Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 — eftir Marjatta ísberg íslenskir tónlistarunnendur hafa eflaust oft hlustað á tónlist- arþætti útvarpsins, sem teknir hafa verið upp á tónlistarhátíð- inni í Savonlinna. En hvað og hvar er Savonlinna, og hvað er að ger- ast þar um þessar mundir? E.t.v. eitthvað spennandi, þar sem jafn- vel íslenska óperan hefur sent fulltrúa sinn þangað. Savonlinna er lítil borg í suð- austurhluta Finnlands. Hún er byggð kringum kastala, sem Svíar létu reisa á smáeyju í sundi á milli tveggja vatna. Bygging kastalans hófst á 15. öld og hélt áfram um meira en tveggja alda skeið. Kast- alinn átti að vera fremsti vörður Svíaríkis í austri á móti erkióvin- inum, Rússanum. Til að auka mátt kastalans var hann kenndur við mesta dýrling Norðurlanda á þeim tíma, við heilagan Ólaf Noregsk- onung (Olavinlinna). Eftir margar styrjaldir færðust landamærin æ lengra austur, og Svíar urðu að reisa nýjan kastala í Viborg. En Óperuhátíðin í Savonlinna Olavinlinna-kastalinn stendur enn og er talinn vera einn fegursti miðaldakastalinn á öllum Norður- löndum. Bærinn sem óx kringum kastalann fékk nafnið Savonlinna (virkið í Savo-fylki). Savonlinna var lengi höfuðstað- ur fylkisins og biskupssetur, en hún varð aldrei stórborg eða fræg fyrir annað en náttúrufegurð. En þá kom Aino Ackté (1876—1944) til sögunnar. Hún var fyrsti alþjóð- legi söngvarinn sem Finnar eign- uðust. Og á meðan hún tróð upp á helstu óperusviðum Evrópu, lét hún sig dreyma um sérstakan sýn- ingarstað fyrir finnska óperu, enda lifði hún á tíma þjóðernis- legrar vakningar. Aino Ackté lét drauminn sinn verða að veruleika. Hún gat ekki hugsað sér betri leiktjöld fyrir innlenda óperu en hina háu steinmúra Olavinlinna-kastalans. Árið 1912 var óperan „Aino“ eftir finnska tónskáldið Erkki Melartin flutt í stóra kastalagarðinum. Tit- ilhlutverkið söng Aino Ackté sjálf. Og þetta varð upphaf óperuhátíð- arinnar í Savonlinna, sem nú er meðal helstu árlegu tónlistar- viðburða á Norðurlöndum. Fyrstu óperuhátíðirnar voru einkaframtak Aino Ackté. Þeim var vel fagnað af áhorfendum, en einhverra hluta vegna mættu þær aldrei skilningi ráðamanna. Marg- ir voru einnig tortryggnir í garð Aino og héldu því fram, að hún hefði stórgrætt á þessu fyrirtæki. Fyrst hafði hún fengið smástyrk fyrir hátíðina, en svo ekkert meira. Þegar hún árið 1930 hafði tapað sem samsvarar verði tveggja einbýlishúsa, gafst hún upp, vonsvikin og bitur í garð skiiningslausra ráðamanna. En neistinn, sem Aino hafði kveikt, slokknaði ekki. Enn lifðu þeir tónlistarunnendur sem létu sig dreyma um glæsilega framtíð finnskrar óperu. Sumarnámskeið sem tónlistarskólinn í Savonlinna hafði staðið fyrir voru orðin mjög vinsæl og vel sótt. Hví ekki að endurvekja óperuhátíðina og tengja hana saman við þessi nám- skeið? Árið 1967 var fyrsta óperan í nærri 40 ár flutt í garði Olavin- linna-kastalans. í þetta skipti var það ekki innlend ópera, en söngv- arar voru að mestu Finnar. Marg- ir þeirra höfðu lengi starfað er- lendis, einkum þó í Þýskalandi, en snéru nú heim af því tilefni. „Sumar eftir sumar eru áhorfendapallar Olav- inlinna-kastalans, sem rúma um 2.000 manns, þéttsetnir. í stuttan tíma á sumri hverju breytist smábærinn Sav- onlinna í menningar- miðpunkt þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Nú er óperuhátíðin í Savonlinna orðin þriggja vikna samfelld tón- listarveisla, sem er árlega haldin í júlímánuði. Þetta sumar eru óper- urnar fjórar, ein finnsk ný ópera og þrjár klassískar. Auk óperanna eru haldnir margir tónleikar, bæði í borginni Savonlinna og í nálæg- um þorpum. Helst er að nefna kirkjuna í Kerimáki, sem er stærsta timburkirkja í heimi og liggur u.