Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
Skinnin þanin og raðaö í þurrkara.
afurðir. Áður en sölutímabilið
hófst óttuðust menn að fyrstu
uppboðin yrðu erfið en það kom
reyndar ekki fram á fyrsta upp-
boðinu sem haldið var í Helsing-
fors 4. desember. Þar seldust 99%
uppboðinna blárefaskinna fyrir
svipað verð og var orðið í lok síð-
asta sölutímabils. Hinsvegar voru
menn mjög bjartsýnir með sölu á
shadow-refaskinnunum og var tal-
ið að þau gætu jafnvel hækkað frá
fyrra ári. Uppboðin eru nú hvert
af öðru en frá okkur fara engin
skinn fyrr en eftir áramót."
Plasmacytose-sjúk-
dómnum útrýmt
„SÍL hélt aðalfund sinn í lok
september í Reykjavík, og var það
fyrsti aðalfundur sambandsins,
skipaður fulltrúum loðdýrarækt-
arfélaganna. Áður áttu loðdýra-
bændur beina aðild að samtökun-
um. Nú eru loðdýraræktarfélögin
orðin tíu talsins. Jón var spurður
að því hver hefðu verið helstu mál
fundarins: „Þar var auðvitað fjall-
að um öll helstu hagsmunamál
loðdýraræktenda. Ég get nefnt
nokkur.
Við erum langt komnir með að
Loðdýrarækt:
„Höfum aðgang að allri þeirri
þekkingu sem við óskum eftir“
útrýma plasmacytose-sjúkdómn-
um sem herjað hefur illilega á
minkastofninn okkar. í vetur
verður minkastofninn hjá Grá-
vöru á Grenivík skorinn niður en
það er síðasta búið sem sjúkdóm-
urinn er í. Ef þetta tekst verður
fsland eina landið í heiminum sem
er laust við þessa veiki. Sjúkdóm-
urinn hefur dregið mjög úr arð-
semi minkabúanna því hann hefur
herjað illilega á frjósemi dýranna.
Við erum þegar komnir með góðan
vísi að nýjum og alheilbrigðum
stofni og er nú mikill áhugi hjá
bændum að fara út í minkarækt.
Að undanförnu hefur orðið tölu-
vert mikil uppbygging í fóður-
stöðvunum. Nú er búið að festa
ákveðna kjarna í loðdýraræktinni
með tilkomu fóðurstöðvanna. Þró-
unin er á réttri leið. Lengst er
Útlit fyrir erfiðleika á
fyrstu uppboðum vetrarins
Jón Ragnar Björnsson er fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
loðdýraræktenda (SÍL), en sam-
bandið mynda hin ýmsu loðdýra-
ræktarfélög landsins. Á dögunum
var rætt við Jón Ragnar um ýmis
málefni loðdýraræktarinnar.
Hann var fyrst spurður um sölu-
málin. „Síðasta sölutímabil byrj-
aði salan erfiðlega í desember með
lágu verði og lítilli sölu. Eftir ára-
mótin fór salan og jafnframt verð-
ið batnandi og hækkaði með
hverju uppboði. Fengust 1.200
krónur fyrir hvert refaskinn að
meðaltali en meðalverðið eftir
hvert uppboð var allt frá 900 krón-
um upp í 1.600 kr. Sala á minka-
skinnum gekk vel allt sölu-
tímabilið og hækkaði verðið á
þeim nokkuð frá fyrra ári. Meðal-
verðið var um 750 kr. fyrir hvert
skinn. Við vorum nokkuð ánægðir
með þetta verð í heildina, þó verð-
ið hafi ekki farið upp í það sem
það hefur komist hæst.
Uppboðshús danska loðdýraræktarsambandsins þar sem stór hhiti íslensku skinnanna er seldur.
— Segir Jón Ragnar Björnsson, framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra loðdýraræktenda
A landinu eru nú 120 loódýrabændur og fjölgar á næstunni um 30. Þessir
bændur eru með um 6 þúsund refalæður og annað eins af minkalæðum.
Framleiðsla þessa árs verður um 34—35 þúsund refahvolpar og um 21
þúsund minkahvolpar. Ekki kemur nema hluti þessara hvolpa fram sem
útflutt skinn á komandi sölutímabili því talsveröur hluti er seldur innan-
lands til ásetnings hjá nýjum loðdýrabændum auk þess sem þeir loðdýra-
bændur sem fyrir eru munu stækka talsvert við sig. Af framleiðslu síðasta
árs fóru sl. vetur um 21 þúsund refaskinn og 22 þúsund minkaskinn til
útflutnings.
Loðdýrabúin eru dreifð um allt
land. Vesturla'nd: Nokkur bú eru í
Borgarfirði og Dalasýslu. Vest-
firðir: Nokkrir loðdýrabændur eru
í Barðastrandarsyslu, í Arnarfirði
og á Ströndum. I önundarfirði er
nýtt svæði í uppbyggingu. Norður-
land: Fáein bú eru í Austur-
Húnavatnssýslu. Mikil loðdýra-
rækt er í Skagafirði og Eyjafirði.
Eru það stærstu loðdýraræktar-
svæðin. Loðdýrarækt er vaxandi i
Suður-Þingeyjarsýslu og fáein bú
eru í norðursýslunni. Austurland:
í Vopnafirði fer loðdýraræktin ört
vaxandi. Talsverð loðdýrarækt er
á Héraði og er það þriðja mesta
loðdýraræktarsvæðið. Fáeinir
bændur eru í Hornafirði. Á Suður-
landi er nokkur fjöldi loðdýra-
ræktenda og nokkrir í Reykjanes-
kjördæmi.
Útlitið fyrir það sölutímabil
sem nú er að hefjast er misgott
eftir tegundum. Mjög gott útlit er
með sölu minkaskinna, sérstak-
Iega svart- og brúnmink, sem eru
okkar aðaltegundir. Ekki er eins
gott útlit fyrir sölu á ljósari
skinnunum. óvissa hefur verið
ríkjandi með blárefaskinnin, sem
eru okkar mikilvægustu loðdýra-
Morgunblaðii/Emilla.
Jón Ragnar Björnsson, fram-
kvæmdastjóri SÍL.
uppbyggingin komin í Skagafirði
og Eyjafirði, þar sem loðdýra-
ræktin er jafnframt komin
lengst."
Komið upp frjálsu
fóðureftirliti.
„í ár verða ekki flutt inn lífdýr
en ljóst er að nauðsynlegt er að
gera það reglulega. Stofninn þarf
blóðblöndun og við þurfum að geta
fylgst með þróuninni. Þörf er á
aukinni fjölbreytni í litaafbrigð-
um í refaræktinni. Sérstök þörf er
á því hér hjá okkur að rækta verð-
mætari afbrigði því við þurfum að
byggja dýrari loðdýrahús en aðrir
vegna veðráttunnar.
Við höfum verið að koma okkur
upp frjálsu fóðureftirliti. Fóður-
stöðvarnar eru ekki skyldugar til
að vera með en komast illa hjá því.
Fóðurstöðvarnar taka reglulega
sýni af fóðri og láta efnagreina
þau. Þá taka þær sýnishorn af öllu''
fóðri til geymslu og efnagrein-
ingar síðar ef eitthvað kemur fyr-
ir. Einnig koma menn frá fóður-
eftirlitinu óvænt í fóðurstöðv-
arnar til sýnatöku. Við vitum að
gott fóður er alger forsenda
árangursríkrar loðdýraræktar og
því höfum við lagt mikið upp úr
fóðureftirlitinu. Niðurstöður
rannsóknanna verða teknar sam-
an og birtar þannig að gæðasam-
anburður fæst á milli stöðvanna.
Við þetta ættu þær að fá nauð-
synlegt aðhald.
Þá vil ég nefna að við höfum að
undanförnu verið með skinnaverk-
unarnámskeið. Eitt af því sem
getur ef til vill aukið verðmæti
skinnanna hvað mest er að þau
séu unnin á sem allra bestan
máta. Til þess höfum við keypt
vélar frá Finnlandi og erum nú
með námskeið í skinnaverkun sem
finnskur leiðbeinandi stjórnar.
Þegar hafa um tíu bændur keypt
áhöld til að verka skinnin. Við
teljum að það sé framtíðin að
bændurnir sjái um verkunina
sjálfir, eftir því sem búin stækka.
Það skapar mikla atvinnu á búun-
um og þeir fylgjast þá sjálfir með
framleiðslunni alla leið.“
„Þurfum aö læra meira.“
„Við reynum eins og við getum
að halda úti öflugri fræðslustarf-
semi. Við höfum efnt til fræðslu-
funda með bændum og höfum
fengið erlenda sérfræðinga til að-
stoðar en þetta er starf sem þarf
að efla enn frekar. Yfir höfuð hef-
ur okkur tekist vel að ná góðum
tökum á loðdýraræktinni. En það
breytir því ekki að við þurfum að
læra miklu meira því við höfum
enn ekki náð jafn góðum árangri
og félagar okkar á hinum Norður-
löndunum.
Loðdýraræktin hefur þá mögu-
leika fram yfir margar aðrar nýj-
ar atvinnugreinar að við getum
aflað okkur þeirrar þekkingar sem
við þurfum hjá systurfélögum
okkar á Norðurlöndunum. Norður-
landaþjóðirnar hafa náð bestum
árangri í loðdýraræktinni af öll-
um þjóðum heims. Þær hafa því
verulega mikla reynslu og þekk-
ingu sem við njótum góðs af.
Félagskerfi okkar er byggt upp
á hliðstæðan hátt og á hinum
Norðurlöndunum. Bændurnir
sjálfir reka afurðasöluna og hafa
því fulla stjórn á framleiðslu og
sölu. Salan fer þannig fram að
loðdýraræktarsamböndin annast
sölu skinnanna. Hún fer fram i
uppboðshúsum þeirra í Noregi,
Finnlandi og Danmörku. Þar sem
ekki eru uppboðshús — í Svíþjóð
og á íslandi — hafa loðdýrarækt-
arsamböndin gert samstarfs-
samninga við eitthvert sambandið
sem hefur yfir uppboðshúsi að
ráða. í þessum uppboðshúsum eru
seld yfir 95% af öllum þeim skinn-
um sem framleidd eru á Norður-
löndunum. Uppboðshúsin hafa
síðan mikla samvinnu sín á milli
um uppboðin. Þau skipta með sér
uppboðsdögunum og selja sumar
tegundir skinnanna saman.
Norðurlöndin hafa einnig með
sér merkilegt samstarf sem er
fyrirtækið „SAGA Furs of Scand-
inavia". Til þessa sölu- og kynn-
ingarfyrirtækis rennur 1% af