Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
Samningar ASÍ og VSÍ:
Aðeins tvö félög hafa
fellt samninginn
YFIR 40 verkalýós- og sjómannafélög hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga
og tilkynnt það til Alþýðusambands íslands. Tvö félög felldu samningana,
Félag starfsfólks í veitingahúsum og Vaka á Siglufirði, þó með því fráviki, að
járniðnaðarmannadeild Vöku samþykkti samninginn með fyrirvara um að
uppsögn kaupliða þeirra sé í höndum Málm- og skipasmiðasambandsins.
Kftirtalin félög hafa samþykkt samningana skv. upplýsingum skrifstofu ASÍ:
Félag íslenskra hljómlistar-
manna, Félag kjötiðnaðarmanna,
Félag matreiðslumanna, Sveinafé-
lag pípulagningamanna, Hvöt á
Hvammstanga, Verkalýðsfélag
^ Skeggjastaðahrepps, Bakkafirði,
Iðja í Reykjavík, Verslunar-
mannafélögin í Reykjavík, Hafn-
arfirði, Akranesi, Vestmannaeyj-
um, Austurlandi, Rangárvalla-
sýslu og Árnessýslu, Félag bif-
vélavirkja, Framsókn í Reykjavík,
Dagsbrún, Hlíf í Hafnarfirði,
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis, Verka-
lýðsfélag Miðneshrepps i Sand-
gerði, Verkalýðsfélag Akraness,
Hörður í Hvalfirði, Verkalýðs-
félag Borgarness, Jökull í ólafs-
vík, Stjarnan í Grundarfirði,
Verkalýðsfélag Stykkishólms,
Valur í Búðardal, Verkalýðsfélag
A-Húnvetninga á Blönduósi,
Fram á Sauðárkróki, Ársæll á
Hofsósi, Eining á Akureyri, verka-
lýðsfélögin á Raufarhöfn, Vopna-
firði, Borgarfirði eystra og Fljóts-
dalshéraði, Verkalýðsfélag Norð-
firðinga í Neskaupstað, Jökull á
Hornafirði, Víkingur í Vík, Báran
á Eyrarbakka, Þór á Selfossi (með
fyrirvara um sérkjarasamninga),
Verkalýðs- og sjómannafélag
Gerðahrepps og Verkalýðsfélag
Vestmannaeyja.
í Alþýðusambandi íslands eru
samtals 233 verkalýðsfélög, þar af
33 með beina aðild.
NT-menn stofna
bókaútgáfuna
Samtímabækur hf.
NÝTT bókaforlag, Samtíminn hf., mun á næstunni senda frá sér þrjár bækur
um „samtímamálefni“. Fyrst kemur bókin „Verkfallsátök og fjölmiðlafár“,
sem fjallar um verkróll BSRB og Félags bókagerðarmanna, eftir þá séra
Baldur Kristjánsson og Jón Guðna Kristjánsson. Þeir eru báðir blaðamenn á
NT og aðaleigendur Samtímans hf. ásamt Magnúsi Ólafssyni, ritstjóra NT.
Sú bók mun koma út nú um helgina.
Á næstu dögum koma tvær
bækur til viðbótar, „Ólympíumót-
ið í skák 1984“ eftir Helga Ólafs-
son skákmann og blaðamann á NT
og Áskel Örn Kárason, og svo bók
um Ólympíumótið í bridge 1984
eftir Guðmund Sv. Hermannsson
bridgespilara og blaðamann á NT.
„Ef þetta gengur vel munum við
reyna að halda áfram að gefa út
bækur um samtímamálefni," sagði
Baldur Kristjánsson í samtali við
blaðamann Mbl. í gær.
Hann sagði að þeir Jón Guðni
hefðu skrifað bókina um verkfall
BSRB og prentara á tæpum mán-
uði, mestmegnis jafnframt því
sem atburðir gerðust. „Bókin er
byggð á viðtölum og eigin upplif-
unum. Við rekjum gang mála, að-
draganda verkfallsins og gang
þess, gang samningaviðræðna og
þau átök, sem urðu í Reykjavík og
víðar,“ sagði Baldur. „Við reynum
að skýra hvers vegna atburðir
gerðust með þeim hætti sem varð
og hver bar ábyrgð á verkfallinu
og þeirri hörku, sem í því varð.“
— Og hver er niðurstaðan?
