Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 ÚTVARP / SJÓN VARP Reilly Ég get ekki hugsað mér að missa af þriðjudagsþáttunum með honum Reilly, jafnvel þótt þætt- irnir séu nú farnir að þynnast nokkuð i annan endann. Þrátt fyrir það er þar enn brugðið upp merkilegri svipmynd af njósna- heimi áranna í kringum rússnesku byltinguna og um leið fáum við hér færi á, að skyggnast nokkuð inní hugarheim þeirra, sem áttu um sárt að binda af völdum bylt- ingarinnar. En vissulega er Reilly (Sigmund Rosenblaum) einn þeirra er afneitar bólsévíkum og á þar með ekki afturkvæmt á heimaslóðir. Er raunar villandi að telja Reilly eingöngu njósnara, því hann kemur svo víða við sögu, að undrun sætir. Má eiiis telja hann í hópi „andófsmanna" slíkra er nú stynja undan ofríki bolsévíka. Sá er þó munurinn, að Reilly er ein- lægur auðvaldssinni, fremur en hann berjist fyrir einskonar svía- sósíalisma, einsog flestir andófs- menn austantjalds virðast nú gera. Þó vitum við eigi svo gjörla, hvað léynist í hugskoti þessa land- flótta Rússa, né allra hinna sem ekki pössuöu inní sæluríkið. Þeir voru reyndar aldrei spurðir álits. Hinn harðsnúni byltingarflokkur Það er raunar næsta furðulegt, hve miklu hinn harðsnúni bylt- ingarflokkur Leníns kom til leiðar, í hinu víðfeðma Rússlandi. Við sjá- um í þáttunum um Reilly hve ótryggt ástandið var í raun og veru á þessum tíma. Allt gat gerst, en á endanum sigraði sá, sem beitti fyrir sig afdráttarlausustu hugmynda- fræðinni og lét kne fylgja kviði þar sem við átti. í þáttunum af Reilly, er eingöngu vikið að, þeim miklu átökum er áttu sér stað milli hinna byltingarsinnuðu skjólstæðinga Leníns, og hinna er trúðu á borg- aralegt þjóðskipulag. En myndin er ekki svona einföld. Það var ekki bara Lenín, sem vildi breyta til í Rússlandi og færa það í átt til nú- tímans, en hann barði niður af full- kominni hörku allar aðrar stjórn- málastefnur en þær, er sameinuðu bolsévíka í einn flokk. Þessi „stefnufesta" Leníns fól í raun í sér sáðkorn þeirrar hugmyndalegu ein- stefnu, er nú bitnar svo hart á öllu hugsandi fólki í A-Evrópu. Stóri sannleikur Leníns Sannleikurinn er nefnilega sá að sú stjórnarstefna, sem varð ofan á í Rússlandi, og enn er fylgt þar í landi í höfuðatriðum, var alls ekki samhljóða skoðunum allra aðstand- enda byltingarinnar. Það má kannski með nokkrum rétti segja að „lögmál frumskógarins" hafi ráðið því að stefna Leníns varð allsráð- andi í Sovét, fremur en stefna „þjóðvakningarmanna" eða „ökon- ímista" svo dæmi séu tekin. En sum sé, Lenín einn vissi hvað var öreig- unum var fyrir bestu og brást hann ætíð við allri „gagnrýni" á Marx eins og sá sem hefir höndlað stóra- sannleik. Þannig farast honum orð á bls. 345 í ritinu: „Efnishyggja og gagnrýn reynsluspeki, (Moskva ’35) um fyrrum samherja er voguðu sér að endurskoða fræðikennninguna „Endurskoðunarmenn gerast nú æ slóttugri í aðferðum sínum til þess að falsa marxismann og smygla undir merki hans kenningum, sem eru efnishyggjunni með öllu and- stæðar." Já, svo sannarlega hefir Iænín verið harður í horn að taka, og það kann ekki góðri lukku að stýra þegar slíkir menn komast til áhrifa í pólitískum hreyfingum, hvort sem er á vinstri eða hægri vængnum. Kannski sá Reilly fyrir hina miskunnarlausu framgöngu