Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984
Elín Jónsdóttir Richter skrifar frá Vestur-Þýskalandi:
Veggspjald stéttarfélaganna um 35 stunda vinnuviku.
Það fór þó aldrei svo, að ekki
yrðu gerð verkföll í Þýzkalandi
— því landi, þar sem stéttarfé-
lög og atvinnurekendur hafa
hingað til sýnt hver öðrum
meiri tillitssemi en víðast hvar
í öðrum löndum. En sem sagt,
það voru verkföll vikum sam-
an, ennfremur verkbönn, og
það fyrsta og síðasta, sem sagt
var frá i hverjum fréttatíma,
voru fregnir af árangurslaus-
um sáttafundum. Aðaldeilu-
efnið var alveg nýtt af nálinni;
það var ekki svo mjög deilt um
það, hversu mikið launin
skyldu hækka, heldur um
styttingu vinnutímans án
skerðingar launanna. Það voru
einkum stéttarfélög prentara
og málmiðnaðarmanna, sem
kröfðust styttingar vinnutím-
ans niður í 35 stundir á viku i
stað 40 eins og hefur verið.
Ennfremur er krafizt nokkurra
prósenta launahækkunar. Ef
reiknað er í tölum, þýðir þetta,
að stéttarfélögin kröfðust
12,5% launahækkana. Ef tekið
er tillit til þess, að sðmu félög
hafa gert sig ánægð með
3,2—4,8% launahækkanir und-
anfarin ár, og að ástandið á
heimsmarkaðinum batnar
mjög svo hægt, er ekki að
undra þótt vinnuveitendur hafi
harðneitað að taka þá byrði á
sig. Auk þess hefði þessi breyt-
ing vinnutímans fleiri vanda-
mál í för með sér, sem ég kem
að síðar.
Frumorsök kröfunnar um styttri
vinnutíma er hið ríkjandi at-
vinnuleysi, sem er þyngsti
baggi þjóðarinnar nú. Eins og
kunnugt er eru Þjóðverjar
mjög háðir útflutningi fram-
leiðslu sinnar. Er efnahagslíf
flestra vestrænna ríkja fór að
dragast saman eftir olíukrepp-
una 1973, gætti áhrifanna
fljótt í Sambandslýðveldinu
Þýzkaland. Afleiðingarnar
voru minnkandi framleiðsla,
uppsagnir, gjaldþrot. ( lok átt-
unda áratugarins og í byrjun
þess níunda jókst atvinnuleys-
ið svo hratt, að skýrslugerðar-
menn höfðu ekki við að hafa
tölu á atvinnuleysisbótaþegum.
Síðan um mitt síðasta ár hefur
fjöldi þeirra staðið i stað — en
þeir eru nú um 2 milljónir, eða
um 10% — og einstaka sinnum
kemur m.a.s. tilkynning um, að
þeim hafi fækkað lítillega. En
eins og sakir standa nú eru
ekki miklar líkur á, að það tak-
ist að leysa þetta vandamál á
næstu árum.
Baráttan við
atvinnuleysi
Að sjálfsögðu er það æðsta tak-
mark og skylda þeirra, sem
með völdin fara, að vinna bug á
atvinnuleysinu. Ekki eru allir á
eitt sáttir um ráð til lausnar —
í raun og veru ríkir frekar
ráðaleysi heldur en hitt, enda
er sjálfsagt engin allsherjar-
lausn til. Reyndar ber flestum
saman um það, að stytting
vinnutímans myndi vera skref
í rétta átt, og að tala atvinnu-
leysingja myndi minnka til
muna ef hún yrði samþykkt.
Spurningin er bara, hvernig
þessi stytting eigi að fram-
kvæmast. Hér hafa tveir
möguleikar komið til umræðu:
1) Fækkun vikulegra vinnu-
stunda. Þessi hugmynd hef-
ur mest fylgi meðal flestra
stéttarfélaganna, en mætir
heiftugri mótspyrnu at-
vinnurekenda, enda hefur
hún fleiri óþægindi í för
með sér en þau, að koma
illilega við pyngju þeirra.
2) Lækkun eftirlaunaaldurs.
Þessi lausn verður reyndar
einnig aðeins framkvæmd á
kostnað vinnuveitenda, en
þeir virðast vera viðmælan-
legri, þar sem hún kemur
til tals.
Um styttingu vinnuvikunnar er
það að segja, að hún snertir
alla launþega, unga sem aldna.
