Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
77
Menn nánast grýttir
ef liðinu gengur illa!
— spjallað við Sigurð Grétarsson sem
leikur með Iraklis Saloniki í Grikklandi
SIGURÐUR Grétarsson varö fyrsti íslenski knatt-
spyrnumaðurinn til að leika í Grikklandi er hann í haust
gekk til liðs viö 1. deildarliðiö Iraklis Saloniki. Liðið er nú
i efri hluta deildarinnar, en Sigurður hefur ekki leíkið
með að undanförnu, þrátt fyrir nokkuö góöa frammi-
stööu í byrjun keppnistímabilsins.
Blaðamaöur hitti Sigurð aö máli
á dögunum og spuröi hann um
grísku knattspyrnuna.
„Knattspyrnan er hreint ótrúlega
gróf í Grikklandi,“ sagöi Siguröur.
„Ég haföi ekkert sóö af grískum
fótbolta og vissi því raunar ekkert
út í hvaö ég var aö fara. Þeir leika
í suörænum stíl þarna niöur frá —
er viö náum knettinum er leikurinn
róaöur niður; andstæðingunum
Köln í 6. sætið
1. FC KÖLN sigraói Bayer Lever-
kusen 3:1 (1:0) í Bundesligunni í
knattspyrnu í fyrrakvöld.
Stefan Engels skoraöi fyrir Köln
á 12. min. og William Hartwig
bætti ööru viö á 50. mín. Lever-
kusen minnkaði muninn á 74. mín.
er Herbert Waas skoraöi úr víti —
en sex mín. síöar skoraöi Klaus
Allofs fyrir Köln, einnig úr víti. Köln
er í sjötta sæti eftir sigurinn —
Leverkusen í því 12.
i fyrrakvöld léku Bayern Miinch-
en og Waldhof Mannheim í bikar-
keppninni og sigraöi Bayern 1:0
meö marki Dieter Höness á 73.
mín. Leikiö var í Munchen.
nánast leyft aö pakka í vörnina en
ekki stílað á hraöaupphlaup. Og
þegar svona er staðiö aö málum
liggur þaö auövitað í augum uppi
aö maöur er alltaf kominn meö
mann „í bakið“ þegar boltinn nálg-
ast — og undantekningarlítið er-
um viö framlínumennirnir einfald-
lega sparkaöir niöur."
Þjálfarinn rekinn —
Sigurður settur út
Siguróur lék fyrstu leikina í
deildinni, en náöi ekki aö skora í
þeim. Þótti þó standa sig vel. Þjálf-
ari liósins var Þjóóverji aö nafni
Friedel Rausch, sem gerði Frank-
furt aö Evrópumeistara fyrir nokkr-
um árum. Hann var skyndilega
rekinn, og aöstoöarþjálfarinn,
grískur, tók viö liöinu. „Okkur kom
aldrei allt of vel saman og um leiö
og hann tók viö stjórninni var ég
settur út. En ég trúi ekki ööru en
ég fái tækifæri fljótlega aftur.“
Siguröur samdi til eins árs viö
Saloniki; ég spuröi hann hvaö tæki
viö eftir aö samningurinn rynni út
— eru líkur á því aö hann veröi
áfram í Grikklandi?
„Ef ég ætti aö svara í dag segöi
ég hiklaust nei. En maöur veit aldr-
• Sígurður Grétarsson ... fyrsti
íslendingurinn sem leikur meö
grísku félagsliöi.
ei —
leg.“
knattspyrnan er óútreiknan-
Leikið í 35 stiga
hita í haust
Siguröur sagöi þaó hafa verió
hroöalegt aö leika í upphafi keppn-
istímabilsins. „Viö lékum alltaf
seinni partinn á sunnudögum —
og hitinn var um 35 gráöur á celcí-
us. Það var beinlínis óhæft aö
leika. Og þegar Grikkirnir kvörtuöu
sjálfir undan hita er skiljanlegt aö
ég hafi ekki verið allt of ánægöur.
