Morgunblaðið - 06.12.1984, Page 75

Morgunblaðið - 06.12.1984, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 75 VELVAKANDI SVARARí SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þrjár spurningar vegna Fíatsins frá Davíð Scheving Haukur Már Haraldsson skrifar: 1. Til skattyfirvalda: Er það ekki öldungis ljóst, að sá sem hreppir Fiat-bifreiðina frá Sól hf. (eða Davíð Sch. sjálfum) verður að gefa andvirði hennar upp til skatts sem tekjur? 2. Til Davíðs Sch. Thorsteinssonar: Ef svarið við spurningu 1 er já, ætlar þú þá að greiða þann viðbót- arskatt sem sá „heppni" verður að greiða vegna gjafarinnar? 3 Ef þú ætlar ekki að greiða þenn- an viðbótarskatt, finnst þér þá ekki að þú ættir að láta það koma fram opinberlega hvað það kostar þann „heppna" að taka við gjöf- inni? Enn um Karl Marx Kristján skrifar: Föstudaginn 23. nóvember skrifar húsmóðir um hungurhag- kerfi Karls Marx. Sést á þessum skrifum hennar að hún hefur ekki lesið mikið um kenningar Marx. Lítum í örstuttu máli á kenn- ingar Marx. Þetta er þróunar- kenning, þ.e. að kapítalískt kerfi myndi hrynja og þá myndu verka- menn í tandinu taka stjórnina í sínar hendur. Öllum stéttaágrein- ingi yrði kastað fyrir borð, allir jafnir. Einkaeignaréttur á fram- leiðslutækjunum yrði afnuminn og fólkið sem ynni við tækin ættu þau. (Ath. Kenningin er ekki þannig að ríkið eigi allt.) Marx byggir þessa kenningu sína á því sem gerst hafði í sög- unni. Á 18. öld kom ný stétt í kjöl- far byltingamanna, borgarastétt. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisrdng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklcga þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Hann hélt því fram, að þróunin yrði sú að það væri alltaf ný stétt að taka við af annarri. Það kæmi því að því að verkamenn tækju við af borgurunum. Húsmóðirin talar um „eftir 68 ára reynslu í Sovétríkjunum", þ.e. reynslan af hungurhugmynda- fræði Karls Marx. Þetta er ekki rétt, því sú þróun sem Karl Marx talar um varð aldrei í Sovétríkjun- um. Það er því ekki vegna hug- myndafræði Marx, að enginn fær að borða í Sovétríkjunum eins og lesa má af grein húsmóðurinnar. Hún segir að ekki væri gaman að vera húsmóðir í landi þar sem matarskortur er, mannréttinda- brot, o.s.frv. Mig langar að kasta fram einni léttri spurningu. Líður sovéskri húsmóður eins ömurlega og starfssystir hennar á íslandi held- ur fram? Sigurveig Guðmundsdóttir vill vekja athygli á upplestri Óskars Halldórssonar fv. dósents á Grettis sögu. Gleymum ekki Grettissögu Sigurveig Guðmundsdóttir, Hafnarfirði, skrifar: Núna er Grettis saga í Út- varpinu. Það er lestur Óskars Halldórssonar. Um hann má með sanni segja að fögur er sú kveðandi að heyra. Því miður virðast margir gleyma Grett- issögu vegna sjónvarpsins á sama tíma. Ég hringdi í nokk- ur fyrirmyndarheimili til að spyrja hvort þar væri hlustað á lestur þeirrar sögu. Ekkert af þessu ágæta fólki hafði munað eftir Grettissögu, allt vegna sjónvarpsmynda sem varla gátu staðist samanburð við Grettlu. Ósköp virðist rödd ís- lands verða lágróma í öllu út- lenda glamrinu. Hvað verður þegar margir gervihnettir standa til boða. Gleymum ekki Grettissögu í þeim snilldar- flutningi sem við eigum nú kost á að heyra. Áreitni unglinga í strætó Karl Marx. Bréfritari telur að „hús- móðir“ sem skrifaði fyrir stuttu um hagkerfí Karls Marx hafi ekki kynnt sér kenningar hans. Strætófarþegi skrifar: Ég vil taka undir með þeim bréfriturum sem hafa verið að kvarta undan áreitni unglinga í strætó. Ég ferðast daglega með leið 11 og yfirleitt er allt í lagi á daginn en á kvöldin og þó alveg sérstaklega um helgar, verður maður oft var við þetta, t.d. í dag, sunnudag, fór ég tvær ferðir með strætó og varð vitni að svona áreitni í báðum ferðum og bæði skiptin algerlega að ástæðulausu. Þegar ég hef orðið vör við svona- lagað (og það er oft), eru það strákar, 12—20 ára að áreita kon- ur, yfirleitt þær sem eru um eða yfir miðjum aldri, en þó sér maður stundum að ungar stelpur verða fyrir þessu. Þessum strákum finnst þetta bráðsniðugt og kemur þetta fram á ýmsan hátt, mjög oft í dónalegu orðbragði. Svo hvimleitt er þetta að maður veigrar sér við að nota vagnana á þessum tíma og veit ég að svo er um fleiri. Ég held nú að vagnstjór- arnir eigi ekki gott með að ráða við þetta og vita jafnvel ekki nærri alltaf af þessu. Þó er öruggt að Magnús Skarp- héðinsson, fyrrverandi vagnstjóri á leið 14, hefði ekki liðið þetta á sinni vakt, enda fylgdist hann mjög vel með allri umgengni í vagninum, svo að til fyrirmyndar var. Ég veit að þetta lagast ekki þó skrifað sé svona bréf, en kannski vekur það foreldra og kennara til umhugsunar og umræðu um þetta. Að vísu er það mjög lítill hópur af öllu þessu unga fólki sem lætur svona en þetta finnst manni að ekki ætti að eiga sér stað. Annað er það sem ég furða mig oft á í vögnunum, að ekki skuli alltaf vera staðið upp fyrir því fólki sem er með börn á handlegg. Allir ættu að geta séð hvað erfitt er að standa með barn á handlegg í strætó, allt upp í hálftíma, og veit ég ekki hvort þeir fullorðnu eru nokkuð tillitssamari í þessu efni en krakkarnir. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viötalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgartulltrúar Sjálfstæðísflokkslns verða tll vlötals í Valhöll, Háalolt- isbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar teklö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boölð aö notfæra sér viötalstima þessa. L Laugardaginn 8. desember veröa til vlötals Hilmar Guölaugsson, formaöur bygginganefnda og í stjórn verkamannabústaöa og Margrét S. Einarsdóttir í stjórn félagsmálaráös og dagvistunarstotnana. Baðmottu- sett J Aldrei meira úrval Verð frá kr. 595.- GEXSiR H B2F SIGGA V/öGA í 'ÍILVEWU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.