Krafa þeirra stéttarfélaga,
sem hafa beitt sér fyrir þessari
Iausn, var 35 stunda vinnuvika,
þ.e. 5 tímum styttri en áður.
Samtímis var krafizt smávægi-
legrar launahækkunar. Stóru
fyrirtækin, sem hafa mörg
hundruð manns f vinnu, ættu
auðvelt með að fylla upp í það
skarð, sem myndast við þessa
ráðstöfun. Fyrir þau er það —
auk kostnaðarliðsins — aðeins
einfalt reikningsdæmi, hversu
margt starfsfólk þarf að ráða
tii þess að ná vinnustundunum
upp. Auk þess leitast flestöll
stór og miðlungsfyrirtæki við
að bæta og fullkomna vélakost
sinn, sem einnig bætir upp
styttingu vinnutímans. Það eru
litlu fyrirtækin, sem aðeins
hafa fáa starfsmenn — flesta
sérhæfða í sínu starfi — sem
óttast um afkomu sfna, ef
vinnuvikan styttist. Vanda-
málið er m.a. fólgið í því, að
það er þýðingarlaust að ráða
nýtt fólk í lítil fyrirtæki, þar
sem nú myndi vanta nokkrar
vinnustundir í hvert starf.
Meiri jrfirvinna myndi varla
vinna upp á móti því heldur,
auk þess sem smærri fyrirtæki
eiga oft og tfðum erfitt með að
ráða við svo skyndilega vax-
andi kostnað.
Yfirvinnan
minnkaði ekki
Ég minntist á yfirvinnu hér á
undan og er kannski vert að
fhuga svolftið nánar þann þátt
f atvinnulffinu. Það kann að
koma ankannalega fyrir, en
þrátt fyrir hið uggvænlega at-
vinnuleysi, blómstrar auka-
vinnan enn sem fyrr. Þegar á
það er litið, hversu mikillar yf-
irvinnu mörg fyrirtæki krefj-
ast af (eða bjóða) starfsfólki
sínu skyldi maður ætla, að
blómaskeið þýzka “efnahags-
undursins" stæði enn um sinn
a.m.k. Það er ég alveg handviss
um, að ef samkomulag næðist
um að binda enda á alla yfir-
vinnu — eða að takmarka hana
eins og hægt er — þá fengju
ófáir atvinnuleysingjar aftur
vinnu. En þetta úrræði hefur
aldrei borið á góma f umræð-
um um lausn atvinnuleysis-
vandamálsins, og er mér það
aldeilis óskiljanlegt. Ég er
heldur ekki grunlaus um, að
ástæðan fyrir því, að launþeg-
ar börðust svo ákaft fyrir
styttingu vinnuvikunnar var
ekki endilega sú, að þeir þrái
meiri frftíma og vilji vinna
minna, heldur sáu þeir einfald-
lega hilla undir meiri auka-
vinnu og þar með launauppbót.
Það er ekki hægt að lá fólkinu
þennan hugsunarhátt; þeir eru
ótal margir, sem ekki veitir af
svolítilli aukahýru. En þegar á
heildina er litið, ætti að vera
sjálfsagður hlutur að skipta
því magni af vinnu, sem er
fyrir hendi, sem jafnast niður
á vinnuaflið hverju sinni. I
raun og veru hefur þjóðfélagið
ekki efni á öðru, þegar til
lengdar lætur, en sú megin-
regla fer fyrir ofan garð og
neðan hjá þeim, sem valdið
hafa.
Samningar stéttarfélaganna
renna út á mismunandi tfma.
Samningar stærsta félagsins
— IG Metall (félag málmiðn-
aðarmanna) — runnu víðast
hvar út 28. febrúar, svo að
samningafundir byrjuðu strax
f upphafi ársins. En mánuðum
saman gekk hvorki né rak;
hvorki fulltrúar atvinnurek-
enda né stéttarfélagsins viku
svo mikið sem hársbreidd frá
tillögum /kröfum sfnum. I
byrjun maí var allt komið í
hönk, en þá samþykktu félags-
bundnir málmiðnaðarmenn f
Baden-Wurttemberg og Hess-
en að fara i verkfall til þess að
fylgja fram kröfu sinni um 325
stunda vinnuviku. Stéttarfélög
málmiðnaðarmanna f öðrum
fylkjum landsins biðu átekta á
meðan.
Sættir um síðir
Þetta verkfall hafði þegar mikil
áhrif um allt landið og fjöl-
mörg fyrirtæki neyddust fljótt
til að stöðva framleiðslu sfna
vegna skorts á hlutum til
framleiðslunnar. Vinnuveit-
endur gripu til gagnráðstafana
með því að lýsa verkbanni á
vinnufúst starfsfólk og allt
virtist ætla að komast í óefni.