„Það verða menn að lesa sér til
um sjálfir. Það er hins vegar ekk-
ert leyndarmál, að við drögum
ályktanir af því, sem gerðist. í
bókinni er einnig ítarleg úttekt á
útvarpsmálum öllum, m.a. út-
varpsstöðvunum sem hófu starf-
semi í byrjun verkfallsins, og eins
er farið rækilega ofan í saumana á
þeim átökum, sem urðu í blaða-
heiminum í prentaraverkfallinu.“
Mezzoforte heldur jóla-
tónleika í Háskólabíói
Ný hljómplata komin út
HUÓMSVEITIN Mezzoforte, sem um þessar mundir er stödd hér á
landi, hyggst halda tvenna jólatónleika í Háskólabíói sunnudaginn 16.
desember nk., þar sem m.a. verða leikin lög af nýútkominni hljómplötu
hljómsveitarinnar, Rising.
Mezzoforte hélt síðast tónleika
hér á landi fyrir ári en það voru
jólatónleikar haldnir til styrktar
Tónlistarskóla FÍH. Fyrri tón-
leikarnir á sunnudaginn hefjast
klukkan 15 og líkt og í fyrra
verða þeir haldnir í nafni Flug-
leiða og Steina hf. Munu fyrir-
tækin bjóða vistmönnum á
Skálatúni, Kópavogshæli og öðr-
um þeim er við fötlun eiga að
stríða, upp á ókeypis skemmtun.
Síðari tónleikarnir, sem ætlaðir
eru almenningi, verða kl. 21 og
mun allur ágóði af þeim renna
til kaupa á hljóðfærum handa
einhverfum börnum. Hefst for-
sala aðgöngumiða í hljómplötu-
verslunum Karnabæjar, Fálkans
og Skífunnar mánudaginn 10.
desember.
Á fundi sem haldinn var með
fréttamönnum í vikunnu kom
m.a. fram að hin nýja hljóm-
plata Mezzoforte, sem hér er gef-
in út af Steinum hf., er þegar
komin út í Bretlandi, Danmörku,
Noregi, Japan og víðast hvar í
Evrópu. ÖIl tónlist á plötunni er
eftir þá Eyþór Gunnarsson og
Friðrik Karlsson eins og fyrr
auk þess sem hljómsveitin í
heild er skrifuð fyrir tveimur
lögum.
Liðsmenn Mezzoforte eru nú
aðeins fjórir þar sem Kristinn
Svavarsson saxófónleikari er
hættur og er hljómsveitin því
aftur komin í sína upprunalegu
stærð. Tveir hljóðfæraleikarar
hafa þó gengið til liðs við
hljómsveitina á hljómleikum,
Hollendingurinn Jerome De Rijk
sem leikur á ásláttarhljóðfæri
og saxófónleikarinn danski,
Niels Macholm. Munu þeir báðir
leika með hljómsveitinni á tón-
leikunum í Haskólabíói.
Morgunbladid/Július
Hin sígilda unglingahljómsveit „Stuðmenn** kynnir nýjustu plötu slna á fundi með fréttamönnum.
Stuðmenn með nýja hljómplötu
STUÐMENN hafa sent frá sér
nýja hljómplötu sem ber heitið
„Kókóstré og hvítir mávar“, og er
platan eins konar forsmekkur af
nýjustu kvikmynd þeirra félaga,
sem frumsýnd verður um mánaða-
mótin febrúar-mars. í tilefni af út-
komu hinnar nýju hljómplötu
efndu Stuðmenn til fundar með
fréttamönnum þar sem þeir
brugðu á leik í tali og tónum, eins
og þeirra var von og vísa, og var
þar meðal annars sýnd mynd-
bandsupptaka af einu laginu á
plötunni, sem sýnd verður í tónlist-
arþættinum „Skonrokk" nú á
fostudaginn.
