Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
27
ASÍ um stöðu kvenna á vinnumarkaði:
Karlarnir fá mun
hærri yfirborgan-
ir en konurnar
HVAÐ áttu tnörg börn? Hvaö heitir
maöurinn þinn og hvaö starfar
hann? Ertu oft veik? Ætlaröu aö
eiga fleiri börn? Ertu ólétt?
Þetta eru nokkrar þeirra spurn-
inga, sem oft eru lagðar fyrir kon-
ur þegar þær sækja um störf, að
því er segir í ályktun um stöðu
kvenna á vinnumarkaði sem sam-
þykkt var á nýafstöðnu Alþýðu-
sambandsþingi. Segir að hér séu á
ferðinni „nærgöngular spurningar
um einkahagi sem engu svara um
hæfni til starfa“ og séu til skamm-
ar. Mótmælti þingið „harðlega því
misrétti, sem konur eru oft beittar
við ráðningu til starfa" og hvatti
allt verkafólk „til virkrar sam-
stöðu um jafnrétti á vinnustöðum
og í starfi verkalýðsfélaga, ekki
aðeins í orði heldur einnig á
borði“, eins og segir í ályktuninni.
Þar segir einnig að jöfnun að-
stöðu' til vinnu og jafnrétti á
vinnustöðum til launa og stöðu-
hækkana eigi langt í land. Segir
að konur vinni erfiðisvinnu ekki
síður en karlar og að með aukinni
tækni og hraðari vinnu lendi kon-
ur oft í erfiðustu störfunum.
„Atvinnurekendur og yfirmenn
færa sér í nyt eðlislæga skyldu-
rækni og misbjóða oft konum með
óhæfilegu vinnuálagi. Eftirtekt-
arvert er, að bónus t.d. í fiskverk-
un og iðnaði, sem stóreykur vinnu-
álag, er einkum tíður í kvenna-
störfum.“
Þingið sló því föstu, að yfirborg-
anir féllu nær alltaf karlmönnum
í skaut. „Ef konur og karlar eru
yfirborguð á sama vinnustað fá
karlmenn mun hærri yfirborgun
en konur," segir m.a. í ályktuninni
og loks er ítrekuð samþykkt ASÍ-
þings frá 1980 um rétt verkafólks í
uppsagnartilvikum og minnt er á,
að fjöldi fólks, einkum konur, búi
við mjög skertan rétt varðandi
uppsagnir.
Kveiktu á
perunni
Þriðja bók
KVEIKTU á perunni, þriöja bók, er
nú komin út. í bókinni eru 50 vísna-
gátur og höfundur þeirra og útgef-
andi er Ólafur Gíslason.
í formála bókarinnar segir höf-
undur, að nýmæli sé í þessari bók;
samfelld frásögn sé í hverri vísu,
þar sem í fyrri bókunum hver
hending, með örfáum undantekn-
ingum, hefði staðið ein sér óháð
hinum að öðru leyti en lykilorðinu,
sem þær hefðu átt sameiginlegt.
Því nefni hann þessar gátur
sagnagátur. Veitt eru verölaun
fyrir rétta lausn vísnagátanna.
Þaö er orðin hefö á
mörgum heimilum aö
mála fyrir jólin. Sumir
komast ekki í jólaskapiö
fyrr en þeir eru komnir
meö pensilinn í hendina
meö Hörpu-silkinu frá-
bæra — auövitaö hvaö
annaö.
NÚ MÁLUM VIÐ MEÐ
HORPUSILKI.
Hörpumálning fæst í eftirtöldum
Álfhóll, Kópavogi Hamraborg 7
Brynja Laugavegi 29
BYKO, Kópavogi Nýbýlavegi 6
BYKO, Hafnarfirði Dalahrauni 15
Byggingaversl.
Tryggva Hannesa. Síóumúla 37
Dröfn, Hafnarfirói Strandgata 75
Dvergur, Hafnarfirói Brekkugata 2
Ellingsen Ánanaustum
Gos Nethyl 3
Húsasmiójan Súóarvogi 3
J.L. byggingavörur Hringbraut 119
verslunum á Reykjavíkursvæöinu:
Kjörval, Mosfellssveit Þverholti
Litaver Grensásvegi 18
Liturinn Síóumúla 15
Málarabúóin Vesturgata 21
Málarinn Grensásvegí 11
Málmur, Hafnarfirói Reykjavíkurvegi 50
Málning og Járnvörur Siðumúla 4
Pátur Hjaltested Suóurl.braut 12
Slippbúóin Mýragata 2
Smiósbúó, Garóabas Smiósbúó 8
Mikligaróur Holtagaróar 108
ERFINGJARNIR
eftir William Golding
Erfingjarnir er ein stórbrotnasta skáldsaga sem rituð hefur verið
á þessari öld - snilldarafrek ímyndunaraflsins, könnun á
glötuðum heimi Neanderdalsmannsins.
Erfingjarnir er glæsileg uppskera rannsókna í mannfræði,
fornleifafræði, aldalangra vangaveltna um frummanninn, hinn
náttúrlega mann, - og skáldskapargáfu William Golding.
Hvergi hefur hinn frumstæði maður verið raungerður með jafn
frjóu ímyndunarafli og í Erfingjunum, bókmenntaverki sem
m.a. hefur verið kallað:
„ótrúlegt og frumlegt þrekvirki"!
Öskubu^11'
áráttan
U tti kvcnnn
ÖSKUBUSKUÁRÁTTAN
Er SJÁLFSTÆÐI það sem konur raunverulega vilja?
Colette Dowling svarar spurningunni neitandi í
Öskubuskuáráttunni, metsölubókinni sem kom konum um
allan hinn vestræna heim til að skjálfa af geðshræringu (og reiði).
Hún heldur því fram að innst inni vilji konur láta sjá fyrir sér
ogfá fullkomna tilfinningalega vernd. Þæróttist sjálfstæðið eins
og pestina.
„Óttinn felst í því að ef við stöndum raunverulega á eigin
fótum, munum við að lokum verða ókvenlegar, óaðlaðandi
og án ástar."
Öskubuskuáráttan er bókin sem hneykslaði, kom við kaunin
á mörgum og flestar konur gátu séð sjálfar sig í.
Öskubuskuáráttan er ögrandi, áhugaverð og
umdeild - sannkölluð óskabók kvenna. Bókhlaðan