En nú er þetta oröið allt i lagi —
hitinn er um 17 til 18 gráöur þegar
leikir fara fram.“
Aö sögn Siguröar eru Grikkir
talsvert blóöheitir — „Þegar vel
gengur eru allir vinir manns, eins
og alls staöar annars staöar, en ef
á móti blæs er annað upp á ten-
ingnum. Menn eru nánast grýttir ef
liöinu gengur illa!“ sagöi hann.
SH.
Tryggvi í KA?
TRYGGVi Gunnarsson,
markaskorarinn mikli úr ÍR,
hyggst leíka knattspyrnu meö
2. deildarliði KA frá Akureyri á
sumri komanda.
Tryggvi skoraöi hvorki fleiri
né færri en 36 mörk fyrir ÍR í 4.
deildinni í sumar og varö aö
sjálfsögöu markahæstur í
deildarkeppni islandsmótsins.
Hann er aöeins nítján ára gam-
all. Tryggvi hefur enn ekki til-
kynnt félagaskipti í KA, en allt
bendir til þess aö svo verði.
Þá eru miklar líkur á því aö
Þorvaldur Þorvaldsson úr
Þrótti gangi í KA. Hann hefur
reyndar heldur ekki gengiö frá
félagaskiptum ennþá.
Mullery rekinn!
ALAN MULLERY var rekinn úr
framkvæmdastjórastööunni hjá
enska 1. deildarliðinu QPR í gær
aöeins 24 vikum eftir aö hann var
ráöinn til félagins. Hann kom
þangað er Terry Venables hætti
og réð sig til Barcelona á Spáni.
Akvöröunin var tekin skömmu
eftir aö QPR sigraöi Stoke 2:0 í
fyrrakvöld á heimavelli, en aöeins
8.403 áhorfendur komu á leikinn.
Færri hafa ekki séð leik á vellinum
undanfarin þrjú ár.
„Alan er mjög viökunnanlegur
maöur en honum tókst ekki aö feta
í fótspor Terry Venables í þessu
starfi," sagöi Jim Gregory, formaö-
ur félagsins í gær. Er Venables var
viö stjórnvölinn komst QPR í úrslit
bikarkeppninnar á Wembley, þá í
2. deild, komst síöan í 1. deild og
lenti í 5. sæti deildarinnar í vor —
náði því sæti í UEFA-keppninni.
En síöan Mullery tók viö hefur
sigiö á ógæfuhlióina — liðið hefur
aðeins unniö tvo af síöustu níu
leikjum og er i 16. sæti deildarinn-
ar.
Morgunblaöið/ Magni.
Háskólinn meistari!
LID Háskóla íslands sigraöi í karlakeppni Skólamóts KSÍ, sem lauk fyrir skömmu. Liöið sigraöi
íþróttakennaraskóla íslands í úrslitaleik á gervigrasvellinum í Laugardal, 4:1. Þorsteinn Hilmarsson
skoraðí tvö marka HÍ, Viðar Þorkelsson 1og Sæbjörn Guðmundsson 1. Einar Einarsson skoraði mark
ÍKÍ. Hér á myndinni má sjá hiö vaska lið háskólans, en þar er valinn maður í hverju rúmi — flestir
leikmenn 1. deíldarliöa. Þeir eru, aftari röð frá vinstri: Steingrímur Bírgisson, KA, Ásbjörn Björnsson,
KA, Þorgrímur Þráinsson, Val, Stefán Jóhannsson, KR, Jósteinn Einarsson, KR, Viðar Þorkelsson,
Fram, Björn Þór Egilsson, UBK, Atli Geir Jóhannesson, ÍBÍ. Fremri röð frá vinstri: Hákon Gunnarsson,
UBK, Sæbjöm Guðmundsson, KR, Þorsteinn Hilmarsson, UBK, Anton Jakobsson, Fylki og Sævar
Leifsson, KR. Lið Menntaskólans á Akureyri sigraöi i kvennaflokkí — MA-stúlkurnar sigruöu lið
Fjölbrautaskólans atAkranesi, 1:0, í úrslitaleik. Viö reynum að birta mynd af stúlkunum úr MA viö
tækifæri.
10. og 11. þáttur á myndbandaleigur í dag