Morgunblaðið - 27.11.1984, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 27.11.1984, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 59 Kveöjuorð: Árni Þórðarson fv. skólastjóri Einar Gestsson Hæli — Kveðjuorð Óðum fækkar í hópnum, sem kvaddi Kennaraskólann á vordög- um 1932. Á rösku ári hafa fjögur skólasystkini mín horfið yfir móð- una miklu, nú síðast Árni Þórð- arson, fyrrv. skólastjóri. Þegar leiðir okkar lágu saman komum við úr ólíku umhverfi, hann dalabarn, hafði verið á bændaskólanum á Hvanneyri, en ég frá ströndinni og orðinn vanur að stíga ölduna. Árni hafði þá einnig verið á Askov og hjá Arnóri á Laugum, en ég í Plensborg. Ekki leyndi sér að mismunur var á skólaanda. Arnór hafði kynnst skólamálum í Danmörku og Sví- þjóð, einnig setið 1 Hliðskjálf Björns M. Olsen, en Ögmundur í Flensborg var gamall Möðruvell- ingur, undir áhrifum frá Jóni A. Hjaltalín og dvöl I Kanada, en ekki síst frá mörgum og löngum ferðum um landið með Þorvaldi Thoroddsen. En þótt við Árni kæmum þann- ig hvor úr sinni áttinni, með mis- munandi áhrif i blóðinu og áunn- in, kom það ekki í veg fyrir að með okkur tækjust brátt góð kynni. Síðar urðum við samkennarar í Miðbæjarskóla. Þegar hann var þangaö kominn varð skjótt ljóst, að þar hafði borið að garði réttan mann. Nánar samvistir okkar Árna Minning: Fædd 29. nóvember 1904 Dáin 11. október 1984 Það má lengi deila um hver sé stærsta, mesta og farsælasta dyggð hvers einstaklings, sem bor- inn er í þennan heim. En eitt er víst að skylduræknin gefur þar engu eftir. Trú, von og kærleikur standa þar einnig fremst í röð. Ólína Sigtryggsdóttir hafði ein- mitt þessa kosti til að bera. Greind hennar var fáum kunn, en var þó með fágætum. Menntunar- leysi sökum fátæktar og fáfræði þeirra tíma fylgdi henni, eins og svo mörgum af hennar kynslóð. Þó var skilningur hennar á breytingu tímans er fór í hönd, þess tíma er hún lifði, skýrari og rökstuddari en margra ára skólagenginna manna og kvenna. Borin var hún í sveit og það norður við Dumbshaf þar sem náttúran og lifsbaráttan skópu hug og sál sitt rúm. Ung að árum gafst hún eftirlifandi manni sín- um, Jóhanni ólasyni. Það band Minning: Ég á erfitt með að átta mig á því að Ási sé dáinn. Er mér barst þessi sorgarfrétt leitaði hugur minn aftur á bak í tfmann. Þannig var að ég átti þeirra forréttinda að njóta að vera einn af fjölskyldunni nokkur sumur er ég dvaldist þar sem barn. Heimilið var stórt og mikið um að vera. Myndarskapurinn réð hvarvetna ríkjum. Sigga var lið- langan daginn við heimilisstörf, mörgu þurfti að sinna á stóru heimili. Ási var sístarfandi að urðu fyrst eftir að hann kvæntist vinkonu minni úr Stykkishólmi, Ingibjörgu Einarsdóttur (Göggu), og þau settust að í Vesturbænum á næstu grösum við okkur Helgu. Árni eignaðist snemma bíl og ferðirnar, sem við áttum með þeim hjónum, urðu margar. Hann varí senn mikið náttúrubarn og skoðandi á þá vísu, en jafnframt málfræðingur og íslenskumaður, sem leiddi hug að nöfnum á hverj- var hnýtt með óskabarni þeirra beggja, Guðrúnu Karólínu Jó- hannsdóttur, þar sem erfiðleikar urðu farsæld, friður, hamingja og blessun tveggja sálna, sökum mannkosta og erfða, skyldurækni, gáfna og farsældar þessarar litlu stúlku. f dag munu færri af þeim sem óhugsað leiða hjá sér slíka erfið- leika hugsa um þá gæfu er getur orðið stærsta guðsblessun þessa lífs. Til handa og munns hvers verks er Ólína vann, stóð hún flestum framar. Bænir og trú óf hún svo fagurlega saman í brjósti sínu. Mér eru þessir kostir vel kunnir því til fjölda ára bjó þessi fjöl- skylda í föðurhúsi mínu hjá Þór- unni og Júlíusi sýslumanni Haav- steen, Húsavík. Ekki var önnur Ólínu fremri, þyrfti móðir mín á sérstakri og góðri hjálp að halda. Eftir fjölda ára kveður hún þenn- an heim, með starfsskylduna í hendi, frá blindum, rúmliggjandi byggja upp búgarðinn og dró ekk- ert af sér við það lífsstarf sitt. Þótt