Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 fttttguiiÞliifrft Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Ární Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Staða stjórnar og stjórnmálaflokka Um skoðanakannanir er og verður deilt. Nú hefur Morgunblaðið með tiltölulega skömmu millibili birt niður- stöður í tvennum sambæri- legum könnunum Hagvangs hf. Af þeim verður það ótví- rætt ráðið að ríkisstjórnin og flokkarnir sem að henni standa njóta minni vinsælda. Ríkisstjórnin hefur þó góðan þjóðarmeirihluta að baki, eða 58% þeirra sem spurðir vóru, en fylgi hennar hefur gengið saman frá því í aprílmánuði, þegar það var 69%. Og enn sem fyrr skarar Sjálfstæðis- flokkurinn fram úr öðrum flokkum. Tæpur helmingur þeirra, sem afstöðu tóku, styður Sjálfstæðisflokkinn, eða 48,8%. Þetta er drjúgum meira fylgi, en flokkurinn fékk í síð- ustu þingkosningum í apríl- mánuði 1983, en þá greiddu 38,7% kjósenda flokknum at- kvæði, en nokkru minna en í skoðanakönnun í aprílmánuði sl., en þá studdu 52,1% flokk- inn. Skoðanakannanir hafa jafnan sýnt Sjálfstæðisflokk- inn sterkari en raun hefur orð- ið á í kosningum. Framsóknarflokkurinn fékk 18,5% fylgi í þingkosningum 1983, 17,1% stuðning í skoðanakönnun í aprílmánuði sl. og 14,7% fylgi í júlímánuði sl. Miðað við þetta fylgi fækk- aði þingmönnum flokksins úr 14 í 9, ef kosið yrði til þings í dag. Alþýðubandalagið, sem leið- ir stjórnarandstöðuna, fékk 17,3% fylgi í þingkosningum 1983 en 14,9% stuðning nú. Það hefur hinsvegar styrkt stöðu sína verulega frá skoð- anakönnun í aprílmánuði sl., þegar fylgi þess var 9,3%, en stendur þó mun verr að vígi en á liðnu ári. Flokkurinn tapaði einu þingsæti, fengi níu kjörna í stað 10, ef niðurstöður könn- unarinnar réðu skiptingu þing- sæta í dag. Engu að síður má Þjóðviljinn ekki vatni halda þegar hann hreykir sér yfir fylgi Alþýðubandalagsins í gær. Það er skiljanlegt, þvf flokkurinn fær meira fylgi en hann verðskuldar. Alþýðuflokkurinn, sem fékk 11,7% fylgi í kosningum 1983, fær aðeins 6,4% stuðning í könnuninni. Flokkurinn tapar tveimur þingsætum miðað við þetta fylgi. Stjórnarandstaða Alþýðuflokksins hefur ekki styrkt stöðu hans. Flokknum hefur ekki tekizt að skapa sér þá sérstöðu í stjórnarandstöðu sem hann þarf á að halda. Smáflokkarnir, Bandalag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista, styrkja báðir stöðu sína miðað við apríl- könnunina. Bandalagið fær þó nokkru minni stuðning en í þingkosningum 1983. Stuðn- ingur sá, sem könnunin leiðir í Ijós, þýddi fimm þingmenn fyrir Samtökin og fjóra fyrir Bandalagið. Samtals hlytu þessir smáflokkar jafn marga þingmenn og Alþýðubandalag- ið og yrðu jafnoki þess á þingi. Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við erfiðu búi, óðaverðbólgu, at- vinnuvegum á barmi stöðvun- ar vegna langvarandi tap- rekstrar, hrikalegum ríkis- sjóðshalía, vaxandi viðskipta- halla við umheiminn og er- lendum skuldum, sem eta upp fjórðung útflutningstekna. Þjóðarframleiðsla hafði dreg- izt saman um 14% á þremur árum og lífskjör rýrnað sam- svarandi. Ríkisstjórnin fór vel af stað, náði verðbólgu niður úr 130%, eins og hún var á fyrri hluta árs 1983, niður fyrir 20%, eins og hún er nú. Tekizt hefur að halda atvinnu- vegunum gangandi og tryggja fulla atvinnu, þ.e. halda þjóð- arskútunni á réttri leið, þrátt fyrir aflasamdrátt 1 sjávarút- vegi, verðfall útflutningsfram- leiðslu og skertar þjóðartekj- ur. í kjölfar fyrstu aðgerða rík- isstjórnarinnar, sem slógu verðbólguna niður svo að segja í einu höggi, fékk ríkisstjórnin góðan stuðning hjá