Morgunblaðið - 27.11.1984, Page 18

Morgunblaðið - 27.11.1984, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 Fréttapistill frá Álaborg: Lífið á íslandi er ekki bara saltfiskur Hér í Danaveldi hafa fréttir af íslandi og íslendingu verið nær daglegur viðburður. Einkafyrir- tæki hafa veitt töluverðum fjár- hæðum til Konunglega ballettsins svo kleift verði að koma til móts við kröfur ballettdansarans Helga Tómassonar. Er það skoðun þess- arra aðila að Helgi sé mikill feng- ur fyrir ballettlíf í Kaupmanna- höfn. Ashkenasy komst einnig á síður dagblaðanna er hann stjórn- aði fimlegum höndum útvarps- hljómsveitinni dönsku og var hér um að ræða menningarviðburð, skráðan í efstu sali menninga og lista. Ekki létu Mezzoforte heldur að sér hæða er þeir þöndu hljóð- færin á hljómleikum víðsvegar um landið, þóttu þeir leika af miklum sannfæringarkrafti, sem lét engan í vafa um hæfileika hljómsveitar- innar og varð til að auka vinsældir þeirra enn frekar. Fréttir af verkfallinu, blessuð sé minning þess, voru sumar hverjar sem úr heimi ævintýranna væru gripnar — þar sem tóbaksleysið varð að ógnvænlegu vopni í hönd- um Guðlaugs Þorvaldssonar, sem sat einn að vindlabirgðum drjúg- um, er áttu rætur sínar að rekja til vilhollrar kókkrár í höfuðstað Norðurlands. Á meðan sátu and- stæðingarnir soltnum lungum, fórnandi kröfum — þó ekki væri nema fyrjr sæti í námunda við reykspúandi sáttasemjarann. Einnig var haft eftir einum af samningaaðilunum að rökrétt hugsun lifði við sult og seyru í samninganefndum vegna ofríkis erja af tilfinningalegum toga spunnar. Já — lífið á ísiandi er ekki bara saltfiskur og á það var lögð áhersla hér í Álaborg með „Is- lenskri viku“ sem haldin var á ein- YASHICA MF2 áltr.2500 mtt mundavél sem notar,35mm filmu • Innbyggt eilííðarflass, sem gefur merki sé notkun þess þörf. • Raíhlöður endast á u.þ.b. 250 flassmyndir. • Engar stillingar MYNDARLEG GJÖF HANS PETERSEN HF Frá íslandsviku í Álaborg. um af menningarstöðum borgar- innar. Þar höfðu forráðamenn staðarins ásamt nokkrum íslensk- um námsmönnum soðið saman dagskrá sem flutt var dagana 5. til 9. nóvember. Fjöldi fslenskra námsmanna og þeirra fjölskyldur í Álaborg er nú um eitt hundrað og hefur fjölgað frá því að vera um tuttugu að tölu fyrir þremur árum. íslandsvikan bauð upp á lands- lagsmyndir víðsvegar að, sem prýddu veggi mötuneytis staðar- ins á meðan á kynningunni stóð. Stærri samkundur fóru síðan fram á mánudagskvöldi og föstu- dagskvöld. Þar var boðið upp á stórfellda skyggnumyndasýningu, sem annars vegar gaf viðstöddum innsýn í bæjarlíf, byggingarmáta og lífsskilyrði í helstu bæjum landsins og hins vegar sýndi víð- áttu óbyggðanna og fjölbreytileika náttúrunnar. Þessu öllu til litrík- ari umfjöllunar var saga lands og þjóðar rakin í stórum dráttum og kyrjuð voru íslensk sönglög sem nýstofnaður kór námsmanna sá um að flytja. Á föstudagskvöldinu var heldur léttara efni á dagskrá og var þar ýkt á bestu hugsanlega islenska vísu allt hvað varðar veðráttu, náttúrufegurð og hreinleika ís- lensku sálarinnar. Hefði margur þeirra ferðamálafrömuða, sem reyna af öllum mætti að lokka er- lenda ferðamenn til landsins, fall- ið fyrir sölumætti þessara föður- landshollu lýsinga og keypt sér miða á næstu kynningarferð um land vort. Þóttu kynningarkvöldin bæði og „íslensk vika„ í heild heppnast með ágætum og í tengslum við kynningarvikuna hafði aðalbóka- safn borgarinnar stillt nokkrum bókmenntaverkum og landkynn- ingarritum Islendinga fram til sýnis almenningi. Kynningarvik- unni voru gerð góð skil í bæjar- blöðunum og átti eitt blaðanna viðtal við tvo af þeim náms- mönnum sem tóku þátt í að undir- búa kynningarvikuna. Þeir lýstu ánægju yfir þeim vinalegu mót- tökum sem námsmenn mæta hér á Norður-Jótlandi og bentu á að þeir íslendingar sem hingað kæmu nytu jafnvel forréttinda framyfir heimamenn, t.d. þegar húsnæði kemur í búðir föstudaginn 30.nóvl var úthlutað. í viðtalinu kemur einnig fram sú staðreynd sem Danir álíta vandnáð lífsgæði, að íslendingar sem stunda fram- haldsnám geta beyglausir vænst atvinnu við við sitt hæfi þegar þeir snúa heim til