bolsévísmans, þá hann hófst handa gegn Lenín og félögum. Hver veit? Ólafur M. Jóhannesson „Sagt hefur það verið“ UB-40 kynnt í morgun- þætti rásar 2 ■I Morgunþáttur- 00 inn á rás 2 í dag er í umsjá þeirra Sigurðar Sverris- sonar og Kristjáns Sigur- jónssonar. Að sögn Kristjáns hefst þátturinn á því að fyrstu þrjátíu mínúturnar eru helgaðar íslenskri tónlist eingöngu. Um kl. 11.00 hefst hljómsveitarkynn- ing og að þessu sinni verð- ur tekin fyrir hljómsveit- in UB-40. Hún er frá Birmingham og flytur svokallaða reggae-tónlist. Textar hennar eru að mestu leyti ádeila á breskt þjóðfélag, en þrátt fyrir það tekst hljóm- sveitarmeðlimum að halda léttri stemmningu, sem einkennir þessa teg- und tónlistar. Þekktasta lag hljóm- sveitarinnar hingað til er vafalaust lagið Red Red Wine frá því í fyrra. Ný- lega var lagið If It Happ- ens Again á breska vin- sældalistanum, en féll út fljótlega. En nú er nýtt lag frá UB-40 að skríða upp listann og nefnist það Riddle Me. íslensk bókaútgáfa M Á dagskrá út- 30 varps í dag er þátturinn „Sagt hefur það verið". Umsjón- armenn þáttarins eru þeir Hjálmar Árnason og Magnús Gíslason. Hjálmar Árnason sagði að í þættinum í dag yrði fjallað um lögregluna. Rætt verður við fyrstu konuna, sem gegnir starfi lögregluþjóns utan höfuð- borgarsvæðisins. Einnig verður rætt við sam- starfsmenn hennar og yf- irmenn. „Við ræðum við konuna um tildrög þess að hún sótti um starfið og hvernig henni hafi orðið við að koma á vakt. Einn- ig verður samstarfsmenn- irnir spurðir að því hvern- ig þeim litist á að fá konu í þetta karlaveldi," sagði Hjálmar. „Þessír þættir verða vikulega til áramóta og hálfsmánaðarlega eftir áramót. Við munum reyna að taka fyrir efni, sem við teljum að eigi erindi til landsmanna. Þættirnir byggjast mikið upp á sam- tölum við fólk á Suður- nesjum." ■■ Fimmtudags- 35 umræðan í kvöld fjallar um íslenska bókaútgáfu. Að sögn Þorgríms Gestssonar, umsjónar- manns þáttarins, verður rætt vítt og breitt um bókaútgáfu á íslandi. Gengið verður út frá þeim samdrætti, sem varð í bókaútgáfu í fyrra. Þátturinn hefst á því að Gunnar Maack frá Hag- vangi rifjar upp niður- stöður könnunar, sem gerð var árið 1979 á lestr- arvenjum íslendinga. Aðrir gestir þáttarins verða Eyjólfur Sigurðs- son, formaður Félags ís- ienskra bókaútgefenda, Jón Kristjánsson, í bóka- búðinni Emblu, Þorgeir Baldursson, í Odda og Sig- urður Pálsson formaður Rithöfundasambandsins. Þorgrímur sagði að víða yrði komið við og reynt að fára inn á flest svið bóka- útgáfu. Rætt verður um samdráttinn og álit gest- anna á því hvað hafi vald- ið honum. Einnig verður rætt um stöðu bókaútgáf- unnar og kostnaðarhlut- föll, verð bóka og framtíð- ina. ÚTVARP 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómassonar frá kvöldinu áð- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Esra Pétursson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Músin I Sunnuhllð og vinir. hennar" eftir Margréti Jðns- dóttur. Siguröur Skúlason les (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 þing- fréttir. 