Morgunblaðið - 09.08.1984, Síða 31

Morgunblaðið - 09.08.1984, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1984 31 Magnús Heimir sýn- ir í Asmundarsal MAGNÚS Heimir Gíslason, bygg- ingarfræðingur og myndlistarmað- ur, heldur nú sýningu á 40 vatnslitamyndum í Ásmundarsal við Freyjugötu í Reykjavík. Á sýningunni, sem er fyrsta einkasýning Magnúsar Heimis, eru landslagsmyndir og myndir frá sjávarsíðunni, þ.á m. myndir af nokkrum gömlum vitum. Sýn- ingin stendur til sunnudags og er hún opin kl. 16—22 virka daga og kl. 14—22 um helgina. (Fréttatilkynning.) Diskóferðir til London og Reykjavíkur: íslandskvöld í Hippodrome FYRIRHUGAÐ er að halda sér- staka íslandskynningu í einum víðfrægasta danssal Lundúna- borgar, Hippodrome, 18. nóvem- ber næstkomandi. Jafnframt er ætlunin að gefa íslenskum diskódansunnendum kost á að fara í skipulagðar hópferðir á diskótekin Hippodrome og Stringfellow’s í London. í staðinn myndu koma hingað til lands breskir ferðamenn í diskóferð í Broadway og Holly- wood, sem standa að þessu í sam- vinnu við Flugleiðir. Að ís- landskvöldinu standa þeir aðilar og Ferðamálaráð. Um helgina kemur hingað til lands Peter Stringfellow, veitinga- maður í Hippodrome og String- fellow’s, til að ganga frá lausum endum í þessu sambandi og kynna sér aðstöðu til skemmtanahalds í Reykjavík. Hann er kunnur maður á sínu sviði í Englandi. Hippo- drome veitingahúsið er í sömu byggingu og sá víðfrægi skemmti- staður Talk of the Town var áður en Stringfellow keypti bygginguna fyrir nokkrum árum og hefur endurbyggt að verulegu leyti und- ir glæsilegt og vel sótt veitingahús og diskótek. Hugmyndin er að á íslands- Sýning Bjarna Jónssonar í Skíðaskálanum í Hveradölum UM þessar mundir sýnir Bjarni Jónsson listmálari í Skíðaskálanum í Hveradölum. Á sýningunni eru að mestu leyti myndir frá liðinni tíð ( Vestmannaeyjum. Þær eru unnar með vatnslitum, tússi og olíulitum. Bjarni hefur haldið fjölda sýn- inga hér á landi og tekið þátt i sýningum erlendis. Um 20 ára skeið vann hann að teikningum við hið mikla ritverk Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska sjáv- arhætti, en einnig við fjölda ann- arra bóka. Sýningin er opin alla daga og öll kvöld um óákveðinn tíma. Neytendur fá 8—10% betri egg á sama verði Peter Stringfellow, veitingamaður ( Hippodrome og Stringfeflow’s f London. kvöldinu í Hippodrome verði sýndur íslenskur tískufatnaður, boðið verði upp á íslenskan mat og jafnvel íslenska skemmtikrafta. Gert er ráð fyrir, að Berglind Jo- hansen, Fegurðardrottning ís- lands ’84, verði heiðursgestur í Hippodrome það kvöld. — segja forsvarsmenn eggjadreifíngar- stöðvarinnar ísegg sem tekin er til starfa í Kópavogi Eggjadréifingarstöð Sam- bands eggjaframleiðenda í Kópavogi hefur tekið formlega til starfa. í stöðinni er eggjum félagsmanna af Suður- og Vesturlandi safnað saman. Þau eru gegnumlýst, flokkuð og pakkað í neytendaumbúðir í vélasamstæðu stöðvarinnar og síðan dreift í verslanir und- ir vörumerkinu ísegg. For- svarsmenn Sambands