka sem gerði út togar- ann Óla Garða í Hafnarfirði. Hugur Sigurðar Lárusar leitaði þó áður en langt um leið úr skrif- borðsstólnum til umsvifa og átaka í atvinnulífinu. Athafnaþrá brann í brjósti hans og ungur að árum réðst hann í kaup á togara frá Þýzkalandi ásamt Axel Kristjánssyni þáver- andi forstjóra Raftækjaverksmiðjunnar í Hafn- arfirði. Þeir félagar gáfu togaranum nafnið Keilir, eftir fjalli á Reykja- nesfjaligarði, sem á rætur við Vatnsleysuströnd, heimabyggð forvera Sigurðar Lárusar. Þegar þeirri útgerð lauk hóf Sigurður Lárus atvinnurekstur á eigin vegum, bæði saltfisk- og skreiðarverkun, og hefir sá rekst- ur ávallt gengið með ágætum og skilað góðum árangri. Er orð á haft, að fáir útvegs- eða fiskverkunarmenn hafi staðið traustari fótum í viðskiptum við bankakerfið en einmitt Sigurður Lárus. Hann var oft kvaddur til aðstoð- ar við birgðatalningu hjá Út- vegsbanka Islands í Reykjavík, í Keflavík og víðar út um land. Var þekking hans og trúnaður í þeim störfum mikils metinn og alkunn- ur var hann að samviskusemi og vandvirkni. Sigurður Lárus var alla tíð vandaður maður, góður drengur til orðs og æðis. Sannorður og traustur í viðskiptum. Hamhleypa Ingibjörg Bjarna- dóttir — Fædd 4. febrúar 1904 Dáin 1. ágúst 1984 í dag kveðjum við Immu frænku með því að fylgja henni til grafar. Hún var elst fjögurra dætra þeirra hjóna Sigurborgar S. Ein- arsdóttur og Bjarna Danivals Kristmundssonar frá Gafli í Víði- dal, V-Húnavatnssýslu. Systur hennar eru Halldóra, Sólveig og Helga, sem lengst af hafa búið í Reykjavík. Tvær hálfsystur átti hún, sem báðar voru eldri en hún og eru nú báðar látnar, þær Magn- úsínu og Jóhönnu Magnúsdætur. Ingibjörg fór snemma að heiman til þess að vinna, en var hjá for- eldrum sínum síðustu búskaparár þeirra og var þeirra stoð þegar þau voru orðin roskin við búskap- inn. Þá bjuggu þau í Torfustaða- húsum, Línakradal, V-Húna- vatnssýslu. Var ég hjá þeim í nokkur ár eða til ársins 1933, en þá fluttu þau til Reykjavíkur og á þessu tímabili kenndi Imma mér að lesa í hjáverkum. Árið 1946 veiktist móðir hennar og fannst mér hún sýna mikla fórnarlund, þegar hún hætti að vinna til þess að vera hjá henni allan tímann sem hún lá, þar til hún dó í janúar 1947. Sama gerði hún þegar faðir hennar veiktist, þá hætti hún að vinna til þess að geta stundað hann í hans veikindum, þar til að Minmng hann lést árið 1951. — Nokkru sfð- ar flutti Imma til okkar og var þar í mörg ár og þó hún stundaði fulla vinnu var hún alltaf til taks ef á þurfti að halda og börnunum var hún ávallt svo góð og eiga þau ljúfar minningar frá veru henar hjá okkur. Þegar ég las þessar hendingar úr ljóði Davíðs Stefánssonar, þar sem hann segir: Hún fer að engu til allrar vinnu, verkhagur og út- sjónarsamur. Sigurður Lárus kvæntist Vil- borgu Þórarinsdóttur, ættaðri frá Álftafirði í Suður-Múlasýslu, 23. júlí 1948. Hún fæddist 29. desem- ber 1920. Þau reistu sér snoturt einbýl- ishús í hraunjaðri Hafnarfjarðar, vestan nyrðri hafnargarðsins þar í bæ og áttu þar undurfagurt og friðsamt heimili. Sambúð þeirra hjóna var einlæg og hlý og nutu ættmenn og vinir ótaldra unaðsstunda á heimili Vilborgar og Sigurðar Lárusar. Þar var gestrisni í öndvegi, veit- ingar ávallt á veizluborðum. Mik- ill myndarskapur, glaðværð og fegurð í fyrirrúmi. Þung sorgarhögg