Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 31 Magnús Heimir sýn- ir í Asmundarsal MAGNÚS Heimir Gíslason, bygg- ingarfræðingur og myndlistarmað- ur, heldur nú sýningu á 40 vatnslitamyndum í Ásmundarsal við Freyjugötu í Reykjavík. Á sýningunni, sem er fyrsta einkasýning Magnúsar Heimis, eru landslagsmyndir og myndir frá sjávarsíðunni, þ.á m. myndir af nokkrum gömlum vitum. Sýn- ingin stendur til sunnudags og er hún opin kl. 16—22 virka daga og kl. 14—22 um helgina. (Fréttatilkynning.) Diskóferðir til London og Reykjavíkur: íslandskvöld í Hippodrome FYRIRHUGAÐ er að halda sér- staka íslandskynningu í einum víðfrægasta danssal Lundúna- borgar, Hippodrome, 18. nóvem- ber næstkomandi. Jafnframt er ætlunin að gefa íslenskum diskódansunnendum kost á að fara í skipulagðar hópferðir á diskótekin Hippodrome og Stringfellow’s í London. í staðinn myndu koma hingað til lands breskir ferðamenn í diskóferð í Broadway og Holly- wood, sem standa að þessu í sam- vinnu við Flugleiðir. Að ís- landskvöldinu standa þeir aðilar og Ferðamálaráð. Um helgina kemur hingað til lands Peter Stringfellow, veitinga- maður í Hippodrome og String- fellow’s, til að ganga frá lausum endum í þessu sambandi og kynna sér aðstöðu til skemmtanahalds í Reykjavík. Hann er kunnur maður á sínu sviði í Englandi. Hippo- drome veitingahúsið er í sömu byggingu og sá víðfrægi skemmti- staður Talk of the Town var áður en Stringfellow keypti bygginguna fyrir nokkrum árum og hefur endurbyggt að verulegu leyti und- ir glæsilegt og vel sótt veitingahús og diskótek. Hugmyndin er að á íslands- Sýning Bjarna Jónssonar í Skíðaskálanum í Hveradölum UM þessar mundir sýnir Bjarni Jónsson listmálari í Skíðaskálanum í Hveradölum. Á sýningunni eru að mestu leyti myndir frá liðinni tíð ( Vestmannaeyjum. Þær eru unnar með vatnslitum, tússi og olíulitum. Bjarni hefur haldið fjölda sýn- inga hér á landi og tekið þátt i sýningum erlendis. Um 20 ára skeið vann hann að teikningum við hið mikla ritverk Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska sjáv- arhætti, en einnig við fjölda ann- arra bóka. Sýningin er opin alla daga og öll kvöld um óákveðinn tíma. Neytendur fá 8—10% betri egg á sama verði Peter Stringfellow, veitingamaður ( Hippodrome og Stringfeflow’s f London. kvöldinu í Hippodrome verði sýndur íslenskur tískufatnaður, boðið verði upp á íslenskan mat og jafnvel íslenska skemmtikrafta. Gert er ráð fyrir, að Berglind Jo- hansen, Fegurðardrottning ís- lands ’84, verði heiðursgestur í Hippodrome það kvöld. — segja forsvarsmenn eggjadreifíngar- stöðvarinnar ísegg sem tekin er til starfa í Kópavogi Eggjadréifingarstöð Sam- bands eggjaframleiðenda í Kópavogi hefur tekið formlega til starfa. í stöðinni er eggjum félagsmanna af Suður- og Vesturlandi safnað saman. Þau eru gegnumlýst, flokkuð og pakkað í neytendaumbúðir í vélasamstæðu stöðvarinnar og síðan dreift í verslanir und- ir vörumerkinu ísegg. For- svarsmenn Sambands eggja- framleiöenda telja að