Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984
Úganda snýr
sér til N-Kóreu
Nairoby, Kenýa. 8. ágúst. AP.
PAOLO Muwanga, varaforseti Uganda og varnarmálaráðherra hélt í dag í
opinbera heimsókn til Noröur-Kóreu og Kína. Athygli vekur, að þetta bar til
aðeins einum degi eftir að Ugandastjórn rauf hernaðarsamvinnusáttmála við
Bandaríkin er síðarnefnda þjóðin leyfði sér að gagnrýna stjórnvöld Uganda
fyrir mannréttindabrot.
Ugandamenn hafa ekki verið við
eina fjöl felldir, Norður-Kóreuher
hefur haft sveit manna í Uganda
síðustu árin og búist er við að
Muwanga ræði frekari samvinnu
landanna á því sviði.
Um 20 Kóreumenn er að ræða
og hafa þeir einkum þjálfað
stjórnarher landsins, allar götur
síðan 1981. Ugandamenn hafa sóst
eftir hernaðarsamvinnu bæði við
Austur- og Vesturlönd síðan að
Obote forseti settist að völdum
eftir 8 ára ógnarstjórn og einræði
Idi Amin.
Hið ríkisrekna útvarp Uganda
minntist ekki aukateknu orði á rof
hernaðarsamvinnunar við Banda-
ríkin, en í sáttmálanum sem Ug-
andastjórn sagði upp voru ákvæði
um 100.000 dollara til handa
stjórninni. Talið er að Uganda-
stjórn vilji nú auka samvinnuna
við Norður-Kóreu, trúlega Kína
einnig.
Olíuvinnsla Dana
í Norðursjó eykst
um 60% til 1987
Mannœta
Símamynd AP.
Lögreglumenn í Florida stumra hér yfir dauðum krókódíl sem þeir hafa nýlokið við að skjóta. Dauðasökin
var að dýrið réðst á og drap 11 ára dreng sem var að synda í vatninu sem dýrið byggði og er að var komið
var dýrið að synda um vatnið með drenginn í kjaftinum.
Olíuvinnslusvaeði
Dana í Norðursjó.
Olíuvinnsla
Dana mun
aukast svo
mikið á næstu
árum, að með
henni verður
séð fyrir um
þriðjungi olíu-
notkunar
landsins, að
sogn Berl-
ingske Tid-
ende.
AP Möller-fyrirtækið, gerir ráð
fyrir, að þetta geti gengið eftir, svo
fremi sem vinnslan verði aukin að
miklum mun á Dan-svæðinu gamla
og hafist handa um vinnslu á hinu
nýja Rolf-svæði.
Samkvæmt þessu verður olíu-
vinnsla Dana 60% meiri árið 1987
en nú er.
AP Möller-fyrirtækið áætlar, að
framleiðsluaukningin á árinu 1987
verði u.þ.b. 1,2 milljónir tonna, ef
fjárfest verði í vinnslunni fyrir um
4,5 milljarða d.kr.
Þar að auki mun olíuvinnslan
aukast mjög mikið, þegar gas-
vinnsla hefst fyrir alvöru.
Yfirvöld danskra orkumála segja,
að fengist hafi um 2,2 milljónir
tonna af ollu á Gorm-, Skjold- og
Dan-svæðunum. Er búist við, að þá
vinnslu megi auka um 300.000 tonn
á næsta ári, aðallega á Skjold- og
Dan-svæðunum, en þar er auk þess
meðtalin olíuvinnsla á Tyra-svæð-
inu, þar sem gas er unnið nú.
Gasvinnslan er mjög mikilvæg
með tilliti til olíuvinnslunnar. Ann-
ars vegar fæst olía jafnhliða gasi á
Tyra-svæðinu (áætlað að ársfram-
leiðslan þar verði komin upp í
300.000 tonn árið 1986). Hins vegar
er búist við, að unnt verði að vinna
olíu úr ölium brunnum Dan-svæðis-
ins, 15 að tölu, þar sem létt verði þar
öllum frameiðslutakmörkunum
vegna minnkandi gasflæðis á svæð-
inu.
Þetta mikla gas, sem kemur upp
með olíunni á Dan-svæðinu, hefur
valdið því, að um helmingur olíu-
brunnanna þar hefur verið óvirkur.
Nú eru uppi ráðagerðir um að
auka stórlega vinnsluna á Dan-
svæðinu og taka þar í notkun nýjan
olíupall, sem auka mun vinnsluna á
árinu 1987 um sem nemur 1 milljón
tonna. Einnig er áætlað að bæta við
ómönnuðum palli á Rolf-svæðinu og
á sá að geta aukið vinnsluna um
250.000 tonn á sama tíma.
Alls á því olíuvinnslan að verða
komin upp undir 3,5 milljónir tonna
árið 1987, ef þessar áætlanir stand-
ast, en það er um þriðjungur af
áætlaðri olíunotkun Dana um það
leyti.
Ráðstefna um fólksfjölgun í Mexíkóborg:
Óánægja meÖ við-
horf Bandaríkjanna
Mexíkóborg, 8. ágúst. AP.
NÚ SITJA á fundum 3.000 fulltrúar
frá 140 löndum f Mexíkóborg og er
fundarefnið leiðir til að stemma
stigu við offjölgun mannkynsins. Til
tíðinda dró í dag, er James Buckley,
formaður bandarísku sendinefndar-
innar, boðaði efnahagsstefnu Ron-
alds Reagan Bandaríkjaforseta sem
Brasilía:
Bandalag gegn
herforingjunum
Brasilíu, Brasilíu, 8. ágúst AP.
Brasilíu, Brasilíu, 8. ágúst AP.
