Morgunblaðið - 27.11.1984, Page 64

Morgunblaðið - 27.11.1984, Page 64
ffgtmfrlðfeife SIAÐfBT lÁNSIR/UIST OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 0 //“TÍ1 ^æikenmn AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI. SÍMI 11633 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 VERÐ 1 LAUSASÖLU 25 KR. Þríggja ungmenna saknað hundruð manna við leit Vonazt er til að þau hafi komizt í skála á Hlöðuvölhun Laifanatii, 26. aiTember. Fri tfetfa Bjarusyai, blatauuii MorfunbUAein& LEIT að þremur ungmennum, Gunnari Hjartarsyni, Ingu Björk Gunnarsdóttur og Þresti Guðnasyni, sem saknað hefur verið síðan á sunnudagskvöld, stóð enn yfír um miðnættið í kvöld og hafði þá ekki borið árangur. Ungmennin, sem eru innan við tvítugt, höfðu ætlað sér að aka frá Þingvöllum á sunnudagsmorgun að Hlöðufelli og þaðan til Laugarvatns. Bifreið þeirra, Bronco-jeppi, fannst mannlaus við Rauðafell nokkru fyrir hádegið í dag og er vonazt til að þau hafí náð að komast í skála á Hlöðuvöllum. Leitarmenn, sem fundu bif- reið þeirra í dag, héldu leitinni áfram eftir að hafa tilkynnt um fundinn. Talið er að þeir hafí farið að Hlöðuvöllum, en ekkert hafði heyrzt frá þeim um miðnættið. Lítið er vitað um ferðir fólksins annað en það, að til þess sást á sunnudag. Það var rjúpnaskytta, sem varð ferða þess vör við Skriðuhnúk og virtist það þá eiga i einhverjum rafmagnsbilunum i bifreið sinni. Það er þvi talið að það hafi orðið að snúa við í brekk- unum upp á Miðdalsfjall, ann- aðhvort vegna ófærðar eða bilunar og haldið nokkurn spöl til baka áður en það yfirgaf bifreiðina. Nokkuð traðk var við hana, en ógjörningur að rekja spor fólksins þaðan. Á þriðja hundrað manns leituðu fólksins i nótt og í dag og verður leitinni haldið áfram á morgun ef þörf krefur með öllum tiltækum ráðum. Veöur var orðið þokkalegt hér undir miðnættið, slydda og rigning, en talsverður krapaelgur á vegum. Aftakaveður var hins vegar aðfaranótt mánudagsins og erfitt leitarveður fram eftir degi. Af þeim sökum var þvi ekki unnt að leita með flugvélum eða þyrl- um. Sji nánar á bls. 2 í Morgunblaó- inu í dag. Morgunblaðið/Júlíus. Bíll ungmennanna þriggja, þar sem þau skildu við hann í fyrrakvöld við Rauðafell norðaustantil í Miðdalsfjalli. Bæjarútgerð Reykjavfkur: Fyrirliggjandi samningur um sölu Bjarna Benediktssonar NÚ LIGGUR fyrir frágenginn samn- ingur um sölu á Bjarna Benedikts- syni, skuttogara Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Búizt er við að samn- ingurinn verði staðfestur á fundi út- gerðarráðs og borgarráðs í dag. Ekki hafa fengizt upplýsingar um kaupverð eða kaupanda, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun vera um að ræða nýtt hlutafélag manna, sem starf- að hafa að útgerð. Mun ætlun þeirra að setja frystibúnað um borð f togarann og gera hann út sem frystitogara. Bjarni Benediktsson var byggð- ur á Spáni árið 1972 og er skuttog- ari af stærri gerðinni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun nafn hans ekki fylgja honum. Byggingarvísitala mælir 68 % verðbólgu AÆTLUÐ vísitala bygginga- kostnaðar fyrir nóvember- mánuð reyndist vera 176,23 stig eða 4,41% hærri en sam- Ákvörðun heilbrigðisráðherra: Undirbúníngur að hjarta- skurðlækningum 1986 Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að hafínn skuli undirbúningur að þvf að framkvæma hjartaskurðlækningar á Landspítala eigi síðar en á árínu 1986. Ástæður þessarar ákvörðunar eru m.a., að dómi ráðherra: Fjölgun kransæðasjúklinga, en nú fara á annað hundrað sjúklinga utan árlega í aðgerð. Erfiðleikar og kostnaður sjúklinganna og aðstandenda þeirra af ferðum utan. Hnjask í heimferð getur leitt til sýkingar í skurðsárum. Ekki er hægt að taka upp nýj- ungar í meðferð kransæðasjúk- dóma (kransæðaútvíkkun og segalosun við yfirvofandi krans- æðadrep) nema hægt sé að gripa til skurðaðgerðar í skyndingu. Það er álitið fjárhagslega hag- kvæmt að framkvæma hjarta- skurðækningar hér á landi. Það er þjóðhagslegur ávinn- ingur að fela islenzkum heil- brigðisstarfsmönnum umönnun þessara sjúklinga. Áður en hjartaskurðlækn- ingar geta hafizt verða rann- sóknir, sérstaklega hjartaþræð- ingar, að fá betri aðstöðu. Heil- brigðisráðherra beitti sér fyrir þvi á sl. ári að fjárframlag fékkst til kaupa á nýjum hjarta- þræðingarbúnaði. I fjárlaga- frumvarpi komandi árs er heim- ild til að fella niður aðflutn- ingsgjöld af þeim búnaði. svarandi vtsitala októbermán- aöar. Þessi hækkun vísistöl- unnar mælir verðbólguhraða á 12 mánuðum, sem er 67,8%. 3,95% hækkunarinnar eru vegna hækkunar á útseldum töxtum vinnu í kjölfar nýrra al- mennra kjarasamninga, sem tóku gildi 6. nóvember. Verð- hækkanir efnisatriða svo sem timburs og rafíagnarefnis ollu 0,5% hækkunarinnar. í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands segir m.a.: „Það skal tekið fram að við uppgjör verðbóta á fjár- skuldbindingar samkvæmt ákvörðun í hvers konar samningum um að þær skuli fylgja vísitölu byggingar- kostnaðar, gilda hinar lög- formlegu vísitölur, sem reiknaðar eru á þriggja mán- aða fresti. Áætlaðar vísitölur fyrir mánuðinn á milli lög- ákveðinna útreiknistíma skipta hér ekki máli.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.