„Svo skemmtilega vill til, að í
byrjun næsta árs mun þessi sí-
gilda unglingahljómsveit fagna
aldarfjórðungsáfanga og í tilefni
þess verður efnt til marghátt-
aðra hátíðarhalda, sem er m.a.
frumsýning kvikmyndarinnar
Hvítir mávar," sögðu Stuðmenn
er þeir kynntu hina nýju plötu
fyrir fréttamönnum. Aldarfjórð-
ungsáfanginn er þannig reiknað-
ur út, að 10 ár eru liðin síðan
Stuðmenn gáfu út sína fyrstu
plötu, „Sumar á Sýrlandi", en 15
ár síðan hljómsveitin var stofn-
uð, samtals 25 ár. Þótti Stuð-
mönnum því tilhlýðilegt að gefa
landsmönnum forsmekk af há-
tíðarhöldunum með útgáfu þess-
arar hljómplötu. Á plötunni
fjalla Stuðmenn „um vonina um
betra líf til handa hamingjusöm-
ustu þjóð í heimi“, eins og þeir
komust að orði, og er platan
framhald af verkunum „Slá í
gegn“ og „Draumur okkar
beggja". Platan er tekin upp í
Grettisgati og hljóðblöndun fór
fram í London. Upptöku stjórn-
aði Mark Leventhal, æskumaður
af rússneskum gyðingaættum og
Penninn sér um dreifingu, en
það mun vera í fyrsta skipti, sem
fyrirtækið annast dreifingu á
hljómplötu.
Góður árangur Sjávarútvegssýningarinnar í haust:
„Höfum ekki undan að
framleiða toghlera“
— segir Jósafat Hinriksson
„VIÐ HÖFUM ekki undan aö fram-
leiða toghlera. Við það starfa að
jafnaöi 15—18 menn enda seljum
við nálægt sextíu tonnum í hverjum
mánuði," sagöi Jósafat Hinriksson,
framkvæmdastjóri vélsmiöju J. Hin-
riksson hf., í samtali við blm. Mbl.
Fyrirtæki hans hefur á undanförn-
um mánuðum selt mikið af toghler-
um, sem Jósafat hefur hannað, víða
um lönd.
„Eftir sjávarútvegssýninguna í
haust tók salan mikinn kipp,“
sagði Jósafat. „Eftir hana höfum
við fengið fyrirspurnir og pantan-
ir miklu víðar að. Nú seljum við til
Bretlandseyja allra, Bandaríkj-
anna, Grænlands, þar sem við er-
um með mestallan flotann, og víð-
ar. Sýningin tókst mjög vel frá
okkar sjónarmiði — það sem ég
kostaði til vegna hennar hefur
skilað sér margfalt. Það er raunar
svo mikið áð gera í toghlerafram-
leiðslunni, að við höfum ekki haft
nógu góðan tíma til að fást við
önnur verkefni, svo sem vindurn-
ar. Það má ekkert stopp verða í
hlerunum, við erum með yfir 60
stærðir og þyngdir og þurfum að
geta afgreitt þetta ailt með
skömmum fyrirvara."
Forsvarsmenn sjávarútvegssýn-
ingarinnar, sem er breskt fyrir-
tæki, hafa í bréfum hingað heim
látið í ljós mikla hrifningu með
framlag J. Hinriksson hf. á sýn-
ingunni og í erlendum sjávarút-
vegsritum hefur talsvert — og
vinsamlega — verið skrifað um
fyrirtækið og framleiðslu þess.
Lækkun
varð hækkun
í FYRIRSÖGN á frétt um loð-
skinnauppboð á bls. 2 í Mbl. í gær
misritaðist eitt orð.
Fyrirsögnin átti að hljóða þann-
ig, eins og reyndar sést þegar
greinin er lesin: „Verð hélzt þrátt
fyrir spár um lækkun" (ekki
hækkun). Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
MorKunbl«ðið/RA X.
Liðsmenn hljómsveitarinnar með nýju hljómplöturnar, frá vinstri: Gunn-
laugur Briem, Jóhann Ásmundsson, Friðrik Karlsson og Eyþór Gunnars-
son.