Morgunblaðið - 06.12.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.12.1984, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1984 Aldarfar og ódæmí BURMA — land gullnu hofanna Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir FKRDABÆKUR geta verid einhverj- ar alskemmtilegustu bækur, sem ég les. Að ekki sé nú talað um þannig samdar bækur, að þær eru í senn mjög upplýsandi og þar er einnig að fínna fróðleik sem að gagni kemur við ferð um landið. Insights Guides-Burma heitir þessi sem hér um ræðir og meðal annars í þessum flokki eru til dæmis bækur um Kóreu, Sri Lanka, Filippseyjar og fleiri. Höfundar hennar eru allnokkr- ir, aðaltexta hefur ritað Wilhelm Klein, en flestar myndir eru eftir John Gottberg Anderson. Höfund- ar gera í formála nokkra grein fyrir hvernig bókin var unnin: það er í raun og veru hægara ort en gert að skrifa bók um Burma vegna þeirra takmarkana sem ferðafólki eru settar eins og hefur komið fram í nokkrum Burma- greinum hér f Morgunblaðinu. Enginn fær vegabréfsáritun inn í Bókmenntír Jóhanna Kristjónsdóttir Norman Vincent Peale: Jákvæður lífskraftur. Þýð. Baldvin Þ. Kristjánsson Útg. Örn og Örlygur 1984. Þetta er fyrsta bók Norman Vincent Peale, sem ég les og býst við að láta það duga eftir þessi kynni. Þó er ekki að efa að já- kvæður lífskraftur, jákvæð lífsvið- horf og fagurt mannlíf f Kristi og fleira sem höfundur boðar er allt góðra gjalda vert. Kannski ýmsir græði á því að lesa þessa bók. En mér kom hún fyrst og fremst fyrir sjónir sem yfirgengilegt, skrúð- mælgislegt raus og var það þó ekki það versta; frásagnir höfundar af því sem nánast verður að kalla kraftaverk eru svo óþægilegar á stundum, að það liggur við að Kristur gleymist. Þó að presturinn landið til lengri tíma í senn en sjö sólarhringa. Þá verður að drífa sig til Bangkok og endurnýja hana. Þótt ekki sé nú tekið mið af þeim erfiðu aðstæðum, sem höf- undarnir hafa unnið við, er bókin einstök perla. Hún er perla jæim, sem hafa farið til þessa óvenju- lega lands, þeim sem hyggja á för þangað eða fara þangað aldrei. Söguleg upprifjun er aðgengileg og læsileg og staðarfrásagnir sér- staklega greinargóðar. Megin- áherzlan er lögð á burmiska sögu, en nútíminn gleymist sannarlega ekki. Og myndirnar í bókinni eru hreint afbragð. Þetta er án efa með beztu bókum slíkrar gerðar, að minnsta kosti sem hefur rekið á mínar fjörur. skjóti því vissulega að lesanda, að hann sé aðeins tæki sem Kristur notar til að hjálpa fólki verður af- rekafrásögnin í bókinni beinlínis óþægileg. Fyrir utan hversu mik- illar einfeldni gætir í því sem frá er sagt og öll þessi halelújabréf, sem eru birt og hafa verið send Peale til að þakka honum, þ.e. Peale, fyrir ómetanlega hjálp, merkilegar samverustundir, ólýs- anleg og guðleg störf, allt kemur þetta heldur óþægilega við mann. Peale er ekki bara að boða orðið, hann virðist gera hvert krafta- verkið á fætur öðru, hann læknar helsjúka, meðal annars „sker hann upp“ með orðum stórfrægan lækni, sem kennir sér meins upp frá því. Hann læknar alkóhólista, hann vísar veginn og finnur leið- ina eftir taugaáfall, hann greiðir úr hjónabandserfiðleikum. Mér finnst jaðra við guðlast í bókinni — einmitt af þessari ástæðu sem fyrr er nefnd. Hógværð Peale er Bókmenntir Erlendur Jónsson Kiður Guðmundsson Þúfnavöllum RITSAFN I—III. Skjaldborg. Akureyri, 1982—84. Mannfellirinn mikli heitir fyrsta bindi þessa ritsafns. Hin tvö bera yfirskriftina Búskaparsaga í Skriðuhreppi forna og er þá átt við Öxnadal og Hörgárdal