Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
Þorgeir Þorgeirs
son - Minning
Kæddur 27. desember 1894
Dáinn 27. nóvember 1984
90 ár. Hvílíkur feikna tími.
Hver megnar að segja nema rétt
agnar ögn frá svo langri ævi? Ævi
níræðs bónda á íslandi nú spannar
svo mörg stig verktækni, svo
margar sviðsbreytingar í þjóðlíf-
inu, að mann rekur í rogastans
þegar gömlu aðstæðurnar minna á
sig.
Elsta fólkið sem enn er okkar á
meðal sat hjá kvíaám í bernsku,
gekk á skinnskóm og hrósaði
happi ef það gat brugðið sér í
skinnsokka í haustslabbi eða
bleytum á einmánuði.
Ekki er minnst á þetta fyrir þá
sök að sá gamli heiðursbóndi sem
nú er horfinn sjónum væri frá ein-
hverju forneskjuheimili, þvert á
móti. En hann óx upp við árina,
orfið og hrífuna eins og gert hafa
forfeður okkar frá öndverðu í
þessu landi. Því hafa enst vel
kraftarnir og heilsan erfiðisfólk-
inu sem óx upp um aldamótin, líka
því sem ferðaðist á tveimur jafn-
fljótum, vílaði ekki fyir sér að
taka bagga á bakið, stóð sumar-
langt á engjum hvernig sem viðr-
aði, sat við árina í róðrum og öðr-
um sjóferðum, kunni allt nema að
liggja á liði sínu.
Þorgeir fæddist á Höllustöðum í
Reykhólasveit, þar sem foreldrar
hans bjuggu allan sinn búskap.
Þau voru Þorgeir búfræðingur
Þorgeirsson, sonur Guðrúnar
Andrésdóttur úr Miðbæ í Flatey
og Þorgeirs Einarssonar sjómanns
í Flatey, sem fórst með Snarfara.
Kristrún á Höllustöðum kona
Þorgeirs bónda þar var dóttir Jó-
hanns bónda þar Jónssonar af
húnvetnskum ættum og konu
hans, önnu Guðmundsdóttur úr
Bænum í Bjarneyjum.
Þorgeir var næstelstur systkin-
anna. Jóhann var elstur. Aðrir
bræður hans voru Gunnar söðla-
smiður, eitt sinn bóndi á Klett, og
Magnús oddviti og bóndi á Höllu-
stöðum. Sveinbjörn dó í bernsku.
Systur þeira voru Anna ljósmóðir,
Salbjörg í Flatey, Ingibjörg kenn-
ari og Gyða, sem dó á barnsaldri.
Hann óx upp við athafnir og
framfarir bæði heima og heiman.
Á Höllustöðum var byggt steinhús
á unglingsárum hans. Stundum
var hann tíma og tíma i Svefneyj-
um hjá Magnúsi móðurbróður sín-
um á mesta blómaskeiðinu í hans
búskap þar. Síðast en ekki síst er
þess að geta að hann lærði á
Hvanneyri, útskrifaðist þaðan
1919. Réðst síðan til jarðræktar-
starfa á Langadalsströnd við
Djúp.
Þáttaskil urðu í ævi Þorgeirs er
hann fór að Hrófá við Stein-
grímsfjörð ráðsmaður til Ólafar
Stefánsdóttur. Hún bjó þar eftir
mann sinn, Jón Tómasson, er lést
27. nóvember 1921. Einbirni þeirra
var Stefanía Guðrún, fædd 4. júní
1899. Þau Stefanía felldu hugi
saman og gengu í hjónaband 26.
október 1923. Vorið eftir tóku þau
við búsforráðum á Hrófá, settust
þar í gróið bú.