lítill tími væri afgangs varð þó enginn útundan hjá þeim hjón- unum, þau gáfu sér alltaf tíma til að leysa úr stórum sem smáum málum. Allir fengu sinn skammt af elsku og hlýju frá Siggu og Ása, hvort sem það voru þeirra eigin börn eða önnur. Það er mér mjög hugstætt hve Ási átti gott með að umgangast okkur krakkana. Það var gaman að ræða við hann um landsins um stað. Það kom því af sjálfu sér, að hann var oft leiðsögumaður á vegum Ferðafélags Islands. Á efri árum átti Árni hesta og naut þess að annast þá og taka þátt í ferðum með öðrum hestamönnum um byggðir og óbyggðir. Þótt við nytum vel gestaboðsins í faðmi náttúrunnar er ekki síður vert að minnast rabbstunda á heimili Árna og Göggu. Yfir þeim heimsóknum, sem oft koma af sjálfu sér án fyrirvara, var ætíð sá þokki og lífsfylling, er varð okkur mikilsverð { púkkið til þess að mæta daglegu amstri. Árni kunni með hófsemd og næmri greind að leggja dóm á hversdagsfyrirbrigð- in, jafnvel fara í saumana á þeim á örskotsstund, svo að fleirum en á hlýddu hefði verið hollt að kynn- ast niðurstöðunni. Eg held að Árni hafi aldrei hrapað að nokkrum hlut, honum fylgdi ætíð sú fyrir- hyggja að láta kófið ekki villa sér sýn. Ekki var ónýtt að leita til Árna um óljósar merkingar orða og naskur var hann að átta sig á tor- skildu orðafari, að ekki sé talað um kunnáttu hans að réttrita tví- bentan stílsmáta. Hann var mér innan handar við prófarkalestur á öllum fyrri ritum mínum, og er vægt að orði kveðið, að þar væri sumt með öðrum brag, ef smekk- vísi hans á mál hefði ekki notið við. Þegar slitnar strengur hálfrar aldar samfunda og vináttu hlýtur það að skilja eftir trega, en vita- skuld væri Árna Þórðarsyni engin þægð í því að farið væri að beygja af. Að leiðarlokum þökkum við innilega samfylgdina og sendum Göggu, Steinunni, Einari og öðru skylduliði hugheilar kveðjur. Lúðvík Kristjánsson 90 ára gömlum manni, sem hendur hennar höfðu stutt og þjónað af slíkri umönnun sem fáum er fært að sýna. Guð fylgi vinkonu minni um ókunna vegu, sem henni voru samt svo kunnir. Virðing hennar fyrir lífinu var óvenjuleg, samfara því að vera stórbrotin. Blessuð veri hún af Guði. Þóra Havsteen gagn og nauðsynjar. Ég man hvað við körpuðum um pólitík. Ég þá 8—10 ára snáði og hann maður á miðjum aldri. Þegar við ræddum málin lét hann aldrei barnssálina Fæddur 15. október 1908 Diinn 14. október 1984 Kvedja frá systkinunum í vesturbænum á Hæli Einar föðurbróðir okkar lést á heimili sínu 14. október sl., rétt tæpra 76 ára gamall, en hann var næstelstur barna Margrétar Gísladóttur og Gests Einarssonar á Hæli. Afi okkar dó 1918 þegar Einar var 10 ára og yngsta barnið á fyrsta árinu, en amma hélt heim- ilinu saman af miklum dugnaði og reisn. Hún leigði jörðina fyrstu árin, en hóf búskap að nýju þegar börnin voru komin nokkuð á legg. Einar varð hennar mesta stoð við búskapinn og stóð fyrir honum meðan hún bjó eða allt til þess að bræðurnir Einar og Steinþór tóku við öllu búi 1937. Þá kvæntist Ein- ar eftirlifandi konu sinni, Höllu Bjarnadóttur frá Stóru-Mástungu, og bjuggu þau á hálfri jörðinni, en hinn helminginn sátu foreldrar okkar. Þeir bræður byggðu þá íbúðarhús, er var svo háttað, að báðar fjölskyldurnar voru því nær á sama heimili. Má þvi nærri geta að oft var líflegt, því fimm voru börnin á hvorum bæ. Við svo náið sambýli reyndi því oft á samvinnu og samheldni, en engan skugga bar þar á og varð það svo stórum barnahópi gott veganesti. Þótt hvor fjölskylda byggi að sínu, og fénagði og túnum skipt, var sam- vinna mikil í verkum. Lengi voru allar vélar og tæki í sameign, sam- vinna um heyskap, einkum hirð- ingar, og kýr beggja í sama fjósi. Það eru því margar minningarnar sem við eigum saman frá þessum uppvaxtarárum, jafnt í starfi og leik. Meðal þeirra fyrstu eru frá jólum og öðrum stórhátíðum, þeg- ar heimilisfólkið af báðum bæjum kom saman og skemmti sér. Þar naut Einar sín vel, kátur