Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 78
78
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
HSÍ fær 175
þús. fyrir leikinn
ÁKVEÐIÐ hefur veriö aö annar
landsleikur Svía og íslendinga
fari fram í íþróttahúsinu á Akra-
nesi á laugardag. Það er hand-
knattleiksráö Akraness sem
kaupir leikinn af HSÍ. Kaupverðiö
er 175 þúsund krónur.
Handknattleiksráö Akraness
gerir sér von um aö fullt hús veröi
eöa um 1.100 manns. Ráöiö sýnir
gott framtak meö því aö fá leikinn
upp á Akranes því aö mjög æski-
legt er aö landsleikir í íþróttum fari
fram í nærliggjandi byggðarlögum
þar sem aöstaöa er fyrir hendi. Þá
hefur frammistaöa landsliösins í
handknattleik veriö svo góö aö
undanförnu aö án efa fýsir sem
flesta aö sjá þaö leika. Akurnes-
ingar eiga von á bráöskemmti-
legum leik á laugardag ef aö likum
lætur og fjölmenna án efa og
hvetja landann til sigurs.
Sunderland
vann Spurs
SUNDERLAND sigraði Tottenham
á White Hart Lane í London,
heimavelli síðarnefnda Jiösins, í
mjólkurbikarkeppninni í g»r-
kvöldi, 2:1, og fer því áfram í
keppninni. Tottenham er úr leik.
Hörkuspenna
í Hagaskóla
HK SIGRADI FRAM í 1. deild í
blaki í hörkuleík í gærkvöldi.
Fimm hrinur þurfti til að knýja
fram úrslit — HK sigraöi 3:2.
Fram vann tvær fyrstu hrinurn-
ar, 15:13 og 15:6, en síðan vann
HK tvær næstu: 2:15 og 12:15. i
fimmtu hrinunni komst HK í 13:4
og þá var einn Frammarinn rekinn
af velli. Bjuggust menn þá við auö-
veldum sigri HK en annaö kom á
daginn: Frammarar efldust og
komust í 14:131! En HK tókst aö
sigra 16:14 i hrinunni.
Graham Roberts (víti) skoraði
fyrir Tottenham í fyrri hálfleik —
og Clive Walker geröi þá mark fyrir
Sunderland. Staöan 1:1 í leikhléi.
Gordon Chisholm skoraöi síðan
sigurmark Sunderland í síöari hálf-
leik.
Áhorfendur á White Hart Lane í
gærkvöldi voru 25.835.
Þetta var annar leikur iiöanna í
keppninni. Þau skildu fyrst jöfn á
Roker Park í Sunderland fyrir fá-
einum dögum.
ÍS gegn KR
EINN leikur fer fram í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik í kvöld. ÍS
mætir KR í íþróttahúsi Kennara-
háskólans kl. 20.00. í Sandgeröi
leika Reynir og UMFG í 1. deild
karla á sama tíma.
• Sterkir menn og stæöilegir í upphafi keppni í drumbkasti á skozku hálandamóti. Jón Páll Sigmarsson er
annar frá hægri á myndinni og er Flugleiöamerkiö áberandi á skyrtubol hans. Aðrir á myndinni eru (f.v.)
Tom McKee frá Kanada, Hoob van Eck frá Hollandi og Kris Okangeo frá Nígeríu.
Islenzkir kraftakarlar aug-
lýsa Flugleiðir í Skotlandi
ÞEIR SEM FERÐAST hafa til Glasgow ■ Skotlandi nú í sumar hafa e.t.v.
rekist á auglýsingar í búðargluggum, þar sem kunnuglegt andlit hefur
borið fyrir. Þaö er andlit Jóns Páls Sigmarssonar lyftingakappa, sem
hér um ræöir. Jón er þarna aó auglýsa nýja tegund af mjólk, eóa svo
segir a.m.k. á auglýsingaspjaldinu.
Ardiles
tilbúinn
Argentínski knattspyrnu-
maóurinn Osvaldo Ardiles sem
ekki hefur leikió heilan leik
meö liöí Tottenham síóan hann
kom inná sem varamaöur i
fyrravetur gæti hugsanlega lar-
iö aö spila meö Tottenham aft-
ur eftir tveggja vikna skeió.
Ardiles hefur aöeins leikiö 13
leiki síðustu tvö keppnistímabil
vegna slæmra meiösla.
