Morgunblaðið - 27.11.1984, Side 49

Morgunblaðið - 27.11.1984, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 57 Hörður Steingríms- son - Minningarorð Fsddur 25. nóvember 1957 Dáinn 16. nóvember 1984 í dag er við kveðjum kæran vin, Hörð Steingrímsson, sem svo ung- ur var kallaður héðan burt, langar okkur að minnast hans með fáum orðum. Á slíkum 3tundum verður manni hugsað til baka. Minningar frá liðnum dögum koma upp í hugann. Fyrst sam- hengislaus atvik, síðan heildar- mynd af ljúfum dreng, sem við munum fyrst 14 ára gamlan glað- legan og blíðan í hópi skólafélaga og vina. Þótt leiðir skildist, hélst vinátta okkar gegnum árin. Örlagaþræðirnir spinnast á ýmsa vegu. Og stundum virðist sem að við fáum þar engu um ráð- ið. Höddi var einn af þeim sem áttu erfitt með að finna leiðina gegnum lífið. Hann átti sína fram- tíðardrauma, vonir og þrár, og háði harða baráttu við sjálfan sig á þroskabrautinni, leitandi góður og gefandi var hann. Við viljum þakka honum margra ára vináttu og biðjum algóðan guð að leiða hann í nýjum heimkynnum. „Og hvað er að hætta aö draga andann annað en aö frelsa hann frá friðlausum öldum lifsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns.“ (Spámaðurinn; Kahlil Gibran). Við vottum syni hans, foreldr- um og systkinum okkar innileg- ustu samúð. Þura og Helga Þrá okkar er að gera þessa kveðjustund að dýrmætri stund í lífi okkar allra, þar sem lífið og að vera lifandi nær að snerta hjörtu okkar allra í samkennd og þakk- læti til Guðs, að gefa okkur trú sem fullvissar um líf að loknu þessu. „Spor mannsins eru ákveðin af Drottni, en maðurinn — hvemig fær hann skynjað veg sinn.“ (Ok. 20. 24.). Spyrjum okkur sjálf. Hver er vegur minn? Hvert liggur hann? Hvað varðar veginn minn? Hvað lýsir upp veginn minn í rökkrinu? Er ég einn á göngunni um veginn? Varðar mig um þá sem með mér ganga? Svörin eru í hjörtum okkar hvers og eins. Hjörtum sem í upp- hafi var ætlað að tifa af þrá og fögnuði yfir lífinu og fegurð þess. Okkur reynist mörgum erfitt verk að þekkja okkur sjálf og í hamingjuleit okkar leitum við oft langt yfir skammt, leitum jafnvel leiða sem liggja út á klakann svo kaldan og hálan. Við lifum á trufluðum, trylltum tíma, þar sem tilgangurinn virðist snúast mest um það að eiga og þykjast í stað þess að vera og Kveðjuorð: Vigdís Hermanns- dóttir kennari Fædd 12. júlí 1920 Diin 8. nóvember 1984 Við, sem hér minnumst Vigdís- ar, nutum leiösagnar hennar í sex ár, frá sjö til tólf ára aldurs. Þó við séum nú á þeim aldri þegar fólk gefur sér yfirleitt lítinn tíma til að hugleiða minningar bernskuáranna þá rifjaðist ýmis- legt upp fyrir okkur þegar við fréttum lát Vigdísar. Svo sterk er mynd hennar í hugum okkar að við sjáum hana ljóslifandi fyrir okkur í skólastofunni í Hlíðaskóla. Vigdís var óvenju áhugasamur kennari sem gaf sig að kennslunni af lífi og sál og fór ótroðnar slóðir. Fyrir 25 árum var enginn sem tal- aði um samþættingu, vettvangs- ferðir, þemaverkefni og hópvinnu, en öllum þessum aðferðum beitti Vigdís í kennslu sinni. Ekki má heldur gleyma söngnum sem var samofinn kennslunni. Hún var lærður söngkennari og orgelið hennar stóð í kennslustofunni. Hver kennslustund hófst og end- aði með söng við orgelundirleik, þá sungum við ættjarðarlög og kvæði þjóðskáldanna. Þótt ljóðin væru oft fyrir ofan skilning barna, þá náði boðskapur þeirra til okkar í tónhugsun og hrynjandi. Landafræði og Islandssaga urðu áþreifanleg. tsland reis úr sæ, á krossviðarplötum, mótað úr massa sem við blönduðum sjálf úr sagi og lfmi, þar sprönguðu landnáms- mennirnir á litklæðum og helguðu sér land. Þegar Davíð Stefánsson skáld lést, var gert hlé á hefðb- undinni kennslu og heil vika var helguð skáldinu frá Fagraskógi. Við myndskreyttum ljóð hans, sungum og settum upp sýningu sem við buðum svo foreldrum og systkinum að skoða. Ófáar ferðir voru farnar á söfn, bæði Þjóðminjasafnið og listasöfn. Þær ferðir voru vandlega undir- búnar, hver hafði fengið ákveðið verkefni, og þegar við komum aft- ur í skólann unnum við úr efninu. Leikur og dans voru einnig ríkur þáttur i kennslunni. Leik- og danssýningar, jafnvel heilir söng- leikir settir á svið. Þá fór undir- búningurinn oft fram heima hjá Vigdísi utan skólatíma. Állt þetta varð til þess að skól- inn var í okkar hugum skemmtun sem Vigdís stjórnaði. Það eru mikil forréttindi að hafa notið slíkrar leiðsagnar og enn búum við að því sem Vigdís kenndi okkur. Við minnumst hennar með þakklæti. F.h. 1.