Þorgeir og Stefanía á Hrófá
eignuðust tvö börn. Jónína, fædd
24. nóvember 1923, er gift Jakobi
Björnssyni frá Fremri-Gufudal í
Barðastrandarsýslu, orkumála-
stjóra. Þau eiga eina dóttur. Einn-
ig á Jónína son frá fyrra hjóna-
bandi. Þorgeir Kristinn, fæddur
17. júní 1931, framkvæmdastjóri
umsýsludeildar hjá Pósti og síma.
Kona hans er Elín Ingólfsdóttir,
kennari, BA í ensku og dönsku frá
HÍ 1958. Þau eiga 3 dætur.
Eftir réttra 30 ára búskap á
Hrófá, 1954, brugðu þau búi, seldu
og fluttu suður á eftir börnum sín-
um, líkt og orðið hefur hlutur
bænda á þessari öld í hundraða
tali. Fyrir bragðið gat hann hætt
með reisn áður en kraftarnir bil-
uðu, áður en allt Jét á sjá. Syðra
starfaði Þorgeir hjá Olíufélaginu
hf. meðan starfsævin entist. Hann
bar aldurinn vel. Fyrir fáum árum
1979, varð hann fyrir bíl, lemstr-
aðist mikið og beið þess ekki bæt-
ur. Komst þó eitthvað í heimahús,
en aðeins um stundarsakir.
Þorgeir er mér í barnsminni
rétt í þann mund er hann flutti
norður. Einstaklega glaðlegur í
bragð, afgerandi í fasi og fram-
göngu, einkar hiklaus við að halda
fram skoðunum sínum.
Honum er svo lýst af nákunnug-
um, að hann hefði verið áhuga-
samur, kappfullur og ósérhlífinn,
enda eiginlegt að vera hjálpsamur.
í hans eigin búskap gætti þessara
eiginleika allra. Er til tekið áhuga
hans við að rækta jörðina og
rækta sauðféð.
Yfirburðir hans hygg ég þó að
hafi verið mestir og skýrastir í
glaðlyndinu og bjartsýninni. Þeir
eiginleikar voru það öðrum frem-
ur, sem skiluðu honum svo vel til
hárrar elli sem raun var á. Þar tel
ég hafi verið rikust í eðlinu kyn-
fylgja þeirra systkinanna í Bæn-
um í Bjarneyjum. Mér virtist líkt
á komið með Pétri á Stökkum,
syni Guðrúnar úr Bænum, Magn-
úsi og Kristrúnu börnum Önnu á
Höllustöðum og öldungnum Sveini
Péturssyni, en Pétur faðir hans
var einn þeirra Bæjarsystkina.
Glaðlyndi, gott skap á hverju sem
gekk, og að því er virtist óbugandi
bjartsýni, var þessum ættmennum
samgróið.
Þorgeir var mikill forsjárbóndi
og heimilisfaðir. Nokkrum sinnum
heyrði ég hann lýsa stefnu sinni í
búskapnum. Snemma á árum
kvaðst hann afla alls forða að
haustinu og flytja heim. Átti þó
stutt í kaupstað. Á árunum rétt
eftir stríðið heyrði ég ræðu hans
um afkomu bænda. Hún væri því
aðeins viðunandi, að þeir hefðu 3
tonn af dilkakjöti til að víkja fyrir
sig árlega. Löngum voru gömul
nágranna tengsl og ættarbönd all
haldgóð. Það sannreyndi ég þegar
hann heimsótti mig að Reykja-
lundi, geislandi og ylhlýr eins og
forðum. Þess háttar gjafir er ekki
hlaupið að endurgjalda.
Ég hygg það gott til merkis um
persónur þeirra hjóna, Stefaníu og
Þorgeirs, sem ég varð áskynja hjá
gömlum nágranna þeirra, Guð-
mundi Jónssyni frá Selbekk. Hon-
um þótti hver ferð suður mis-
heppnuð, hefði hann ekki getað
komið til þeirra i Reykjavík.
Því á það vel við að leita í
smiðju til Guðmundar frá Selbekk
og tilfæra hvernig honum farast
orð um þau Hrófárhjón í sögubók
sinni, Sýslað i baslinu. Þar segir
hann:
„Stefanía var snemma bráðger
og vel gefin og ágætis saumakona.