ÓÁNÆGÐIR stjórnarliðar og forsvarsmenn helsta stjórnarandstöðuflokks-
ins í Brasilíu hafa tekið saman höndum og ákveðið að binda enda á tveggja
áratuga stjórn hersins í landinu.
Er þaö í ráðagerðinni, að væntanlegur nýr forseti verði úr röðum Lýðræð-
isfylkingarinnar en varaforsetinn úr þeim hópi, sem gert hefur uppreisn í
jafnaðarman naflokki stjórnarinnar.
Það er ein helsta krafa nýja
bandalagsins, að tafarlaust verði
komið á beinum kosningum en nú
er sá háttur hafður á, að kosnir
eru kjörmenn, sem aftur kjósa
forsetann. Er atkvæðavægið á bak
við hvern kjörmann afar misjafnt
og sumar fámennar sveitabyggðir
eiga fleiri kjörmenn en milljóna-
borgirnar. Hefur það verið stjórn-
arflokknum í hag.
Lýðræðisfylkingin mun halda
landsfund sinn um næstu helgi og
þá mun verða ákveðið forseta-
framboð Tancredo Neves, 74 ára
gamals ríkisstjóra í Minas Ger-
ais-fylki, sem var forsætisráð-
herra um stutta stund á öndverð-
um sjöunda áratugnum þegar lýð-
ræði ríkti í landinu. Meðframbjóð-
andi hans verður Jose Sarney, en
hann var til skamms tíma forseti
jafnaðarmannaflokks stjórnar-
innar. Forystumaður þeirra fyrr-
um stuðningsmanna stjórnarinn-
ar, sem nú hafa snúið við henni
baki, er varaforsetinn, Aureliano
Chaves.
Stjórnin hefur nú 35 sæta
meirihiuta á kjörmannasamkund-
unni en óánægðu stjórnarliðarnir
eru hins vegar 60 talsins. Meiri-
hluti hennar er því í raun horfinn.
Qlympíuleikamir:
KGB falsaði hótunarbréf er
merkt voru Ku Klux Klan
Washinjfton, 8. ágúst. AP.
DÓMSMÁLARÁÐHERRA Bandaríkjanna, William French Smith, segir,
að sovéska leyniþjónustan KGB hafi staðið á bak við fölsuð hótunarbréf,
sem merkt voru Ku Klux Klan-samtökunum, til 20 þjóða í Asíu og Afríku.
Hefði markmiðið með bréfun- þetta í ræðu, sem hann hélt á
um, sem send voru út nokkrum
mánuðum fyrir Ólýmpíuleikana,
verið að reyna að fá þessar þjóð-
ir til að hætta þar við þátttöku.
Dómsmálaráðherrann sagði
þingi samtaka bandarískra veit-
ingamanna. Hann sagði að
Bandaríkjamenn hefðu undir
höndum nokkur eintök af hótun-
arbréfunum, þar sem íþrótta-
mönnum frá Asíu og Afriku er
hótað öllu illu taki þeir þátt í
ólympíuleikunum í Los Angeles.
A.m.k. eitt þessara bréfa, sem
kom til Suður-Kóreu, var sent
frá eyju einni þar skammt frá,
en ekki frá Bandaríkjunum.
Smith kvaðst ekki geta greint
frá öllu því, sem vitað er um
þessi bréf, en ljóst væri að þau
væru ekki á vegum Ku Klux
Klan.
„Nákvæm rannsókn á þessum
bréfum, með aðstoð tækninýj-
unga og færustu sérfræðinga,
þar á meðal málvísindamanna,
hefur leitt í ljós, að um dæmi-
gerða fölsun KGB er að ræða,“
sagði Smith.
raunhæfa leið til að draga úr fólks-
fjölgun.
„Það sýnir sig, að efnahagsleg
velgengni bætir lífskjörin og dreg-
ur úr barneignum, næg eru dæmin
í Vesturheimi," sagði Buckley. Bú-
ist er við því að hann reifi viðhorf
Bandaríkjastjórnar nánar á morg-
un, fimmtudag, en þá flytur hann
ræðu.
Margir ráðstefnufulltrúar voru
allt annað en ánægðir með mál-
flutning Buckleys, þar eð þeir telja
að fulltrúar eigi að vera málefna-
legir og ræða um fólksfjölgunar-
vandamálið. Hinir sömu hafa gef-
ið í skyn að þetta sé kosninga-
brella hjá Reagan Bandaríkjafor-
seta, auk þess sem það geti ekki
stýrt góðri lukku að gefa tilefni til
stjórnmálalegs skoðanaágreinings
á ráðstefnu sem þessari. Við þetta
hafði Buckley margt að athuga, en
lét nægja að fullyrða að „bein
tengsl" væru milli fólksfjölgunar
og efnahags, því væri út í hött að
ýta handarísku viðhorfunum til
hliðar eins og „hverjum öðrum
niðurrifsboðskap", eins og Buckley
komst að orði.
♦ JTi. r \
mmm
mm
Reknir heim
EINS og frá var greint í fréttum i
gær, sigldu austur-þýskir varðbát-
ar í veg fyrir skip þeirra Green-
peacemanna, Sirius, sem var á leið
til Rostock. Þar hugðust skipverj-
ar bjóða embættismönnum borg-
arstjórnar og fleirum um borð til
þess að lesa yfir þeim böl
kjarnorkuvopnasöfnunar. Ekki
varð úr því, þeir fengu ekki leyfi
austur-þýskra yfirvalda til að
leggja að bryggju í Rostock.
Fylgdu varðbátarnir Sirius allt til
hafnar í Lubeck.