eggja- framleiöenda telja að neytend- ur fái með þessari meöhöndl- un 8 til 10% betri egg en nú eru á markaðnum á sama verði. Stjórn og framkvæmdastjóri Sambands eggjaframleiðenda kynntu starfsemi eggjadreif- ingarmiðstöðvarinnar á blaða- mannafundi í gær en i henni hefur verið tilraunavinnsla í um einn mánuð. Telur stjórnin að þeir 62 félagsmenn á starfs- svæði stöðvarinnar sem greitt hafa félagsgjald til Sambands- ins muni leggja öll sín egg til flokkunar og sölumeðferðar hjá stöðinni og um hana fari um 1.000 tonn af eggjum á ári til að byrja með. Samkvæmt útreikn- ingum þeirra kostar meðhöndl- un og dreifing eggjanna með þessari framleiðslu um 8,9% af heildsöluverði þeirra. Eggja- dreifingarstöðin mun að sögn stjórnarmannanna sjá um sölu eggja félagsmannanna og verða þau seld á markaðsverði hverju sinni. Verður því sá aukakostn- aður sem verður til með stofnun stöðvarinnar greiddur af bænd- unum en þeir munu á móti spara þeir sér þann kostnað sem þeir höfðu af fyrra dreifingarkerfi sínu. Kostnaður við stofnun stöðv- arinnar er áætlaður 9.650.000 krónur og hefur hann verið fjár- magnaður með lánsfé, meðal annars 4 milljónum úr kjarnfóð- ursjóði. Stöðin er í 1.100 fer- metra húsi sem tekið hefur verið á leigu að Vesturvör 27 í Kópa- vogi en sjálf eggjadreifingar- stöðin mun nota 700 fermetra. Nú eru 4 starfsmenn í fullu starfi við stöðina en fyrirhugað er að bæta 2 starfsmönnum í hálfu starfi við. Vélasamstæðan kostaði 3,8 milljónir uppsett en Einn glæsilegasti sportbíll landsins til sölu DATSUN 280 ZX TURBO ARG. 1983 Bíllinn er meö 190 hestafla vél meö beinni innspýt- ingu, rafmagni í rúöum, T-toppi, vökvastýri og klæddur meö rauðu plussi aö innan. Skipti möguleg. Upplýsingar í síma 46339 eftir kl. 20.00. Úr eggjadreifingarstöóinni (Kópavogi. Morgunbla&ið/ Arni Ssberg. hún getur annað 15.000 til 20.000 eggjum á klukkustund. Stjórn- armenh Sambands eggjafram- leiðenda voru ekki sammála um það hvort félagsmönnum væri heimilt að selja egg sín utan hins sameiginlega dreifingar- kerfis sem eggjadreifingarstöð- in væri. Létu þeir þau orð falla að stöðin væri öllum opin en for- maðurinn sagði þó að félags- menn í Sambandi eggjafram- leiðenda væru skyldugir til að láta félagið sjá um sölu eggja sinna. Eggin eru stærðarflokkuð ( þrjá aðalflokka, lítil, meðal og stór egg en hver flokkur hefur tvo undirflokka þannig að þau eru í raun flokkuð í 6 flokka. Neytendapakkningarnar eru merktar með pökkunardegi og síðasta söludegi sem er 40 dög- um síðar og öll seld undir vöru- merkinu Isegg. Skarphéóinn Ossurarson, stjórnarmaður í Sambandi eggjaframleiðenda, við flokkunarvélina. SIEMENS Vestur-þýsk í húð og hár Nýja S/WAMAT Aðeins 2,4 kWH S/WAMAT 640 Siemens- þvottavélin fyrirferöarlítil en fullkomin og tekur 4,5 kg Aðeins: 67 sm á hæö, 45 sm á breidd. Sparnaðarkerfi. Frjálst hitastigsval. Vinduhraðar: 350/700/850 sn./mín. SIEMENS EINKAUMBOÐ SMITH & N0RLAND H/F., Nóatúni 4,105 Reykjavík. Sími 28300.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.