Morgunblaðið - 06.12.1984, Síða 67

Morgunblaðið - 06.12.1984, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 67 „í þrumurn og sólskini sungið « Mótettukórinn í Kamen-Methler eftir tónleikana f Dortmund. Af íslandsdögum í Dortmund — eftir Eggert Benedikt Guðmundsson Eitt af því, sem kemur mér sem Íslendintíi á ráfi úti í hinum stóra heimi æ á óvart, er hin sterka ís- landsvinátta sem víða mætir manni. Stór félög eru jafnvel mynduð um málefnið, íslands- vinafélög. Ekki ætla ég mér í þess- um pistli að reyna að finna þær ástæður sem að baki liggja; þær eru eflaust margar. Hins vegar ætla ég að segja ofurlítið frá reynslu minni af síðasta ávexti starfsemi íslandsvina hér í Þýska- landi. Borg er nefnd Dortmund, er í Ruhr-héraði og einkum kunn fyrir háskóla sinn og, vel að merkja, bjórbrugg. í þessari 600 þúsund manna borg eru 7 bjórverksmiðjur sem þýðir að íslendingar þurfa 2,8 til að halda sama „höfðatölu- meðaltali". Þætti nú engum mikið. Nú er Dortmund hins vegar að bætast í hóp hinna „hefðbundnu" íslandsvinaborga Þýskalands, svo sem Kölnar og Hamborgar. Til merkis um það eru „Íslandsdagar" sem haldnir voru í Dortmund dag- ana 25. ágúst til 1. september á vegum „Deutsch-Islándische Ge- sellschaft" í Dortmund. Hófst dagskrá þessara íslandsd- aga með opnunarávarpi sendi- herra okkar í Bonn, dr. Hannesar Jónssonar. Að því loknu hélt dr. Gylfi Þ. Gíslason fyrirlestur um skáldin Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness. Síðdegis hélt svo konsúll íslendinga í Hamborg og formaður íslandsvinafélagsins hér i borg, Oswald Dreyer-Eimbcke, fyrirlestur og rakti í honum sögu samgangna við ísland frá upphafi. Voru báðir lestrarnir mjög áhuga- verðir og gagnlegir. Dagskráin hélt síðan áfram með fjölda fyrirlestra, sýninga og alls kyns gleðskap. Það sem einkum vakti þó áhuga minn og varð til þess að ég lagði land undir fót frá Hamborg voru tónleikar að kvöldi opnunardags- ins 25. ágúst í höfuðkirkju Dort- mund, Reinoldi-kirkjunni. Hér var á ferð Mótettukór Hallgríms- kirkju sem um þessar mundir var á tónleikaferðalagi um Þýskaland. Mun hann hafa haldið a.m.k. 7 tónleika á 13 dögum í hinum ýmsu borgum Þýskalands. Af fyrri reynslu minni af söng þessa kórs taldi ég víst að tónleikarnir yrðu ferðarinnar virði. Ég átti ekki eft- ir að verða fyrir vonbrigðum. Þrumutónleikar Tónleikarnir hófust með þeim lofsöng Sveinbjörns Sveinbjörns- sonar sem íslendingar hafa löng- um notað sem þjóðsöng. Finnar ku gjarna leika Finnlandiu sína við undirleik fallbyssna, en í þetta skipti gekk náttúran í lið með kórnum og dundu þrumur og eld- ingar á þessari tignarlegu kirkju á meðan á flutningi verksins, og raunar næstu verka á eftir, stóð. Varð úr þessu hinn stórkostlegasti samhljómur, maður hreint og beint fann hvernig „eitt eilífðar smáblóm" titraði fyrir óbeisluðum krafti náttúrunnar, sem minnti enn á máttleysi mannsins gagn- vart valdi því sem skóp og stjórn- ar okkar heimi. Er skemmst frá því að segja að ég hef aldrei heyrt „Ó, Guð vors lands" í glæsilegri flutningi. Kórinn hélt ótrauður áfram og „Voru þýðverskir áheyr- endur mér sammála um það að tónleikar þessir hefðu verið ógleyman- legir og kröftug olía á íslandsástareldinn. Ætl- aði fagnaðarlátum seint að linna, enda Þjóðverj- ar líka nýteknir upp á því að klappa í kirkju.