Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 Þjóðstjóm að fæðast f ísrael? Likud-menn sætta sig við forsæti Peresar Tel Aviv, 8. ágúst. AP. FRÁ ÞVÍ var greint í gær, að Yitzh- ak Shamir, formaður Likud-banda- lagsins og forsætisráðherra ísrael, og aðrir leiðtogar bandalagsins væru reiðubúnir að setjast I stjórn undir forsæti Shimon Peres, formanns Vcrkamannaflokksins, ef gengið yrði að vissum skilyrðum. „Tilboð okkar stendur og fellur með því hvað Verkamannaflokk- urinn er reiðubúinn að gera í stað- inn fyrir stuðning okkar, ég vil ekki segja að við gerum ákveðnar kröfur, en ljóst er þó að skipta verður bróðurlega helstu ráð- herraembættum. Við erum ekki beint ólmir að fá Peres sem forsætisráðherra, en getum sætt okkur við það til þess að forðast stjórnarkreppu," sagði ónafngreindur háttsettur maður Yitzhak Shamir Pinochet flýtir ekki kosningum Viðurkennir að hafa misst „nokkurn stuðning“ New York, 8. ágúal AP. FORSETI Chile, Augusto Pinochet hershöfðingi, segist ekki hafa í huga að láta undan þrýstingi í Chile sem utan og efna fyrr til kosninga en árið 1989, eins og hann hafði tilkynnt. Hann sagði í viðtali við New York Times að hann hefði tekið við emb- ætti forseta vegna þess að skylda hans hefði boðið honum það og hann myndi ekki víkjast undan að upp- fylla þær kröfur sem til hans væru gerðar. Pinochet viðurkenndi aðspurð- ur, að hann hefði misst „nokkurn stuðning meðal þjóðarinnar vegna erfiðs efnahagsástands og áróðurs kommúnista" og hann sagði, að kommúnistum væri um að kenna þær óeirðir sem hefur komið til í landinu á árinu, en i þeim hafa rösklega hundrað manns látið líf- ið. „Ég er ásakaður nú,“ sagði Pin- ochet um andstæðinga sína og þá sem gagnrýna hann. „En seinna verður mín minnzt sem mannsins sem barðist táplega gegn áhrifum kommúnista og vann ærlega í þágu þjóðar minnar." Hann sagði, að samskipti Chile og Bandaríkj- anna hefðu stórbatnað í forsetatið innan Likud. Hann bætti við, að ef illa tækist til með slíka þjóðstjórn, yrði að leyfa Shamir að leggja spil sín á borðið. Dagblöð í ísrael höfðu eftir ónafngreindum heimildar- mönnum að það vekti fyrir Likud- mönnum að draga stjórnarmynd- unarþreifingar Peresar á langinn, fram yfir þann 21 dag sem hann hefur til að mynda stjórn. Þannig myndi forsetinn Chaim Herzog veita Shamir umboð til stjórn- armyndunar. Þessu andmæltu Likud-leiðtog- arnir hástöfum, einnig þeim fregnum að flokkurinn hafi verið klofinn í afstöðu sinni til setu í stjórn undir forsæti Peresar. Þrátt fyrir þessi nýju tíðindi er talið meira en lfklegt að stjórn- armyndun muni fyrst og fremst stranda á því hvor eigi að vera forsætisráðherra, Peres eða Shamir. Peres hefur umboð for- setans og á tilkall samkvæmt lög- um. Likudmenn hafa á hinn bóg- inn lengst af krafist þess að sú staða verði opin og hún verði veitt samkvæmt nánara samkomulagi. Geraldine Ferraro á kosningaferðalagi í ítalska hverfinu í Boston. Borgar- stjórinn í Boston, Raymond Flynn, er til hægri. Ferraro sökuð um brot á landslögum Sagði ekki frá fjármálaumsvifum manns síns Pinochet Ronald Reagans og væru betri nú en í mannaminnum. AP-fréttastofan telur það til tíðinda, að Pinochet skuli hafa fengizt til að veita New York Times þetta viðtal, þar sem hann sé yfirleitt mjög tregur til að ræða við fréttamenn, innlenda sem er- lenda. Waahington, 8. igúst. AP. HÓPUR íhaldssamra lögfræðinga hefur sakað Geraldine Ferraro, varaforsetaefni Walter Mondales, um að hafa brotið landslög með því að skýra ekki frá eignum og umsvif- um manns síns. Skoruðu þeir jafn- framt á siðanefnd fulltrúadeildar- innar að rannsaka málið. Paul Kamenar, yfirmaður lög- fræðistofnunar í Washington, sagði á blaðamannafundi, að það væri ekki beint traustvekjandi hjá Ferraro að halda því fram, að hún vissi ekkert um fjármál manns síns, þar sem hún væri sjálf hlut- hafi í og háttsett í einu af fyrir- tækjunum, umsvifamikilli fast- eignasölu. Ferraro svaraði þessum ásökunum nokkru síðar og kvaðst ekki telja sig hafa