þ.b. 25 km norður af Savonlinna. Jafnframt eru haldin námskeið í söng og hljóðfæraleik. Á síðustu árum hafa yfir 70.000 gestir sótt hátíðina að jafnaði, þar af meira en helmingur óperusýn- ingarnar. Finnsk nútímaópera slær í gegn Mörg finnsk tónskáld hafa und- anfarin ár fengist við óperusmíð. Síðast í vor var óperan „Silki- tromman" eftir Paavo Heininen frumflutt í Þjóðaróperunni í Hels- inki. Hún er að því leyti athyglis- verð, að hún byggir á sömu sögu og ópera þeirra Atla Heimis Sveinssonar og örnólfs Árnason- ar, sem flutt var á listahátíð hér í Reykjavík fyrir tveimur árum. En þau tónskáld sem athygli hafa vakið fyrir utan landsteinana eru Joonas Kokkonen, prófessor við Sibelius Akademíuna, og nem- andi hans Auiis Sallinen. Operur eftir þá báða hafa verið fluttar í Savonlinna. Báðir hafa þeir einnig fengið tónverk sín flutt í Metrop- olitan-óperunni í New York, en það er vfirleitt talið fyrsta þrep til heimsfrægðarinnar. Aulis Sallinen hefur hingað til aðeins skrifað þrjár óperur. Hin fyrsta þeirra var pöntuð á 500 ára afmælishátíð Olavinlinna-kastal- ans og var frumflutt sumarið 1977 á óperuhátíðinni. Hún hét „Rats- umies" (riddaraliðsmaður). Önnur óperan hét „Punainen viiva" (Rauða strikið) og byggir á sam- nefndri finnskri skáldsögu. Óperan „Rauða strikið" vakti strax mikla athygli og fékk lof- samlega dóma bæði í innlendum og erlendum blöðum. Að lokum kom að því, að sjálfur Sir John To- oley, forstjóri Konunglegu óper- unnar í Covent Garden, London, tók sér far til Helsinki. Eftir sýn- inguna var hann svo hrifinn af þvi sem hann hafði heyrt og séð, að hann vildi endilega fá Sallinen til að semja nýja óperu sérstaklega fyrir Covent Garden. En Sallinen var þá þegar búinn að semja um nýja óperu fyrir hátiðina í Savon- linna og treysti sér ekki til að semja tvö stórtæk verk á svo stuttum tíma. Einhver stakk þá upp á því, að óperan sem Sallinen hafði þegar i smiðum, yrði fyrst flutt í Savonlinna og siðan færð á svið í Covent Garden. Eiginlega væri hún eins og tilvalin fyrir Covent Garden, af því að efnið fjallaði um (ímyndaðan) enskan konung og hirð hans. Niðurstaðan varð sú, að óperan, sem hafði hlot- ið nafnið „Kuningas láhtee Rans- kaan“ (Konungurinn fer af stað til Frakklands), varð sameiginlega pöntuð af þremum aðilum: óperu- hátíðinni i Savonlinna, Konung- legu óperunni i Covent Garden og bresku útvarpsstöðinni BBC. Finnar voru sigri hrósandi. Fram- tíð finnskrar óperu virtist glæsi- leg. Loksins höfðu Finnar eignast tónskáld sem gæti jafnast á við Sibelius. Það er erfitt að lifa fyrir frægðina Ópera sem hefur verið pöntuð af Covent Garden og BBC vekur e.t.v. meiri athygli en venjuleg innlend ópera í einhverju afskekktu landi. Sallinen var hampað í fjölmiðlum, kostir hans taldir upp, gallar fundust engir. Hann var kosinn listamaður ársins, o.s.frv. Allt þetta virtist þó ekki hafa nein sjá- anleg áhrif á Sallinen