nyrðra. í raun er þetta samfelld saga byggðarinnar frá átjándu öld til loka nítjándu aldar — og raunar nokkuð fram á þessa. Höfundurinn, Eiður Guð- mundsson, var fæddur röskum áratug fyrir aldamót og ól allan sinn aldur á sömu slóðum þannig að hann gat meðal annars byggt rit þetta á minningum þeirra sem hann hafði verið samvistum við í æsku, en ekki leikur vafi á að hann hefur þá hlustað grannt á frásög- ur manna frá eldri tíð. Eiður rekur sögu hvers býlis fyrir sig. Mörg nöfn koma því fyrir í riti hans. Stundum verður ábúendatalið lítið meira en upp- talning. En allmörgum einstakl- ingum eru þó gerð skil sérstak- lega, fáeinum í alllöngu máli. Eið- ur hefur ekki verið hræddur við að nefnilega ekki annfærandi né heldur bljúg. Þrautalestur, það er orðið. f formála segir þýðandi: Sumur kann að finnast sem mér sjálfum, að hinn fjörlegi texti dr. Peale sé núorðið ekki jafn leikandi og fyrr. Um þetta kann ég ekki að dæma, þar sem ég hef ekki lesið fyrri bækurnar eins og ég nefndi í upphafi. Það kann að vera að Peale hafi hjálpað mörgum á langri ævi, þá er það allt gott og blessað. En hér er varla slíkt á ferðinni lengur, hvað sem öllum umsögnum og lofbréfum líður. Þýðing Baldvins Þ. Kristjáns- sonar er uppfull af vitleysum. Eða að minnsta kosti lélegu máli. Sögnin að ske er ekki góð íslenzka, en notuð sýknt og heilagt. „All right" virðist aldrei vera þýtt, hvers lags tiktúrur sem það eru nú. Þýðingarbragð er einum of víða, mjög til lýta og oft beinlínis truflandi. Kiður Guðmundsson segja það sem hann vissi sannast og réttast, jafnvel þó svo að hann sýnist geta verið býsna dómharð- ur um atburði, heimili og einstakl- inga. En fólkið felldi sinn dóm yfir sveitungum og nágrönnum, forð- um eins og nú. Þannig skapaðist almenningsálitið. Og það gat verið bæði óvægið og tillitslaust. Á að taka mark á slíku þegar horft er um öxl og saga er rituð? Það er spurning sem sögumaður verður sífellt að spyrja sjálfan sig. Að mínum dómi ber höfundi að segja það sem hann telur að máli skipti. Og raunar virðist Eiður ekki hafa beygt sig undir ok almennings- álitsins. Hann styðst við það. En tekur því með fyrirvara. Og hafn- ar því stundum alveg. Fyrir ókunnugan eins og undir- ritaðan verður upptalning bæja og einstaklinga harla þurr aflestrar. En sem heild geymir ritsafn þetta merkilega aldarfarslýsing sem verður því minnisstæðari þar sem ég hygg að hún sé með öllu ófegr- uð. Og líkast til býsna sönn. En hvað var það svo helst sem markaði alc'arfarið á átjándu og nítjándu öld? Fyrst og fremst al- menn fátækt, allsleysi, örbirgð — ásamt allri þeirri eymd sem henni fylgdi. Samfélagið var hrjúft og miskunnarlaust. Ef einhver hygg- ur að bændasamfélagið gamla hafi fyrst og fremst einkennst af sam- hjálp og nágrannakærleika skyldi hann lesa þetta rit. Auðvitað gerð- ist það oft að fólk styddi hvert annað, hjálpaði þegar í nauðir rak, veitti skjól hröktum og sjúkum. En gagnstæð dæmi gerðust líka mörg. Skorturinn bætir ekki inn- rætið. Og sá, sem sætir hörðu í uppvexti, verður ekki að mildari þegar að því dregur að hann skuli sjálfur ráða fyrir öðrum. Annað einkenni samfélagsgerð- arinnar var stritið, þrotlaust og endalaust. Börn voru látin vinna frá því að þau gátu valdið ein- hverju verki. Síðan var unnið þar til ellin eða dauðinn bundu enda á stritið. Húsráðendur og vinnufólk deildu kjörum með hliðsjón af að- búð og vinnu. En »flestir töldu sér þann kost verstan, að vera bundn- ir í vinnumennsku, enda nálgaðist hún það í reynd að vera