Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
65
Keisarinn í Kína —
nýr veitingastaður
NÚ ER enginn Dreki við Laugaveginn
lengur, en í hans stað er kontinn Keis-
arinn í Kína.
Hjónin Sigurður Tómasson og
Kristbjörg Þórarinsdóttir keyptu í
vor veitingastaðinu Drekann við
Laugaveg og hafa nú gert á honum
ýmsar breytingar, m.a. breytt nafni
staðarins í Keisarinn í Kína. „Við
erum búin að stækka staðinn um
heiming og opna aðra hæð, sem í
raun er allt annar staður," sagði
Sigurður. „Efri hæðina köllum við
Ölkelduna og þar seljum við m.a.
bjórlíki, auk þess sem við bjóðum
þar upp á mat. Fyrst í stað verður
bjórlíkið aðeins á boðstólum fyrir
matargesti, hvað sem síðar verður.
Kínversk matargerðarlist er enn í
hávegum höfð á neðri hæðinni og
vonandi fáum við kínverskan kokk
til liðs við okkur. Allar innréttingar
eru nýjar og hér komast nú 100
manns fyrir án þess að þurfa að
þrengja að sér.“
Sigurður og Kristbjörg sögðust
alls ekki óttast samkeppnina í veit-
ingahúsarekstrinum, því hún væri
af hinu góða. „Við ætlum okkur að
veita það góða þjónustu að engin
hætta verði á að við verðum undir,"
sögðu þau. „Við erum meira að segja
svo fylgjandi samkeppni, að efri
hæð Keisarans verður eiginlega rek-
in í samkeppni við þá neðri, enda
getur fólk farið upp á efri hæðina
um sérinngang, ef það óskar þess.“
Kristbjörg Þórarinsdóttir og Sigurður Tómasson i efri hæð veitingahússins Keisarinn í Kína, sem áður hét Drekinn.
Okkormenn
í Varbera,
vOO'9
,daíO
pim
,da93
jóa9a
P"ö'l,r,da9a
■SSS-i. .•.-JtfSj
GdV°'a
Símínner
904634083085
(ef þú hringir beint)
Hafskip hf. hefur opnaö eigin skrifstofu
í Varberg, Svíþjóö. Þaö er liður í flutningi
markaösstarfsemi til stærstu
samgönguhafnanna félagsins erlendis.
Hagræöi af þessu er ótvírætt. Þú getur verið
í beinu sambandi við þann stað sem þér
hentar þegar þér hentar.
Okkar menn hafa sérþekkingu á flutningum
hver á sínu sviði. Þaö sparartíma og eykur
öryggi. Slíkt er ómetanlegt því tíminn í
vöruflutningum er dýrmætur. Þá er
mikilvægt að vita að íslenskir aðilar gæta
íslenskra hagsmuna erlendis.
Þurfir þú að afla þér nákvæmra upplýsinga
samstundis um vöruflutninga milli staða á
meginlandi Evrópu og áframhaldandi
flutninga til íslands (eða öfugt) er einfaldast
og áhrifaríkast að nýta sér símatæknina og
ofangreinda þjónustu Hafskips.
Starfsfólk Svíþjóðar skrifstofunnar mun
svara spurningum þínum og leysa málin.
Viljirðu frekar nota telex
er númerið 054-3488.
Telefax númer er 0340 18256.
Þessi þjónusta er til þæginda fyrir þig.
Notfærðu þér hana.
Okkar menn-þinir menn
HAFSKIP HF.