neytend- ur fái með þessari meöhöndl- un 8 til 10% betri egg en nú eru á markaðnum á sama verði. Stjórn og framkvæmdastjóri Sambands eggjaframleiðenda kynntu starfsemi eggjadreif- ingarmiðstöðvarinnar á blaða- mannafundi í gær en i henni hefur verið tilraunavinnsla í um einn mánuð. Telur stjórnin að þeir 62 félagsmenn á starfs- svæði stöðvarinnar sem greitt hafa félagsgjald til Sambands- ins muni leggja öll sín egg til flokkunar og sölumeðferðar hjá stöðinni og um hana fari um 1.000 tonn af eggjum á ári til að byrja með. Samkvæmt útreikn- ingum þeirra kostar meðhöndl- un og dreifing eggjanna með þessari framleiðslu um 8,9% af heildsöluverði þeirra. Eggja- dreifingarstöðin mun að sögn stjórnarmannanna sjá um sölu eggja félagsmannanna og verða þau seld á markaðsverði hverju sinni. Verður því sá aukakostn- aður sem verður til með stofnun stöðvarinnar greiddur af bænd- unum en þeir munu á móti spara þeir sér þann kostnað sem þeir höfðu af fyrra dreifingarkerfi sínu. Kostnaður við stofnun stöðv- arinnar er áætlaður 9.650.000 krónur og hefur hann verið fjár- magnaður með lánsfé, meðal annars 4 milljónum úr kjarnfóð- ursjóði. Stöðin er í 1.100 fer- metra húsi sem tekið hefur verið á leigu að Vesturvör 27 í Kópa- vogi en sjálf eggjadreifingar- stöðin mun nota 700 fermetra. Nú eru 4 starfsmenn í fullu starfi við stöðina en fyrirhugað er að bæta 2 starfsmönnum í hálfu starfi við. Vélasamstæðan kostaði 3,8 milljónir uppsett en Einn glæsilegasti sportbíll landsins til sölu DATSUN 280 ZX TURBO ARG. 1983 Bíllinn er meö 190 hestafla vél meö beinni innspýt- ingu, rafmagni í rúöum, T-toppi, vökvastýri og klæddur meö rauðu plussi aö innan. Skipti möguleg. Upplýsingar í síma 46339 eftir kl. 20.00. Úr eggjadreifingarstöóinni (Kópavogi. Morgunbla&ið/ Arni Ssberg. hún getur annað 15.000 til 20.000 eggjum á klukkustund. Stjórn- armenh Sambands eggjafram- leiðenda voru ekki sammála um það hvort félagsmönnum væri heimilt að selja egg sín utan hins sameiginlega dreifingar- kerfis sem eggjadreifingarstöð- in væri. Létu þeir þau orð falla að stöðin væri öllum opin en for- maðurinn sagði þó að félags- menn í Sambandi eggjafram- leiðenda væru skyldugir til að láta félagið sjá um sölu eggja sinna. Eggin eru stærðarflokkuð ( þrjá aðalflokka, lítil, meðal og stór egg en hver flokkur hefur tvo undirflokka þannig að þau eru í raun flokkuð í 6 flokka. Neytendapakkningarnar eru merktar með pökkunardegi og síðasta söludegi sem er 40 dög- um síðar og öll seld undir vöru- merkinu Isegg. Skarphéóinn Ossurarson, stjórnarmaður í Sambandi eggjaframleiðenda, við flokkunarvélina. SIEMENS Vestur-þýsk í húð og hár Nýja S/WAMAT Aðeins 2,4 kWH S/WAMAT 640 Siemens- þvottavélin fyrirferöarlítil en fullkomin og tekur 4,5 kg Aðeins: 67 sm á hæö, 45 sm á breidd. Sparnaðarkerfi. Frjálst hitastigsval. Vinduhraðar: 350/700/850 sn./mín. SIEMENS EINKAUMBOÐ SMITH & N0RLAND H/F., Nóatúni 4,105 Reykjavík. Sími 28300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.