Morgunblaðið - 09.08.1984, Side 41

Morgunblaðið - 09.08.1984, Side 41
öll þessi ár slitnaði aldrei upp úr vinskapnum, og þó stundum liði langur tími á milli þess að við hitt- umst, var hún alltaf eins og gátum við talað saman og fíflast alveg eins og við gerðum í gamla daga. Ég minnist þess fyrir fjórum árum, einn góðviðrisdag í júlí, að systir mín tók sér frí frá eiginmanni og bömum og kom til mín í sólbað á svalirnar. Allt í einu duttu þær inn úr dyrunum, Ása og Stína. Þessi húsmæðraorlofsdagur systur minn- ar líður okkur aldrei úr minni. Ása var þennan dag eíns og hún gat orð- ið skemmtilegust og var ég að sjálf- sögðu mjög stolt yfir að systir mín skyldi sjá hvað ég ætti skemmtileg- ar vinkonur. Ása Steinunn var óvenjuleg að öllu leyti, glæsilegt útlit hennar, klæðaburður og framkoma vakti alls staðar athygli. Fólk sem sá hana einu sinni mundi eftir andliti hennar þegar það sá hana aftur mörgum árum seinna, en við sem áttum því láni að fagna að kynnast henni og eignast fyrir vinkonu mun- um alltaf minnast hennar skemmti- legrar og kátrar, en fyrst og fremst góðrar stúlku með viðkvæma sál á bak við allt grínið. Fyrsta heimili Ásu og Ómars er mér mjög minnisstætt, mikið dáðist ég að fjörugu ímyndunarafli hennar þá, Eins og hjá flestu ungu fólki var fjárhagurinn bágborinn og sáu þau ekki fram á íbúðarkaup svo þau keyptu gamalt prentsmiðjuhúsnæði. Mér fannst þetta hræðilegt og alveg óhugsandi að þetta gæti nokkurn tíma orðið íbúðarhæft. Nokkrum vikum eða mánuðum síðar var þarna heimili sem átti á sínum tíma engan sinn líka hjá nýbyrjendum i búskap. Kom þar vel í ijós dugnað- ur, hugmyndaflug og sérstæður smekkur þeirra beggja. Ég vildi svo gjarna rifja upp margt af því skemmtilega sem við stelpurnar á Mogganum upplifðum saman í gamla daga með henni Ásu og væri það meira i hennar anda en viðkvæmnistal, en þessar fátæklegu línur eru mér of þungbærar til þess, það er svo erfitt að kveðja hana Ásu Steinunni. Hafi hún hjartans þökk fyrir samfylgdina sem varð því mið- ur allt of stutt. Ég sendi ómari, foreldrum og bræðrum Ásu mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Margrét Kjartansdóttir, Kaupmannahöfn. Lát elskulegrar frænku minnar kemur ekki á óvart, en samt er það þungbærara en orð fá lýst að geta ekki notið nærveru hennar lengur. Dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér, en i mörgum tilfellum háttar svo til, að viðkomandi veit að kallið muni koma fyrr en seinna. Þegar svo er kemur í ljós innri styrkur og oft ótrúleg sál- arró. Þessu fékk ég að kynnast af eig- in raun af hálfu Ásu Steinunnar þegar við hjónin vorum stödd í Englandi i júlímánuði síðastliðið ár. Hún var þá ásamt manni sin- um í London leitandi sér lækninga við þeim banvæna sjúkdómi, sem nú hefir hrifið hana burt frá okkur. Við nutum samvista á strönd- inni við Brighton tvær helgar og munum þær ánægjulegu stundir með Ásu og Ómari, sem aldrei líða mér úr minni. Þó var átakanlegt að sjá hversu illa geislameðferðin sem hún gekkst undir hafði farið með hana. Samt var hún hress í bragði og kát, en tónn alvörunnar undir niðri. Þarna sagði hún mér, að hún vissi að hverju stefndi, og að hún hefði þá þegar beðið dr. Gunnlaug, frænda sinn, að gera fyrir sig erfðaskrá, sem tryggði sambýlismanni sínum, ómari Skúlasyni, eignarrétt á íbúðinni, sem var formlega á hennar nafni. Þetta snart mig mjög, og ég gat aðeins dáðst að hetjulegu hugar- fari þessarar ungu og fögru konu, sem svo stutt hafði í raun lifað. Bað hún okkur hjónin votta erfða- skrána, svo hún yrði lögleg. Að leiðarlokum eru það sporin okkar, sem gilda. Ása Steinunn skilur