Lærði hún af móður sinni að
vanda vel öll sín verk og að auki
hlaut hún í arf dugnað og gáfur
föður síns. Hún var stillt og prúð
stúlka í æsku og varð mesta fyrir-
myndar búkona þegar þar að kom.
Stefanía giftrist Þorgeiri Þor-
geirssyni frá Höllustöðum í Reyk-
hólasveit. Þau tóku við búi á
Hrófá af foreldrum hennar og
bjuggu þar góðu búi allan sinn
búskap ... Ég var nokkur vor og
eitt eða tvö sumur kaupamaður
hjá þeim Stefaníu og Þorgeiri eft-
ir að þau voru tekin við búi. Gott
var hjá þeim að vera. Þau voru
miklar ágætis manneskjur bæði
tvö og höfðu í heiðri ýmsa gamla
siði. Til dæmis var lesinn þar hús-
lestur hvern sunnudag og var
Þorgeiri sérlega annt um að sá
siður væri ræktur, og vildi að allir
heimilismenn sínir hlýddu á lest-
urinn. Eftir að gamli Stefán var
orðinn það hrumur að hann hafði
ekki lengur fótavist, var lesið uppi
hjá honum svo hann mætti njóta
lestrarins eins og aðrir. Ég trúi
því að þessar hátíðlegu stundir
hafi sett sinn svip á fólkið og allt
framferði þess, og verið til góðs.“
Stefanía lifir mann sinn. Ingi-
björg er ein eftir á lífi af systkin-
um Þorgeirs. Þeim mágkonunum,
börnum Þorgeirs og tengdabörn-
um sendum við gömlu sveitung-
arnir sunnan heiðar sam-
úðarkveðjur.
Játvaröur Jökull Júlíusson
Þorgeir Þorgeirsson var fæddur
að Höllustöðum í Reykhólasveit
hinn 27. des. 1894. Hann lést 26.
nóv. sl., og skorti því mánuð í ní-
rætt. Við Breiðafjörð var hann
fæddur og upp alinn og Breiða-
firði, fegurð hans og búsæld, unni
hann alla ævi.
Með honum er genginn einn af
þeirri kynslóð sem hóf merki
þeirra framfara á þessari öld, sem
skapað hafa það fsland sem við
þekkjum í dag. Margir hinna yngri
eiga erfitt með að skilja að þetta
ísland hafi ekki alltaf verið til, að
skilja að það hafi kostað þrotlausa
vinnu, áræði, kjark og framfara-
vilja að skapa það samfélag al-
mennrar velmegunar, samhjálpar
og öryggis sem hér ríkir nú, borið
saman við þá tíma þegar Þorgeir
fæddist, en þá höfðu margir hung-
urvofuna enn að nágranna ef hún
var ekki heimilisföst hjá þeim
sjálfum.
Ungur að árum nam Þorgeir
búfræði að Hvanneyri og stundaði
síðan jarðræktarstörf í nokkur ár
víðsvegar um Vesturland. Árið
1923 kvæntist hann Stefaníu Guð-
rúnu Jónsdóttur. Þau hófu búskap
að Hrófá við Steingrímsfjörð árið
eftir, 1924. Eignuðust þau tvö
börn, Jónínu, sem er gift þeim er
þetta ritar, og Þorgeir, sem
kvæntur er Elínu Ingólfsdóttur.
Þau Þorgeir og Stefanía bjuggu á
Hrófá í 30 ár en brugðu þá búi og
fluttu til Reykjavíkur, þar sem
þau hafa átt heima síðan. Starfaði
hann hjá Olíufélaginu hf. um
margra ára skeið.
Þau lífsviðhorf sem einkenndu
Þorgeir og marga af hans kynslóð
fólu í sér bjartsýna trú á framtíð-
ina; á framfarir á öllum sviðum,
efnahagslegum sem andlegum; trú
á manninn og möguleika hans.