ættjarðarinnar á ný eftir að námi er lokið. Nú á miðvikudag þann 21. nóv- ember er á dagskrá sjónvarpsins klukkustundarþáttur um ísland gerður eftir lýsingum bókarinnar „Ferð um Island" (á dönsku: „Rejse p& Island“) eftir danska rithöfundinn Martin A. Hansen. Bókin er af mörgum, þar á meðal allmörgum íslendingum, talin ein af betri heimildum um náttúru landsins og menningu þjóðar. Halldór Ladness ku hafa sagt um ritið, að hér væri á ferðinni ein af fegurri gjöfum Dana til fslend- inga. Það er ekki ofsagt að ísland og íslendingar hafi skipað ríkulegan sess í fjölmiðlum landsins, með ofangreinda umfjöllun í huga, og er það vel og þar sem stór hluti yngra fólks telur að ísbirnir vaði drjúgum um bæi og torg landsins og að hluti landsmanna eyði ævi sinni í snjóhúsum þá er góð vísa eigi of oft kveðin. Ásbjörn Ó. Blöndal. Trómet Tónlist Egill Friöleifsson Menntaskólinn við Hamrahlíð 25.11.’84. Flytjandi: Trómet, blisarasveit framhaldsskólanna. Stjórnandi: Þórir Þórisson. Efnisskrá: Verk eftir Jónas Tóm- asson, M. Seiber, V. Persichetti, P.M.Dubois og B.A.Zimmermann. Trómet, blásarasveit fram- haldsskólanna, efndi til tónleika i sal Menntaskólans við Hamra- hlíð sl. sunnudag. Þar sem ég er ekki viss um að allir viti hvað Trómet er, verður gerð nokkur grein fyrir þessari ungu hljómsveit. Trómet, blásarasveit framhaldsskólanna, hefur nú starfað í fimm ár. Trómet hóf starfsemi sína í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti haustið 1979 og starfar enn undir verndar- væng þeirrar stofnunar. Snemma kom þó í ljós að slik hljómsveitarstarfsemi yrði bet- ur tryggð með samvinnu fremur en samkeppni milli skóla. Nú meta allir áfangakerfisskólar þátttöku í sveitinni til eininga líkt og þátttöku í skólakórum. Framhaldsskólar hafa skipst á um að skjóta skjólshúsi yfir æf- ingar sveitarinnar enda má segja að hugsjónagrundvöllur starfseminnar sé að flytja and- blæ þeirrar hljóðfæramenntar, sem blómstrar í tónlistarskólum, inn i hina almennu skóla. Tróm- et er ekki hefðbundin lúðrasveit heldur kammerblásarasveit þar sem aðeins einn hljóðfæraleikari leikur hverja rödd, slíkt gerir háar kröfur til hvers og eins. Trómet kappkostar að leika sem mest upprunalega tónlist fyrir blásturshljóðfæri en sneiða sem mest hjá stöðluðum útsetning- um, því er hljóðfæraskipan si- breytileg eftir verkefnum. Þess- ar upplýsingar var að finna í efnisskrá. Áður en tónleikarnir hófust hélt stjórnandinn, Þórir Þórisson, stutta tölu. Hann benti m.a. réttilega á að í sumum framhaldsskólum heyrðist aldrei leikið á hljóðfæri. Tónlistar- neysla ungmenna er að stórum hluta bundin við snældur og plötur, græjur og takka. Trómet væri ætlað að brúa bilið milli tónlistarskólans og hins al- menna framhaldsskóla. Stjórnandinn, Þórir Þórisson, hefur sýnilega sett listrænt markmið sveitarinnar hátt. Efn- isskráin, sem samanstóð ein- göngu af tuttugustu aldar tón- list, er teknískt býsna snúin á köflum fyrir hina ungu hljóð- færaleikara. Það hlaut því að vekja aðdáun hversu vel þau leystu hinar erfiðustu þrautir og léku af dugnaði og kunnáttu. Ekki svo að skilja að leikur þeirra væri með öllu hnökra- eða gallalaus, en túlkun þeirra ein- kenndist af þokka og einlægni. Tónleikarnir hófust með Tróm- etsinfóní eftir Jónas Tómasson, er hann samdi fyrir sveitina árið 1982. Um verk sitt segir höfund- ur m.a. svo: „Trómetsinfóní merkir hér samhljómar fyrir blásara. Þessir samhljómar eru með ýmsum hætti, allt frá ein- rödduðum atvikum til fjölradd- aðra. Þar er ómblíða og ómstríða, slökun og tauga- spenna." Mér fannst þetta skemmtilega „hornótt" verk með þægilega kímnum undirtón, og var hér ágætlega flutt af sveit- inni. Annars ætla ég ekki að tína til í þennan stutta pistil öll þau verk, er þarna voru flutt. Ég vildi þó taka fram, að ungl- ingarnir léku verk franska tónskáldsins Pierre Max Dubois, „Sinfonia da Camera“, með alveg sérstökum ágætum. Það er upp- örvandi fyrir skólamann að heyra nemendur leika svo agað og vel. Bestu þakkir fyrir góðan konsert. Stjórnandinn, Þórir Þórisson, á hrós skilið fyrir upp- eldið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.