kvöddu dyra á þessu dásamlega heimili, þegar Vilborg andaðist 4. júní 1979, tæplega fimmtug að aldri. Lungnakrabbi varð henni að ald- urtila. Þau Vilborg og Sigurður Lárus eignuðust eina dóttur, Ingibjörgu, sem fæddist 26. febrúar 1949. Hún er gift Árna Hjörleifssyni, raf- virkja í ísal, og búa þau í Hafnar- firði. Þau eiga þrjá syni, Sigurð Hlyn 17 ára, Borgar 13 ára og Árna Inga á öðru ári. Allir voru þeir drengirnir mikið dáðir af af- anum. Ég var nágranni Sigurðar Lár- usar í Hafnarfirði í 26 ár og eftir að ég fluttist til Reykjavíkur 1952 hefir vinátta okkar verið órofin og hjá honum hefi ég ávallt fundið ómælda mannkosti og sannan drengskap. Á síðastliðnu hausti vorum við Sigurður Lárus samtímis farþegar á leiguskipinu Eddu á vegum Far- skips, síðustu ferð skipsins frá ís- landi. Við höfðum til umráða sam- an tveggja manna farrýmisklefa, á leiðinni til Danmerkur og í Kaupmannahöfn gistum við i sama hóteli í miðborginni. Ærinn tími gafst því til þess að rifja upp æskuminningar og lífs- hlaup liðinna ára. Ferðin verður mér minnisstæð til æviloka. Betri ferðafélaga en Sigurð Lárus hefði ég vart getað valið mér. Hann - sannaði mér að maður er manns gaman. Hann var léttur í lund, brosmildur og gamanyrði voru honum töm á tungu. Hann vann hug og hjörtu samferðafólksins með aðlaðandi framkomu, fallegu yfirbragði og glaðlegri ásjónu. Að leiðarlokum kveð ég vin minn, Sigurð Lárus, og votta einkadóttur, Ingibjörgu, eigin- manni hennar, sonum þeirra, ætt- ingjum og vinum hins látna inni- lega hluttekningu og samúð. Adolf Björnsson Minning: Ágúst Ingi Diego Fæddur 28. ágúst 1958 Dáinn 9. júlí 1984 Það var mjög erfitt fyrir mig að hafa mig í það að skrifa þessar fáu línur um Gústa. Ég var lengi að átta mig á því að hann væri ekki lengur á meðal okkar. Hvernig á manni að detta í hug að ungur maður fullur atorku og áhuga fyrir lífinu fari — rétt þegar lífið er að byrja, tæplega 26 ára gam- all? Ekki hefði mér dottið í hug þegar við vorum að kveðja föður minn fyrir tæpu ári að Gústi yrði næsta fórnarlamb erfiðs sjúk- dóms. Enn einu sinni hefur krabbameinið lagt góðan dreng að velli. Gústi fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1958, sonur Selmu Ágústs- dóttur og Una Guðmundar Hjálm- arssonar, fjórði í röðinni af sjö systkinum. Með okkur Gústa tókst góður óð, — er öllum mönnum góð — og vinnur verkin hljóð — þá minnti það mig á Immu móðursystur mína. Hún var alltaf svo viðmóts- þýð og frá henni stafaði svo mik- illi hlýju og alltaf var hún svo hjálpsöm. Það voru margir sem leituðu til hennar ef erfiðleikar steðjuðu að, þá var hún ávallt reiðubúin að hjálpa. Og alltaf var hún samviskusöm og vandvirk við allt sem henni var falið. — Við fráfall hennar finnst okkur, sem henni standa næst, hafa myndast eitthvert tóm, en það er söknuður. Minning hennar lifi. Sigurður Ólafsson Okkur Iangar að minnast Immu ömmusystur okkar hér með ör- fáum orðum. Þótt Imma hafi orðið áttræð í febrúar áttum við ekki von á að lát hennar bæri svo skjótt að sem raun bar vitni. Eftir aðeins eins og hálfs mánaðar sjúkdómslegu var hún öll. Hún hafði ekki hátt um það þegar hún tók að kenna sér meins i vor. Það var hennar eðli að fara hljótt með sína líðan en bera mikla umhyggju fyrir líðan ann- arra. Hún bauð ávallt aðstoð sína til að hjúkra sjúkum og sorg- mæddum