brotið lög. Sagði hún hér vera á ferðinni til- raun til að koma á hana höggi, sem hefði mistekist. Ferraro hefur áður heitið því að gera allt opin- bert um fjármál þeirra hjóna áður en mánuður er liðinn frá því hún var útnefnd varaforsetaefni demó- krata. Hún hefur nú tíu daga til stefnu. Af Mondale er það að frétta, að hann hóf í gær þriggja daga kosn- ingaferð og skoraði þá á Reagan forseta, að segja þjóðinni sann- leikann um framtíðarhorfurnar. Sakaði hann stjórn repúblikana um að slá ryki í augu almennings með því að gera lítið úr þeim gíf- urlega halla, sem er á fjárlögun- um. Rolls-Royce-verksmiðjurnan Lögreglurannsókn vegna þjófnaða og fjármálaspillingar Suður-Kalifomía: Banvænt eitur berst í átt til vatnsbóla Washin|(ton, 8. kgúsL AP. BANEITRUÐ úrgangsefni, sýrur, þungir málmar og skordýraeitur, berast nú með jarðvatni í átt til vatnsbóla í Suður-Kaliforníu, sem sjá hálfri milljón manna fyrir neysluvatni. Segir í nýbirtri skýrslu, að eitrið muni ná vatnsbólunum eftir ár eða 18 mánuði. f skýrslunni, sem gerð var upp öll úrgangsefnin í String- opinber á Bandaríkjaþingi á þriðjudag, segir, að eiturefnin komi frá geymslustað fyrir iðn- aðarúrgang í Stringfellow og berist síðan þaðan eftir jarðlög- unum í átt til Chino-dældarinn- ar þar sem fyrrnefnd vatnsból eru. Talið er, að ógjörningur sé að koma í veg fyrir, að vatnsból- in mengist, en hugsanlega megi þó eitthvað draga úr henni og þá fyrst og fremst með því að grafa fellow og flytja þau í tanka ofan- jarðar. Fram kemur í skýrslunni, að „öskuhaugarnir" í Stringfellow hafi verið til vandræða allt frá því fyrst var farið að nota þá árið 1956. Þeir voru leyfðir með því skilyrði upphaflega, að jarð- lögin undir þeim væru þétt og langt frá jarðvatnsrásum en í raun er bergið margbrotið á þessum stað og beint uppi yfir grunnvatnsbirgðum fyrir allt svæðið umhverfis. Eitrið berst nú í átt til Chino-dældarinnar og nálgast hana um 15—106 sm á dag. Hefur það komið í Ijós við mælingar á lindum og upp- sprettum. Eiturefnin eru m.a. þungu málmarnir króm og kadmíum, sem taldir eru valda krabba- meini, sýrur, sem valda því, að þungu málmarnir leysast betur upp i vatni, og skordýraeitur eins og DDT. Einnig hafa fund- ist merki um geislavirkni þótt ekki sé vitað til, að geislavirkum efnum hafi verið kastað { Stringfellow. London, 8. ágúot. AP. THE SUNDAY Times sagði frá því um belgina, að hafin væri lögreglurann- sókn hjá Rolls-Royce-flugvélaverk- smiðjunum vegna staðhæfinga um þjófnaði og fjármálaspillingu hjá fyrir- tækinu. Hefði verið stolið þar vélar- hlutum fyrir milljónir dollara og komið með leynd til Argentínu og frans árið 1976. Vikublaðið sagði, að stolið hefði verið vélarhlutum í bensfnvélar fyrir skip og flugvétar úr verksmiðju sem Rolls-Royce rekur í Ansty, nálægt Coventry í vesturhluta landsins. Frést hefur, að nokkrir menn hafi verið handteknir, þegar senda átti úr landi farm af hlutum, sem stolið hafði verið í verksmiðjunni. Sagði talsmaður lögreglunnar að saksókn- araembættið hefði fengið vitneskju um niðurstöður rannsóknarinnar. Vildi njósna upp í meðlag Duaoeldorf, 8. áftúst AP. VESTUR þýskur skrifstofumaður { samlendu stjórnarráði var í dag dæmdur til eins árs fangelsisdvalar, eftir að hafa viðurkennt að hafa boðið Austur Þýskum yfirvöldum þær upp- lýsingar sem hann gæti nálgast. „Góðar upplýsingar fyrir lítinn pening," þannig hljóðaði tilboð hans en Austur Þjóðverjar reyndust hafa lítinn áhuga. Vestur þýska leyniþjónustan tók þrjú símtöl skrifstofumannsins upp á segulband, en sjálfur sagðist mað- urinn hafa verið drukkinn er hann hringdi og ekkert muna hvað hann sagði eða bauð. Hann hringdi i miðstöð austur þýskra stjórnarer- indreka í Bonn. Réttarhöldin yfir Kurt Siebel, en svo heitir maðurinn, stóðu aðeins yfir f einn dag. Hann sagði sér til málsbóta, að hann væri maður stór- skuldugur eftir að hafa skilið við eiginkonu sina og orðið aö greiöa henni mikið meðlag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.