En aö undanförnu hefur Ardil-
es sýnt mjög góöa frammistöðu
á æfingum og æfingaleikjum og
forráöamenn Tottenham gera
sér vonir um að hann leiki jafnvel
með Tottenham í UEFA-keppn-
inni næsta miövikudag. Ardiles
sem þykir vera mjög sterkur
miöjuleikmaöur sagöi viö frétta-
menn AP aö hann væri búinn aö
ná sér aö fullu eftir meiöslin og
nú væri bara aö ná leikæfing-
unni og sanna aö hann heföi
engu gleymt.
Ardiles lék í fyrrakvöld meö
varaliöi Tottenham gegn lands-
liöi Ástralíu, sem nú er á feröa-
lagi um England. Varalið Spurs
sigraöi 2:1 i leiknum, og komst
Ardiles mjög vel frá honum.
Þetta var annar leikur hans meö
varaliöinu á 48 klst.
„Ég fékk þungt högg á hnéö í
leiknum — en fann ekkert sér-
staklega fyrir því. Ég trúi því
þess vegna aö ég sé orðinn góð-
ur af meiöslunum," sagöi Ardiles
eftir leikinn viö Astraliubúana.
Upphafsins á þessu öllu er hins
vegar aö leita annars staöar. Eins
og kunnugt er halda Skotar
svonefnda hálandaleika, þar sem
keppt er í ýmsum eldfornum
íþróttagreinum, sem þróast hafa
þar í landi gegnum aldirnar. Má
þar nefna drumbakast, drumba-
lyftur, lóökast, reiptog o.fl. Þessi
íþróttamót Skotanna njóta feiki-
legra vinsælda, eru fjölsótt og
haldin vitt og breitt um Skotland,
en auk þess í Englandi, Wales,
Jersey, Mön. Einnig er fariö aö
halda slíka leika í Kanada, Banda-
ríkjunum, Hollandi og V-Þýska-
landi.
ísland er þekkt erlendis af því
aö fæöa af sér „kraftakarla" og
hefur nokkrum þeirra veriö boöiö
til þátttöku á slíkum leikum síöustu
árin. Fyrstur til aö keppa á slíku
móti varö Guöni Halldórsson áriö
1977. Um haustiö sama ár keppti
Hreinn Halldórsson einnig á slikum
Hálandaleikum.
Síöan þá hafa íþróttamenn héö-
an ekki tekið þátt í slíkum mótum,
þrátt fyrir boö, fyrr en nú í sumar
er Jón Páll Sigmarsson hélt utan í
júni og aftur i júlí og keppti á
mörgum mótum viö góöan orðstír.
Sérstaklega voru Skotar hrifnir af
því hvernig Jóni tókst að ná tökum
á drumbskastinu (caber), Guöni
Halldórsson hélt einnig utan um
mánaöamótin júlí/ágúst og átti aö
taka þátt í þremur leikum en var
svo óheppinn að meiöast svo illa á
hendi strax í upphafi fyrstú leik-
anna, aö sauma varö nokkur spor
í hægri hönd hans, þannig aö af
frekari þátttöku gat ekki oröiö.
Flugleiöir styrktu báöa þessa
íþróttamenn til þátttöku vegna
beiöni frá mótshöldurum í Skot-
landi.
Þátttaka Islendinga i þessum
mótum hefur vakiö athygli ytra,
m.a. setti Hreinn Halldórsson
heimsmet i einni grein hinnar fornu
þrautar, og Flugleiöir hafa í leiðinni
fengið góöa auglýsingu á mótsstaö
og í fjölmiölum, sem birt hafa
myndir frá mótunum. Almennt er
viöurkennt aö íþróttamenn, sem
vekja athygli á landi og þjóö meö
góöri frammistööu í keppni, séu
ódýr og góö landkynning.
Um þessar mundir er i undir-
búningi stofnun alþjóölegs íþrótta-
sambands, sem hefur greinar há-
landaleika á sinni könnu, og hefur
Guöni Halldórsson veriö beöinn aö
vera fulltrúi íslands í því.
• Stund milli stríöa hjá kraftakörlunum Guðna Halldórssyni (t.v.) og
Bretanum Geoff Capes á hálandaleikum í sumar. Capes var um langt
árabil einn fremsti kúluvarpari heims, en hefur gerst atvinnumaöur í
kraftíþróttum og atti kappi viö Jón Pál Sigmarsson um titilinn
„sterkasti maður heims“ í fyrra. Báöir tveir undirbúa sig nú undir
samskonar keppni að nýju, sem fram fer á næstunni.