þjóðinni. Hinsvegar hefur dregizt að fylgja þessum fyrstu aðgerðum eftir á öðrum sviðum efna- hagslífsins, s.s. á vettvangi peningamála. Eftir áramótin reyndizt ríkisstjórninni erfitt að glíma við halla ríkissjóðs, sem að lokum tókst að brúa með því að taka -erlend lán. Er ekki að efa að sú rimma hefur spillt fyrir áliti ríkisstjórnar- innar. A henni bitnar og þegar óhjákvæmilega harðnar á dalnum hjá launþegum. Sam- staðan og styrkurinn, sem speglaðist út í þjóðlífið á önd- verðum ferli ríkisstjórnarinn- ar setur ekki sama svip á hana lengur. Þetta hefur veikt stjórnina, með réttu eða röngu. Þjóðarskútan er nú stödd í slæmum sjó margháttaðra erf- iðleika. Oft var þörf á þjóðar- sátt og þjóðarfriði, en aldrei sem nú. Vonandi tekst ríkis- stjórninni að veita styrka, samhenta forystu meðan siglt er milli skers og báru erfiðleik- anna — inn á lygnari sjó jafn- vægis og framsækni í þjóðar- búskapnum. „Mér létti strax og ég heyrði í flugvélinni“ Spjallað við Gunnar Gunnlaugsson, sem bjargaðist úr sjávarháska í Seyðisfirði SejAÍBfirói, 3. ágúst. SEX LESTA þilfarsbátur frá Seyðisfirði, Eyjólfur Ólafsson NS 58, sökk út af Skálanesbjargi í Seyðisfirði, þriðjudaginn 31. júlí sl., eins og fram hefur komið í frétt Morgunblaðsins. Eigandi bátsins, Gunnar Gunnlaugsson, var einn á bátnum og komst hann í gúmmíbjörgunarbát og var bjargað. Frétta- ritari Morgunblaðsins á Seyðisfirði náði tali af Gunnari skömmu eftir björg- unina og fer lýsing Gunnars á atburðarásinni hér á eftir. „Ég fór í róður klukkan 12.30 þennan dag. Ferðinni var heitið norður á Gletting. Ég var einn, með 12 til 14 bjóð, en konan mín beitir í landi. Ágætis veður var, norðaustan gola. Ég var kominn norður að Álftavíkurtanga þegar ég hafði samband við Sigurð Sig- urgeirsson á mb. íris. Hann var á færum sunnan við Gletting og sagði mér að sér þætti ekki ráðlegt að koma þarna norður til að leggja línu, það var sterkur straumur þarna, 4 til 6 mílur. Ég ákvað þvi að leggja línuna norður af Dala- tanga. Það lóðaði ágætlega, ég reyndi fyrir mér með færum. Það var mikill straumur enda hart suðurfallið. Ég ákvað þvi að fara inn á Skálanesbót og draga línuna morguninn eftir. Þegar ég var kominn inn undir Vogahnúðu þá fann ég að það var komin einkennileg hreyfing á bát- inn og hann orðinn þungur. Ég leit niður í vél til að kanna málin og sá þá, að það var kominn töluvert mikill sjór i bátinn. Ég lensaði strax, fór út á þilfar og tók til við að dæla með öflugri handdælu, sem dælir báðar leiðir, en sjórinn virtist ekkert minnka í bátnum. Ég tók þvi stefnuna til lands og keyrði í um það bil 15 mínútur, en þá fór gufa að stiga upp úr vélinni því sjórinn var þá farinn að gutla upp undir pústgrein. Þá fór ég frammá og losaði gúmmibátinn, en setti hann ekki i sjóinn strax því ég vildi komast nær landi. Sið- an hljóp ég aftur í og sendi út neyðarkall. Því næst fór ég aftur frammá og reyndi að sækja björg- unarvesti sem voru niðri i lúkar. Meðlimir Björgunarsveitarinnar ísólfs, sem sóttu Gunnar Gunnlaugsson út í Seyðisfjörð, eftir að trilla hans, Eyjólfur Ólafsson NS 58, sökk. Talið frá vinstri: Brynjólfur Sigurbjörnsson, Óskar Björnsson, Guðjón Jónsson og Jóhann Grétar Einarsson. „Ég vil heidur eiga bíl en krónurnar sem liggja í honum“ Rætt við Þorkel Guðmundsson 92 ára sem var að kaupa sér nýjan bíl Akranen, 7. ágúsL ÞAÐ þykja ekki stór tíðindi á íslandi er fólk kaupir sér bifreiðir, en þegar um er að ræða mann á tíræðisaldri gegnir þar öðru máli. Þorkell Guð- mundsson, 92 ára gamall vistmaður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi keypti sér fyrir