Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 23 arinnar og torskilni textans á meistaralegan hátt“. — Hér kem- ur sem sé berlega fram, að tónlist- ar (óperu) smekkur Breta og Skandinava er mjög mismunandi. Persónulega leið mér eins og ég væri þjófur í Paradís. Mér fannst tónlist Sallinens góð nútfmatón- list, en einhvern veginn var hún hvorki hreinræktuð nútímalist né klassísk tónlist. Það var eins og skáldið hefði reynt að finna eitthvað handa öllum og þess vegna blandað saman mismunandi stíl í stuttum þáttum. En þó fannst manni, að e.t.v. væri hér ekki alveg nóg fyrir neinn. í leikstjórn Kalle Holmberg, sem Svíar höfðu verið svo hrifnir af, sá ég ekkert meira en ég hafði séð í leikstjórn hans fyrir tíu ár- um. Þá hafði leikstjórn Holm- bergs komið nýstárlega fyrir sjón- ir og var eitthvað mjög frábrugðið því, sem fram að því hafði sést. Holmberg notar sviðið á snilldar- legan hátt, en þegar snillingurinn fer að endurtaka sig, þá verða áhorfendur vonsviknir. Ef ég hefði aldrei séð neitt eftir Holmberg, hefði ég einnig verið stórhrifin. Nú var ég bara sæmilega ánægð. Jorma Hynninen baritonsöngvari. Veisla fyrir fínnska söngvara Óperuhátíðin i Savonlinna hefði varla orðið það sem hún er nú, hefði hún ekki fengið helstu finnska söngvara sér til liðs. Martti Talvela, fæddur og uppalinn í Savonlinna, söng í mörg ár aðal- hlutverkin í óperunum þar, m.a. Sarastro í „Töfraflautunni“ og Fil- ippus II í „Don Carlos“ eftir Verdi. Nú er annar Finni, Matti Salminen, tekinn við. Þeir starfa báðir aðal- lega í Þýskalandi, en halda tryggð við heimabyggð sína. — Auk Salminens eru skærustu stjörnur þessa sumars án efa þeir Jorma Hynninen, baritonsöngvari, sem m.a. syngur aðalhlutverkið í óper- unni „Konungurinn fer af stað til Frakklands", og Jaakko Ryhánen, sem syngur hlutverk forsætis- ráðherrans i sömu óperu. Sænska blaðið Dagens Nyheter lýsti Ryhánen, sem er bassarödd, sem „stórsöngvara framtíðarinnar". Þó að meirihluti söngvaranna séu Finnar, eru margir útlend- ingar einnig með. En ennþá fleiri útlendingar eru í áheyrendahópn- um. Þær þrjár vikur sem óperu- hátiðin stendur yfir, er hvert gistiheimili í Savonlinna og ná- grenni troðfullt. Einnig er hægt að fá gistingu á einkaheimilum eða í versta falli gista á tjald- stæði, sem er á litlu nesi andspæn- is kastalanum. Hvernig svo sem menn líta á tónlistina, þá dregur hún að sér. Sumar eftir sumar eru áhorfenda- pallar Olavinlinna-kastalans, sem rúma um 2.000 manns, þéttsetnir. I stuttan tíma á sumri hverju breytist smábærinn Savonlinna í menningarmiðpunkt þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Marjatía ísberg er fil. mag. Hún skrifar reglulega greinar fri ís- landi í Hnnsk blöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.