og ekki fóru menn bón- leiðir til búðar, ef þeir leituðu til hennar með raunir sínar. Það yrði langur listi að telja upp þær fjöl- skyldur og einstaklinga sem hún aðstoðaði um ævina. Imma var fórnfús, ósérhlífin og sérstaklega hjartahlý. Þeirri hjartahlýju fórum við ekki var- kunningsskapur er við vorum 14—15 ára. Gústi var lítill vexti, en kvikur í hreyfingum og fullur orku sem smitaði út frá sér og fékk okkur hin til þess að hrinda einhverju í framkvæmd. Hann varð oft miðpunkturinn þar sem hann var staddur vegna hinnar einstöku kímnigáfu sem hann hafði. En Gústi gat líka verið al- varlegur og raunsær og leituðum við oft til hans með hin ýmsu vandamál, því úrræðagóður var hann. En oftast sýndi hann manni hinar skoplegu hliðar málsins og alltaf hafði hann svör á reiðum höndum. Gústi var skíðagarpur mikill og á ég margar skemmtilegar minn- ingar um ferðir okkar í Bláfjöllin. Einnig æfði hann fallhlífarstökk um tíma og þótti gaman að. Sumarið 1978 vann ég við barnagæslu hjá elstu systur Gústa, Mörtu, sem þá var búsett í hluta af, foreldrar okkar og við systkinin, meðan hún bjó hjá okkur í Hólmgarði, um 11 ára skeið. Hún var okkur systkinunum sem amma. Við minnumst oft þeirra stunda þegar hún sat með okkur í fanginu, söng fyrir okkur, sagði sögur og lék við okkur leik- inn um fagra fiskinn í sjónum, með rauðu kúluna á maganum. Eftir að Imma flutti frá okkur hélt hún heimili með Helgu systur sinni og Steinunni dóttur hennar, fyrst á óðinsgötu 6, síðan í Dala- landi 1 og nú síðast í Hlíðarbyggð 37, Garðabæ. Imma og systur hennar, Helga, Sólveig og amma okkar Halldóra, voru ákaflega samrýndar. Þær hittust minnst einu sinni í viku hverri og spiluðu á spil, fyrir utan ferðalög og verslunarferðir sem þær fóru oft saman. Er því mikið skarð hoggið í þann hóp þegar Imma er horfin. Við vottum þeim systrum dýpstu samúð. Systkinin, Hólmgarði Þýskalandi. Um sumarið komu Gústi og vinur hans i heimsókn og m.a. tjáði hann mér að hann væri trúlofaður henni Láru, banda- rískri stúlku af íslenskum ættum sem var vinkona okkar beggja. Þar sem Gústi var svo mikill grín- isti trúði ég honum ekki í byrjun. En það kom á daginn þarna, var alvara á ferðum, því við fengum boðskort um að vera viðstödd brúðkaup þeirra Gústa og Láru Cummings þann 18. nóv. 1978. Vorið 1979 lauk Gústi stúd- entsprófi úr verslunardeild Laug- alækjarskóla. Fljótlega eftir stúdentspróf sýndi Gústi hvað í honum bjó með fví að stofna sitt eigið fyrirtæki, sberg sf., sem hann starfaði að til dauðadags. Sumarið 1981 fæddist þeim dóttirin Rakel og vorið 1983 son- urinn Hrafn Ingi. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra er ég segi að við söknum Gústa mikið. Það er skrítið að hugsa til þess að núna geymum við aðeins minningu Gústa i hug- um okkar um fjölhæfan og góðan dreng, sem kvaddi lífið allt of fljótt. Á stundu sem þessari yfir- tekur mann einhver tómleiki, þeg- ar við sjáum hversu lítilmögnuð við erum gagnvart dauðanum. Ég votta Láru, foreldrum og systkinum Gústa mína innilegustu samúð. Gulla t Móöurbróöir minn, SKÆRINGUR ÓLAFSSON fré Skaröshlíö, Vlkurbraut 16, Vfk í Mýrdal, veröur jarösunginn frá Eyvindarhólakirkju, laugardaginn 11. ógúst kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Skæringur Eyjólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.