Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 33 Væri ekki blátt áfram hrein- legra að kála gamla fólkinu? — eftir Grétu Sigfúsdóttur Já, kála því fremur en láta það búa við sultarkjör eins og sveitar- limina í gamla daga? Það segir sig sjálft að enginn getur lifað af elli- lífeyri einum saman, a.m.k. ekki eignalaust fólk. Lágtekjuhóparnir hafa ekki undir 12—15 þúsundum á mánuði og kvarta. Hvernig í ósköpunum er þá hægt að ætlast til að ellilífeyrisþegi komist af með 5—10 þúsundir að meðtalinni tekjutryggingu! Margt af þessu fólki er ekki á eftirlaunum eða þá afarlágum, en þau eru raunar skattskyld. Lífeyrisþegar þarfnast fæðis og klæða engu síður en lág- tekjuhóparnir, og húsaleigu- og orkureikninga verða þeir einnig að greiða (hér er átt við eldri borgara sem ennþá eru færir um að sjá um sig sjálfir). Nei, lífeyrisþegar geta ekki lifað mannsæmandi lífi án aukatekna, hvort sem þær eru greiðsla fyrir vinnu eða koma úr lífeyrissjóði, en fari þær aukatekj- ur fram úr tekjutryggingunni er hún lækkuð eða felld niður og um- framtekjurnar reiknaðar sem stofn til álagningar — ergo: elli- lífeyrisþegum er ekki heimilt að hafa hærri tekjur en sem svarar 10 þúsundum á mánuði án þess að burðast með skattaklafa. Flestum finnst það ekki borga sig og kjósa heldur ellilaunin og tekjutrygg- inguna sem hvorki duga til eins né neins nema að skrimta. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Nei, þessi tilhögun hvetur svo sannarlega ekki lífeyrisþega til að afla sér tekna með aukavinnu, nema ef vera skyldu störf sem hægt er að svíkja undan skatti. Við megum ekki gleyma að gamla fólkið er undirstaðan að svoköll- uðu velferðarþjóðfélagi okkar, fólk sem árum saman hefur verið féflett á auvirðilegan og miskunn- arlausan hátt. Hverjum eru að þakka öll þau glæstu einbýlishús sem spruttu upp eins og gorkúlur á mykjuhaug á verðbólgutímabil- inu, áður en farið var að stemma stigu við ósómanum með því að verðtryggja krónuna? Þetta fólk sem að gömium sið lagði stritpen- ingana sína á banka til elliáranna, — eða a.m.k. til að eiga fyrir jarð- arförinni sinni. Og svo þegar til þeirra átti að grípa voru krónurn- ar orðnar að aurum. í þá daga þótti enginn sómi í að vera á „sósí- alnum" eins og núna, þegar því er tekið sem nær sjálfsögðum hlut. Á verðbólgutímabilinu heyrði maður athafnamenn gorta af að sá væri ríkastur sem mest skuldaði. Von- andi koma þeir tímar aldrei til baka. I haust þegar launaskriðan fer af stað á nýjan leik verður gamla fólkið ásamt öryrkjum og lágtekjufólki afskipt. Það er reynsla fyrri ára. Lágtekjufólkinu er att á foraðið og svo fleyta há- tekjumennirnir rjómann ofan af undanrennunni. Hver hugsar um sinn hag og lætur sig litlu skipta þó troðið sé á náunganum. Það er eins og stjórnmálamönnum og verðalýðsleiðtogum geti aldrei skilist — og síst sósíalistum — að hækkun launa í landinu þýðir það, að jafna verður kjörin milli há- tekju- og lágtekjufólks — að há- tekjumenn verði einhverju að fórna. Þjóðartekjur hvaða lands sem er rísa ekki undir bættum kjörum allra þegnanna án fórna þeirra sem forréttindin hafa. Og á þessu hafa austantjaldsríkin flaskað. Hjá þeim hefur myndast ný yfirstétt sem fer með völd og þjóðartekjur að eigin geðþótta. Bölvaldurinn í okkar þjóðfélagi er vísitalan sem gerir launaójöfn- uðinn óbærilegan. Þó er eins og Gréta Sigfúsdóttir „Ellilífeyrisþegum er ekki heimilt að hafa hærri tekjur en sem svarar 10 þúsundum á mánuði án þess aÖ burö- ast meö skattaklafa.