þræla- hald,« segir Eiður. Menn lögðu því kapp á að koma sér í sjálfs- mennsku, jafnvel þótt þeir yrðu að leggja harðar að sér fyrir bragðið eða stofna til hjúskapar með mikl- um aldursmun. Tíðum var börnum refsað með vinnu eða annars konar álagi sem hlaut að ganga nærri þeim og fest- ast í minni. Tiltekur Eiður dæmi þess að ungur drengur var sendur langar leiðir með bréf um hávetur, alókunnugur þeirri leið sem hann átti að fara. Á leiðarenda komst hann samt og varð viðtakandi bréfsins furðu lostinn, »kvað þetta hafa verið hina verstu forsend- ingu, að senda óþroskaðan smá- dreng alla þessa leið um hávetur í veðráttu þeirri, er þá var. Hafði hann um hörð orð, kvað bréfið vera einskisvert og engu máli hefði skipt, þó það hefði aldrei borist.* Færra segir Eiður frá hvers- dagslífinu beinlínis, það hefur sjaldan þótt í frásögur færandi. Hins vegar gerast mörg ódæmi á heilli öld, jafnvel þótt sögusviðið sé aðeins einn hreppur. Hvort sem nú Skriðuhreppingar hafa lært boðorðin betur eða verr en aðrir þá er svo mikið víst að þeir kunnu líka að brjóta þau. Og fleira gerð- ist furðulegt. Það þætti t.d. saga til næsta bæjar nú ef prestur héldi »níðræðu« yfir þeim sem hann væri að jarða, en sá var séra Arn- ljótur á Ytri-Bægisá (þá ný- kominn til kalls) sem Eiður kveð- ur að svo hafi gert. »Kirkjugestir sátu agndofa und- ir ræðunni,« þar til börn hins látna »réðust að presti með þung- um ávítum, en hann svaraði full- um hálsi og lét hvergi undan síga. Varð þarna ofsaleg illyrða og skammahviða, í kirkjunni á Bakka ...« Þjóðlegur fróðleikur spannar vissulega vítt svið í bókaútgáfunni þessi árin: allt frá hinu besta til hins lakasta. Rit Eiðs á Þúfnavöll- um skipa sér örugglega á bekk með betri röðinni. Guðlast og grobb = kraftaverk? Djúpdælasaga Bókmenntír Sigurjón Björnsson Stefán Jónsson, Höskuldsstöóum: RiLsafn I. Djúpdælasaga. Sögufélag Skagfirðinga, Reykjavík 1984, 263 bls. Stefán hét maður Jónsson af ætt Djúpdæla í Skagafirði. Hann var um langan aldur bóndi á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð. Fræðastörf hafði hann stundað frá barnsaldri. Þegar hann andað- ist 88 ára að aldri á gamlársdag 1980, lét hann eftir sig mikið safn handrita um skagfirska sögu og ættvísi. Fæst af því hafði hann látið prenta. Kaus hann heldur að skrif hans kæmu út eftir hans dag. Sögufélag Skagfirðinga keypti útgáfuréttinn að ritum Stefáns og er nú fyrsta bindið komið út. Gert er ráð fyrir að alls verði ritsafnið ein fjögur til funm væn bindi. í þessu fyrsta bindi er stærsta rit Stefáns, Djúpdælasaga, 263 bls. með greinargerð útgefenda, inn- gangsritgerð um höfundinn eftir Kristmund Bjarnason og nafna- skrá. Ritið er prýtt 40 myndum, sem flestar voru teknar vegna þessarar bókar. Um útgáfuna sáu Hjalti Pálsson, Sölvi Sveinsson og Þórdís Magnúsdóttir. Djúpdælasaga er ættarsaga, sem spannar nærri tvær aldir, frá því um 1700 og til loka 19. aldar. Hefst hún á frásögn af Eiríki Bjarnasyni (Mera-Eiríki), sem fyrstur þessara ættmenna bjó í Djúpadal, og endar á afkomanda hans, Eiríki hreppstjóra Eiríks- syni, bónda þar (d. 1872). Þess má geta, að enn býr Djúpdælaætt í Djúpadal. Víða er komið við í þessari sögu, og verður hún því miklu meira en saga einnar ættar. Sagt er frá fjölmörgum ætt- mönnum og venslafólki Djúpdals- bænda, ættir manna eru raktar og fjallað er um marga samtíma- menn, s.s. Jón Espólín, Skúla fóg- eta, Gísla Konráðsson, Ara fjórð- ungslækni á Flugumýri, Bjarna Thorarensen, Hjálmar Jónsson í Bólu og marga fleiri. Er stundum