Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
241. tbl. 71. árg.
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vinir og vandamenn taka ættingjum sínum graflr, sem dóu af völdum
gaseitrunar í Bhopal á Indlandi. Slysið er hið versta sinnar tegundar. I
baksýn sér á byggingar eiturefnaverksraiðju Union Carbide þaðan sem gasið
streymdi.
Gaseitrunin
2.000 manns
^ Bhopal, 5. deaember. AP.
ÓTTAST er að farsóttir brjótist út
mannslíka og skepnuhræa liggja sem
ar. Ekki hefst undan að brenna líkin
indverska fréttastofan UNI sagði í kv
lífi og að eitrunin eigi eftir að valda
blindu. Eitrunin náði að einhverju ley
Læknar vara við farsóttum í
borginni þar sem lík og hræ eru
tekin að rotna í hitunum og aðeins
lítill hluti þeirra hefur verið graf-
inn eða brenndur. Logar líkeld-
anna lýsa borgina upp í náttm-
yrkrinu og eldri grafir hafa verið
opnaðar við greftrun látinna. Um
í Bhopal þar sem þúsundir rotnandi
hráviði um borgina í kjölfar gaseitrun-
og hræin á báli eða taka þeim gröf, en
öld að rúmlega 2.000 manns hafi týnt
ÍO.OOO manns varanlegu heilsutjóni og
ti til 200.000 ntanns.
50.000 manns hafa leitað lækn-
ishjálpar í borginni, sem telur 900
þúsund íbúa.
Hafin er opinber rannsókn á
orsökum gaslekans, sem mun sá
fjórði í verksmiðjunni frá því 1981
er einn maður lézt og 30 slösuðust.
300 fallnir á einni
viku á Sri Lanka
('olombo, 5. desember. AP.
HRYÐJUVERKAMENN úr röðum tamíla eru sagðir hafa myrt níu gísla, sem
þeir tóku á mánudag í áhlaupi á járnbrautarlest, til að leggja áherzlu á kröfur
um að þremur leiðtogum þeirra verði sleppt úr haldi.
Gíslunum var smalað saman inn
í kofa í norðurhluta Sri Lanka og
hann sprengdur í loft upp. Áreið-
anlegar heimildir hermdu að 85
manns a.m.k. hefðu fallið í bar-
daga, sem braust út eftir að öfga-
menn úr röðum tamíla réðust á
herbíla.
Fullyrt er að hermenn hafi farið
með báli og brandi til að hefna
eins hermanns sem féll í árásinni.
Sex hermenn særðust. Höfðu þeir
fellt 85—90 menn, þar af þrjár
konur, í tveimur þorpum og sært
25-30.
Láta mun nærri að 300 manns
hafi þá týnt lífi i ofbeldisverkum á
Sri Lanka, sem blossað hafa upp
að nýju. Tamílar krefjast þess að
fá að stofna sjálfstætt ríki í norð-
urhluta landsins og hóta í þvi
skyni að stökkva stjórnarhernum
á brott fyrir 14. janúar, en þann
dag hyggjast þeir stofna ríki sitt.
Tamílar eru 18% íbúa Sri Lanka.
Flugræníngjar hóta
að sprengja þotuna
Segja fallna farþegann vera bandarískan diplómat
Nikósíu, 5. deaember. AP.
Flugræningjarnir, sem hafa
farþegaþotu frá Kuwait á valdi
sínu á flugvellinum í Teheran,
segja farþegann sem þeir myrtu
vera bandarískan sendifulltrúa,
að sögn írönsku fréttastofunnar
Inra, en bandarískir embættis-
menn kváðust ekki geta staðfest
sannleiksgildi fregnarinnar.
Jafnframt segjast ræningjarnir
hafa komið fyrir sprengiefni í
þotunni og „geri það sem enginn
græði á“ ef kröfum þeirra verður
ekki mætt.
