Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
47
Netlufiörildið var hiö sprækasta og flögraði um kassann, sem Baldur og
Ólafur komu með það í. Stærð þess er hægt að bera saman við 10 króna
myntina.
Netlu-
fiðrildi
í heim-
sókn
TVEIR starfsmenn verslunarinnar
Geysis í Reykjavík komu á rit-
stjórn Morgunbiaðsins og höfðu
með sér fiðrildi mjög skrautlegt.
Þeir félagar, sem heita Baldur
Árnason og Ólafur Fannberg,
sögðust hafa verið aö taka upp
sendingu frá írlandi þegar fiðrildiö
flögraði allt í einu upp úr einum
kassanum. „Okkur finnst þetta
sérstaklega merkilegt fyrir þá sök,
að það voru liðnar 6 vikur frá því
að sendingunni var pakkað niður í
írlandi og þar til við rifum upp
kassana hér heima,“ sögðu þeir
Baldur og Ólafur. „Við höldum
helst að fiðrildiö hafi legið í ein-
hverjum dvala og vaknað upp við
það að kassinn var opnaður."
Erling Ólafsson, skordýra-
fræðingur, sagði að fiðrildi þetta
væri svokallað netlufiðrildi og
væri það mjög algengt annars
staðar i Evrópu, en gæti ekki
þrifist hér. „Þessi fiðrildi leita
gjarnan á svala staði á haustin,
t.d. í vöruskemmur, og því er
nokkuð algengt að þau berist
hingað, t.d. á vörubrettum eða í
umbúðum."
Baldur og Ólafur höfðu mik-
inn áhuga á að reyna að halda
fiðrildinu lifandi og sagði Erling
að það væri hægt að treina
eitthvað í því lífið með því að
halda því á köldum s.tað. „Það er
jafnvel mögulegt að það Iegðist
aftur í dvala ef það væri geymt
við 2 stiga frost, en um það er
erfitt að segja," sagði Erling að
lokum.
NÝJUNG FRÁ ALÞÝÐUBANKANUM
MJ GETUR LAGTINN SPARIFEÐ
ÁN NOKKURS TILLITS TIL ÞESS
HVENÆR ÞÚ ÞARFT ÁÞVÍ AÐ HALDA
AFTUR EN SAMT TRYGGT
ÞÉRALLTAÐ
Zfasmxm
ÁN NOKKURRAR BINDISKYLDU!
Sérbók Alþýðubankans er einstök leið til
góðrar ávöxtunar án þess að leggja í óþægilega og óvissa spádóma
um hvenær þú þurfir aftur á sparifé þínu að halda.
Þú leggur einfaldlega inn á Sérbókina, færð strax 23% grunnvexti
og síðan hækka vextir um 2% fyrir hverja þrjá mánuði
sem innstæðan stendur óhreyfð.
Takirðu ekki út í eitt ár eru nafnvextir síðustu þriggja mánaða því
orðnir 29% og ársávöxtun 28,6% - og það á opinni bók!
Vextir leggjast ávallt við höfuðstól bókarinnar.
Þeir teljast því með þegar vextir næsta tímabils eru reiknaðir út
og skila um leið einstaklega góðri ársávöxtun.
Sé tekið út af bókinni haldast nafnvextir hins vegar óbreyttir
næsta þriggja mánaða tímabil.
Standi Sérbókin óhreyfð í tvö ár er ársávöxtun komin í
31,1% — og enn á óbundinni bók!
ATHUGAÐU MÁLIÐ
— Sérbók Alþýðubankans er frjáls leið til farsællar ávöxtunar.
Það er leitun að öðru eins tilboði
Alþýöubankinn hf.
nú verða af því að senda vinum um
víða veröld gjöf sem verður þeim
mjög kærkomin — fyrir aðeins kr. 770.
Innifalið sendingargjald um
allan heim.
Gjöf sem berst ekki bara einu sinni
— heldur aftur og aftur — og treystir
tengslin.
Er
Iceland Review ekki rétta gjöfin
fyrir ættingja og vini erlendis?
Iceland Review kemur út fjórum sinnum á ári
— stöðugur straumur af fróðleik
um land og þjóð, með glæsilegum myndum og fjöl-
breyttu efni.
Þú
losnar við allt umstangið, við sendum
blöðin fyrir þig
ásamt kveðju frá þér.
1
1
GJAFAASKRIFT
□ Undirritaöur kaupir gjafaáskrift(ir) aö lceland Review 1985 og
greiöir fyrir kr. 770 pr. áskrift. Sendingarkostnaöur um allan
heim innifalinn.
□ Árgangur 1984 veröi sendur ókeypis til viötakanda(enda) gegn
greiöslu sendingarkostnaðar kr. 220 pr. áskrift.
Ofangreind gjöld eru í gildi til ársloka 1985. Áskrift öölast gildi
þegar greiðsla berst.
Nafn áskrifanda
Sími
Heimilisfang
Nafn móttakanda
Heimilisfang
Nöfn annarra móttakenda fylgja meö á ööru blaði.
Sendið til lceland Review, Höfðabakka 9, Reykjavík,
eða hringið í síma 84966.