brugðið upp sterkum svipmynd- um, svo að menn verða ljóslifandi fyrir lesandanum. Þá er líklega flestra meiriháttar atburða getið, sem urðu í Skagafirði á þessum tíma, því að víða komu Djúpdælir við sögu. Stefán á Höskuldsstöðum var næsta merkilegur og sérstæður maður. Um langan aldur var hann nestor skagfirskra fræða. Það var næstum föst venja að leita til hans, þegar menn lentu i vanda í grúski sínu. Og kunnir fræðimenn báru mikla virðingu fyrir þekk- ingu hans og traustleika. Allar götur frá því löngu fyrir tvítugs aldur (og það var á fyrstu áratug- um þessarar aldar) hafði aðal- áhugamál hans verið skagfirsk saga — saga atburða, persónusaga og ættfræði. Hann skráði hjá sér ógrynni af vitneskju eftir gömlu fólki, og þar sem það fólk var orðið gamalt í byrjun þessarar aldar og mundi margt, sem foreldrar jæss, afar og ömmur höfðu sagt, tókst honum að forða frá gleymsku miklu.af ævagömlum fróðleik. En Stefán var jafnframt mjög aðgæt- inn og vandvirkur fræðimaður. Hann grandskoðaði allar fáanleg- ar prentaðar heimildir og opinber gögn, bar saman og yfirvegaði. Aldrei fannst honum nóg að gert og aldrei fannst honum hann hafa fulllokið neinni ritsmíð. Sú var ástæða þess að hann vildi ekki að neitt væri prentað af skrifum hans meðan hann var moldu ofar. Honum þótt sem aldrei væri loku fyrir það skotið að enn mætti leið- rétta eða bæta við. Stefán á Höskuldsstöðum var sannur fulltrúi gamallar sagna- og frásagnarhefðar skagfirskrar, sem mótuð var á fyrri hluta 19. aldar af þeim Einari Bjarnasyni á Mælifelli, Gísla Konráðssyni og Jóni sýslumanni Espólfn. I Djúp- dælasögu leynir sér t.a.m. ekki skyldleiki í stíl og öllum frásagn- armáta við Sögu frá Skagfirðing- um. Hins vegar hefur Stefán losað sig við marga óþarfa fyrnsku og hert allar fræðilegar kröfur til mikilla muna. Víst má margt að þessari sagnahefð finna, enda ef- ast sumir um að rétt sé að telja hana til sagnfræði i eiginiegum skilningi. Hún er þröng, oft á tíð- um hlutdræg og persónuleg og ekki er ávallt gerður greinarmun- ur á aðalatriðum og aukaatriðum. En lifandi er hún vissulega og rammíslensk í allri sinni veru. Ég trúi ekki öðru en að þeir sem á annað borð unna íslenskum þjóð- legum fróðleik, hafi mikla nautn af að lesa Djúpdælasögu Stefáns á Höskuldsstöðum. í Djúpdælasögu er brugðið upp glettilega svipsterkri nærmynd af mannlífi í Skagafirði á þessum löngu liðnu tímum. Óneitanlega hefur það verið býsna hrjúft á köflum. Hver á fætur öðrum birt- ast karlarnir — og raunar konurn- ar líka — á sviðinu í bokkaskap sínum og furðulegum tiltektum. Voru stóru orðin ekki ætíð spöruð, einkum þegar látið var fjúka í kviðlingum. Djúpdælir voru svo sannarlega ekki alltaf barnanna bestir, enda margir örir í lund og stórgeðja. Stefán reynir ekki að fegra ættmenn sína, en segir bæði á þeim kost og löst, og að hætti góðs sögumanns lætur hann einatt atvikin tala. Hins vegar dylst eng- um, hvaða eiginleika Stefán telur mönnum helst til gildis. Sumir munu staldra við þá lýs- ingu, sem hér er að finna af Bólu- Hjálmari og sér í lagi við frásögn- ina af hinu fræga þjófnaðarmáli. Hér kveður greinilega við nýjan tón. Leynir sér ekki að Akra- hreppingur heldur um penna og að kalinn til Hjálmars er ekki aldeil- is útdauður. Ekki virðist Stefán reiðubúinn til að sýkna Hjálmar af þjófnaðargrun. Er nú nærliggj- andi að saka Stefán um hlut- drægni, svo mjög sem ættmenn hans komu við sögu í því máli. En mér virðist þó að hann hafi all-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.