Mennirnir rændu Airbus
A-300, þotu Kuwait Airways,
með 161 manni innaborðs í
gærmorgun í áætlunarflugi til
Pakistan. Neyddu þeir flug-
stjórann til að lenda í Teheran
og virðist sem tilraun hafi ver-
ið gerð til að yfirbuga ræningj-
ana rétt eftir lendingu og far-
þeginn þá orðið fyrir byssu-
kostar
lífið
Embættismenn halda því fram að
ekki hafi verið gerðar sömu varúð-
arráðstafanir í verksmiðjunni í
Bhopal og verksmiðjum Union
Carbide í Bandaríkjunum. Slysið
hefur haft áhrif á kosningabarátt-
una í Indlandi.
skoti. Var honum kastað út úr
flugvélinni er hún nam staðar
og úrskurðaður látinn við
komu í sjúkraskýli flugvallar-
ins.
Hermt er að 70 manns hafi
fengið að fara frá borði, mest
konur. Af 150 farþegum voru
120 Pakistanir. Reynt er að fá
flugræningjana til að láta alla
farþegana lausa. Ræningjarn-
Erfiður
hjóna-
skilnaður
Baden, Sviss, 5. desember. AP.
Svisslendingur nokkur, sem
lenti í þeirri voðalegu raun ad
missa umráðarétt yfir hundinum
sínum þegar þau hjónin skildu,
hefur nú tekið gleði sína aftur. I
dag eignaðist hann annan hund
og fylgdu með árnaðaróskir frá
dómaranum, sem dæmdi í mál-
inu.
Luzius Stamm, dómarinn,
sem skipti með hjónunum,
borgaði sjálfur úr eigin vasa
500 svissneska franka (um
8.000 ísl. kr.) fyrir annan hund
af sama kyni og segist ekki sjá
eftir peningunum.
„Samkvæmt lögum varð ég
að dæma konunni umráðarétt-
inn yfir „Ali“,“ sagði hann við
fréttamenn, „en mér rann svo
til rifja harmur mannsins yfir
hundmissinum að ég mátti til
með að bæta honum hann á
einhvern hátt.“
ir, sem tala arabísku, eru sagð-
ir fjórir eða sex og hafa þeir
hótað að sprengja flugvélina í
loft upp verði 14 nafngreindir
fangar ekki látnir lausir úr
fangelsi í Kuwait. Einnig vilja
þeir fá að halda ferð sinni
áfram til óþekkts áfangastað-
ar, en þegar hreyflar þotunnar
voru ræstir í kvöld var herbif-
reiðum ekið út á flugbrautina
til að koma í veg fyrir flugtak.
Vitað er að þrír bandarískir
embættismenn voru meðal far-
þega, en aðrar heimildir segja
þá fjóra. Sendiráð Bandaríkj-
anna í Kuwait segir engan úr
þeirra starfsliði hafa verið um
borð.
93 innlyksa
í kolanámu
Taipei, 5. desember. AP.
TVEIR námamenn fórust og 93 eru
innlyksa í kolanámu nærri Taipei
eftir sprengingu, sem talin er stafa
af gasleka. Er þetta þriðja námuslys-
ið á Formósu á hálfu ári.
Mennirnir 93 eru lokaðir inni
um tvo kílómetra frá munna
mámunnar og er lagt gífurlegt
kapp á að bjarga þeim, en það
hamlar björgunarstarfi að eitrað
kolmónoxíð er í göngunum og víða
hefur hrunið úr þeim við spreng-
inguna.
Tveir menn fundust látnir sjö
stundum eftir sprenginguna og
einn stórslasaður, sem er í lífs-
hættu vegna brunasára og gaseitr-
unar.
1 júní sl. fórust 74 námamenn
nærri Taipei og 103 í júlí.
Símamynd AP.
ÞJÓÐIN ÁVÖRPUÐ
Herbert Blaize nýkjörinn forsætisráðherra Grenada ávarpar mannfjölda sem safnast hafði saman á verzlunar-
torgi í St. George’s í gær. Eitt fyrsta embættisverk ráðherrans var að óska eftir því að innrásarliðið á Grenada
yrði um kyrrt þar til heimamenn yrðu þess umkomnir að taka öryggisgæzlu í eigin hendur.