—6. bekkjar B, Hllðaskóla 1960-66: Anna Halldóra, Guðný Gerður, Halldóra, Helga Lilja, Helga Einars, Margrét Zóph. og Þór- unn. Minning: Brynjólfur Ingólfsson hjúkrunarfrœðingur finna til, vaxa innan frá og vera aflögufær. Við sem þekktum Hörð og feng- um að vera honum samferða um stund á göngunni um veginn stöndum eftir auðugri. Við feng- um að kynnast speki andlega leit- andi manns, sem lifði auðmjúkur og ríkur af kærleika til með- bræðra sinna og þráði að ná að ganga með okkur styrkur og líkn- andi í trú á frelsarann Jesúm Krist. í minningunni um viðkvæmt fræ gróðursett í hrjóstrugan jarð- veg skulum við leitast við að ryðja steinunum úr jarðveginum og gera hann frjósaman, svo jafnvel við- kvæmustu fræin nái umvefjandi birtu og yl. Eftirfarandi orð úr Spámannin- um koma upp í hugum okkar. „Óttinn við dauðann er aðeins ótti smaladrengsins við konung, sem vill slá hann til riddara. Er smalinn ekki glaður í hjarta sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera merki konungsins? Og finnur hann þó ekki mest til óttans? Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lifsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagn- arinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þtns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Kahlil Gibran.) Minningin um elskulegan bróð- ur mun ætíð lifa með okkur og fylla stórt rúm í hjörtum okkar. Hugrenningar þessar tjá þær til- finningar sem upp koma við hinstu kveðju til hans og lýsa um leið lífsviðhorfum hans, sem við svo vel þekktum. Systkini Brýnjólfur Ingólfsson, hjúkrun- arfræðingur, f. 25. mars 1951, var sonur hjónanna Laufeyjar Hall- dórsdóttur og Ingólfs Guðmunds- sonar í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum 17. þ.m. Þegar ég heyrði lát Brynjólfs vinnufélaga míns, brá fyrir bliki liðins dags í minningunni: Það kvöldaði, dagurinn var á enda. Ég ætlaði að ljúka vaktinni minni og fara heim. Ég varð róleg vegna sjúklinganna, þó að ég vissi að mörgum þeirra leið ekki vel, því ég mætti Brynjólfi í dyrunum. Ég vissi að honum mátti treysta fyrir áframhaldinu á vaktinni. Ég fór en Brynjólfur gekk hröðum, létt- um skrefum inn ganginn. Hann leysti vel úr öllu sem upp kom, hafði nóg að gera og gleymdi sjálf- um sér. Hann var lánsamur, hafði feng- ið í vöggugjöf flest það sem prýða mátti góðan dreng og hjúkrunar- fræðing; heilsteyptan persónu- leika, góðar gáfur, háttvisi, var vel heima í svo mörgu. Hann var víð- sýnn, lipur og ósérhlífinn bæði gagnvart sjúklingum og sam- starfsfólki og ekki spillti hve góð- ur leiðbeinandi hann var. Það varð allt sjálfsagt og vandalítið í návist hans. „Kallaðu mig bara Binna,“ sagði hann strax fyrsta sam- starfsdaginn, „spurðu mig ef ég get eitthvað liðsinnt þér,“ þægileg tilfinning fannst mér, sem var ný í framandi umhverfi. Það varð svo sjálfsagt að leita ráða hjá Binna að það gleymdist oft að maðurinn var helsjúkur. Binni hafði fastmótaðar skoð- anir og frjálsar á flestu, en for- dómalausar fyrst og síðast. Hann unni æðri tónlist og var vel heima í öllu er henni viðkom. Allt gekk vel þegar Binni var ann- ars vegar, því hann hafði góða hæfileika og kunni að notfæra sér þá, það var allt og sumt. Vandasamri „vakt“ hérna megin er nú lokið, Binni gengur hröðum léttum skrefum til síns heima. Úti er dögun. Aðrir taka við vaktinni en það verður vandfundinn annar Binni. Minningu hans fylgja fagr- ir, sterkir hljómar. Binni með sínar heilbrigðu lífsskoðanir er horfinn okkur að sinni. Megi hann eiga góða heim- komu handan móðunnar miklu. Megi allt gott styrkja og blessa aðstandendur og vini. Hvíli hann í friði. F.h. samsUrfsfólks á deild A-2 Borgarspítalanum, K.H. ® SILFURBUÐIN Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066 Fáir hlutir eru oftar í hendi þinni en hnífapörin. Þess vegna þarf aö vanda valiö. NOVA er nýtt munstur úr eöalstáli meö mattri satínáferð, fagurlega hannað. 1S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.