stuttu nýja bifreið og ekur henni að öllu jöfnu. Þorkell var með fyrstu mönnum sem eignuðust bifreið á Akranesi árið 1934. Sú bifreið var af amerískri gerð sem hét NAC. „Ég keypti hana í Borgarnesi af Jóni Guð- mundssyni og þá var bifreiðin ekki gangfær,“ sagði Þorkell. „Við Daníel Friðrikson bifvéla- virki hér á Akranesi vorum saman í Borgarnesi og okkur leist vel á bilinn og ég keypti hann á 300 krónur. Daníel gerði síðan við bil- inn og við keyrðum hann tölvert þó við værum báðir próflausir, en hann reyndist okkur frekar illa. Eitt sinn fórum við að heimsækja kunningja í Brynjudal i Hvalfirði og er við vorum á heimleið og komnir nálægt Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd voru einhverj- ar gangtruflanir i bílnum. Hann stöðvaðist í brekku og rann út af veginum og valt. í því bar að mann, Jón Hansson bifvélavirkja úr Reykjavík, og hann gat gert við bílinn, það var eitthvað að í raf- kerfinu. Við komumst síðan heim án frekari áfalla. Við fórum lika eitt sinn til Reykjavíkur á bilnum og gekk ferðin vel þar til við vor- um komnir á Reynivallarhálsinn, þar stoppaði bíllinn og rann aftur á bak um 200 m og út af veginum. Við urðum að ganga að Neðra Hálsi og símuðum þaðan til Reykjavíkur til að fá aðstoð. Það fengust engir varahlutir i bílinn en við komum honum til Sveins Egilssonar, sem sá um að gera við hann. Ég komst siðan heim á Akranes með hann og seldi hann siðan. Næsti bíll sem ég eignaðist var af Chevrolet-gerð, fimm manna, módel 1930 og reyndist hann mér mjög vel. Annars var mikill galli við Ford og Chevrolet-bíla á þess- um árum að ef maður fór yfir ár eða lækjarsprænur og vatn komst í bremsuútbúnaðinn varð billinn algjörlega bremsulaus," sagði Þorkell. Fór með fólk í skemmtiferðir „Þriðji billinn sem ég eignaðist var Ford-módel 1930. Hann reynd- ist mér vel og ég ferðaðist mikið á honum. Ég lét setja á hann yfir- byggingu og fór með fólk i skemmtiferðir um Borgarfjörðinn t.d. að Hreðavatni og í Þverárrétt. Einnig fór ég í berjaferðir síðari hluta sumarsins. Ég var aldrei at- vinnubilstjóri en fór þessar ferðir mér og öðrum til skemmtunar. Flutti til Akraness 1930 Ég flutti til Akraness 1930 frá Eystra Súlunesi í Melasveit og hef alið hér allan minn aldur ef svo má að orði komast. Hér hef ég stundað þessi hefðbundnu verka- mannastörf, vann hjá Akranesbæ í 16 ár. Fyrr á árum var ég á vertið og stundaði sjó og hafði jafnframt búskap, var bæði með kýr og kind- ur. Ég átti einnig hesta og var mikið fyrir þá enda ferðaðist ég töluvert á þeim. Ég átti heima á sama stað á Akranesi i rösk 40 ár, ég keypti húsið þegar ég fluttist árið 1930 og nefndi það Jörfa og þar bjó ég til 1972. Sambýliskona mín andaðist það ár svo ég skipti búinu. Ég hef dvalið hér á dval- arheimilinu um nokkra ára skeið og uni hag mínum vel. Hér er gott fólk og aðbúnaður eins og best verður á kosið. Hef gaman af því að ferðast Orsökin fyrir því að ég keypti mér bílinn nú er sú að ég hef alltaf haft gaman af því að ferðast og með því að eiga nýjan bil er auð- veldara fyrir mig að fá fólk með mér og keyra fyrir mig. Ég keyri nú ekki úti á þjóðvegunum heldur eingöngu innan bæjarmarkanna. Ástæður þess eru að ég er mjög mæðinn og á erfitt með að beygja mig niður t.d. ef ég þarf að skipta um dekk. Þessi bíll er mikil við- brigði frá því áður var, ég hef aldrei átt svona góðan bíl. Ég hef haft það fyrir reglu að eiga þá í 10 ár og farga þeim siðan. Ég vil heldur eiga bil en krónurnar sem liggja i honum, og ég hef mjög gaman að „stússast" í kringum bíla.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.