Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984
51
M ' í
Mannlífsmynd frá Sovétríkjunum.
Sýnið líf almennings
í Sovétríkjunum
Húsmódir skrifar:
Kæri Velvakandi!
Mætti maður fá fleiri sovéskar
myndir á skjáinn sem sýna
manni svolítið af lífi almennings
f Sovétríkjunum eins og þessi
sem sýnd var í sjónvarpi 28. júlí
sl. og beini ég f þvf sambandi
spurningu minni til forráða-
manna sjónvarps?
Ég læt öðrum eftir að meta
listagildi myndarinnar, en hitt
er víst, að fróðleg var hún hvað
sem öðru líður. Hún hófst með
því að verið var að telja mann-
skapinn f fangabúðum einum, en
þannig lagað sést ekki nema f
kommúnistaríkjunum. í dag eru
jafnmargir fangar f þrælabúðum
Rússlands og allir íbúar Dan-
merkur og írlands til samans.
Fangarnir áttu að ganga um
nótt, tíu kílómetra leið í stórhríð
og byl og urðu að vera komnir
aftur fyrir tilsettan tima, annars
yrði þeim refsað fyrir tilraun til
flótta. Myndi þetta teljast all-
ströng ganga fyrir fanga á
Litla-Hrauni.
Mér kemur i hug gömul saga
af Ólafi Hanssyni sagnfræðingi.
Hann var eitt sinn við kennslu
og var að segja frá þjóðum þar
sem talið var að ólæsi fyrirfynd-
ist ekki. Veittu menn því athygli
að Sovétríkin voru hvergi nefnd f
þessu sambandi. Þetta gerðist á
mestu almættisdögum Stalins,
löngu fyrir sænsku menningar-
byltinguna hér, þegar enn var
lftið af félagsfræðingum og börn
lærðu í skólum sögu, landafræði
og íslensku. Allir þekktu Skúla
fógeta og baráttu hans við einok-
unarkaupmennina en núna veit
fólk varla hver var fyrsti forseti
íslands.
Allt í einu spyr einn af nem-
endum ólafs hvort hann viti
ekki að Stalfn hafi fyrirskipað
að allir Sovétmenn skyldu
mennta sig til stúdents. Vafðist
þá ólafi tunga um tönn og held
ég að það hafi aldrei komið fyrir
hann áður.
Nú hefur Stalín fengið sín eft-
irmæli og Berfa útþurrkaður úr
alfræðibókum Sovétríkjanna, en
ennþá er „trúboðsherferð" marx-
istanna f fullum gangi og alls
staðar geta KGB-menn beitt
fólki fyrir áróðursvagna sína.
Jafnvel norður á Melrakkasléttu
þar sem ekki má koma fyrir
ratsjárstöðvum, sem þó eru
hentugar til öryggis fyrir sjó-
menn. En hvað eru íslenskir sjó-
menn i augum kommúnistanna
samanborið við KGB?
Mannlegt að
gera mistök
1031-7738 skrifar:
Kæri Velvakandi!
Ekki alls fyrir löngu sendi ég
bréf til DV og var í því að koma að
smáleiðréttingu í sambandi við
frétt blaðsins úr poppheiminum.
Ég sagði þeim hjá DV að ráðlegt
væri að kynna sér fleiri en eitt
blað, áður en þeir færu út í að
skrifa slúðurdálka sfna.
Hvorki hef ég séð leiðréttingu á
þessu né bréfið mitt f blaðinu og
er mér skapi næst að ætla að DV
skammist sín fyrir mistök sín.
í því sambandi er það eitt að
segja, að það er einungis mannlegt
að gera mistök og heiðarlegt að
viðurkenna þau.
ekki þangað til
allt er búið
Hótel Valhöll
Lipur þjénusta
Himnabréfíð
Á.S. skrifar:
Kæri Velvakandi!
Þannig er mál með vexti að
fyrir stuttu fann ég í gömlu dóti
bréf nokkurt sem ber heitið
„Himnabréfið". Það hefur verið
ritað í apríl árið 1882, en þar sem
bréfið er mjög velkt og rithöndin
ólæsileg get ég ekki séð hver skrif-
aði það.
Nú langar mig til að fá nánari
deili á þessu bréfi og upplýsingar
um, í hvaða tilgangi það er skrif-
að. Einnig langar mig til að vita
hvort til eru fleiri slík bréf og
vona, að ef einhver getur hjálpað
mér, þá komi hann vitneskju sinni
á framfæri hér í dálkum Velvak-
anda.
Með fyrirfram þökk.
Betty Gumundsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
„Um sfðustu helgi var ég stödd á
Valhöll á Þingvöllum, þar sem
mér var haldin afmælisveisla.
Maturinn þar var svo góður og
þjónustan til svo mikillar fyrir-
myndar að ég hef aldrei kynnst
öðru eins.
Þjónustufólkið var svo elskulegt
og liðlegt að ég átti bágt með að
trúa mínum eigin augum. Flyt ég
þeim öllum minar bestu þakkir."
af Fyrland-svefnsófum. Lengd 220 cm.
Svefnbreidd 115 cm, lengd 200 cm.
Rúmfatageymsla undir. Fyrirliggjandi
pantanir veröa afgreiddar í dag
og
Ath. tökum heim síöustu send-
inguna af Bobby 3+1+1 furu sófa-
settum sem kosta aöeins
9.530
Viö bjóöum þau einstöku kjör aö taka
greiöslukort sem útborgun
HUS6&6NAH0LLIN
BlLDSHÖFOA 20 -110 REYKJAVlK S 91-61199 og 81410
a2P SlGeA V/öga £ d[tivt9A'u