eftir sig fögur spor og dýrmætar minningar. Að endingu vil ég votta elskendum og fjöl- skyldu mína dýpstu samúð og færi einnig slíkar kveðjur frá Dollu systur minni í Kaliforníu. Pétur Pétursson MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 Bróðurkveðja: Guðrún Jónsdóttir Gilsfjarðarbrekku Guðrún Jónsdóttir frá Gils- fjarðarbrekku, sem lengst bjó í Mjóuhlíð 16, fæddist á Gilsfjarð- arbrekku sem er austasti bærinn í Barðastrandarsýslu 29. september 1902. Foreldrar hennar voru hjón- in Elín Guðrún Magnúsdóttir og Jón Theódórsson, sem þar bjuggu. Guðrún var elst átta systkina, og hvíldi því mikið á hennar herðum að gæta yngri systkina sinna og vera þeim góð fyrirmynd. Guðrún átti vel kristna foreldra, sem báðu fyrir börnunum sínum og kenndu þeim snemma að þekkja Frelsara sinn. Á Gilsfjarðarbrekku, þar sem hún ólst upp, var ein fjögurra stafgólfa baðstofa þar sem hjónin sváfu ásamt sínum átta börnum. Og á kvöldin þegar allir voru komnir inn og áður en ganga skyldi til hvílu, var tekin fram bók bókanna, Biblían, og úr henni var eins og stendur skrifað hjá Jesaja 12. kapítula: Með fögnuði ausið úr lindum hjálpræðisins, og fyrir og eftir lesturinn var sungið úr okkar blessuðu kirkjusöngsbók, og að endingu kraup öll fjölskyldan niður til bænar, og þakkaði Guði fyrir liðinn dag og fól sig í almátt- ugar verndarhendur Drottins. Og eins var það á morgnana, áður en gengið var til vinnu. Þá var lesið upp úr Guðs orði og allir byrjuðu daginn á knjánum frammi fyrir augliti Guðs í bæn, hver við sitt rúm. Þegar Guðrún var mjög ung, já bara smástúlka, tók hún þá ákvörðun að þjóna Guði og vera Frelsara sínum trú. Hún las mikið Guðs orð, og lifði í bænasamfélagi við Frelsara sinn. Hún fékk líka oft að reyna það að Guð er fljótur að bænheyra. Já, Drottinn hefur yndi af að uppfylla óskir barna sinna. Það sást líka í lífi hennar og þjónustu, sem Páll postuli sagði, að kærleika Guðs er úthellt í hjörtu vor, fyrir heilagan anda, sem oss er gefinn. Hún lagði sín bernsku-, æsku- og manndómsár á altari sjálfsfórnarinnar til að hjálpa sínum fátæku foreldrum og uppvaxandi systkinum til að kom- ast áfram. Og tíminn leið. Þegar hún var tuttugu og fimm ára veiktist hún af brjósthimnubólgu og lá lengi veik. Þá kom til hennar héraðslæknirinn á Reykhólum og eftir að hann hafði skoðað hana kvað hann upp þann dóm að hún hefði blett í lunga og hann vildi að hún færi á Vífilsstaði. Þetta var ekki uppörvandi fyrir unga stúlku. Á þeim dögum litu margir svo á, að blettur í lunga væri nær því dauðadómur. Jónas læknir á Hvammstanga bauð henni þá að koma norður til sín og sjá hvort hann gæti hjálpað henni. Hún grét og bað til Drottins. Þá orti hún þessa vísu: „Nú kveðjuljóð ég kvaka af klökkum hug og sál. Er hljóðnar harpan slaka og hjartans innsta mál. Því upp er drukkið ölið þótt æsku brenni glóð. En hvort mun bitra bölið svo breiðast yfir slóð? ó, Guð minn gef mér frið, svo fyrir handan heiminn mér himinn taki við.“ Minning - Matthías Adolf Thorfinnsson Matthías Adolf Thorfinnsson dó á elliheimili í grennd við Minnea- polis mánudaginn 16. júlí, tæpri viku eftir 91 árs afmælið. Jarðar- förin fór fram í Hopkins fyrir vestan Minneapolis föstudaginn 20. júlí, og létu aðstandendur minningargjafir ganga í styrkt- arsjóðinn handa nemendum og kennurum sem fara til íslands eða koma þaðan til Minnesota-háskól- ans. Matthías unni öllu sem is- lenzkt var, enda látinn heita í höf- uðið á Matthíasi Jochumssyni og skírður af honum 1893 þegar þjóð- skáldið heimsótti Norður-Dakota í ferðinni til Chicago á heimssýn- inguna. Matthías var á íslandi í sex mánuði 1954 