Sáttafundir voru haldnir svo
til daglega, en ekkert miðaði í
samningsátt. Loks, er verkföll-
in höfðu staðið í tæpar 5 vikur,
féllust báðir aðilar á að kalla
hlutlausan sáttasemjari að
samningsborðinu. Menn komu
sér saman um að Georg Leber,
fyrrverandi ráðherra í stjórn-
artíð sósíaldemókrata, væri
rétti maðurinn, sem báðir aðil-
ar gætu sætt sig við. Samning-
ar lfta nú þannig út f stórum
dráttum: Málmiðnaðarmenn fá
3,3% launahækkun frá 1. júlí
1984 og önnur 2% frá 1. aprfl
1985. Frá og með 1. apríl 1985
verður vinnuvikan stytt í 38,5
tíma. Auk þess var samið um
lækkun eftirlaunaaldurs, en ég
kem nánar að því atriði hér á
eftir. Samningar þessir gilda
til 31. marz 1986, nema sá
hluti, sem snýr að eftirlauna-
aldrinum, sem gildir til 31. des-
ember 1988. Það er því ekki við
meiri háttar vinnudeilum að
búast næstu tvö árin a.m.k.
Erfiðast var að ná samkomulagi
á milli prentara og vinnuveit-
enda þeirra f ár. Verkfall
prentara stóð hátt á þriðja
mánuð án þess að samningar
tækjust. Er loksins tókst að
binda enda á þetta ófremdar-
ástand — einnig með aðstoð
sáttamiðils — voru samningar
með svipuðu sniði og hjá
málmiðnaðarmönnum. Sfðan
hefur hvert félagið á fætur
öðru samið og haft ofangreint
samkomulag að leiðarljósi.
Lækkun eftir-
launaaldurs
Á ýmsum sviðum atvinnulífsins,
eins og t.d. í vefnaðar- og fata-
iðnaðinum, kom stytting
vinnuvikunnar ekki til um-
ræðu. Hér var lækkun eftir-
launaaldurs efst á blaði, og
þrátt fyrir töluverðan ágrein-
ing tókust samningar án veru-
legra átaka. Auk smávægilegr-
ar launahækkunar (3,3%) var
samþykkt, að starfsfólk, sem
náð hefur 58 ára aldri og hefur
unnið ákveðinn tfma hjá sama
fyrirtækinu, getur hætt störf-
um og farið á eftirlaun, ef það
vill. Það fellur í hlut vinnuveit-
enda að bera þann kostnað,
sem þessi brejrting veldur. Þeir
verða sem sagt að greiða því
starfsfólki, sem notar sér
þennan möguleika, eftirlaun,
þar til það hefur náð þeim
aldri, að hinar opinberu elli-
tryggingar taka við, en það er
að loknu 65. aldursári. Ég gæti
trúað, að þessi lausn sé öllu
betri leið til úrbóta en stytting
vinnuvikunnar, því að þrátt
fyrir sffellt fullkomnari vélar
og meiri hagræðingu munu at-
vinnurekendur ekki komast
hjá því að ráða nýtt starfsfólk
í stað þeirra, sem frá hverfa.
Þeir eru eflaust fjöldamargir,
sem taka tækifærinu fegins
hendi og segja skilið við til-
breytingarlaust starf til að
geta ráðið tíma sínum sjálfir
og helgað sig áhugamálum og
tómstundaiðju.
Eitt er víst, að þessir nýju samn-
ingar eru fyrsta skrefið til um-
fangsmikilla breytinga í þjóð-
félaginu. Það er enginn efi á
því, að slikar breytingar eru
nauðsynlegar til þess að
tryggja jafnvægi á milli magns
vinnu og vinnuafls; til þess að
tryggja afkomu einstaklinga
og þjóðarinnar i heild. Þetta á
að sjálfsögðu ekki einungis við
Sambandslýðveldið Þýzkaland
heldur allar þjóðir, sem búa við
svipað skipulag. En leiðin
framundan er löng og þyrnum
stráð. Vonandi á heimurinn
nógu hyggna og vfðsýna menn,
sem bera gæfu til að koma
þessum nauðsynlegu umbótum
í kring án þess að valda meiri-
háttar skaða.
Ein kröfuganga málmiðnaðar-
manna, er vinnudeilurnar stóðu
sem hæst