sjálfan. Hann er sá hinn sami Sallinen, brosandi, lífsglaður austanmaður, sem lætur heimsfrægðina ekki raska sálarró sinni. En það er samt erfitt að vera frægur fyrir eitthvað sem maður hefur ennþá ekki gert. Flestir óperugestir í Savonlinna í sumar komu þangað til að sjá þessa umtöluðu óperu. Eftirvænt- ingin var mikil og miðarnir voru uppseldir mánuðum fyrir upphaf hátíðarinnar. Sem fulltrúi Morg- unblaðsins tókst mér ekki betur en Kirkjan í Kerimáki er stærsta timburkirkja í heimi. Hinir háu steinmúrar Olavin- linna-kastalans mynda glæsilegt svið fyrir óperuhátíðina í Savon- linna. að fá miða á lokaæfinguna aftar- lega í salnum. Við þetta er í sjálfu sér ekkert að athuga nema það, að bannað var að taka ljósmyndir. Leyndardómurinn átti að haldast til frumsýningarinnar, sem var tveimur dögum seinna. Óperan sem Sallinen tefldi fram er dæmigerð nútima ópera. í henni er enginn eða svo sem eng- inn söguþráður. Hún byggist á at- riðum sem á ytra borðinu virðast ekki vera í neinu samhengi hvert við annað. Hana mætti e.t.v. kalla „súrrealisma". Ef á að lýsa textan- um á einhvern hátt, þá er hann saga sem byrjar í framtíðinni og endar í nútíðinni. En þó að textinn sé mikilvægur í óperu, er það aðal- lega tónlistin sem gildir. I Savonlinna voru samankomnir blaðamenn frá öllum helstu blöð- um í Evrópu, en skiljanlega bar mest á Bretum. Og hvað sögðu þessir menn? „Maður finnur alltaf eitthvað nýtt í tónlistinni eftir Sallinen ... Það á að hlusta á þessa óperu mörgum sinnum ... Aulis Sallinen tónskáld. Maður verður aldrei leiður á henni...“ Einnig maðurinn á götunni var hrifinn — ópera er alltaf listvið- burður — en það heyrðist vel, að fyrri óperur skáldsins höfðu höfð- að betur til hans. „Þessi er ekki eins hljómfögur (melódísk) og hin- ar tvær.“ Á blaðamannafundi, sem hald- inn var fyrir lokaæfingu, var skýrt frá því, að ekkert hefði verið spar- að í ytra búnaði. Kjólar söng- kvennanna fjögurra voru úr ekta hrásilki og mikið vaskaskinn hafði farið í búninga karlsöngvaranna, sérstaklega í búning konungsins. Seinna spurði ég sjálfa mig, hvort allt þetta hefði verið nauðsynlegt. Þar sem ég sat var ómögulegt að sjá úr hvaða efni búningarnir voru. Þeir hefðu þess vegna getað verið úr ódýrara efni. Frekar læddist sú hugsun að manni hvort ekki hefði verið betra að pakka óekta varningi í dýran búning. Jafnvel einn þeirra sem hafði starfað við búningagerðina sagði, að sér hefði blöskrað eyðslusemin. Erlendir, sérstaklega sænskir gagnrýnendur, hrósuðu leikstjórn Kalle Holmberg engu siður en tónlistinni. Að þeirra áliti hafði Holmberg tekist að skapa óvið- jafnanlegt „vitalitet" á sviðinu. Enskir gagnrýnendur voru þó ekki jafn gagnteknir. Sumir jafnvel ef- uðust um, að óperan myndi nokk- urn tíma verða flutt í Covent Garden, þrátt fyrir gerðan samn- ing. Hún höfðaði einfaldlega ekki til breskra áhorfenda í því formi sem hún var núna. Stephen Wash frá The Observer sagði þetta vera miður, af því að tónlistin væri góð, en sviðsetningin ekki í smekk Breta. Sumir aftur á móti sögðu, að textinn, sem upphaflega var út- varpsleikrit, eftir Paavo Haavikko, væri ekki vel fallinn sem óperu- texti. Svíar aftur á móti héldu því fram, að tónskáldinu hefði tekist að „sameina einfaldleika tónlist-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.