“ fólk kjósi fremur verðbólguna með öllu sem henni fylgir, svo sem gróði einstakra manna sem kunna á kerfið, og lætur berast með straumnum. Mér finnst að „vinur litla mannsins" hafi brugðist með því að láta gamalmennin taka drjúgan þátt í að troða í „gatið". Annars fór stjórnin vel af stað. Fyrir síðustu verðhækkun var beinlínis ánægjulegt að fara í búð- ir og uppgötva að vöruverðið var óbreytt vikum, jafnvel mánuðum saman. íslendingar voru farnir að stíga í áliti erlendis. Ég frétti t.d. að í Noregi furðuðu menn sig á hve gengi íslensku krónunnar væri orðið stöðugt, krónan hafði meira að segja nýlega hækkað um einseyring! Þótti það hið mesta efnahagsundur. En nú sækir allt í sama gamla horfið. Þrýstihóparnir munu ná undirtökunum og slást um þjóðar- tekjurnar eins og bófar um ráns- feng. Raunar á ríkisstjórnin nokkra sök á þessu sjálf „því eftir höfðinu dansa limirnir". Willoch karlinn, forsætisráðherra N(>rð- manna, var svo klókur að styrkja stjórn sína með því að hafna vísi- tölubótum á laun sín, þótti 4>au orðin nægilega há fyrir. Hefði rík- isstjórn okkar farið sömu leið strax í byrjun væri ástandið ann- að í dag. Þegar maður les í blöðun- um um skattsvik og fjárdrátt, að ógleymdum ráðherrabílum og há- launuðum bílstjórum ásamt tíðum og dýrum utanferðum mektar- manna á kostnað ríkisins, er ekki furða þó manni blöskri. Eftir óða- verðbólguna hefur svindl og brask fest djúpar rætur í þjóðinni og eru ríkisreknu fyrirtækin þar efst á baugi, eins og t.d. ÁTVR sem ætti að sjá um áfengiskaup sín sjálf án stríðalinna milliliða. Alls staðar spilling hvert sem litið er, og nenni ég ekki rekja fleiri dæmi. En eitthvað verður að gera til að bæta kjör gamla fólksins, annað hvort með því að hækka ellilaunin til jafns við lægstu laun eða leyfa lífeyrisþegum að afla sér skattfrj- álsra aukatekna meðan þeir hafa þrek og heilsu til að bæta kjör sín. Það myndi losa þá við áhyggjur af afkomu sinni og gefa þeim tækif- æri til að njóta siðustu æviáranna áður en heilsan bregst og stofnan- ir taka við. Mér finnst að hlúa ætti að gamla fólk- inu og vernda sjálfstraust þess og persónuleika, í staðinn fyrir að gera það að vanmegnugri hópsál. Gréta Sigfúsdóttir er rithöfundur. Fjórburar í V-Þýzkalandi Paderborn, 1. ágúst. AP. TUTTUGU og sex ára gömul kona born, skýrði svo frá, að fjórbur- í Paderborn í Vestur-Þýzkalandi ól arnir — tvær telpur og tveir í gær fjórbura fyrir tímann. Var drengir — hefðu verið teknir heilsa þeirra slæm í dag og áttu með keisaraskurði, eftir að móð- þeir við alvarlega öndunarerfíð- ir þeirra hafði gengið með þá í 31 leika að stríða. Einn þeirra dó síð- viku. Minnsta barnið vó aðeins degis í dag. rúml. 4 merkur og það stærsta Wolfgang Storm, yfirlæknir á ekki 6 merkur. Börnin fæddust Vinzenz-sjúkrahúsinu í Pader- með 4 mínútna millibili. NOKKUR DÆMIUM VERÐ: Stendur í nokkra daga. Herraskyrtur .. 398 220 Herrabuxur .. pKf. 595 Herraullarsokkar (3 pör) .. 135 Yfuhafnir . 328CT 795 Kvenbuxur ..JB5T 419 Kvenblússur ..jmr 199 Kvenpils ..^ssr 399 Bamaskyrtur ..jsgT 179 Bamabolir 99 Bamabuxur ..J8CT 359 Bamasmekkbuxur .... ..>99" 169 WKM kaffivél ............)39CÍ 990 Westclox ...............JZ80^ 590 Garðstólasett (4st.)....„4390^3500 Vegglampi ..............,>20" 99 Hamar m/tréskafti ......JL5CT 99 Gori 88 (2,5 lítrar) ...AVÍ 361 Gori 88 (5,0 lítrar) ....JZ95" 695 Leikföng .......allt að 30% afsláttur Hljómplötur ... alltað40%afsiáttur Búsáhöld allt að 40% afsláttur JXL Æmm/mAmr AHKLIG4RDUR MARKAÐUR VÐ SUND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.