10.00 Fréttir. lO.IOveöurfregn- ir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Eg man þá tlö" Lög frá liönum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11J0 „Sagt hefur það verið" Hjálmar Arnason og Magnús Glslason sjá um þátt af Suð- urnesjum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12^0 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Helgi Már Baröa- son. 13JO Tónleikar. 14.00 A bókamarkaöinum Andrés Bjðrnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 A frlvaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 1530 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16^0 Slödegistónleikar a. Rómansa op. 67 fyrir horn og planó eftir Camille Saint-Saéns; Barry Tuckwell og Vladimir Ashkenazy leika. b. Sónata I A-dúr eftir Nicc- olo Paganini. Julian Bream leikur á gitar. c. „Duo" I A-dúr fyrir fiðlu og planó eftir Franz Schu- bert. Arthur Grumiaux og Robert Veyron-Lacroix leika. FIMMTUDAGUR 6. desember 17.10 Síðdegistútvarp Tilkynningar. 18^45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19J0 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Hvlskur Umsjón: Höröur Sigurðar- son. 20.30 Dagbókarbréf frá Islandi Hrafnhildur Schram les þýö- ingu slna á dagbókarbréfum sænsku listakonunnar Siri Derkert. (Aður útvarpað I aprll 1982.) 214)5 Gestur I útvarpssal Einar Steen-Nökleberg leikur á planó „Peer Gynt-svltu" eftir Harald Sæverud og Ballööu op. 24 eftir Edvard Grieg. 2140 Erlendar skáldkonur frá ýmsum öldum Fyrri hluti. Umsjón?6igurlaug Bjðrnsdóttir. Lesari Herdls Þorvaldsdóttir. 22.05 Tónleikar. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. SJÓNVARP 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Veröld Busters Fimmti þáttur. Danskur framhaldsmynda- flokkur I sex þáttum. Þýð- andi Ölafur Haukur Slmon- arson. (Nordvision — Danska sjónvarpiö) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Augiýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. FÖSTUDAGUR 7. desember 21.20 Skonrokk Umsjónarmenn: Anna Hln- riksdóttir og Anna Kristln Hjartardóttir. 22.00 Hláturinn lengir llfiö Fimmti þáttur. Breskur myndaflokkur I þrettán þáttum um gaman- semi og gamanleikara I fjöl- miðlum fyrr og slðar. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 22.35 Húsiö viö 92. stræti (The House on 92nd Street) Bandarisk blómynd frá 1945. S/h. Leikstjóri Henry Hathaway. Aöalhlutverk: William Eythe, Lloyd Nolan, Signe Hasso og Leo G. Carroll. Myndin gerist I New York á strlðsárunum. Ungur maöur leikur tveim skjöldum I þjónustu njósnara Þjóðverja I Bandarlkjunum sem meðal annars eru á höttunum eftir kjarnorku- leyndarmálum. 00.00 Fréttir I dagskrárlok 22.35 Fimmtudagsumræðan Um Islenska bókaútgáfu. Umsjón: Þorgrlmur Gests- son. 2345 Fréttir. Dagskrárlok. RÁS2 FIMMTUDAGUR 6. desember 10.00—12.00 Morgunþátt- ur Fyrstu þrjátlu mlnúturnar helgaðar Islenskri tónlist. Kynning á hljómsveit eöa tónlistarmanni. Viötöl ef svo ber undir. Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Siguröur Sverr- isson. 14.00 15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leopold Sveins- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög aö hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Jazzþáttur Þjóðleg lög og jazzsöngvar. Stjórnandi: Vernharöur Linn- et. 17.00—18.00 Gullöldin — Iðg frá 7. áratugnum Vinsæl lög frá árunum 1962—1974 — Bltlatlmabil- iö. Stjórnandi: Þorgeir Astvalds- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.