á vegum Foreign Operations Administration Bandaríkjastjórnar, heimsótti ungmennafélög um allt landið og flutti fyrirlestra víða um lífsstarf sitt, sandgræðslu, eða soil conservation. Kona hans, Olga Ross, fór með honum til Islands, hún dó 1969. Langlífi einkenndi sannarlega móðurætt Matthíasar; Guðríður Guðmundsdóttir, móðir hans, fædd á Reykjavöllum í Skagafirði 1. maí, 1863, var 103 þegar hún dó á elliheimilinu Borg í Mountain, Norður-Dakota; systir hennar, Ingiríður, var líka 103 þegar hún dó í Winnipeg; Sigrún, sem dó einnig í Winnipeg var rétt komin yfir 100 ára aldursmarkið og eini bróðirinn, Barði G. Skúlason, kennari, lögfræðingur og þing- maður í Norður-Dakota, varð hátt metinn lögmaður í Portland, Oregon, heiðursræðismaður ís- lands í mörg ár, og var 98 ára þeg- ar hann dó. Guðríður giftist 1891 Þorláki Þorfinnssyni sem fór til Norður- Dakota úr heimasveitinni 1882; hann var fæddur í Garðakoti í Hjaltadal, ekki langt frá biskups- setrinu á Hólum. Móðir Láka, eins og hann var kallaður, var Elísabet Pétursdóttir, föðursystir séra Friðriks Friðrikssonar, og þannig voru Matthías og KFUM-leiðtog- inn náskyldir. Láki bjó á fleiri bóndabæjum í Pembina-héraði en lengst af á Mountain og þar dó hann 1944. Börn Þorláks og Guðríðar urðu fimm; Lawrence var elstur, og dó hann tæplega 16 ára, 1908. Ekki er langt síðan Theodore Skúlason Thorfinnsson dó í Lincoln, Nebraska, kennari, rithöfundur og leiðtogi í búnaðarmálum. Tveir bræður Matthíasar eru á lífi, Snorri Maurice og Hjalti Brynjólf- ur, oftast nær kallaður Mike. Matthías og bræður hans voru all- ir í sömu starfsgrein, allir útskrif- aðir úr háskólum í búnaðarfræði og allir ráðunautar í þeirri grein, byrjandi sem „county agents" i héruðum víðsvegar, starf þeirra falið í því að fylgjast með öllum framförum í búrekstri og leið- beina bændum í því. Snorri, 81, sem á heima núna í Red Lake Falls, Minnesota, þar sem Vaughn sonur hans er skólastjóri, varð sérfræðingur í hveitirækt og tók við forstöðu í þeim efnum hjá stærðar samvinnufélagi, Farmers Union Grain Terminal Associa- tion í Norður-Dakota, þangað til hann hætti störfum. Snorri varð vel þekktur sem skáld, orti á ensku og voru ljóðabækur eftir hann gefnar út. Hjalti, kallaður Mike til þægðarauka, er 78 ára, sestur að í Wolverton, Minnesota, eftir margra ára starf sem ráðu- nautur í búfræði. Matthías Adolf, elstur þeirra bræðra sem komust upp, var fæddur nálægt Hensel, Norður- Dakota, 10. júlí, 1893, útskrifaðist 1917 með Bachelor of Science- gráðu i jarðvegsfræði frá ríkis- háskólanum í Grand Forks, starf- Svo var það einn morgun, þegar hún lá vakandi í rúminu sinu og var að biðja, já tala við Drottin sinn og Frelsara, að það kom fjúk- andi inn á sængina hennar pínu- lítið blað, sem kallað er manna- korn. (Það er nokkurskonar ávísun á vissan stað í Biblíunni.) Á þessu mannakorni stóð: Sálm. 103. Hún tók Biblíuna sína og las: „Lofa þú Drottin sála mín, og allt sem í mér er hans heilaga nafn. Lofa þú Drottin sála mín og gleym ekki neinum velgjörðum hans, sem fyrirgefur allar misgjörðir þinar og læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni og krýnir þig náð og miskunn og mettar þig gæð- um.