Manndómur var undirstaðan.
Manni með manndóm voru flestir
vegir færir enda þótt þeir gætu
verið grýttir. Hjá honum var hag-
sæld jafnframt undirstaða far-
sældar.
Hjá Þorgeiri fór þetta bjarta
lífsviðhorf saman við góðvild,
vingjarnleika og gestrisni, sem
honum var í blóð borin, ásamt því
glaðlyndi sem gerði honum fært
að lifa til hinstu stundar eftir
þeirri gullnu reglu Hávamála að
vera glaður og reifur uns sinn bíð-
ur bana.
{ æsku vandist hann hreinu og
kjarnmiklu íslensku máli, eins og
það gerðist best með alþýðu
manna á þeim tíma. Bar mál hans
merki þess alla ævi. Hann mun
einnig snemma hafa fengið ást á
ljóðum og hann kunni firnin öll af
Ijóðum og lausavísum. Hann hafði
yndi af lestri og las mikið af bók-
um.
Fjölskyldu sinni allri var hann
ástríkur og umhyggjusamur.
Nú er leiðir skilur um sinn er
mér efst í huga þakklæti fyrir
tryggð og vináttu Þorgeirs Þor-
geirssonar um þrjá tugi ára; góð-
vild hans, bjartsýni og uppörvun.
Guð blessi minningu Þorgeirs
Þorgeirssonar.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
ÁSA INGIBJÖRG SÆMUNOSDÓTTIR
frá Þverá f Ólafsfirði,
til heimilís að Faxabraut 70,
Keflavík,
andaöist i sjúkrahúsi Keflavíkur þriöjudaginn 4. desember.
Minningarathöfn fer fram frá Keflavikurkirkju laugardaginn 8.
desember kl. 14.00. Jarðarförin auglýst siöar.
Fyrir hönd aöstandenda,
Haraldur Brynjólfsson.
t
TRYGGVI SIGFÚSSON
frá Þórshöfn,
andaöist í sjúkrahúsi Keflavikur 4. desember 1984.
Börn hins látna.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
ÞÓRARINN ÞORFINNSSON,
Spóastöðum,
veröur jarösunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 8. desember
kl. 14.00.
Ferö frá Umferðarmiöstööinni kl. 11.30 meö viökomu i Fossnesti.
Ingibjörg Guömundsdóttir
og börn.
t
Bróöir minn,
EGGERT B. LÁRUSSON,
skipasmíðameistari,
Isafirði,
sem andaöist laugardaginn 1. desember í Fjóröungssjúkrahúsinu
Isafiröi veröur jarösunginn frá isafjaröarkirkju föstudaginn 7.
desember kl. 14.00.
Gústaf Lárusson.
t
GUÐBJÖRG GUOJÓNSDÓTTIR,
Strandgötu 30,
Hafnarfirði,
veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju, föstudaginn 7. des. kl.
1.30.
Þeim sem vildu mfnnast hennar er vinsamlegast bent á
liknarstofnanir.
Niels Árnason
og systur hinnar látnu.
t
Eiginmaöur minn,
ÓLAFURARNLAUGSSON
fyrrverandi slökkviliðsstjóri,
Ölduslóð 18, Hafnarfiröi,
verður jarösunginn frá Frlkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 7.
desember kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Ruth Guömundsdóttir.
t
Jaröarför bróöur okkar,
JÓHANNS KRISTINS PÉTURSSONAR,
fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 8. desember kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vildu minnast hans látiö
Dvalarheimiliö Dalbæ, Dalvik njóta þess.
Systkinin.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
systur okkar,
ÞÓRUNNAR GUÐBRANDSDÓTTUR
frá Loftsölum, Mýrdal.
Ennfremur þökkum viö starfsfólki Vifilsstaöaspitala fyrir sé. staka
hjúkrun og umönnun viö hina látnu.
Systkinin.
Jakob Björnsson