og reifur og fylgdi honum hressilegur blær. Þetta einkenndi líka verk hans. Hann var hugmaður og var ekki rótt nema verkin gengju fljótt og vel. Var þá oft betra að taka rösk- lega til hendinni og var ekki ör- grannt um að honum þætti stund- um nóg um áhugaleysi ungdóms- ins þegar hann gleymdi sér í leikj- um æskunnar. Einari lá á að sjá framtíðardraumana rætast, rækt- un landsins, rafvæðingu sveitanna og samgöngubætur. Þessum mál- um lagði hann gott lið og hafði forystu þar um, enda stórhuga í þessum efnum og fljótur að til- einka sér nýjungar. Þótti sumum nóg um, en oftast sá Einar þeim lengra og lét ekki úrtölur draga úr framkvæmdum. Hann var glöggur bóndi og vann mikið ræktunar- starf, einkum við fjárrækt, og sér þess víða stað á Suðurlandi. Einn var sá þáttur í fari Einars, sem Iýsir honum hvað bezt, hjálp- fýsi. Ef einhvers staðar bjátaði á var hann fljótur til hjálpar, vildi allan vanda leysa og skipti þá engu hvernig á stóð heima fyrir. finna það þegar maður var orðinn mát og rökvísin hafði yfirgefið mann, að taflið væri tapað. Þá klappaði hann manni á kollinn og sagði sísvona að við hefðum báðir nokkuð til okkar máls. Hann virti mann og umgekkst sem jafningja þó aldursmunurinn væri svona mikill. Mér eru minnisstæðar þær kvöldstundir þegar við krakkarnir hópuðumst inn í herbergið hjá Guðbjörgu og Sigga las upp úr sögubók fyrir okkur, þá var gaman og mikill tilhlökkun að heyra framhaldið frá kveldinu áður úr Tarzan-bókunum eða úr ævintýra- bókum Enid Blyton. Sjónvarpið var þá ekki komið til sögunnar. Ása féll aldrei verk úr hendi. Þó mikið væri að gera og óþrjótandi verkefni biðu skildi Ási þá þörf okkar barnanna að hverfa inn í ævintýraheim okkar við leiki. Vinsælast var kindabúið. Þar voru Hann lét brýn verk sín bíða betri tima. Einar var lánsmaður. Hann stundaði af alúð það starf sem hugur hans stóð alltaf til, i nánu samstarfi við fjölskyldu sina. Halla hefur verið einstök hús- freyja og móðir og reyndist hún styrkasta stoð þegar mest á reið. Þau ólu upp fimm börn sin mjög jafnaldra okkar, elstur Gestur tæknifræðingur, kvæntur Val- gerði Hjaltested, Bjarni bóndi á Hæli, kvæntur Borghildi Jó- hannsdóttur, Eiríkur atvinnurek- andi i Bandaríkjunum, kvæntur Magneu Viggósdóttur, Ari bóndi á Hæli, ókvæntur, og Þórdís fóstra að mennt, ógift. Þeir Bjarni og Ari tóku við búi á Hæli, alfarið frá 1978, en næstu árin á undan bjó Einar í félagi við Ara, en Bjarni hafði stofnað ný- býli á hluta jarðarinnar áður. Þótt Einar stæði ekki lengur fyrir búskapnum fylgdist hann með öllu sem að honum laut, og aldrei dvin- aði áhugi hans þótt þrotinn væri að kröftum hin síðustu ár. Við stöndum í þakkarskuld við Einar á Hæli. Þessi fáu kveðjuorð fá ekki goldið hana. Höllu, börn- unum og fjölskyldum þeirra send- um við dýpstu samúðarkveðjur. Útför Einars fór fram á Stóra- Núpi 20. október og það var dimmt yfir þegar hann fór í siðasta sinn að heiman. En þótt kaldan land- nyrðinginn legði af fjöllum yfir sveitir Suðurlands, andar hlýju að hinstu hvílu Einars á Hæli. ATHYGU skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. leggir og horn og lifðum við okkur inn í bústörf bóndans, þar sem Ási var fyrirmyndin. Ég á góðar minningar frá barn- æsku minni þar sem ég dvaldist á sumrin að Ásgarði, ég þakka góð- um Guði fyrir að hafa leyft mér að upplifa þann tima. Sigga mín og kæra fjölskylda, ég samhryggist ykkur og bið góð- an Guð að blessa ykkur og styrkja á tímum sorgar. { bókinni Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran er kona ein að tala við spámanninn um sorgina. Spámaðurinn sagði: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Sigga min, megi allar þær góðu minningar sem þú átt um yndis- legan mann veita þér gleði um ókomin ár. Sveinn Guðmundsson Ólína Sigtryggs- dóttir Hjarðarholti ^ ________ Asmundur Eiríks- son Ásgarði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.