“ lét ekki þrumuveður á sig fá. Und- ir leiðsögn stjórnandans, Harðar Áskelssonar, þræddi hann sögu ís- lenskrar kirkjutónlistar, allt frá stemmunni „Gefðu að móðurmálið mitt“ til kvöldbæna Þorkels Sigur- björnssonar sem hann samdi í fyrra fyrir kórinn. Einnig söng Margrét Bóasdóttir einsöng, m.a. í Maríubæn Páls ísólfssonar. Eftir hlé var haldið áfram og nú sungnar erlendar mótettur eftir m.a. Bach, Bruckner og Poulenc. Hljómburður kirkjunnar var nokkur góður, en jaðraði þó stund- um við að verða yfirþyrmandi, svo sterkt var bergmálið af berum steinveggjunum. Þetta, ásamt Dortmund-loftinu sem farið var að hafa truflandi áhrif á sumar raddir, fannst mér orsaka svolítið óöryggi á köflum hjá kórfélögum. Það breytir því þó ekki að í heild- ina voru verkin flutt með þeim glæsibrag sem slíkri tónlist hæfir. Voru þýðverskir áheyrendur mér sammála um það að tónleikar þessir hefðu verið ógleymanlegir og kröftug olía á íslandsástareld- inn. Ætlaði fagnaðarlátum seint að linna, enda Þjóðverjar líka ný- teknir upp á því að klappa í kirkju. Sungið vid sólina Daginn eftir hélt kórinn til þorps í nágrenni Dortmund, sem Kamen-Methler heitir. Slóst ég með í þá för, vitandi af gamalli reynslu að ekki eru auðfundnar skemmtilegri reisur en kórferða- lög. í þetta skipti var þó brjóst- röddin að mestu spöruð, enda tón- leikar fyrirhugaðir í þorpskirkj- unni seinna um daginn. Dagskrá var að mestu önnur en daginn áður enda kórinn með stórt „repertoire" í fórum sínum. Var meðal annars sungin mótett- an „Jesu, meine freude" (BWV 227) eftir Bach. Hér var ekkert til truflunar, kyrrt veður, gott loft og hljóm- burður eins og best verður á kosið, enda blómstraði kórinn nú, jafn- vel enn betur og fegur en kvöldið áður. Til að spara mér lýsingar- orðaflauminn ætla ég að láta mér nægja að vitna í íslenskan karl- mann sem viðstaddur var tónleik- ana: „Þið voruð æði, þið voruð æði,“ voru skilaboð hans til kórs- ins. Að sama brunni bar vitnis- burð prests staðarins, sem að eig- in sögn var „Bachfan". Hann dáð- ist að flutningi „Jesu, meine freude", en varði þó margfalt fleiri orðum í að hrósa tónverki stjórn- andans, Harðar Áskelssonar, við Davíðssálm nr. 84. Öll áðurnefnd verk eru kirkju- legs eðlis. í lok tónleikanna í Kamen-Methler var kórinn að sjálfsögðu klappaður upp og söng hann þá eitt aukalag. I enda þess gekk grallarinn Hörður út með kórinn syngjandi á eftir sér. í logni, blíðu og sumarsól fyrir utan var síðan haldið í veraldlegu tón- listina, fyrst hið gullfallega lag Emils Thoroddsen „Hver á sér fegra föðurland“ og klykkt út með þjóðlaginu „Ég að öllum háska hlæ“ í útsetningu Hallgríms Helgasonar. Þannig endaði þessi skemmti- lega helgi og sem ég stóð úti meðal Þjóðverjanna, naut ávaxta ætt- jarðarástar Emils og Huldu, undir sömu sól og stundum sést á ís- landi, varð mér ljóst að kannski er íslandsvinátta útlendinga, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki óskýranleg. Eggert Benedikt Guðmundsson er hafnarrerkamaður í Hamborg en hefur nám í Karisruhe á retri kom- anda. Evrópufrumsýning Ghostbusters Undarlegir atburðir eru að gerast i New York. Venjulegt fólk sem stundar venjulega vinnu og býr i venjulegum húsum, sér drauga á hinum ólíklegustu stóðum: í bóka- satninu, á hótelum, jafnvel í ísskápuml \r^%' % \ \\ m t ) / j 'r? 1 J \ j i * ' '' Kvikmyndin sem allir hafa beðiö eftir. Vin- sælasta myndin vestan hafs á þessu ári. Ghostbusters hefur svo sannarlega slegið í gegn. Titillag myndarinnar helur veriö ofar- lega á öllum vinsældarlistum undanfarið. Mynd. sem allir veröa að sjá. Grínmynd árs- ins. Aöalhlutverk: Bill Murray, Dan Aykroyd, Sig- ourney Weaver, Harold Ramis, Rick Moranis Leikstjóri: Ivan Reitman. Handrit: Dan Aykro- yd og Harold Ramis. Titillag: Ray Parker Jr. Dolby Sterio. Hækkaö verö. Bönnuö börnum innan 10 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.