“ Þá hrópaði hún upp: „Mamma, ég á að verða heilbrigð." Svo sofnaði hún glöð og róleg. Og hana dreymdi að hún sá Jesúm Krist standa við rúmið hennar, og hann rétti út sínar gegnum- stungnu hendur yfir hana og sagði aði sem héraðsráðunautur níu ár i Montana, og 10 ár í Minnesota áð- ur en hann varð kennari við bún- aðardeild Minnesota-háskólans i St. Paul 1936. Þar varð hann við- þekktur leiðtogi þangað til hann hætti störfum, hélt fyrirlestra út um allt Minnesota-ríki um sitt fag og náði viðurkenningu víða um landið í „soil conservation" starf- inu, ritari félags þeirra fagmanna í Minnesota og kosinn ævifélagi í Nationai Conservation Associa- tion. Matthías og kona hans, Dora Ross, skilja eftir sig tvö börn, Dor- is Rozella, 65 ára, gift Arthur R. Hodgins, og eiga þau heima skammt fyrir vestan Minneapolis í Rogers, Minnesota, og Ross Lawrence, 64 ára, lögfræðingur í Hopkins, Minnesota. Ross útskrif- aðist frá Minnesota-háskólanum sem lögfræðingur 1943, fór í aðrar starfsgreinar fyrst, háttsettur hjá Soo Line-járnbrautinni og síðar National Car Rental-félaginu. _________________________________41_ með svo hljómfagurri rödd: „Trú þín hefur læknað þig, far þú í friði." Eftir þetta var hún alltaf svo glöð, og frískaðist með hverj- um degi. Samt fór hún norður á Hvammstanga. Og Jónas læknir skoðaði hana og kvað upp sinn úr- skurð og sagði: „Jeg skil ekkert í þessu, Guðrún mín, enginn hefur haft hraustari lungu en þú.“ Samt var hún nokkurn tíma þarna á sjúkrahúsinu, en ekki sem sjúkl- ingur, heldur sem vökukona. Svo kom hún heim til foreldra sinna og systkina, frísk og glöð. Árið 1958, 16. apríl, giftist hún eftirlifandi manni sinum, óskari Guðlaugssyni frá Siglufirði. Fyrir „ nokkrum árum fór líkamleg van- heilsa að þjá hana. Og 21. júlí þóknaðist Guði að leysa hana frá þrengingum sjúkdómsins. Við sem eftir lifum, vinir hennar, sem nut- um kærleika hennar og umhyggju, við söknum hennar sárt, en við megum samt samgleðjast henni að vera nú leyst frá þrengingum síð- ustu ára, og hafa nú endurleyst fyrir Jesú blóð fullnað skeiðið með sigri og varðveitt trúna. Við meg- um segja eins og höfundur Opin- berunarbókarinnar: „Já, sælir eru þeir, sem í Drottni deyja upp frá þessu, já segir andinn, þeir skulu fá" hvíld frá erfiði sínu því að verk þeirra fylgja þeim.“ Öpinberun- arbókin 14.13. Far þú í frifti, friftur Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú meft Guði Guft þér nú fylgi, hans dýrftarhnoss þú hljóta skalt. (V.B.) Þannig minnist sinnar elskuðu systur, Eggert Th. Jónsson, Mjóuhlíft 16. Hann og kona hans, Jane Skedgell, eiga fjögur börn: Ross Lawrence yngri, Victoria, Thomas og Scott Matthías. Thomas er lögfræðingur með föður sínum á skrifstofunni sem þeir reka í Hopkins og eru Scott, Ross og Vicki eins og hún er kölluð með stærðar mubluverslun á 2808 West Broadway í Minnea- polis, Thorfinnsson Furniture Company. Matthías var vel undirbúinn í þýðingarmikið og afdrifaríkt lífsstarf og hlaut verðskuldaða viðurkenningu fyrir leiðtogahæfi- leika sína. Þrátt fyrir það að hann væri lengst af fjarverandi lslend- ingum var hann sérstaklega þjóð- rækinn, og átti sannarlega ekki langt að sækja það. Hann kunni mörg íslenzk ljóð og hafði ánægju af að fara með þau. Hlýr var hann í viðmóti, höfðinglegur í sjón og raun, óþreytandi í starfi sínu og munu áhrif hans til bóta og fram- fara vara lengi. Valdimar Björnsson t Þökkum auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og útför sonar míns og bróöur, REINALDS REINALDSSONAR, Suöurgötu 83, Hafnariiröi. Sérstakar þakkir færum viö kaþólska söfnuöinum. Þorbjörg Björnadóttir, Valdimar Sveinason. t (nnilegt þakklæti til allra sem minntust MAGNÚSAR PÁLSSONAR, jArnsmiös, meö viröingu og hlýhug. Þökkum einnig auösýnda samúö og vln- áttu. Krlstrún Hreiöarsdóttir, Helga Magnúsdóttír, Svavar Gunnþórsson, Guöfinna Magnúsdóttir, Guömundur Jakobsson, Sígríöur Vilb. Magnúsdóttir, Guömundur Guömundsson, Péll Magnússon, Elva Dröfn Ingólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.