Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
35
1000 spurn-
ingar og svör
— eftir Hermann
Gunnarsson og Ósk-
ar Ingimarsson
Setberg hefur gefur út bókina
„1000 spurningar og svör“ eftir
Hermann Gunnarsson og Óskar
Ingimarsson.
„Hér er að finna fjörugar og
fræðandi spurningar úr öllum átt-
um, léttar, þyngri, heillandi,
spennandi... og aftast í bókinni
má svo finna öll svörin," segir í
frétt frá útgefanda.
Bókin skiptist í 29 kafla og í
hverjum þeirra eru að meðaltali
35 spumingar. Höfundarnir,
Óskar Ingimarsson og Hemmi
Gunn, segja m.a. um bókina:
„Þessi bók er tekin saman með
það í huga að skemmta jafnt og
fræða og gefa fólki kost á að
spyrja og svara við öll möguleg
tækifæri. Hún getur verið hand-
hæg jafnt í afmælisveislum, á
stórhátíðum eða í sumarleyfinu,
eða bara á ósköp venjulegum virk-
um degi, þegar menn langar til að
breyta eitthvað til. Við höfum val-
ið 1000 spurningar úr ýmsum átt-
um, sumar léttar, aðrar kannski
dálítið erfiðar. En þá skuluö þið
ÓSKAR INGIMARSSON
OG HERMANN GUNNARSSON
SPORNINGAR
CGSVÖR
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
muna að öllum finnst erfitt að
svara því sem þeir vita ekki. Og
svo er alveg áreiðanlegt að sumir
skemmta sér vel yfir því, þegar
svarið stendur í vinum og kunn-
ingjum."
Bókin er 144 blaðsíður með
myndskreytingum eftir Hörð Har-
aldsson. Þá eru líka í bókinni
margar felumyndir.
Fáskrúðsfjörður:
100 tonn
af grálúðu
á 2 dögum
Fáskrátefirði, 4. desember.
TOGARINN Hoffell kom hingað inn
i laugardagsmorguninn með 100
tonn af grálúðu eftir aðeins tveggja
sólarhringa veiðiferð. Hoffellið hefur
verið að fiska í siglingartúr og var
sendur út í þessa tvo daga inn á
milli. Aflinn fékkst norður af Glett-
inganesflaki.
Landað var í frystihúsið hér á
staðnum og lúðan heilfryst fyrir
Rússlandsmarkað. Skipstjóri á
Hoffellinu er Högni Skaftason.
Síðan síldarsöltun lauk hér hef-
ur mikið verið unnið að flökun og
síldarfrystingu hjá Pólarsíld hf.
Síldveiði hefur verið góð í fjörðun-
um alveg undir það síðasta.
Afli línubáta, sem margir eru að
fiska fyrir siglingu fyrir jólin, hef-
ur verið góður og mikil vinna á
staðnum. Trillukarlar eru þó að
vonum óhressir með að hafa þurft
að hætta veiðum á meðan veður
eru enn sæmileg. Þeir hafa oft áð-
ur róið fram undir miðjan desem-
ber.
— Albert.
HERRASKYRTUR
Vorum aö taka upp glæsilegt
úrval af enskum herraskyrtum.
GEíSlP
H
Framhlaðið tæki á
mjög hagstæðu verði, og
VC-481
þvi fylgir fjarstýring
sem gerir þér kleift að
skoða myndefnið
hratt í báðar áttir,
ogfrysta myndina („pause").
Tækið hefur 7 daga upptökuminni, er útbúið
rakaskynjara, og sjálfvirkri endurspólun.
Þetta úrvalstæki er umfram allt, einfalt i allri
notkun.
Aðeins
39.800
Stg.
HLJOMBÆR
HVERFISGÖTU 103
SÍMI 25999
HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI
: