Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984
Herra H. skýtur ungling
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Kai Hermann og Heiko Gebhardt:
ANDI.
Ljósmyndir: Rainer Bald.
VeturliAi Guðnason íslenskaði.
Bókaútgáfan Skjaldborg,
Akureyri 1984.
Að undanförnu hefur nokkuð
borið á bókum sem greina frá
unglingum á villigötum, einkum
undir áhrifum fíkniefna. Minn-
isstæð bók þessa eðlis er Dýra-
garðsbörn Kai Hermanns og
Horst Riecks. Kai Hermann lét
sér ekki nægja að skrá sögu
Kristjönu F. Asamt félaga sínum,
Heiko Gebhardt, rakst hann á dá-
litla frétt í kvöldblaði í Hamborg
16. ágúst 1979. Fréttin greindi frá
því að sextán ára piltur hefði verið
skotinn til bana í borginni. Bíleig-
andi greip til byssunnar í bræði
sinni þegar hann sá til fimm pilta
sem gerðu sér það að leik að
skemma bíla. Pilturinn sem féll
hét Andreas Z. Félagi hans særð-
ist. í fréttinni var lögð áhersla á
að piltarnir hefðu gert ofbeldis-
verk að tómstundaiðju.
Höfundar Andis spurðu sjálfa
sig ýmissa spurninga: „Hvers
vegna bitnar ofbeldi vammlauss
borgara um fimmtugt á ofbeld-
ishneigðum sextán ára dreng sem
raskar ró hans að kvöldlagi? Er
það tilviljun? Hvaða munur er á
ofbeldi unglingsins og ofbeldi
kaupmannsins?"
Andi er heimildasaga unnin
með þeim hætti að höfundarnir
leita til margra aðila í því skyni að
fræðast um Andi. Meðal þeirra
eru foreldrar hans, vinir og vin-
konur úr klíkunni sem hann var í,
vinnuveitandi, kaupmaðurinn sem
varð honum að bana, fulltrúar yf-
irvalda og gamall maður, kallaður
afi, sem hýsti hann eftir að drykk-
feld móðir rak hann að heiman.
Persónur bókarinnar segja
sjálfar frá. Vitneskja höfundanna
um Andi veldur því að þeir geta
lagt honum orð í munn þegar eng-
inn er til frásagnar. Aðferð höf-
undanna gerir söguna nærgöng-
uia.
Með því að safna heimildum um
Andi og vinna úr þeim liggur fyrir
mikið efni um ógæfu þessa pilts.
Höfundarnir gæta þess að halda
siðferðilegri vandlætingu í skefj-
um, en lesendur fá aftur á móti
tækifæri til að draga eigin álykt-
anir.
Saga Andis er rakin allt frá
bernsku. Sá heimur sem hann óx
upp í og ýmsar vafasamar fyrir-
myndir hans verða ljóslifandi. Fá-
tækt, drykkuskapur og ósamlyndi
fólks setja svip á umhverfi Andis.
Þetta fólk er ekki beinlínis vont,
en hefur ýmsa skapgerðargalla
sem rekja má m.a. til félagslegs
óöryggis.
Suma hefur stríðið mótað eins
og hinn byssuglaða kaupmann,
Herra H. Það kemur í ljós að
Andi
viðbrögð hans eiga hljómgrunn í
Þýskalandi. Það þarf að sýna
unglingunum í tvo heimana að
mati margra.
Unglingarnir í klíku Andis eru
ekki bara ofbeldissinnar sem
lemja fólk og sparka í það varn-
arlaust. Þessir unglingar eiga líka
viðkvæmar tilfinningar, ekki síst
er ástin þeim mikils virði. Ástar-
saga Andis og Önju er eftirminni-
leg, laus við alla væmni eins og
vera ber. Bréf Andis til Önju sem
hann skrifaði í unglingafangelsi
spegla hans innri mann. Hann
saknar Önju, veit að það er ólík-
legt að hún heimsæki hann, en
biður hana að dreyma fallega um
sig.
Andi er fremur dapurleg lesn-
ing, en það er á köflum mikið líf í
bókinni og stundum sérkennileg
gamansemi.
Veturliði Guðnason, þýðandi
Andis, hefur unnið sitt verk vel.
Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir
Og réttur-
inn rann..
Bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Eitt hundrað og tíu gómsætir
POTTRÉTTIR.
GuArún Hrönn Hilmarsdóttir þýddi
og staðfærði. Utg. Setberg 1984.
Áður hefur verið vikið að því í
þessum dálkum, hversu útgáfa
hvers kyns matreiðslubóka hefur
orðið skrautlegri og skemmtilegri
hin síðari ár. Bókaforlög leggja
verulega mikið í ytri umgerð þess-
ara bóka, þær eru prentaðar á
góðan pappír og mikið af skýr-
ingarmyndum. Uppskriftir eru yf-
irleitt ljómandi aðgengilegar. Allt
jætta á við um bókina Eitt hundr-
að og tíu gómsætir pottréttir og
Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir hef-
ur áður í samvinnu við útgáfuna
Setberg sent á markaðinn hinar
fýsilegustu matreiðslubækur.
Fiskur og pottréttur — það
gengur eins og rauður þráður
gegnum matreiðsluna nú um
stundir. Pottréttir eru að vísu oft
tímafrekari í tilbúningi og dýrara
efni í þá notað, en hins vegar er
líka að finna í þessari bók afar
einfalda rétti og ódýra í tilbún-
ingi.
Bókin er skipt í nokkra kafla,
pottréttir eru úr nautakjöti,
lambakjöti, svínakjöti, kálfakjöti,
innmat og fuglakjöti. Mér per-
sónulega hugnast lambakjöt lang-
bezt þessara tegunda og réðst því
af hrifningu í að búa til austur-
lenzkar kjötbollur (bls. 41) úr
lambahakki. Að vísu sleppti ég
kanel og koreander en það stafaði
bara af vöntun á því á heimilinu.
Og rétturinn rann á tungunni. Það
gera sjálfsagt fleiri í þessari
myndarlegu bók.
Uw
Gæðin skapa veflíöan
«I IVAI>V4
er framar öllu aö gæöum,
bæöi í útliti og efni.
Gæðin skapa vellíðan
Um tísku og smekk má
deila, en aldrei um gæöi.
Hafir þú tilfinningu fyrir
gæöum, er valiö á fatnaöi
auövelt.
Þaö er skrifaö meö fimm
stöfum:
J1f/«
AIIVA^
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!